Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 3
nv FÖSTT TnAGUR17. JANÚAR1986. 3 Atvinnuleysi á Suðumesjum markleysa: Suöurnesjamenn letingjar? „Atvinnuleysisbætur hér á Suður- nesjum eru komnar út í öfgar. Þær eru orðnar svo háar að fólk fæst ekki lengur í hin hefðbundnu störf,“ segir Sigurður Tómas Garðarsson, framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrir- tækisins Vogar hf., í viðtali við DV. Sigurður telur að atvinnuleysi á Suðurnesjum sé ekki eins mikið og af er látið. Hann hafi auglýst eftir fólki á svæðinu og aðeins örfáir hafi sýnt þeim störfum áhuga. Hann hafi því orðið að ráða fólk utan af landi. ■ Sigurður er harðorður í garð at- vinnuleysisbótakerfisins á Suður- nesjum. Hann telur að linkind og kæruleysi skráningarfólks og mikil sjálfvirkni í greiðslum atvinnuleysis- bóta sé helsta orsök fyrir atvinnu- leysi þarna. Réttara væri að kalla þetta kerfi leti- og tekjutrygginga- kerfi. Fólk, sem er á skrá og fær tryggingarbætur, er annaðhvort of latt til að vinna eða þá að það fær tímabundna tekjutryggingu á meðan það bíður eftir ákveðnum störfum. Hann beinir einnig spjótum sínum að verkalýðsfélaginu. Það noti sér einhliða áróður og misnoti fjármuni atvinnuleysistryggingarsjóðs. Þá hafi það verið haft á orði að Al- þýðuflokkurinn noti þennan sjóð í pólitískum tilgangi, flokknum til framdráttar. „Vinnandi fólk er sárt yfir þessu því það er að sjálfsögðu það sem borgar brúsann," segir Sigurður. Karl Steinar Guðnason alþingis- maður er formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins í Keflavík. Hann segir að Sigurður standi nú í próf- kjöri og það sé líklega ástæðan fyrir þessum skrifum hans. „Að segja að þeir sem eru atvinnu- lausir séu letingjar og ónytjungar lýsir betur innræti þessa manns en nokkuð annað. Hann segist hafa auglýst eftir fólki. Við höfum kannað þetta og það er ekki rétt. Hann auglýsti reyndar eftir einum beiting- armanni. Draugasagan í norska sjónvarpinu: Ágæt stefna aðfá slæma dóma — segir leikstjórinn, ViðarVíkingsson „Ég er ekki hissa á þessum dóm- um,“ sagði Viðar Víkingsson, leik- stjóri Draugasögunnar, sem sýnd var í norska sjónvarpinu fyrr í vikunni og hlaut afar slæma dóína þarlendra blaða. „Myndin er spennumynd, gerð undir engilsaxneskum áhrifum. Slík- ar myndir fara alla jafna illa í Skand- inava. En nú er búið að selja mynd- ina til sýninga á rás 4 hjá BBC. Framtíðarstefnan hjá sjónvarpinu ætti að vera að fá slæma dóma í norsku pressunni og komast inn hjá BBC,“ sagði Viðar. I norsku blöðunum var myndin talin sóun á tíma sjónvarpsins og í Aftenposten var látinn í ljós ótti um að svona myndir stofni í hættu skipt- um norrænna sjónvarpsstöðva á efni. Viðar Víkingsson sagði í samtali við DV að sitthvað væri við þær reglur að athuga. „Versti gallinn er að frændur vorir vilja skipta sjón- varpsmyndum í tvo flokka; listræn leikrit og skemmtiefni. Draugasagan fellur undir hvorugan flokkinn enda er svona skipting fáránleg. Leikritið var þó flokkað með þeim listrænu," sagði Viðar Víkingsson. GK Fullyrðingar hans um pólitíska misnotkun Alþýðuflokksins á fjár- munum atvinnuleysissjóðsins sýnir best að hann hefur enga þekkingu á þessum málum. Verkalýðsfélagið hefur ekkert með skráningu fólks að gera. Hún fer öll fram á skráningar- skrifstofu bæjarfélagsins. Síðan er það í verkahring úthlutunarnefndar að skera úr um hverjir fái bætur. í þessari nefnd eiga sæti fulltrúar atvinnurekenda og margir sjálfstæð- ismenn. Hver einasti, sem er á at- vinnuleysisskrá og neitar vinnu, er tekinn afhenni. Staðreyndin er sú að hér er at- vinnuástand slæmt. Mörg fyrirtæki hafa hætt störfum og önnur eru í gjörgæslu bankanna. Það er öllum velkomið að koma til okkar og kynna sér hvernig þessum málum er háttað. Sigurður getur að sjálfsögðu kært okkur fyrir misnotk- un á fjármunum og við munum kanna það hvort ekki sé rétt að kæra hann fyrir þessar ásakanir," sagði Karl Steinar. Samkvæmt upplýsingum frá skrán- ingarskrifstofunni i Keflavik eru nú um 70 manns á atvinnuleysisskrá. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.