Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 24
32 DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986. 4 Tryggvi Ólafsson lést 10. janúar sl. Hann var fæddur 16. mars 1923. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson og Guðrún Þórðardóttir. Tryggvi starfaði lengst af í Vélsmiðjunni Héðni. Hann var kvæntur Önnu Steinsdóttur, en hún lést árið 1970. Þau hjónin eignuðust tvo syni og er annar á lífi. Útför Tryggva verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Útför Sigriðar Hjartardóttur, áður hjúkrunarkonu á Kleppsspítala, sem andaðist 10. þessa mánaðar, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. janúar kl'. 15. Stanley Jónsson andaðist 28. des- ember 1985. Jarðarförin hefui^farið fram. Asdis Árnadóttir, Tómasarhaga 32, Reykjavík, andaðist í Landspítalan- um að kvöldi miðvikudagsins 15. janúar. Valborg Sandholt, Njálsgötu 59, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 16. janúar. Kjartan Ó. Bjarnason húsasmíða- meistari, Fálkagötu 14, Reykjavík, andaðist af slysförum 14. janúar sl. Ólafur A. Kristjánsson, Álfaskeiði 70, Hafnarfirði, lést aðfaranótt 16. jan- úar. Hjalti Pálmason, Selsvöllum 7, Grindavík, lést af slysförum að kvöldi 14. janúar. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir skemmdar eftir umferðaróhöpp. Nissan Sunny árg. 1985. Subaru Justy árg. 1985. Mercedes Bens árg. 1969. Peugeot 604 D árg. 1982. Fiat Uno árg.1984. Datsun Bluebird D árg.1981. Mazda 626 árg. 1980. Mftsubishi L 300 árg. 1985. Suzuki Fox Delux árg. 1985. Datsun Laurel D árg. 1985. Mazda 323 árg. 1985. Dahaitsu Charmant árg.1979. Ford Escort árg.1977. Ford Mustang Ghia árg. 1975. Cherolet Malibu Classic árg.1977. Buick Skylark árg. 1980. Bifreiðirnar verða til sýnis að Smiðjuvegi 1, Kópavogi, laugardaginn 18. 13.00-17.00. janúar frá kl. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu Lauga- vegi 103 fyrir kl. 17.00 mánudaginn 20. janúar. Brunabótafélag íslands. > Starfslaun handa listamönnum árið 1986 Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa íslenskum listamönnum árið 1 986. Umsóknir skulu hafa borist úthlutunarnefnd starfslauna, menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 20. febrúar nk. Umsóknír skulu auðkenndar: Starfslaun listamanna. í umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind: 1. Nafn, heimilisfang, fæðingardagur og -ár, ásamt nafnnúmeri. 2. Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3. Greinargerð um verkefni sem liggur umsókn til grundvallar. 4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Veróa þau veitt til þriggja mánaða hið skemmsta en eins árs hið lengsta og nema sem næst byrjunarlaunum menntaskóla- kennara. 5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sínar árið 1985. 6. Skilyrði fyrir starfslaunum er að umsækjandi sé ekki í föstu starfi meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast að hann helgi sig óskiptur verkefni sínu. 7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir ár- angri starfslauna til úthlutunarnefndar. Tekið skal fram að umsóknir um starfslaun árið 1985 gilda ekki í ár. 15. janúar1986. Menntamálaráðuneytið. Ólína Bæringsdóttir, Völusteins- stræti 28, Bolungarvík, sem lést i sjúkrahúsi, ísafjarðar 10. janúar, verður jarðsungin frá Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 18. jan- úarkl. 