Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Page 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986
13
Menn eru að óskapast yfir því
þessa dagana að fólk lendir æ ofan
í æ fyrir bílum í Lækjargötunni
fyrir neðan MR. Það gildir auðvit-
að einu þangað til einhver eða
einhverjir láta lífið. Þá verður
eflaust hlaupið upp til handa og
fóta og „eitthvað gert í málinu“.
Beinast liggur við að álykta að
borgaryfirvöld láti malbika hressi-
lega bungu þvert yfir götuna. Slík
íjallvegagerð sýnist nú vera helsta
von ráðamann á umferðarmálum,
sem hafa fyrir löngu gefið upp öll
eðlileg úrræði til þess að greiða
götu fólks í þéttbýlisumferðinni.
Rausnarleg óregla
Umferðarmál eru meðal þeirra
mörgu mála sem ráðamenn, eins
og aðrir menn, hafa áhyggjur af.
En jafnframt eitt þeirra mála sem
ýmist danka í kerfinu eða er slegið
á frest með úttektum og skýrslu-
gerðum.
Af og til birtast hrikalegar tölur
um slys og óhöpp í umferðinni hér
á landi sem kosta ekki aðeins
hundruð milljóna króna á ári í
peningum heldur líf og örkruml
fjölda fólks. Raunar er uppi stór-
vægilegur ágreiningur um allan
þennan hrikaleik þar sem feiknin
öll ber á milli í opinberum og óop-
inberum athugunum. Það fæst ekki
einu sinni botn í þetta.
Persónulega hef ég lesið tvo ör-
lagavalda út úr skýrslum og af
vettvangi, sem þátttakandi í um-
ferðinni, og sem ég met banabita.
Annars vegar stendur sú fullyrð-
ing að af 175.000 ökuleyfishöfum
séu 20-30% vanhæfir eða óhæfir
ökumenn. Með öðrum orðum að
svona 45.000 ökumenn ættu ekki
að stjórna ökutækjum nema þá að
þeir hefðu staðist nýtt hæfnispróf
eftir endurhæfingu. Á þessu máli
er ekki tekið þótt ótal greiðfærar
leiðir séu fyrir hendi til þess að
kippa þama í liðinn.
Hins vegar blasir það við að í
þéttbýlinu, þar sem umferðin er
þyngst og hættulegust, á höfuð-
borgarsvæðinu, ríkir svo rausnar-
leg óregla í útbúnaði umferðaræða
að slík sérviska hlýtur að vera
einstæð í hinum svokallaða menn-
Hryllingur
ingarheimi. Þetta á eins við annars
staðar í þéttbýli hér á landi, en
kemur ekki eins að sök þar og á
höfuðborgarsvæðinu vegna léttari
umferðar.
Heljarslóðir
Gangbrautin á Lækjargötu í
Reykjavík er dæmigerð slysagildra.
Merking gangbrautarinnar var
horfin, nema skiltin, sem standa
nú í sólarhæð. Þau em auk þess
þétt við gangbrautina. Aðdragandi
fyrir ökumenn er því enginn og
hefur aldrei verið. I alvöruumferð
væri þessi gangbraut rækilega
merkt varúðarsvæði með minnst
50 metra aðdraganda.
Sannleikurinn er sá að gang-
brautir í Reykjavík og yfirleitt hér
á landi em gerðar af algeru handa-
hófi, samræmi er ekkert og við-
haldið nákvæmlega ekki neitt.
Kjallarinn
HERBERT
GUÐMUNDSSON
BLAÐAMAÐUR
Sömu sögu er að segja af gang-
brautum með ljósum. Ljósin em
mislangt frá brautunum og merk-
ingar alltaf litlar og oftast engar
og aldrei samræmi milli neinna
tveggja brauta.
Þetta allt er svo sem nógu rauna-
legt. Ekki batnar þó ástandið þegar
lagt er mat á sjálfar akbrautimar.
