Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Qupperneq 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986. 11 Aflimífyira Heildarafli desembermánaðar var rúm 176 þúsund tonn sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiski- félags íslands. Af þessu eru rúm 142 þúsund tonn af loðnu og rúm 16 þúsund tonn af þorski. Þorskafli síðasta árs er rúm 314 þúsund tonn og annar botnfiskur var yfir 266 þúsund tonn. Síldar- aflinn var tæp 50 þúsund tonn og loðnan rúm 992 þúsund tonn. Ársaflinn af rækju var rúmt 21 þúsund tonn og hörpudiski rúm 15 þ.t. og humri rúm 2 þ.t. Mestu magni af þorski var lan- dað á Norðurlandi á síðasta ári eða tæpum 75 þúsund tonnum. Austfirðir eiga vinninginn með mestan loðnu- og síldarafla. Heildarársafli landsmanna er 1.652.851 þúsund tonn, árið 1984 var heildaraflinn rúm ein og hálf milljón tonn. -ÞG „Draumar áhvolfi” — verðlaunaverk Kristín Ómarsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í leikritasam- keppni Þjóðleikhússins sem efnt var til á sl. ári. Elísabet K. Jök- ulsdóttir og Kristin Bjamadóttir hlutu önnur og þriðju verðlaun. Samkeppnin var í tileftii af lok- um kvennaáratugarins meðal kvenna um gerð einþáttunga fyrir leiksvið. Fyrstu verðlaun era fimmtíu þúsund krónur. Einþáttungur Kristinar ómars- dóttur heitir „Draumar á hvolfi“. Kristin er við nám í Kaupmanna- hafnarháskóla og nemur þar spönsku. -ÞG Nýjung hjáSjóvá Sjóvá býður nú viðskiptavinum sínum nýjung í vátryggingum. Er það svokölluð atvinnurekstr- artrygging Sjóvá. Er það alhliða vátrygging fyrir atvinnurekstur. AR-tryggingin, eins og hún er kölluð, er sniðin að þörfúm fyrir- tækja á einfaldan og hagkvæman hátt, þannig að jafnframt yfir- gripsmikilli vemd veitir þessi vátrygging atvinnurekandanum yfirsýn yfir öll vátryggingamál fyrirtækisins. Er ráðgjöf innifal- in í tryggingunni, þegar þess er óskað, auk þess sem fulltrúar frá Sjóvá koma reglulega í heimsókn í þau fyrirtæki sem AR-trygging- ar njóta, ræða við forráðamenn þeirra, fara yfir vátryggingamál- in meðþeim og kanna breytingar sem kunna að hafa orðið á vá- tryggingaþörf fyrirtækjanna. KÞ Hafskipsmenn með atvinnumiölun Hafskipsmenn opna atvinnu- miðlun fyrir fyrrum starfsmenn fyrirtækisins á föstudag. Veitir Ragnar Kjartansson, fyrrum stjórnarformaður Hafskips, miðl- uninni forstöðu. „Það eru komnjr um 60 manns á skrá hjó okkur," sagði Ragnar. ,,Er það um fjórðungur þeirra starfemanna sem unnu hjá fyrir- tækinu hér heima. Við höfum verið að senda bréf til allra frá- farandi starfsmanna til að kynna þetta og biðja þó um að vera í sambandi við okkur. Þó hefur fráfarandi stjórn ritað bréf til fyrram viðskiptavina okkar og sagt þeim frá þessu." Ragnar sagði að af þeim 240 manns, sem unnu hjá fyrirtæk- inu, væri stór hópur þegar búinn að ráðstafa sér, auk þess sem nokkrir ynnu þar ennþá við að ganga frá ýmsum málum. Eins og fyrr segir tekur at- vinnumiðlunin til starfa á föstu- 'dagsmorgun. Hún verður opin virka daga milli klukkan 9 og 17. Atvinnumiðlunin er til húsa í Síðumúla 33. • KÞ Viðtalið Hannes Hlífar, þrettán ára skákmeistarí: „Skákin á sér alþjóðlegt tungumár Þótt Hannes Hlífar Stefánsson sé aðeins 13 ára.hefur hann orðið Norð- urlandameistari 3 sinnum, unglinga- skákmeistari Reykjavíkur 1985 og nú er hann efstur í opna flokknum á Skáþingi Reykjavíkur með 6 vinn- inga. En skákafrek Hannesar eru ekki upptalin, hann hefur fengið svo marga verðlaunapeninga að hann er bókstaflega að drakkna. „Þegar ég var 7 eða 8 ára byijaði ég í Taflfélagi Reykjavíkur. Ég fékk strax mikinn áhuga og hef verið mjög iðinn við skákborðið. Ég byrjaði að koma á laugardagsæfingar, síðan þriðjudagsæfingar. Ég æfi mig nokk- uð vel og ég stefni að því að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu. Það er ekki víst að ég fái það, ég ætla að reyna. Og þótt ég tapaði öllum skákum þar þá mundi ég ekki gefast upp,“ sagði Hannes. Hannes er í 7. bekk í Hagaskóla: líkar vel en é ekkert uppáhaldsnáms- efni. „Maður getur ekki bæði haldið og sleppt. Skákin krefst mikils tíma. Þó er ekki gott að stunda hana næstum eingöngu. Maður verður líka að stunda líkamsrækt, sund eða eitthvað. Ég geri það að vísu ekki; kannski seinna. Menn geta farið illa á því einangra sig í skákinni, t.d. eins og Fischer." í herbergi Hannesar stendur skák- borðið í öndvegi, skókbækur liggja í öllum skúffum og skópum. „Ég hef lesið mjög mikið af skákbókum.“ - Getur þú lesið skákbækur á öllum tungumálum? „Skákin á sitt tungu- Skákborðið í öndvegi og verðlaunagripir í bunkum hjá Hannesi Hlífari Stefánssyni sem er einn af efnileg- ustu skákmönnum ungu kynslóðarinnar. DV-mynd KAE mál sem er alþjóðlegt. Ég fylgi leikj- unum eftir, það er allur galdurinn.11 - Hver er þinn uppáhaldsskákmað- ur? „Kasparov heimsmeistari, hann teflir svo vel og svo hvasst," sagði Hannes Hlífar Stefánsson. -KB REDHEAD A-10 naglabyssa frá Red Head. 10 skota magasín, í þrem skota-styrkleikum. Naglar, frá 1/2" til 3" lengdir. ________ m No. B 888,p42 |n the U.K. Múrboltar og hulstur í flestum stærdum og lengdum. rsteinsson &ionnsonhf ÁRMÚLI 1 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-685533

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.