14. Sýningar Sýning erlendra listamanna í Slunkaríki Laugardaginn 18. janúar kl. 15 hefst í Slunkaríki, Aðalstræti 22, Isafirði, sýning á verkum 9 erlendra mynd- listarmanna. Allir starfa þeir í Hol- landi og eru í tengslum við ríkisaka- demíuna í Amsterdam og stunda þar nám. Hver listamaður sýnir verk sín í eina viku í senn og hefst sýningin á verkum Christine Hamelberg frá Þýskalandi, síðan kemur Morten Thomsen frá Danmörku, þá Erik Petersen frá Hollandi, Henk van der Spoel frá Hollandi og Mark Met, einnig frá Hollandi. Þá Petra Dolle- man frá Hollandi. Verkin eru mál- verk, teikningar, grafík og skúlptúr. Þau eru öll til sölu. Sýningin verður opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 16-18 og laugardaga og sunnudaga kl. 15-18. Ókeypis er inn á allar sýningar á vegum Mynd- listarfélagsins á Isafirði í Slunkaríki. Sýningin stendur til 15. mars. Ymislegt Farsóttir í Reykjavík í nóvember 1985 samkvæmt skýrslum 15 lækna og læknavaktar: Inflúensa.......................24 lungnabólga.....................52 kvef, hálsbólga, lungnakvef o. fl..............1066 streptokokkahálsbólga, skarlatssótt....................40 einkirningasótt..................7 útbrot og kláði..................8 kláðamaur.......................14 hlaupabóla......................32 mislingar........................0 rauðir hundar....................0 hettusótt........................0 iðrakvef........................85 flatlús.........................15 önnur lúsasmitun ................4 lekandi ........................10 þvagrásarbólga (þar af chlamydia 47)...........65 Tilkynningar Vitni óskast Keyrt var á rauða Mözdu 626, R- 13689, fyrir utan Glæsibæ í gærmorg- un milli kl. 9 og 12. Þeir sem hafa orðið vitni að því eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til lögreglunn- aríReykjavík. Ferðaiög Vináttufélag íslands og Kúbu Páskaferð til Kúbu Um páskana verður farið í fræðslu- ferð til Kúbu á vegum tveggja dan- skra félaga: Dansk-Cubansk foren- ing og Mellemfolkeligt Samvirke. Þessir aðilar hafa áður staðið að slíkum ferðum, sem hafa heppnast mjög vel, og m.a. hafa nokkrir íslend- ingar tekið þátt í þeim. Ferðin í ár er einnig opin íslendingum. Lagt verður af stað frá Kaupmannahöfn 22. mars nk. og dvalist á Kúbu í tvær vikur. Megináhersla verður lögð á skóla- og uppeldismál, en fleiri þætt- ir þjóðlífsins verða skoðaðir og ferð- ast vítt og breitt um landið í því skyni. Danskur fararstjóri og túlkur verður með. Áætlað verð er 11.000 danskar krónur (frá Khöfn) fyrir ferðir, uppihald og dagskrá. Nánari upplýsingar fást hjá VIK í síma 20798. Væntanlegum umsækjendum er bent á að hafa hraðan á því fyrir- varinn er stuttur. NíelsÁmi við stjómina Níels Árni Lund hefur verið ráðinn ritstjóri Tímans eftir að Helgi Pét- ursson ákvað að taka sér frí frá stjóm blaðsins í að minnsta kosti þrjá mánuði. Níels Árni hefur verið ritstjórnar- fulltrúi á blaðinu um nokkurt skeið eða í um rúmt hálft ár. Hann starfaði áður sem æskulýðsfulltrúi ríkisins. KÞ Iþróttir Fyrirtækjakeppni Badminton- sambands Islands Fyrirtækjakeppni BSl verður haldin í húsi TBR við Gnoðarvog 1 sunnu- daginn 19. janúar kl. 13.30. Spilaður verður tvíliðaleikur og er gert ráð fyrir að a.m.k. annar keppandinn sé frá viðkomandi fyrirtæki eða stofn- un. Ekki megá tveir meistaraflokks- menn spila saman nema annar þeirra sé yfir 40 ára. Hvert lið sem tapar fyrsta leik er sett í „heiðursflokk" og fær þá annað tækifæri. Happdrætti Happdrætti HSÍ 10. janúar var dregið um 20 ferða- vinninga. Eftirtalin númer drógust út: 22631, 24020, 24370, 27187, 44974, 59697, 60880, 60948, 80581, 102046, 108730, 145416, 165057, 183418, 194056, 195799, 246997, 267372, 268614,288451. Handknattleikssamband íslands þakkar stuðning þinn við landslið okkar. Næst verður dregið 7. febrúar um 20 ferðavinninga og 21. febrúar um 15 bíla. Miðinn gildir í hvert sinn eftir að hann er greiddur. Spilakvöld Félagsvist Hún- vetningafélagsins verður spiluð laugardaginn 18. jan- úar 1986 kl. 14 að Skeifunni 17. Állir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 