Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Side 19
DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986.
31
fflir
Iþrótlir
Iþróttir
Iþróttir
>
f •?
1 '
C. 7H
mathíescm h f
;ik Hauka og Njarðvíkur í gærkvöldi og alls urðu stigin 217. Hér eigast
DV-mynd Bjarnleifur.
Einar og
Gisli hja
Hvidovre
eru að skoða aðstæður. Semja líklega við félagið
„Okkur líst mjög vel á allar aðstæð-
ur hjá Hvidovre en við ætlum okkur
ekki að flýta okkur neitt í samninga-
málum. Við munum æfa með liðinu
og kynnast mannskapnum og síðan
ákveða okkur hvort við sláum til,“
sagði Einar Ásbjöm Ólafsson en
hann býr nú í Danmörku ásamt fé-
laga sínum Gísla Eyjóifssyni. Þeir
hafa báðir hug á því að leika með
danska félaginu Hvidovre sem féll úr
1. deildinni i fyrra.
Það er ýmis hlunnindi sem þeir
félagar fá ef þeir skrifa undir samn-
ing. Meðal annars afnot af íbúð og
nýjan bíl. Miklar breytingar hafa
orðið á liðinu frá því síðasta keppnis-
timabili og nýr þjálfari er kominn til
liðsins en hann hefur séð um þjálfun
danska unglingalandsliðs.
Sem flestum ætti að vera kunnugt
léku þeir Einar Ásbjörn og Gísli með
Víðisliðinu síðastliðið sumar. Þeir
ákváðu síðan báðir að yfirgefa ísland
og halda til Danmerkur. Þar munu
þeir búa að minnsta kosti næsta árið
hvort sem af samningi við liðið verð-
ur eða ekki. Liðið er staðsett í út-
hverfi Kaupmannahafnar og er eitt
af firægustu liðum Danmerkur. Liðið
varð Danmerkurmeistari 1981.
Keppnistímabilið í Danmörku hefst
í apríl en síðan verður gert hlé á því
á meðan að heimsmeistarakeppninni
stendur. Tveir leikmenn liðsins eru
í danska landsliðshópnum. - fros
esti leikur sem ég hef
hérlendis frá upphafi”
Bollason, þ jálfari Hauka, eftir að Haukar höfðu sigrað Njarðvík, 112-105, í stórkostlegum leik
beggja liða. Alveg frá fyrstu mínútu
var tekið á hlutunum og minna en
ekkert gefið eftir. Hittni leikmanna
og hraði var engu líkt og þau eru
eflaust færri en puttamir á venjuleg-
um manni skotin sem geiguðu hjá
báðum liðum í leiknum. Og áhorf-
endur sem fjölmenntu í íþróttahúsið
í Hafnarfirði kunnu svo sannarlega
að meta það sem upp á var boðið.
Þeir létu óspart í sér heyra og sköp-
uðu skemmtilega stemmningu með
hávaða sínum og háttemi í hvívetna.
f heild var þetta sem sagt besti körfu-
boltaleikur sem hér hefur farið fram
og vonandi fá körfuknattleiksunn-
endur að sjá fleiri slíka áður en
körfuboltunum verður lagt að
keppnistímabilinu loknu.
Eru Haukar bestir?
Sigurgleði Haukanna eftir leikinn
í gærkvöldi var mikil og skyldi engan
undra. Liðið lék stórkostlegan körfu-
knattleik og eflaust hefur það valdið
stærstum hluta gleðinnar að and-
stæðingámir sem enn einu sinni
voru að velli lagðir voru jú íslands-
meistaramir í greininni. Þessi tvö lið
hafa leikið fjórum sinnum í vetur og
Haukarnir sigrað þrisvar. Liðið lék
sem ein sterk heild og allir þeir sem
skoruðu náðu tveggja stafa tölu. Það
sýnir vel breiddina í liðinu og á henni
ásamt frábærri hittni sigldu Haukar
til sigurs á heimavelli sinum í gær-
kvöldi. Henning Henningsson var
nú ófeiminn við að skjóta á körfu
andstæðingsins og árangurinn 24
lauflétt stig þrátt fyrir að hann þyrfti
að yfirgefa völlinn með 5 villur þegar
rúmar fimm mínútur vom til leiks-
loka. Henning lék sinn besta leik
fyrir Hauka hingað til. Pálmar Sig-
urðsson var einnig mjög góður, hitt-
inn með afbrigðum og alhliða leikni
hans reið ekki við einteyming í
gærkvöldi. Hann skoraði 28 stig en
varð að fara út af með 5 villur þegar
tæpar fjórar mínútur vom til leiks-
loka. ívar Webster lék sinn langbesta
leik í langan tíma og sýndi að hann
er Haukunum mikils virði. Og ekki
má gleyma þeim Ólafi Rafnssyni og
ívari Ásgrímssyni. Þeir misstíga sig
sjaldan í leik sínum og eru traustari
liði sínu en 46 árgerðin af Willys.
