Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Side 28
40
DV. FÖSTUDAGUR24. JANÚAR1986.
Utvarp_____________Sjónvarp
Helga Thorberg leikkona:
DAGSKRÁIN NEGLDIMIG
SEM BETUR FER EKKIALVEG
Ég hlustaði á rás tvö í gær, þætt-
ina Gestagang, Svavar Gests og
viðtalið sem Gísli átti við Kristin
á rás eitt. Þetta var allt í lagi,
negldi mig sem betur fer ekki alveg,
þannig að ég gat bæði strauað,
þrifið efri skápana og bakað
nokkra svampbotna meðan ég
hlustaði svona með öðru.
Ég get ekki sagt að ég hafi saknað
sjónvarpsins en það gerði aftur á
móti sonur minn, það er að að segja
bamastundarinnar. Það er erfitt
að skýra fyrir honum af hverju
fimmtudagar eru öðruvísi en aðrir
og þetta er nú ekki besta leiðin
held ég til að kenna honum að
þekkjadagana.
Vesturbærinn er bestur
Um þessa helgi munu félagar úr
íbúasamtökum Vesturbæjar ganga í
hús og selja minjagrip, sem er ætlað-
ur Vesturbæingum, bæði núverandi
og (ekki síður) fyrrverandi. Gripur
þessi er hattur úr keramiik sem á
stendur „Vesturbærinn er bestur“.
Ágóðinn af þessari óvenjulegu hatta-
sölu rennur í sjóð sem ætlað er að
standa straum af kostnaði við gerð
listaverks sem samtökin hyggjast
færa borginni að gjöf í tilefni 200 ára
afmælis hennar á sumri komanda.
Þrír listamenn, þau Jón Gunnar
Ámason, Sigrún Guðmundsdóttir og
Helgi Gíslason hafa verið beðin um
að gera tillögur að listaverkinu en
dómnefnd mun síðan skera úr um
hvaða tillaga verður endanlega val-
in. Listaverki þessu er ætlað að
standa á opnu svæði innan marka
gamla bæjarins, t.d. á Landakotst-
úni. Ákvörðun um gjöf þessa var
tekin á fundi samtakanna í haust og
hefur fjáröflunarnefnd verið að störf-
um í vetur. Er hattasalan ein þeirra
tillagna sem nefndin stakk upp á.
Hattarnir eru hannaðir og unnir af
Önnu S. Hróðmarsdóttur. Fjöldi
þeirra verður takmarkaður við
töluna 500. Skorað er á félaga úr
samtökunum að taka þátt í sölunni
og sækja hatta í Vesturbæjarskólann
kl. 13 laugardaginn 25. þ.m. Hattur
þessi er bæði ljómandi fallegt skraut
og auk þess staðfesting á því, sem
allir reyndar vita: að Vesturbærinn
er bestur.
' *
Árný Matthíasdóttir lést 15. janúar
sl. Hún fæddist í Reykjavík 25. okt-
óber 1958. Foreldrar hennar vom
Steinunn Svala Ingvadóttir og Matt-
hías Ingibergsson. Eftirlifandi eigin-
maður Ámýar er Örn Kjærnested.
Þeim varð tveggja bama auðið. Út-
för Ámýjar verður gerð frá Grinda-
víkurkirkju í dag kl. 14.
Bryndís Sigurðardóttir lést 17. jan-
úar sl. Hún fæddist á Skagaströnd
8. september 1956 dóttir Guðbjargar
Lámsdóttur og Sigurðar Ámasonar.
Eftirlifandi eiginmaður Bryndísar er
Haraldur Hinriksson. Þau hjón eign-
uðust einn son. Útför Bryndísar
verður gerð frá Keflavíkurkirkju í
dag kl. 14.
Karl Ó. Guðmundsson skipstjóri lést
16. janúar sl. Hann fæddist 9. apríl
árið 1911 að Nýjabæ í Þykkvabæ.
Karl stundaði lengst af sjómennsku.
Eftirlifandi eiginkona hans er Sig-
ríður Sveinsdóttir. Þeim hjónum
varð fjögurra bama auðið. Karl
verður jarðsunginn frá Bústaða-
kirkju í dag kl. 13.30. Jarðsett verður
á Lágafelli.
Hallgrímur Lúther Pétursson frá
Hesteyri andaðist í Hrafnistu í
Reykjavík miðvikudaginn 22. jan-
úar.
Katrín Jónsdóttir andaðist á sjúkra-
deild Heilsuvemdarstöðvarinnar
hinn 23. þ.m.
Þorvaldur Emil Valdimarsson, Vall-
argötu 20, Keílavík, lést af slysförum
22. janúar sl.
