Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Side 1
■ t t I I í t í I i I t I i i i I i í i i i i i i i t i DAGBLAÐIЗVlSIR 18. TBL. -76. og 12. ÁRG. - MIÐ'VIKUDAGUR 22. JANÚAR 1986. NEYÐARÁSTAND VEGNA ÓVEÐURS A HORNAFIRÐI —vatnslaust og raf magnslaust á Höf n í gær og nótt Neyðarástand hefur ríkt á Homa- firði vegna veðurofsa sem þar var í gær og fram á nótt. Bærinn var vatns- og rafmagnslaus. Nágranna- sveitimar eru enn rafmagnslausar þar sem allar sveitalínumar nema ein em niðri vegna snjóþunga. Það er aðeins rafmagn á svæðinu kring- um Nesjaskóla. Vegna rafinagnsleysis varð vatnslaust á Höfn í gær og kl. 19.30 í gærkvöldi fór rafmagnið af bæn- um. „Rafmagnið var komið aftur á bæinn rétt upp úr miðnætti og þá kom vatnið einnig á. Við fengum lánaða dísilrafstöð hjá Vegagerð- inni, þannig að rafinagn kom á línuna að vatnsbólinu. Þegar við vorum að vinna í þessu þá datt veður mjög óvænt niður og veðrið er ágætt hér núna,“ sagði Tryggvi Ámason, sveitarstjóri á Höfn, í viðtali við DV í morgun. Tryggvi sagði að snjóþyngslin væm geysileg og ísing á rafinagns- línum hefði orðið til þess að báðar línumar til Hafiiar hefðu fallið niður í gærkvöldi. Suðurlínan lá algjörlega niðri þegar við fórum með dísilstöðina að vatnsbólinu í gærkvöldi. Við þurftum að fara með stöðina undir línuna, upp við mastur. „Það em ekki aðeins rafinagns- línur sem liggja niðri. Ljóst er að miklar skemmdir hafa orðið á trjá- gróðri. Mörg tré hafa brotnað nið- ur vegna snjóþyngsla. Hér er miklu meiri snjór heldur en við eigum að venjast. Götur em ófærar. Það var unnið að því í nótt að ryðja aðal- götumar. Vegir til sveita em ill- færir ef ekki ófærir," sagði Tryggvi. „Það var ekki aðeins rafinagn og vatn sem fór af. Símakerfið fór allt úr sambandi þannig að erfitt var að hringja og koma tilkynningum á framfæri,“ sagði Tiyggvi. Það hefur mikið snjóað á Aust- fjörðum í nótt. Færð er slæm á Neskaupstað og Seyðisfirði. • Rafinagnið datt út um tíma á Djúpavogi i nótt og rafmagnstrufl- anir vom á Breiðdalsvík. Veð- urspáin er þannig að það á að ganga í n-austur í dag. Það hefur einnig snjóað mikið á Norðurlandi og var þungfært á Akureyri í morgun. • Á Vestfjörðum er mjög hvasst og þar hefur verið skafrenningur. Lögreglan á ísafirði fór mönnum til hjálpar í Álftafirði í nótt þar sem mennimir vom fastir í bíl. -SOS —sjá einnig bls. 2 og 32 Geir banka- stjóri 1. september Utanríkisráðherraskipti verða á föstudagsmorguninn. Þá tekur Matt- hías Á. Mathiesen við af Geir Hall- grímssyni. í dag verður tilkynnt að Geir taki við bankastjórastarfi af Davíð Ólafssyni í Seðlabankanum þann 1. september. Formleg ákvörð- un verður tekin um að mæla með Geir á bankaráðsfundi sem hefst klukkan 15.30 en viðskiptaráðherra skiparí stöðuna. -HERB „Alger tilbún- — segirtíeir Hallgrímsson um Þjódviljafrétt „Fyrir þessu er ekki flugufótur og mér er alveg óskiljanlegt, hvemig blaðamönnum hefur dottið þetta í hug,“ sagði Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra í morgun. í frétt Þjóð- viljans segir að Geir hafi sótt um Þessa dagana stendur yfir sameiginlegur leiðangur vatnamælingamanna frá Orkustofn- un og Landsvirkjun. Þeir aka um miðhálendið á öflugum snjóbíl og mæla rennsli í ám og stöðu grunnvatnsins. Þetta er þriðji veturinn sem þessar mælingar eru gerðar og er farið tvisvar sinnum á vetri. Hver leiðangur stendur yfir í um 10 daga. Þessi mynd var tekin af leiðangursmönnum þegar þeir voru að mæla rennslið í Blöndu undir brúnni við Löngumýri. DV-mynd GVA. ritarastöðu í höfuðstöðvum NATO en verið hafnað af „frjálslyndum ríkisstjórnum", sem talið hafi Geir of hallan undir Bandaríkjastjóm. Hjá Atlantshafsbandalaginu er ekki nema ein staða sem til greina kæmi að manna með fyrnærancli forsætisráðherra og utanríkisráð- herra, staða aðalframkvæmdastjóra eða aðalritara sé notuð bein þýðing á enska starfsheitinu. „Staða Carr- ingtons lávarðar er ekki laus og ég endurtek að þessi Þjóðviljafrétt er alger tilbúningur og á sér hvorki flís né fjöður í veruleikanum," sagði Geir. -HERB Úrleðjunni I tillífsins j — sjáSviðsljós áMs.37 ■ Veðsetturlax -sjáMs.3 Stjómar- : formaður Hafskipsveitír vinnumiðlun i fórstððu — sjábls.11 | Þrettánára | skákmeistarí l — sjá Viðtalið 1 ábls. 11 ; Útborgun lækki íGQprósent — sjábls.2 |; 4 ^ ” ' Avaxtakúr — sjá Neytendur ábls.6og7 Kaffiáuglýs- ingarílandi tedrykkju —sjáMs.10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.