Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Page 7
DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986.
7
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Tökum flesta
notaða bíla
upp í nýja
BILASÝNINGAR
Laugardag og sunnudag kl. 14-17
AKUREYRI:
Hjá Sigurði Valdimarssyni, Óseyri 5A
REYKJAVÍK:
Sýningarsalnum við Rauðagerði
ÞÁ VERÐUR
KÁTT í HÖLUNNI
—á stærstu matvælasýningu hérlendis
Stærsta matvælasýning sem haldin
hefur verið hérlendis verður sett upp
í Laugardalshöll dagana 10.-18. maí
næstkomandi. Það er nemendafélag
Hótel- og veitingaskóla Islands sem
í samvinnu við Kaupstefnuna hf.
stendur að sýningunni sem er liður
í afmælishaldi Reykjavíkurborgar.
Jón Eggertsson, framkvæmdastjóri
Kaupstefnunnar, sagði að sýningin
næði yfir allt sem tengdist eldhúsi
og matseld. „Það stefnir allt í að
þetta verði stór sýning og í raun er
þetta fyrsta raunverulega matvæla-
sýningin hér á landi. Þetta opnar
líka mikla möguleika fyrir innlenda
framleiðendur til að koma fram-
leiðslu sinni á framfæri. Nemendafé-
lagið verður með prófstykkin sín til
Athugasemd
við „svarta
lista”
Neytenda-
samtakanna
Guðjón Jónsson hjá Fatahreinsun-
inni Hraða hafði samband við Neyt-
endasíðu DV í sambandi við tilvitn-
un í blað Neytendasamtakanna, 15.
þessa mánaðar og vildi koma eftir-
farandi á framfæri.
1) Það liðu 3 mánuðir frá því flíkin
var hreinsuð þar til okkur barst
fyrsta og eina bréfið sem við
höfum fengið frá Neytendasam-
tökunum.
2) 4 vikum síðar var þessi „svarti
listi“ sendur til prentunar án þess
að Neytendasamtökin kynntu sér
málið frekar né skoðuðu flíkina.
3) Nú hefur hlutlaus aðili, með
reynslu í fatahreinsun, skoðað
flíkina og sér hann ekki annað
en að hún hafi fengið góða með-
ferð í okkar höndum.
4) Neytendasamtökin hafa því dreg-
ið til baka allar kröfur á okkur
í því sambandi.
Það hefur verið metnaður okkar
að skila vandaðri vinnu og koma
fram við viðskiptavini okkar af fullri
sanngirni í öllum málum og það
vorum við tilbúin að gera í þessu
máli sem öðrum.
-S.Konn.
sýnis og sér um veitingasölu.
Það verða því sælkeradagar í vor
þegar Laugardalshöllinni verður
breytt í „musteri matargerðarlistar-
innar“ og fagmenn og listakokkar
leiða saman hesta sína til að sýna
það besta í íslenskri matargerð.
-S.Konn.
NISSAINI ER TROMPIÐ
Ef þú átt enn eftir að reyna
NI55AN
ÁTT ÞÚ ENN BESTA
TROMPIÐ Á HENDINNI
IMISSAN
LANG MEST
SELDI
JAPANSKI
BÍLLINN
í EVRÓPU
Við bjóðum frábær verð á okkar bílum,
auk þess getur þú valið um greiðslukjörin:
20.000,- kr. staðgreiðsluafslátt eða
lánagreiðslur í allt að 2 ár
NISSAN CHERRY 3ja dyra, 5 dyra, sjálfskiptur, beinskiptur, verð frá kr. 368.500.-
Megrunar-
heilræði
* Mundu að það er tvennt ólíkt
að léttast og leggja af. Að losna
við vökva og léttast er ekki það
sama og að brenna fitunni.
* Forðastu alla tískukúra, þeir
eru auglýsingaskrum. Ef þeir
væru eins góðir og fullyrt er
væri enginn feitur í dag.
* Öll hreyfing er til góðs. Það er
vonlaust að ná árangri og við-
halda honum án þess að stunda
íþróttir af einhverju tagi.
* Strengimir em sárir en þeir
sem komast yfir þreytu- og
strengjatímabilið eru hólpnir.
Bíttu því á jaxlinn og bölvaðu
í hljóði en gefstu ekki upp.
* Allir sem þekkja baráttuna við
fituna vita einnig að hún íþyng-
ir ekki einungis líkamanum.
Breytingamar verða einnig
andlegar og léttirinn því marg-
faldur.
* Mundu að þú ert ekki eina feita
manneskjan í heiminum og
reyndu að vera ekki bitur.
-S.Konn.
IMISSAIM SUIMNY fólksbíll, skutbíll, Coupé, beinskiptur, sjálfskiptur,
verð frá kr. 435.500.-
NISSAN BLUEBIRD 2.0 Diesel frá kr. 695.000.-