Þótt víðfömll sé um höfuðborgar-
svæðið kannast ég ekki við eina
einustu akbraut sem núna er rétti-
lega merkt í akgreinar og með
ökutækjum, sem er nærri fjórða
hver bifreið í landinu.
Úrbætur í þeim efnum, sem ég
hef gert að umtalsefni, kosta pen-
inga sem em ekki einu sinni hé-
gómi á við þá hrottalegu sóun sem
stunduð er.
Og hugsum okkur. í hverju slysi,
hverju óhappi, er leitaður uppi
sökudólgur, oft með fyrirhöfn
fjölda löggæslu- og trygginga-
manna. En enginn ber ábyrgð á
heimsku eða vanrækslu stjóm-
valda. Rétt eins og Steingrímur,
Davíð og allir hinir séu friðhelgir
með sín axarsköft. Hins vegar bæri
Steingrímur sök á því ef ég háls-
bryti mig á glærasvelli framan við
heimili hans á Amarnesi. Þar er
hann persóna en ekki stjómvald.
,,En enginn ber ábyrgð á heimsku og
^ vanrækslu stjórnvalda. Rétt eins og
Steingrímur, Davíð og allir hinir séu frið-
helgir með sín axarsköft.“
„Gangbrautin á Lækjargötu í Reykjavík er dæmigerð slysagildra.
vegvísum, hvað þá með meira en
æskilegum, máluðum aðdraganda
að gatnamótum eða öðrum, sér-
stökum varúðarsvæðum. Það litla
af þessu tagi, sem þekkist hér á
landi, er flokkað undir sumarvinnu
unglinga og þykir greinilega ekki
hafa aðra þýðingu. Þetta er sýnd-
armennska og lýsir alveg ótrúlega
brengluðu mati ráðamanna á um-
ferðarmálum.
Morðstefna
Ég hika ekki við að kalla það
klára morðstefnu þegar umferðar-
yfirvöld ríkis og sveitarfélaga
hleypa tugþúsundum ökuníðinga
lausum og hundsa svo gersamlega
framkvæmd á skipulagi umferðar-
kerfisins og raun ber vitni. Eða
hver er skýringin á því að umferð
á íslandi, sem ætti að vera i örugg-
ara lagi, tekur tugi manns árlega,
ýmist yfir móðuna miklu eða raðar
þeim á bekki örkumla fólks, slasar
hátt í þúsund manns og veldur
meira eða minna tjóni á 25.000
Ólán þjóðarinnar
Þótt ég óski hvorki Steingrími
né Davíð þess að lenda fyrir bíl i
Lækjargötunni get ég ekki dregið
aðra ályktun af sinnuleysi þeirra
og annarra ráðamanna en þá að
þeir verði að reka sig á. Þetta hefur
verið eina, gilda ákallið -að menn
reki sig á. Af ókunnum ástæðum
eru íslenskir ráðamenn ekki fram-
sýnni en þetta. Ekki ennþá að
minnsta kosti.
íslenska þjóðin virðist vera ein-
staklega óheppin með ráðamenn,
frá sjónarmiði þeirra sem vilja
komast lifandi og ómeiddir úr
umferðinni. Það er ef til vill ólánið,
þrátt fyrir allt, að þessum ráða-
mönnum er ekið af þaulreyndum
ökumönnum í eins konar bryn-
drekum um vegi, götur og torg.
Allavega ferðast íslenskir stórpól-
itíkusar um kor.tóra sína og sam-
kundusali meðvitundarlausir um
óöldina i umferðarmálum þjóðar-
innar.
Herbert Guðmundsson.
Batnandi þjóð er best að lifa
Gott ár í efnahagslegu tilliti er liðið
í aldanna skaut og allar líkur eru
á því að enn betra ár í því tilliti
fyrir íslensku þjóðina sé að heilsa.
