Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Side 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986. Spurningin Spilar þú í happdrætti? Maria Þorleifsdóttir, aðstoðarfor- stöðumaður Árseli: Nei, en ég hef gert það, spilaði í Happdrætti Hó- skólans og fékk einu sinni vinning. Ég held ég spili ekki aftur í bráð. Kristrún Sigurðardóttir, vinnur á skyndibitastað: Nei, aldrei en ég hef keypt svona happdrættismiða. Því miður hef ég aldrei unnið neitt. Það gæti nú verið að ég eigi eftir að spila i alvöruhappdrætti. Ólöf Ágústsdóttir, vinnur á Lækjar- brekku: Nei, engu. Ég spilaði lengi í DAS en gafst upp þegar ég vann ekkert. Þetta er bara peningaeyðsla, þó veit maður reyndar aldrei, happ- drætti er happdrætti. Bæring Aðalsteinsson sjómaður: Nei, ég spila ekki í happdrætti. Ég hef nokkrum sinnum spilað í Happdrætti Háskólans en aldrei unnið. Ég spila kannski aftur ef ég verð ríkur. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Þagnarskylda varð- andi AIDS-sjúklinga Hr. ritstjóri. í leiðara í blaði yðar þann 14.12. 1985 ásakið þér mig og tvo sérfræð- inga um að blekkja alþjóð, þ.e. að hafa reynt að koma því inn hjá almenningi að alnæmi „væri skemmra á veg komið hér á landi“ en raun ber vitni. Tilefnið er að við gáfum blaðamanni yðar ekki upp dánarstund, dánardag og dán- arstað AIDS-sjúklings. I byrjun októbermánaðar bauð ég yður ásamt ritstjórum dagblað- anna á fund til þess að ræða AIDS- sjúkdóminn. Þér gátuð ekki mætt á fundinn en fréttastjóri yðar kom á fundinn. Síðar bauð ég yður aftur af sama tilefni en þér kusuð að koma ekki. Á fyrsta fundinum var rætt um horfur, gang og útbreiðslu sjúk- dómsins ásamt vandamálum er upp kynnu að rísa vegna hans hér á landi. Menn voru sammála um að fámennið hér á landi kallaði á meiri árverkni heilbrigðisyfirvalda og heilbrigðisstarfsfólks varðandi þagnarskyldu um hagi sjúklinga en í fjölmennari löndum. Á fundin- um kom skýrt íram að landlækni bæri m.a. skylda til að gefa upplýs- ingar um útbreiðslu og gang sjúk- dómsins en vitaskuld yrðu ekki gefnar upplýsingar um einstaka sjúklinga enda eru í landslögum skýr fyrirmæli er kveða á um þagn- arskyldu i því tilfelli. Af lestri leiðarans er ljóst að annaðhvort skrifið þér gegn betri vitund og álasið læknum fyrir að fara að lögum eða þér þekkið ekki lög landsins. I von um að lögvísin hafi brugðist yður sendi ég læknalögin með þessum skrifum. Ólafur Ólafsson landlæknir. Aths. ritstjóra Þagnarskylda er ekki sama og lygaskylda. Bæði fyrir og eftir lát fyrsta eyðni-sjúklingsins tjáði landlæknir DV, að enginn íslend- ingur væri með eyðni (alnæmi). Landlæknir gat þagað, ef hann vildi, en kaus að segja ósatt. Það gildir því áfram, að DV mun ekki treysta orðum landlæknis. Kynna Flugleiðir sumar- fargjöldin fyrr erlendis? Flugfarþegi skrifar. Hækkun flugvallargjaldsins hefur vakið mikinn kurr meðal almennings hér. Þessi hækkun á ekkert skylt við þá stefhu sem kynnt var i kosningalof- orðum Sjálfstæðisflokksins og segir okkur einfaldlega það að óþarft er að taka framvegis nokkurt mark á slagorð- um stjómmálaflokkanna og loforðum fyrirkosningar. í Morgunblaðinu hinn 10. þ.m. er birt grein, undimtuð af einum fram- kvæmdastjóra Flugleiða hf., þar sem hann fer hörðum orðum um þennan nýja flugvallarskatt. Undir þau orð er sjálfsagt að taka því hækkunin á þessum skatti er ekkert annað en mistök sem veiður að leiðrétta eins og segir í grein framkvæmdastjór- ans. En það sem stingur í augu í grein þessa framkvæmdastjóra Flugleiða er sá rökstuðningur hans gegn flugvallar- gjaldinu að flugfélag hans hafi nú kynnt verð fyrir næsta sumar og þar sé þessar- ar