Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Side 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Rítstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P.STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Stór ágreiningsmál Ágreiningsmálum stjórnarliðsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Kannski er ekkert þeirra nógu stórt til að valda stjórnarslitum. En í ýmsum efnum takast stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur, á um grundvallaratriði. Það er til dæmis ekkert smámál, hvort Kolbeinsey eigi skilyrðislaust að ganga til Húsvíkinga eða hvort tilboð skuli ráða. Framsóknarmenn, frumkvöðlar byggðastefnunnar, virðast flestir telja, að hæð tilboða skipti litlu í slíkum efnum. Togarinn skuli vera áfram á Húsavík, hvað sem tautar og raular. Flestir viður- kenna í orði kveðnu, að flotann skuli grisja og mestu tapskipin seld. En heimamenn reyna hvað þeir geta til að komast framhjá slíku. Ný félög eru einfaldlega stofn- uð með sömu mönnum og til þess ætlazt, að stjórn- málamennirnir, það er ríkisstjórnin, sjái um afganginn. í öðru mikilvægu ágreiningsmáli eiga framsóknar- menn nokkurn stuðning skilinn. Það er brottrekstur framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenzkra námsmanna. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra gerðist sekur um valdníðslu í því efni. Þessu hafa framsóknar- menn mótmælt, háir sem lágir. Vissulega gæti þetta deilumál enn vaxið. Forystumenn stjórnarflokkanna greinir mjög á um sameiningu banka og framtíð Útvegsbankans. Fram- sóknarmenn vilja sameina ríkisbanka. Margir forystu- menn í Sjálfstæðisflokknum vilja sameina Útvegsbanka einkabönkum, svo að úr verði það, sem þeir kalla sterk- an einkabanka. Þessi leið yrði enginn leikur. Óvíst er, að einkabankar séu reiðubúnir að kaupa Útvegsbank- ann einhverju því verði, sem ráðherrar vildu. Þarna takast á stefna hins frjálsa framtaks og stefna forsjár ríkisins. Vafalaust eiga einkabankarnir meiri rétt og byggja á skynsamlegri forsendum en ríkisbankar. Ríkis- bankana ætti að selja. Jafnframt yrði stjórnmálamönn- um komið út úr bankaráðum. Fyrirgreiðslupólitíkin byggir ekki sízt á aðgangi stjórnmálamanna að banka-' kerfinu. Þar er ein rót spillingarinnar hér á landi, sem ekki er aðeins fráleit af siðferðilegum ástæðum heldur einnig dýr landsmönnum. Hefði verið dregið úr fyrir- greiðslupólitíkinni, væru lífskjör hér mun betri en er og líklega sómasamleg samanborið við aðrar þjóðir. Skyldur þessari deilu er ágreiningur stjórnarliðsins um frumvarp um Seðlabanka og frjálsari vexti. Foystu- menn framsóknarmanna hafa tekið þátt í nokkrum umbótum á fyrirkomulagi vaxta en sætt töluverðri gangrýni ýmissa flokksmanna. Hætt er við, að Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknar, muni ráða afstöðu flokksins í þessu efni, þegar málið verður til meðferðar á Alþingi. Ríkisstjórnir hafa sundrazt á minni málum. Sjálfstæðismenn hafa rétt fyrir sér í þessu máli. Markaðurinn á að ráða vöxtum, svo að fjármagnið leiti þangað, sem arðvænlegast er. Á því mundi þjóðarbúið græða og lífskjör batna, svo að síðar væri unnt að leysa ýmis önnur vandamál, sem nú eru óleyst. Af öðrum ágreiningsmálum stjórnarliða má nefna þá gagnrýni, sem Þorsteinn Pálsson hefur sætt fyrir skatt- heimtu nú um áramótin, svo sem hinn illi flugvallar- skattur eða brottfararskattur. Vissulega