Metafli barst á land og aldrei fyrr
höfum við íslendingar flutt út
önnur eins verðmæti og á síðasta
ári. Að vísu gekk eitthvað á út-
flutningsbirgðir en á hinn bóginn
er alltaf gleðilegt þegar vara selst.
Fáum þjóðum fremur en okkur
ætti að vera kunnugra um það að
betri er einn fugl á hendi en tveir
í skógi í útflutningsmálum. Svo oft
höfum við brennt okkur á óseljan-
legri framleiðslu eða brunnið inni
með vörur sem lentu í verðfalli.
Skreiðin óseld
Ennþá sitjum við uppi með
tveggja milljarða skreiðarbirgðir
af framleiðslu fyrri ára og sjá allir
hversu gott það væri fyrir fjárhag
þjóðarinnar ef einhver sala fengist
á þeim útflutningsbirgðum.
Afsal fyrir Kröflu
Önnur afurð, sem við íslendingar
eigum meira en nóg af, er raf-
magnið. Ekki þarf að fjölyrða um
það að við eigum nú nánast einni
vatnsaflsvirkjun of mikið og
streymir afurð hennar sífellt út á
ódáinsakur íslenskrar efnahags-
stjómunar. Auk hennar gáfu
stjómvöld þjóðinni nýlega endan-
legt afsal fyrir Kröflu upp á tvo
milljarða, án þess að króna fengist
upp í kostnað. Landsvirkjun fékk
svo hálfan annan milljarð af ævin-
týrinu til þess að ráðskast með,
svona sem aukagetu til að gleðja
landsmenn með í raforkuverði. Var
þó búið að efna ágætlega í þann
glaðning fyrir.
Byggjum líka Blönduvlrkjun
Svo erum við líka að byggja
Blönduvirkjun þótt allir hafi eigin-
lega verið á móti henni en þó
kratar og Höllustaðabóndinn mest.
Guðlaugsstaðakyninu til óham-
ingju ráða þó kratar ekki landinu
en það er huggun harmi gegn að
frændinn, Hannes Hólmsteinn, er
orðinn doktor í frjálshyggjunni,
Hayek og Disraeli samanlagt, auk
þess sem frænka hans fékk það
staðfest úti í London um daginn
að hún er fegursta kona heims.
Eflum íslenskan iðnað
Gáfaðir og fallegir, - ekkert stoð-
ar þó landann f baráttunni við
rafvæðinguna, enda nálgast raf-
magnsverð hér á landi næstum að
vera tvöfalt dýrara en annars stað-
ar í hinum siðmenntaða heimi, -
einhvem veginn verður að borga
alla þessa framkvæmdagleði. Hitt
er svo reyndar verra ef okkur tekst
að drepa niður íslenskan iðnað með
því að dengja raforkuverði
óbyggðastefnunnar á almenna
raforkutaxta. Hætt er við að stutt
yrði í atvinnuleysið ef almennur
iðnaður drægist saman.
Alþjóðavextir lækka
„Fátt er svo með öllu illt að ekki
boði nokkuð gott,“ stendur þar og
nú berast fréttir af því að vextir á
alþjóðamarkaði fari lækkandi og
sú þróun geti orðið eitthvað við-
varandi. Víkingaþjóðin í norðri
L'PW'M'............"......
getur því ennþá slegið „valútu“ í
framkvæmdir, sem hún hefur ekk-
ert við að gera, af því að það er
þó ódýrara en áður að stunda slátt-
inn. Vissulega er samt fagnaðarefni
að alþjóðavextir fari lækkandi. Nú
er bara að skuldbreyta og gera
lánin ódýrari.
Rafmagn til Reyðarfjarðar
Ódýrari lán þýðir einnig lægri
fjármagnskostnað á virkjunar-
framkvæmdunum og hin frægu 18
„mills“ viðmiðunarverð á rafinagni
lækkar því eitthvað. Þeim mun
meiri von að takist nú að selja
eitthvað af þessu rafinagni þótt
lítið heyrist frá viðræðum vinar
litla mannsins, iðnaðrráðherrans,
við Rússa og Kínverja. Aftur á
móti virðist nú sem breska ljónið
ætli að bjarga okkur með Reyðar-
fjarðarverksmiðjuna og fæst þá
vonandi einhver afsetning á öllu
þessu blessaða rafinagni.