hækkunar ekki getið. Oiðrétt segir í grein framkvæmda- stjórans: „Flugleiðir hafa til dæmis kynnt verð á íslandsfeiðum næsta sumar á meginlandi Evrópu, Englandi, í Bandaríkjunum ög víðar með bæklin- gaútgáfii, þátttöku í ferðakaupstefhum og auglýsingum. Ekki er viðlit að breyta áður auglýstu verði gagnvart þeim er- •*------ lendu aðilum sem búið er að semja við eða kynna ákveðnar ferðir til íslands." Ef það er rétt að búið sé að auglýsa og dreife verðlistum erlendis um fargjöld Flugleiða þá er það vægast sagt óveij- andi að við íslendingar sitjum ekki við sama borð og útlendingar í því efhi. Mér datt i hug að hringja í nokkrar ferðaskrifstofur og spyijast fyrir um verð næsta sumar á „flug og bflT- tilboðinu eða öðrum fargjöldum sumar- ins, en alls staðar var svarið það sama: Við höfum engin fargjöld fengið frá Flugleiðum enn og getum ekki sagt neitt um það nákvæmlega hvenær þau verða tiltæk! Og þama er komið að því atriði að við Islendingar virðumst sífellt sitja við annað og óæðra borð en hinir erlendu viðskiptavinir flugfélaganna okkar. Bæði hvað varðar þá þjónustu að geta skoðað verð sumarsins snemma ársins og svo að sjálfeögðu hvað snertir verðið sjálft, sem er mun óhagstæðara en verð það sem býðst útlendingum. Á það ekki hvað síst við ferðir héðan til Bandaríkjanna þar sem þeir sem fljúga yfir hafið til Lúxemborgar eru mun betur settir vaiðandi fargjöld. En þetta með kynningu á fargjöldum sumarins í Evrópu og annars staðar erlendis á undan heimalandinu þarfn- ast nánari skýringa fyrir íslenska við- skiptavini. Að gengisbreytingar hér tefji málið er ekki haldbær skýring. Ónafiigreindur flugfarþegi telur að Flugleiðir sinni útlendingum betur en íslendingum. Hallbera Jónsdóttir húsmóðir: Nei, ekki núna. Ég spilaði í tuttugu ár hjá Háskólanum en er nú orðin hvekkt á þessu. Ég kaupi nú samt enn svona símahappdrættismiða. Þorsteinn S. Þorsteinsson nemi: Nei, bara keypt svona miða úti á götu. Blessaður, ég hef aldrei unnið. Ég tel líklegt að ég muni spila þegar fjár- munimir verða meiri. Hæ, tröllum á meðan við tórum Lesandi skrifar: Engum dylst, eftir þá miklu um- ræðu sem farið hefur fram um mál- efni íslenska Ríkisútvarpsins að undanfömu og stendur enn, vissu- lega í tilefni nýgerðra laga, að eitt- hvað mikið er og á að gerast. Við sem komin erum nokkuð til aldurs lítum sennilega talsvert öðrum augum á allt þetta brölt en unglingamir sem sífellt eru að heimta Duran Duran eða eitthvað álíka. Þjónusta þessara ríkisfjölmiðla þokast líka í þá átt að verða meir og meir fyrir æskulýðinn um leið og ellilífeyrisþegum fjölgar. Kannski er þetta furðuleg staðhæf- ing og ekki rétt, sem sagt merkilegt að gamla manninum skyldi detta þessi fjarsfaeða f hug. Ef til vill er hann bara svona kalkaður? Og á sama tíma kom fram í einhverri skoðanakönnun að aðeins 5 prósent hlustenda, sem spurðir voru, hlust- uðu á Kvöldvökuna í útvarpinu, ef ég man rétt. Ég hefi þó alltaf álitið að hún væri einkum sniðin við hæfi þeirra sem væru búnir að slíta bamsskónum og það fyrir allnokkru. Ég hefi verið að gæla við þá hug- mynd, nú þegar allt er að verða fijálst, hvort ekki væri rétt að stofna útvarp aldraðra. Ég er meira að segja búinn að finna kynningarlagið, lag sem flestir kunna: „Hæ, tröllum á meðan við tórum“. Drýgstur hluti þeirra sem standa að menningar- starfsemi í landinu er kominn yfir það sem við köllum miðjan aldur og þama hafa menn það hvort sem þeim líkar betur eða verr. „Ég hefi verið að gæla við þá hugmynd, nú þegar allt er að verða ftjálst, hvort ekki væri rétt að stofna útvarp aldraðra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.