Eftir þennan snilldarleik má ljóst
vera að Haukarnir verða erfiðir
mótherjar í úrslitakeppninni í vor.
Njarðvíkingar ekki síður góðir
Njarðvíkingar léku frábærlega í
gærkvöldi og það gerist vart hér á
landi að lið sem skorar 105 stig í leik
þurfi að bíta í það súra epli að tapa.
Það sem fyrst og fremst gerði það
að verkum að Njarðvíkingar töpuðu
í gærkvöldi var að fleiri leikmenn í
liði Hauka vom með á nótunum en
í liði Njarðvíkinga. íslandsmeistar-
arnir þurfa svo sannarlega ekki að
skammast sín fyrir leik sinn gegn
Haukum og það er greinilegt að erfitt
verður fyrir önnur lið að hrifsa Is-
landsmeistarabikarinn úr höndum
Njarðvíkinga. Þeir Valur Ingimund-
arson og Jóhannes Kristbjömsson
voru yfirburðamenn hjá Njarðvík.
Valur skoraði 37 stig í leiknum og
þar af 22 í síðari hálfleik. Sýndi hann
oft skemmtilega takta og oft takta
sem enginn íslenskur körfubolta-
maður hefur sýnt áhorfendum í óra-
langan tíma ef þá nokkuru sinni
nema þá hann sjálfur. Jóhannes
Kristbjömsson átti stórleik í fyrri
hálfleik þegar honum virtist fyrir-
munað að brenna af skoti. Hann
skoraði 23 stig í fyrri hálfleik og er
greinilega orðinn betri með körfu-
boltann en pabbi hans með flautuna
þrátt fyrir að Kristbjöm Albertsson
hafi um árabil verið einn okkar besti
dómari. Jóhannes er einfaldlega
orðinn einn allra besti bakvörður hér
á landi og virkilega skemmtilegur
leikmaður.
NOKKRAR TÖLUR ÚR LEIKN-
UM:» 0-2, 9-10, 12-12, 19-18, 23-20,
31-31, 38-38, 45-40, 45-45, 51-52, 57-57
í leikhléi. • 62-57, 66-57, 70-61, 70-71,
79-74,83-82,89-82,91-82,96-84,100-86,
103-93,112—98 og lokatölur 112-105.
STIG HAUKA: Pálmar Sigurðsson 28,
Henning Henningsson 24, fvar
Webster 21, Ólafur Rafnsson 19, ívar
Ásgrímsson 10 og Kristinn Kristins-
son 10.
STIG UMFN: Valur Ingimundarson
37, Jóhannes Krístbjörnsson 29, ísak
Tómasson 11, Hreiðar Hreiðarsson
10, Ingimar Jónsson 10, Teitur ör-
lygsson 4, Helgi Rafnsson 2 og Krist-
inn Einarsson 2.
Haukar léku með fullskipað lið í
gærkvöldi en í lið UMFN vantaði
Árna Lámsson sem er meiddur á
nára.
Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Ólafs-
son og Bergur Steingrímsson og
stóðu sig vel. Leikinn sáu um 300
áhorfendur. -SK.
ONDEILD
r á laugardögum.
Stjórnin.
UMSB vann DV-homið
hlaut f lest stig fyrir þátttökuna í norrænu trimmlandskeppninni fyrir
fatlaða. ísland sigraði í þriðja sinn
UMFB reyndist hlutskarpast í
keppni héraðssambandanna um
DV-homið sem DV gaf fyrir bestu
þátttöku héraðssambands i norrænu
trimmlandskeppninni fyrir fatlaða.
UMFB hlaut hvorki fleiri né færri en
20.213 stig og var því mjög vel að
horninu komið. í öðru sæti varð
UMSE með 5.751 stig, í þriðja sæti
ÍBA með 5.084 stig. UMSK varð í
fjórða sæti með 4.986 stig og ÚÍA
hlaut 4.653 stig.