65 ára er í dag, föstudaginn 17. jan- úar, Frú Elín Guðbrandsdóttir, Hraunbraut 107 i Kópavogi. Þar ætlar hún og eiginmaður hennar, Garðar Sigurðsson, að taka á móti gestum á morgun, laugardag, milli kl. 15ogl7. Reiknað er með að Varnarliðið fái áfram að flytja inn kjöt frá Banda- ríkjunum og að kjötflutningar hefjist aftur sjóleiðis. Síðustu mánuði hefur allt kjötið komið flugleiðis þar sem Albert Guðmundsson Iokaði á upp- skipun þess, sem yfirmaður toll- heimtunnar, á sínum tíma. Þrír sprenglærðir lögfræðingar telja, að athuguðu máli, að þessi kjötinn- flutningur sé Varnarliðinu heimill. Þessir lögræðingar, prófessorarnir Gaukur Jörundsson og Arnljótur Björnsson og svo Jóhannes L.L. Helgason hæstaréttarlögmaður, urðu sammála um að íslenska ríkið Það hefur verið upplýst að 13 ára nemandi í grunnskóla í Reykjavík tilkynnti lögreglunni að sprengju hefði verið komið fyrir í brúnni tösku i flughöfninni á Keflavíkurflugvelli. Drengurinn hringdi til lögreglunnar Borgarstjórn hefur endanlega ákveðið að taka þátt í kynningar- starfsemi á vegum fyrirtækisins Miss World sem hefur umráðarétt yfir fegurðardrottningu okkar þetta árið. Það voru ekki allir borgarfulltrúar sammála þessu. Magdalena Schram sagði að þetta bryti í bága við jafn- réttislög og taldi það ekki vera við hæfi að borgaryfirvöld ættu hlut að máli sem þessu. Hún vitnaði m.a. í ummæli borgarstjóra frá fyrri fund- um borgarstjórnar þar sem hann hafði líkt saman ungfrú alheimi og Vigdísi forseta. Borgarstjóri sagði 90 ára er í dag, 17. janúar, Guðrún M. Andrésdóttir, síðast til heimilis að Seljabraut 52 í Breiðholtshverfi en nú vistmaður á Grund. Á langri starfsævi starfaði hún víða í Reykja- vík og næsta nágrenni. Hún dvelst nú sér til hvíldar og hressingar á hæli NLFÍ í Hveragerði. 70 ára verður á morgun, laugardag- inn 18. janúar, Jón Þ. Einarsson, bóndi í Neðra-Dal í Biskupstungum. Eiginkona hans er Aðalheiður Guð- mundsdóttir frá Böðmóðsstöðum í Laugardal. Þau hafa búið í Neðra- Dal frá því á árinu 1942. Hann verður að heiman. Leiðrétting í frétt af Skákþingi Reykjavíkur, sem birtist í blaðinu í fyrradag, er sagt að Ægir Páll Stefánsson hafi orðið unglingaskákmeistari Reykja- víkur 1985. Hið rétta er að Hannes Hlífar Stefánsson varð unglinga- skákmeistari 1985. Hann er 13 ára og teflir nú einnig i opna flokknum á Skákþinginu. . {ýB hefði skuldbundið sig með varnar- samningnum til að hindra ekki að- drætti Varnarliðsins. Lög frá 1928 um varnir gegn gin- og klaufaveiki takmarkist í því sambandi. Líklegt er að sett verði skilyrði um kjötinn- flutninginn. Þessi skilyrði lúta að því að ein- göngu verði flutt inn hrátt kjöt frá Bandaríkjunum, kjötið verði í engum tilfellum flutt út fyrir athafnasvæði Varnarliðsins og að innflutningur- inn komi til endurskoðunar, verði vart gin- og klaufaveiki í Bandaríkj- unum. -HERB úr sjálfsala í skólabyggingunni. Það var kennari í skólanum sem heyrði um sprengjuhótun og hafði samband við lögregluna. Þegar lögreglan yfir- heyrði drenginn viðurkenndi hann. þetta vera á miskilningi byggt og hin mesta ókurteisi af Magdalenu. Hann sagði jafnframt að málflutningur Kvennaframboðsins væri konum til tjóns. Það væri ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þessari kynningar- starfsemi. Við fengjum ekki hálfsíðu- auglýsingu í stórblaði erlendis fyrir þessa peninga sem borgin ætlar að greiða fyrir þetta. Ásakanir gengu á víxl nokkra hríð. Að lokum var málið samþykkt gegn atkvæðum alþýðubandalagsmanna, kvennaframboðskvenna og Gerðar Steinþórsdóttur í Framsóknarflokki. -APH Vamarliðiðfær kjötiðsitt áfram 13 ára drengur tilkynnti um sprengjuna -sos MissWorld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.