Útför Hjalta Pálmasonar, Selsvöllum
7, Grindavík, sem lést af slysförum
14. janúar sl., fer fram frá Grindavík-
urkirkju laugardaginn 25. janúar kl.
14.
Tilkynningar
Árshátíð Snæfellingafélagsins í
Reykjavík
verður haldin í Domus Medica laug-
ardaginn 1. febrúar nk. og hefst kl.
18.30 með upphitun eins og undan-
farin ár. Borðhald, skemmtiatriði og
dans fram eftir nóttu. Aðgöngumiðar
og borðapantanir hjá Þorgilsi Þorg-
ilssyni, Lækjargötu 6b, sími 19276,
frá kl. 4-6 frá 29. janúar. Fólk er
beðið að panta miða í tíma því
reynsla undanfarinna ára sýnir að
færri hafa fengið en vilja.
Nefndin
Neskirkja - samvemstund aldraðra Kenya í máli og myndum og Jóhanna
á morgun, laugardag, kl. 15. María Möller syngur einsöng við undirleik
Sigurðardóttir segir frá ferð til Láru Rafnsdóttur.
Tapað-Fundið
Katrín týnd
Lítil þriggja mánaða kisa, sem er,
alveg hvít og frekar mjó með síams
lagað andlit, hvarf frá heimili sínu
að Fljótaseli í Breiðholti á föstudag-
inn sl. Þeir sem hafa orðið varir við
ferðir hennar eru vinsamlegast beðn-
ir að hringja í síma 17472.
Nafn mannsins
sem drukknaði
Maðurinn sem drukknaði í Bláa
lóninu hét Þorvaldur Emil Valdi-
marsson. Þorvaldur var 31 árs, fædd-
ur 6. október 1954, til heimilis að
Vallargötu 20 í Keflavík.
Andlát
Heíd að þaö gangi
saman eftir helgi
—segir oddvitinn á Bíldudal um kaupin á Sölva Bjarnasyni
„Ég held að það gangi saman
fljótlega eftir helgi,“ sagði Magnús
Bjömsson, oddviti á Bíldudal, um
samningaviðræður Útgerðarfélags
Bílddælinga og Fiskveiðasjóðs um
togarann Sölva Bjamason.
Frystihúsið á Bíldudal á 70 pró-
sent í Útgerðarfélaginu, sem sér-
staklega var stofhað til að bjóða í
skipið. Hreppurinn á 20 prósent en
10 prósent skiptast á 50-60 einstakl-
inga eða nánast hverja fjölskyldu
í kauptúninu.
„Við erum í sambandi við Fisk-
veiðasjóð," sagði Ari Jónsson,
framkvæmdastjóri Vélsmiðju
Homafjarðar, en hann er einn fjög-
urra Homfirðinga, sem saman áttu
hæsta boð í Sigurfara II. Hinir em
Bragi Bjamason útgerðarmaður,
ólafur Bjöm Þorbjömsson, út-
gerðarmaður og skipstjóri, og Bim-
ir Bjamason héraðsdýralæknir.
-KMU
Fulltrúar Bfldudals, þeir Slgurður BrynjóHsson sklpstjóri, Jakob Kristinsson, (ramkvæmdastjóri frystlhússins,
Magnús BJömsson oddviti og Guömundur Sævar Guöjónsson hreppsstjóri, leggja inn tilboöið til Fiskveiða-
sjóðs siðastliðinn þriöjudag. DV-mynd: GVA.
Fundað um kísilmálm:
Sitja með
uppbrettar
ermar og
pæla í
málinu
Forráðamenn alþóðafyrirtækis-
ins Rio Tinto Zink og íslenska
samninganefndin um stofnun
kísilmálmverksmiðju á Reyðar-
firði sátu á fundi í gær og munu
einnig funda í dag.
„Málið er í fullum gangi. Hér
sitja menn á skyrtunum með
uppbrettar ermar og pæla í hlut-
unum,“ sagði Birgir ísleifur
Gunnarsson, formaður íslensku
samninganefndarinnar, eftir
fundinn í gær. Hann sagði að enn
væri ekki hægt að greina efnis-
lega frá þessum viðræðum.
Fjórir starfsmenn frá RTZ, þrír
framkvæmdastjórar og einn
tæknimaður, hafa staðið í þessum
viðræðum hér á landi. Hluti þessa
hóps fer til síns heima í dag og
þeir er eftir verða munu dvelja
hér í nokkra daga.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
næsti viðræðufundur þessara
aðila verður. Og eins og áður
hefur komið fram í DV er búist
við að þessar viðræður standi yfir
í allt.aðfimánuði. -APH