Að vísu fylgir fréttinni að hund-
urinn frá hringtengingunni niður
í fjörðinn sé svo dýr að hann éti
upp allan ábatann af raforkusöl-
unni fyrsta árið en auðvitað kemur
ár eftir þetta.
Hagvöxtur þrátt fyrir skuldir
Þá hafa þau undur og stórmerki
gerst á alþjóðasviðinu að skuldug-
asta ríki veraldar, Brasilía, sem
skuldar hvorki meira né minna en
hundrað milljarða dollara, var með
Kjallarinn
GUÐLAUGUR
TRYGGVI
KARLSSON
HAGFRÆÐINGUR
7% - sjö af hundraði - hagvöxt á
síðasta ári og var það met. Þetta
sýnir, þótt það sanni auðvitað ekki
neitt, að skuldug ríki geta þrátt
fyrir allt stækkað kökuna og þann-
ig unnið sig út úr erfiðleikunum.
Lækkun vaxta á heimsmarkaði
hjálpar einnig greinilega þessum
skuldugu þróunarríkjum, sem á
hinn bóginn eykur von um það að
þau nái sér á strik sé réttum fjár-
mála- og peningaaðgerðum beitt
heimafyrir samfara hagstæðari
alþjóða forsendum. Á móti þeim
vinnur lækkað hrávöruverð á
heimsmarkaði undanfarið sem
auðvitað bitnar hart á hlutfallslega
mikilli frumframleiðslu þróunar-
ríkjanna. Þá er bara að nota lánin
í hátækniiðnað og sérstaklega í
bætta menntun þegnanna sem
endanlega virðist í mörgum tilvik-
um langbesta fjárfesting sem þjóð-
irnar geta lagt í.
Dollarinn og heildareftirspurn
Séu svona möguleikar á því að
fleyta þróunarríkjunum yfir erfið-
asta hjallann í þeirri lánakreppu
sem hár dollari og háir alþjóða-
vextir hafa skapað þeim, ásamt
með enn frekari skynsamlegri nið-
urfærslu Bandaríkjanna á dollar-
anum til þess að minnka hinn gíf-
urlega viðskiptahalla án þess þó
að heildareftirspurn í veröldinni
bíði tjón af sem óneitanlega hefur
skapað heimsbyggðinni mikla vel-
sæld þá ættu flestar þjóðir heims
að geta horft bjartsýnar fram á
nýtt ár.
Verum skynsöm
Víkingaþjóðin í norðri með öll
sín utanríkisviðskipti fær örugg-
lega sinn góða skerf af heimsvið-
skiptunum í þjóðarkökuna sína.
Þrátt fyrir óselda skreið og raf-
væðingu út um allar trissur þá er
svo margt annað sem styður við
bakið á henni að hún virðist geta
verið ánægð með horfumar á nýju
ári. Sjómannastéttin undursam-
lega dregur mest en blómlegur
iðnaður og ferðamennska ásamt
margskonar annarri framleiðslu,
þjónustu og verslun færir einnig
björg í bú.
Vonandi að ráðamenn þjóðarinn-
ar klúðri ekki samningum við
launþega á árinu, að útflutnings-
markaðimir haldi og svo væri
auðvitað mjög snjallt ef eitthvað
af öllum þessum raforkufram-
kvæmdum tækju stritið af þjóðinni
í stað þess að hneppa hana í
skuldabagga.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
a „Hitt er svo reyndar verra ef okkur
™ tekst að drepa niður íslenskan iðnað
með því að dengja raforkuverði óbyggða-
stefnunnar á almenna raforkutaxta.“