má gagnrýna Þorstein fyrir þetta. Fleiri deilumál undanfarinna vikna mætti nefna. Þessi upptalning sýnir, að ýmsir brestir eru í samstarfinu. Haukur Helgason. Brostin markmið meirihlutans í borgarstjórn Þá hafa sjálfetæðismenn í borgar- stjóm lagt firam síðustu fjárhagsáætl- un sína á þessu kjörtímabili og því full ástæða til að horfa um öxl og sjá hvemig til hefur tekist. Þegar borgarstjóri lagði fram fyrstu fjárhagsáæthm sína í janúar 1983 sagði hann að meirihlutinn ætlaði að ná eftirfarandi markmiðum við stjóm borgarinnar 1. Lækkaskatta 2. Tryggja nægilegt fiamboð bygg- ingalóða 3. Spamaði og hagkvæmni í rekstri borgarinnar. Við skulum huga að því hvemig til hefurtekist. Lækkun skatta Þrátt fyrir lækkun á álagsprósentu útsvars og fasteignagjalda hafa tekjur borgarinnar af þessum gjöldum nærri þrefaldast á tímabilinu. Ég dreg þó í efa að skattgreiðendur hafi fundið GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR BORGARFULLTRÚI KVENNAFRAMBOÐSINS í REYKJAVÍK / a „Hagkvæmnin hefur ekki birst í því að ^ stjóma borginni þannig að það væri til hagsbóta fyrir almenning, t.d. með því að halda gjöldum af þjónustu niðri og auka hana.“ fyrir þeirri lækkun þegar þeir hafa greitt skattana sína. Staðreyndin er nefhilega sú að greiðslubyrði þorra launafólks vegna skatta hefur aukist umlram þær kauphækkanir sem samið hefiu- verið um á tímabilinu. Einnig ber að hafa það í huga að lækkun á fasteignagjaidi kemur þeim best sem stærstar og dýrastar fásteign- ireiga. En það er fleira matur en feitt kjöt. Þjónustugjöldin em líka skattur. Hvað hefúr gerst með þau? Hafa þau fylgt launahækkunum? I júní 1982 var tímakaup verkakonu kr. 35,80. í dag er það 97,67. í júní ’82 gat verkakonan keypt sér rífleea 8 afsláttarmiða í strætó. í dag dugir támakaupið fyrir 5 miðum. 1982 var hún 16 tíma að vinna fyrir leikskólagjaldi. I dag þarf hún að vinna í 21 tíma fyrir sama gjaldi. 1982 fékk hún 6,5 afsláttarmiða í sund fyrir tímakaupið en í dag fær hún3miða. 1982 fékk hún 9,5 tonn af heitu vatni, í dag 4,8 tonn og nú fær hún 23,5 kWst. af rafmagni fyrir tímakaup- iðístað 30,5 kWst 1982. Annar skattur, sem er vaxandi tekjulind fyrir borgarsjóð, em dráttar- vextir. Þeir vom áætlaðir 57 millj. 1983, í ár 147 millj. Hafa því tæplega þrefaldast á þremur árum. Þetta sýnir versnandi afkomu fólks sem rís ekki lengur undir svokölluðum skatta- lækkunum meirihlutans undanfarin ár svo og vaxtastefnu ríkisvaldsins. Nægilegt framboð af byggingarióðum? Gott og gilt markmið en í höndum meirihlutans hljómar það eins og lé- legur brandari. Öúthlutaðar, tilbúnar lóðir til íbúðarhúsabygginga em nú 385 fyrir og meirihluti þeirra er fyrir sérbýh eða 431 lóð. A síðasta ári reyndist eftirspum vera eftir 30 slíkum lóðum. Að svona framkvæmdum stendur flokkur sem trúir á lögmál framboðs og eftirspumar. Þessi ævin- týramennska meirihlutans að skapa slíkt offramboð á lóðum hefúr orðið borgarbúum dýr eða á sl. ári einu ríflega 100 millj. kr. Spamaður og hagkvæmni írekstri? Ekki sér þess nú stað. Nefiia má fjölmörg dæmi. Kostnaðurinn af stjóm borgarinnar fer sífeUt vaxandi og lýsir 5ér tZSL í gevsimikilU aukavinnu sem greidd er tiltölulega faum yfirmonnum svo og miklum kostnaði vegna risnu. Aukavinna á skrifstofum borgarstjóra var 1983 áætluð 32,1% af greiddum árslaunum. Nú er aukavinnan áætluð 50,2% af árslaunum. Bifreiðakostnaður ráðherra hefur verið til umræðu í fjölmiðlum undan- farið. Borgarstjóri kann líka nokkuð fyrir sér í þessum efiium. Á skrifstofu hans er áætlað að veija drjúgum summum í bifreiðakostnað, eða 7 millj. kr., þar af í bifreiðastyrki 1,6 milljón og 300 þús. í leigubíla. 