Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÓRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKURHF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr,- Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Albert og Geir Ráðherrarnir Albert Guðmundsson og Geir Hall- grímsson skiptast á skotum út af kjötmálinu svokallaða. Geir telur Albert hafa viðhaft móðgandi ummæli um sig og fyrri utanríkisráðherra, frá því að varnarsamn- ingurinn var gerður. Geir telur Albert hafa brigslað sér um landráð. Kjötmálið upphófst fyrir rúmu ári, eftir að Bandaríkja- menn beittu úreltum einokunarlögum til að láta banda- rískt skipafélag annast flutninga til varnarliðsins. ís- lenzku skipafélögin misstu mikið við það. Þetta var ein af orsökum gífurlegs hallarekstrar Hafskips, sem varð gjaldþrota. Eðlilegt var, að íslendingar reyndu eitthvert svar. Bandaríkin höfðu með þessu brotið hróplega gegn öllum reglum um frjálsa samkeppni, sem stjórn Reagans þykist þó hafa í heiðri. Albert Guðmundsson var þá fjármálaráðherra. Hann lýsti því yfir, að innflutningur varnarliðsins á hráu kjöti væri ólöglegur og reyndi að stöðva hann. Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra var á öndverðum meiði. Varnarliðsmenn fluttu síðan kjöt inn flugleiðis, framhjá mönnum Alberts. Albert sagði, að gagnkvæmni yrði að ríkja í milliríkjaviðskiptum. Ella væru Bandaríkin herraþjóð, sem við hefðum ekkert við að gera. Síðar sagði Albert, að Keflavík væri sem fylki í Bandaríkjunum. Hann hefði enga leið til að stöðva þennan kjötinnflutning. Vissulega var rétt hjá Albert Guðmundssyni, að kanna mætti, hvort varnar- samningurinn veitti varnarliðsmönnum þessi sérrétt- indi. Við viljum, að þau sérréttindi séu sem minnst. Bandaríkjamenn eiga í öllum meginatriðum að fara að íslenzkum lögum. Að tillögu Geirs var skipuð nefnd lögfræðinga til að kanna þetta mál. Ríkisstjórnin virtist á yfirborðinu sammála um þessa afgreiðslu mála. Forsætisráðherra sagði, að um af- greiðsluna væri fullt samkomulag í stjórninni. Farið yrði eftir úrskurði lögfræðinganna. Þetta ágreiningsmál ráðherra var með þeim hætti, að ekki varð við unað. Úrskurður lögfræðinganna liggur fyrir. Þeir telja, að varnarliðið megi samkvæmt varnarsamningnum flytja inn hrátt kjöt. Að málsatvikum athuguðum, ættu ráð- herrar að fara eftir þessum niðurstöðum. Ella þyrfti þá að breyta varnarsamningnum. Albert hefur mótmælt þessum niðurstöðum, þótt málið varði hann minna en áður, þar sem hann er ekki lengur fjármálaráðherra. Hann hefur enn talað um, að ísland væri sem fylki í Bandaríkjunum. Geir brást nú reiður við, miklu reiðari en fyrr, þegar Albert lét sömu orð falla. Ein skýring á reiði Geirs er sú, að hann er að hætta ráðherradómi. Brigsl ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins setja blett á ríkisstjórnina. Líta verður svo á, að ríkisstjórnin hafi leitað eftir úrskurði í málinu og sá úrskurður hafi fengizt. Hitt er rétt, að varnarliðið nýtur hér ýmissa réttinda, sem íslendingar hafa ekki. Varnarliðsmenn eru hér fyrst og fremst til að verja Bandaríkin. Þeir eiga að greiða fyrir afnotin, sem þeir hafa af íslenzku landi. Enn einn angi málsins er sá, að leyfa ætti ftjáisan innflutning á landbúnaðarvörum hér á landi að full- nægðum skilyrðum um heilbrigði. Fyrir því skyldu menn einnig berjast. Kjötmálið hefur þannig ýmsa anga. Það er býsna mikilvægt í ýmsu efni. Vonandi láta ráð- herrar af persónulegu skítkasti vegna þessa máls. Haukur Helgason. Nýja áfengisstefnu! Öfugt við það sem Jón Helgason dómsmálaráðherra heldur er meg- invandamál okkar íslendinga í áfengismálum ekki bjórlíki, heldur sterkir drykkir. Má rekja það sögulega hvernig íslendingar fóru að fá á sig óorð fyrir drykkjuskap þegar danska einokunin drap bjórinn og inn- leiddi brennivín í staðinn. ÁTVR hefur síðan dyggilega fetað í fótspor einokunarkaup- manna með því að græða á heima- tilbúnu brennivíni og verðleggja veigarnar sterku drykkjunum í vil. Nú þegar nýr maður er sestur í forstjórastól ÁTVR verður það vonandi eitt fyrsta verkefni hans að auka neyslu veikra drykkja á kostnað þeirra sterku. Fjármálaráðherra og Hösk- uldur Jónsson, forstöðumaður ÁTVR, þurfa síðan í sameiningu að móta nýja áfengisstefnu sem byggir á þessu lögmáli. Ef Áfengisvarnaráð streitist ennþá við verður að fínna ein- hverja leið til þess að hrinda þess- um aðgerðum í framkvæmd fram- hjá þessu ruglaða ráði. Grunnur nýrrar áfengisstefnu getur einungis orðið sá að ýta undir neyslu léttari drykkja og undir að bjórinn komist inn í landið sem allra fyrst! Léttu vínin Þegar nokkrir matvælafræðingar og læknar hófu áróður fyrir auk- inni neyslu léttra vína fyrir nær áratug kváðu við ramakvein úr öllum áttum. Viðbrögðin voru nákvæmlega þau sömu og í bjórmálinu nú: „Léttu vínin munu aðeins auka heildarneysluna. Við eigum því að halda okkur við sterku drykkina.