Eins og áður hefur komið fram i
fréttum sigraði ísland i keppninni og
er það í þríðja sinn sem landinn sigrar
i þessari keppni. Hin árin voru 1981
og 1983. Keppnin fór fram með því
sniði að sérhvert Norðurlandanna
mældi þátttöku í íþróttum um þríggja
vikna skeið sl. sumar.
Sigur íslendinga var nokkuð ör-
uggur að þesu sinni, við hlutum
235.986 en alls tóku 749 keppendur
þátt frá íslandi. Finnar urðu i öðru
sæti með 61.742 stig, Noregur i þriðja
sæti með 10.972 stig og Svíar og Danir
ráku lestina. Engar tölur bárust frá
Færeyjum.
Keppnisgreinarnar i trimmlands-
Iþrottir
keppninni voru ganga, hlaup, skokk,
hjólastólaakstur, róður, hesta-
mennska og hjólreiðar. Til þess að
hljóta stig i keppninni þurfti að
trimma minnst 2,5 kílómetra.
DV færir þeim er þátt tóku í trimm-
landskeppninni bestu þakkir fyrir
þátttökuna og óskar þeim til ham-
ingju með sigurinn. Bolvíkingum
færum við sérstakar árnaðaróskir en
þeir unnu DV-homið með glæsibrag.
Að lokum vonum við að keppnin hafi
vakið þátttakendur til umhugsunar
um gildi íþrótta og útivistar, hvort
sem er í keppni eða hinu daglega lifi. \ |
— sagði Gunnar
Þorvarðarson,
þjálfari UMFN
„Þetta var frábær leikur og sá besti
sem ég hef séð í mjög langan tíma.
Haukamir hittu alveg svakalega,"
sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálfari
Njarðvíkinga, eftir tapið gegn Hauk-
um í gærkvöldi.
„Við hefðum þurft að vinna sigur
hér í kvöld til að tryggja fyrsta sætið
í deildinni fyrir úrslitakeppnina. Það
tókst ekki en engu að siður er ég
ánægður með margt hjá mínum
mönnum. Við gefum ekkert eftir og
stefnum ótrauðir á íslandsmeistara-
titilinn," sagði Gunnar Þorvarðar-
son. -SK.
Fimm enskir
missa af
landsleiknum
— íEgyptalandi
Enski landsliðseinvaldurinn í
knattspymunni, Bobby Robson, fékk
vandamál við að stríða vegna jafn-
teflis Aston Villa og Arsenal í fyrra-
kvöld í deildabikamum. Fimm leik-
menn þessara liða voru í enska
landsliðshópnum, sem leika á lands-
leik í Egyptalandi í næsta viku, en
detta nú út vegna þess að Arsenal
og Aston Villa leika á ný í deildabik-
amum á þriðjudag. Það eru
Arsenal-leikmennimir Kenny San-
som, Viv Anderson, Stewart Robson
og Tony Woodcock og auk þess Steve
Hodge, Aston Villa. Hodge var
reyndar í leikbanni í fyrrakvöld og
lék því ekki með liði sínu gegn Ars-
enal á Villa Park. Hann getur hins
vegar leikið á þriðjudag.
Stewart Robson, sem átti mjög
slakan leik í fyrrakvöld gegn Villa,
var skipt út af í síðari hálfleik og
kom Woodcock í hans stað. Robson
var þá aðeins farinn að haltra. Þá
má geta þess að Charlie Nicholas,
sem skoraði einá mark Arsenal á
Villa Park, getur ekki farið með
skoska landsliðinu til ísrael í næstu
viku, eins og til stóð, vegíia leiks
Arsenal og Villa á þriðjudag. hsím
Bryan Robson
bjartsýnn
— eftir leikinn í Barnsley
„Það er of snemmt að segja um
hvort ég get leikið með Man. Utd i
bikarleiknum í Sunderland á laugar-
dag. Ég verð að bíða til morguns til
að sjá hvernig fætur mínir hafa
brugðist við leiknum í Barnsley,“
sagði Bryan Robson, fyrirliði Man.
Utd og enska landsliðsins í gær. Hann
lék sinn fyrsta leik í þrjá mánuði með
varaliði Man. Utd í Barnsley og lék
allan leikinn.
„Leikurinn í Barnsley var uppörv-
andi fyrir mig hvað sem öðru líður.
Ég var alltaf viss um að ég gæti leikið
á ný. Meiðsli mín voru aðeins vöðva-
slit sem ég hafði raunverulega aldrei
áhyggjur af þrátt fyrir fréttir úr öll-
um áttum um að leikferli minum
væri lokið,“ sagði Bryan ennfremur.
hsím