5 millj. fara í að reka þá þijá bíla sem borgar- stjóri hefúr til umráða. Heildampphæðin er hærri en t.d. áætlaður rekstur bókasafiisins í Gerðubergi á næsta ári. í risnu og ótilgreindan kostnað er áætlað að verja um 30 millj., þar af til reksturs Höfða, veisluhúss borgar- innar, 3,7 millj. í ár er meiningin að veita þar áfengi og tóbak fyrir 1,1 millj. kr. eða 3.300 dag hvem. Ég býst við að fleirum fari eins og mér að finnast þetta ekki bera vott um spamað og hagkvæmni í rekstri. Einnig er rétt að minna á Borgarsp- ítalann og hallarekstur hans, sem á fyrra ári vaið 175 millj. umfram áætl- im og gert er ráð fyrir að hallinn fori upp í 375 millj. á þessu ári. Hefði ekki verið eðlilegt að ætla að virk fjármála- stjóm hefði gripið inn í það dæmi fyrr? Brostin markmið Eins og þessi upptalning ber með sér hefúr meirihlutanum í stjóm borg- arinnar ekki tekist að ná markmiðum sínum. Þvert á móti hefúr stjóm hans einkennst af: 1. Auknum skattaálögum. 2. Offramboði á byggingarlóðum, sem hefur leitt til skuldasöfhunar. 3. Bmðli í rekstri borgarinnar. Rekstrarhagkvæmni meirihlutans hefur beinst að því að verðleggja alla þjónustu borgaiinnar langt umfram rauntekjuaukningu þorra borgarbúa, eins og áður var rakið. Hagkvæmnin hefúr ekki birst í því að stjóma borginni þannig að það væri til hagsbóta fyrir almenning, t.d. með því að halda gjöldum af þjónustu niðri og auka hana. Markmiðið hefúr fremur verið hitt, að selja þjónustuna á markaðsverði og nota almannafé í glæfralegar spekúlasjónir eins og Graforvog og ljúft líf fámenns hóps gæðinga meirihlutans. Sælqa síðan aukið fjármagn í vasa borgarbúa jiegar búið er að spila rassinn úr buxunum eins og gerðist 1984, raunar með dyggilegri aðstoð ríkisvaldsins þegar laun vom keyrð niður með lagaboði. Þegar fiárhagsstjóm meirihlutans er skoðuð í heild á þessu kjörtímabili er ljóst að tekjuáætlanir hafo ekki staðist nema árið 1984 en þá hækkuðu tekjur borgarsjóðs um 41% á miUi ára en gjöldin um 20%. Þessi staða bitnaði hart á borgarbúum flestum, sem stóðu uppi með gífúrlegar kjaraskerðingar en stórhækkaðar álögur skatta og þjónustugjalda til borgarinnar. Fyrir meirihlutann varð hún hins vegar gullnáma sem hann notaði sér út í ystu æsar og bjargaði sér úr skuiuáíerú rangra ákvarðana. Það er í svona árferði, þegar laun em skert með lagaboði og engar hömlur settar á hækkanir vöm og þjónustu, að meiri- lilutinn ræður við að stjóma borginni ánáfolla. Það virðist vart hvarfla að meiri- hlutanum að meginmarkmið í rekstri borgarinnar á að vera í þágu heildar- innar, á að vera það að stuðla að jöfhuði og bættu mannlífi í borginni, á að vera það að mæta þörfúm þeirra sem verst em settir kjaralega og fé- lagslega. I þeim hópi em konur fiölmennastar. Konur og kjör þeirra hafo ekki verið meirihlutanum hugleikin nema þejjar hægt er að nota konur til augnayndis og í vöruauglýsingum. Þessa hefúr áþreifonlega gætt í borgarstjóm bæði í umræðum og við ákvarðanir. Leitun er trúlega að opinbem stjómvaldi þar sem kvenfyrirlitningin er jafnaugljós. Guðrún Jónsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.