“ Reynslan sannar í eitt skipti fyrir öll að allir þessir úrtölumenn höfðu rangt fyrir sér. En litum nú á stað- reyndirnar eins og þær blasa við. Fyrra línuritið á myndinni hér fyrir neðan sýnir breytingar í neyslu áfengra drykkja hérlendis á þessari öld, þ.á.m. þróunina fram til 1980. í stuttu máli kemur í Ijós (MYND A) að allt frá bannárunum hefur neyslan aukist jafnt og þétt, í raun og veru ótrúlega ört ef vel er að gáð. En hvað hefur verið að gerast síðustu 10 árin. Það sést vel á MYND B. Neyslan hefur ekki aukist að ráði, heldur staðið því sem næst í stað! Það sem gerst hefur er því í full- kominni andstöðu við hræðsluáá- róður áfengisvamamanna og stúkukarla: Neyslan hefur sáralítið aukist. Léttu vínin hafa því ekki aukið heildameysluna að neinu ráði, heldur virðast þau, þvert á móti, hafa haldið allri frekari aukningu í skefjum. Á sama tímabili - eins og MYND B sýnir glögglega - hefur hlutdeild sterkra drykkja minnkað úr um Frjálslyndi í framkvæmd JÓN ÓTTAR RAGNARSSON DÓSENT Myndl Mynd2 áfengi í landinu samkvæmt lög- málum verðstýringarinnar. Við þessar aðstæður mun bjór- neyslan ekki nema að mjög litlu leyti leggjast við þá áfengisneyslu sem fyrir er, heldur ryðja öðru áfengi burtu. Áfengissýki íslendingar eru með lægstu heild- arneyslu áfengis á Vesturlöndum en engu að síður með áfengisvanda sem er jafnmikill eða meiri en í grannlöndunum. Ástæðan fyrir þessu er einföld: Við erum sú þjóð á Vesturlöndum sem fær stærstan hluta síns áfengis úr sterkum drykkjum (núna um 2/3)- Því sterkara sem áfengið er þeim mun meiri er hættan á ofurölvun og endurtekin ofurölvun er jú fyrsta stigið á áfengissýki, þ.e. alkóhólisma. Þetta er skýrt betur á MYND C: Allt áfengi ýtir undir ofurölvun og áfengissýki, en mest er hættan þegar sterk vín eru drukkin og minnst þegar bjórs er neytt. Sem betur fer hafa léttvínin bætt ástandið lítillega en ennþá fáum við nær 2/3 vínandans úr sterk- um drykkjum sem er alltof hátt hlutfall. Á ári heilbrigði eiga íslendingar að taka höndum saman gegn áfeng- isbölinu með því að hefja reglu- bundið andóf gegn kolvitlausri áfengisstefnu og sterkum drykkj- um. Lokaorð Reynslan af léttu vínunum sýn- , * AFENGI OFUROLVUN-^ ALKOHOLISMI STERKIR > MEÐAL > VEIKIR Mynd3 a „íslendingar eru með lægstu heildar- ^ neyslu áfengis á Vesturlöndum en engu að síður með áfengisvanda sem er jafnmikill eða meiri en í grannlöndunum.“ 87% af neyslunni árið 1974 í um 68% af neyslunni 1983. Með öðrum orðum, reynslan sannar að allur hræðsluáróður áfengisvamamanna og stúkukarla var uppspuni frá rótum, staðlausir stafír í ljósi reynslunnar. Verðstýring Þótt einhverjum kunni að þykja þetta merkilegt á þessi þróun sér sína skýringu: verðstýringu. Enda þótt verð léttvínanna hafi verið lækkað miðað við sterku drykkina voru þau aldrei það ódýr að þau yrðu uppspretta ódýrs vín- anda. Léttvínin voru - eins og annað áfengi - eftir sem áður þau dýr- ustu á Vesturlöndum. Þess vegna stóð heildarneyslan nokk- urn veginnístað. Reynslan alls staðar sýnir nefni- lega að þegar áfengi er selt ódýrt verður neyslan meiri og því meiri sem verðið er haft lægra að j afnaði. Með því að hafa léttu vínin ódýr- ari en þau sterku, hlutfallslega, en þó dýrari en annars staðar á Vest- urlöndum, tókst að halda heildar- neyslunni stöðugri. Bjórinn Nákvæmlega sama mun gerast með bjórinn. Við eigum að hafa hann á því verði sem ýtir undir að almenningur kjósi hann fram yfir alla sterkari drykki. En við verðum á sama tíma að hafa hann það dýran að verð hans verði í samræmi við verð á öðru ir glögglega að allar hugmyndir um að léttari drykkir muni aðeins auka heildarneysluna eru úr lausu lofti gripnar. Þessu var ákaft haldið fram af andstæðingum bjórsins þegar farið var að reka áróður fyrir létt- vínum. Reynslan sýnir að þeir fóru villir vegar. í stað þess að auka heildameysl- una urðu léttu vínin einmitt til þess að heildarneyslan, sem hafði verið í mikilli sókn, hætti að aukast að ráði. Á sama tíma breytti áfengið, sem Islendingar drukku, verulega um samsetningu. I stað umtals- verðs hluta sterku drykkjanna komu létt og heit vín. Þessi þróun er afar jákvæð. Allir íslendingar eiga að taka saman höndum um að haldið verði hlífi- skildi yfir þessari jákvæðu við- leitni. Það sem við þurfum er ný áfengisstefna byggð á framsýni... ekki fordómum! Jón Óttar Ragnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.