Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Qupperneq 30
42 DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986. sM4 'Ki FV> I BESTA LAGI LEVEL 42 - LEAVING ME NOW Listagott lag, en því miður mun það ekki gera það gott á vin- sældalistum. Til þess er það allt of gott. Ljúfsárt lag með tilfinn- ingu. IGOÐU LAGI: GRACE JONES - PULL UP TO THE BUMPER (ISLAND) Þó ekki væri nema fyrir textann fengi þetta lag eitt prik. Hveijum nema Grace Jones myndi detta í hug að syngja um stuðara á bíl- um. Og gera það dálaglega að auki. ROGER DALTREY - LET ME DOWN EASY (ATLANTIC) Lengi lifir í gömlum glæðum. Lagið eftir Bryan Adams, ber þess greinilega merki, og Daltrey gamli gerir því góð skil. Prýðileg- ur rokkari, melódía og allt. ARCADIA- THE PROMISE (TRITEC) Þetta kom mér á óvart. Þeir getai þetta, strákamir. Ágætis lag í rólegri kantinum og aldrei þessu vant syngur LeBon þokkalega. Enginn smellur samt; til þess of langt og kaflaskipt. ISÆMILEGU LAGI: MADONNA - BOARDERLINE (SIRE) Þegar allt nýmetið er þrotið er bara að fara í skápinn og grafa upp gömlu lummumar; skítt með það þótt farið sé að slá aðeins í þær. Og þegar Madonna á í hlut skiptir einu hvað er gamalt og þreytt og hvað er nýtt. Allt verð- ur þetta vinsælt og selst. ISLÆMU ASIGKOMULAGI: CHERRELLE - SATURDAY LOVE (TABU) Eitt af þessum lögum sem eiga að vera gælandi og tælandi; seið- andi raddir og lostafull stemmn- ing. Álíka spennandi og veðrið fyrir austan. ALISHA - BABY TALK (VANGUARD) Þetta er eins stolið og hægt er að hafa það. Algjör stæling á Into the Groove með Madonnu. Af hverju reynir fólk ekki að stela einhverju skárra fyrst það er að þessu á annað borð? -SþS- ÁRNI EGILSSON - FASCINATING VOYAGE Árni í góðum félagsskap Ámi Egilsson er okkar frægasti tónlistarmaður, listamaður sem er virtur hér heima sem erlendis. Hann starfar núorðið eingöngu við stúdíó- vinnu í Los Angeles og er eftirsóttur sem slíkur. Hér á árum áður var hann aftur á móti á ferðalögum með hinum ýmsu jasshljómsveitum og sjáifsagt er samstarfið við André Previn honum eftirminnilegast. Alla- vega tileinkar Ámi honum aðra sóló- plötu sína, Fascinating Voyage. Fyrri plata Árna nefnist Basso Erectus. Á henni em eingöngu frumsamin lög sem voru sérstaklega samin fyrir hann. Því er ekki fyrir að fara á Fascinating Voyage. Á þeirri plötu eru flestöll lögin tíu þekkt, allavega á íslandi. Sjö lög af tíu em klassískir standardar. Tvö em íslenskar vögguvísur og eitt er frumsmíð. Þeir sem aðstoða Áma á Fascinat- ing Voyage em ekki hljómlistar- menn af verri endanum. Fyrstan skal frægan telja Ray Browne, einn fremsta bassaleikara heims, sem þekktastur er fyrir samstarf sitt við Oscar Peterson, Jimmy Smith ber húðirnar og á píanó er Pete Jolly, báðir þekktir meðal jassunnenda. Útkoman er líka jassplata á heims- mælikvarða þar sem Árni er að sjálf- sögðu í aðalhlutverki, spilar ein- göngu á bassann með boga, lætur Brown um að pikka á bassann. Samspil þeirrá er gott, eins og kemur fram í eina frumsamda laginu, Blues For Ray, sem Ámi samdi fyrir Ray Browne. Islensku lögin skera sig nokkuð úr, sem vonlegt er, enda þjóðlög sem sérstakur sjarmi hvílir yfir og hverfur ekki þrátt fyrir jassút- setningar Áma. Af öðrum lögum má nefna Stella By Starlight, Body And Soul, Summertime og My Funny Valentine, lög sem hinir ýmsu jass- snillingar hafa leikið sér að árum saman og nú bætist Árni Egilsson í þann hóp og þarf ekkert að skamm- ast sín. FEARGALSHARKEY-FEARGALSHARKEY Ansi köflóttur Eitt af betri dægurlögum síðasta árs var tvímælalaust lagið A Good Heart sem Feargal Sharkey syng- ur. Þótt nafn Sharkeys hafi fyrst vakið athygli að ráði með þessu lagi er hann langt frá að vera nýgræðingur i bransanum. Hann var aðalsöngvari írsku hljómsveit- arinnar Undertones um langt ára- bil og þótti góður sem slíkur. Eftir að Undertones hættu hóf Sharkey eigin útgerð og það er árangur hennar sem nú er að koma í ljós. Mörgum, og þá sérsiaklega aðdáendum Undertones, þykir Sharkey hafa lagst fulllágt með sínum nýja stíl en maðurinn verður líklegast að ráða því sjálfur hvað hann gerir. Sjálfur hefur hann sagt að tónlist Undertones hafi aldrei verið sín tónlist í þeim skilningi að hann samdi ekki eitt einasta lag sem hljómsveitin flutti, sá bara um söng. Hver svo sem tónlist Sharkeys er verður ekki afráðið á þessari fyrstu plötu hans, til þess er hún of köflótt. Sumt er afbragðsgott, einsog lagið A Good Heart, sem fyrr er nefht. Ennfremur er lagið You Little Thief ágætt, svo og Someone To Somebody. Ekki semur Sharkey mikið af lögunum á plötunni enda hafði hann að sögn aldrei komið nálægt lagasmíðum fyrr en þessi plata var í deiglunni. Þess vegna má búast við því að stíll Sharkeys eigi eftir að taka miklum breytinum eftir því sem hann slípast í tónlistinni. Sönginn þarf Sharkey hins vegar ekkert að slípa, hann hefur kraft-' mikla og skæra rödd, með skemmti- legri sveiflu í ætt við Roger Chap- man, fyrrum Family söngvara. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum eftir að heyra mikið frá Feargal Sharkey og bíð bara spenntur eftir næstu plötu. -SþS- DEAD KENNEDYS - FRANKENCHRIST Verður ekki gleypt öll I einu Dead Kennedys eru nú aftur komn- ir á kreik eftir að hafa ekkert látið í sér heyra síðustu þrjú ár. Margir töldu að hljómsveitin hefði sungið sitt síðasta, væri búin að segja allt það sem hún vildi koma á framfæri. En það er öðru nær, þögnin er rofin og það svo um munar: Dead Kenned- ys hafa margt að segja. Platan Fran- kenchrist ber það með sér að þeir séu hreinlega að springa af tjáningar- þörf: Mannkindin er nefiiilega á helvegi. Og það þarf feiknakraft til að snúa henni til rétts vegar. Því það er ógn að fleiru en kjamorkusprengj- um: Andlegur dauði vofir yfir vest- rænum þjóðfélögmn þar sem allt er orðið vélrænt og mannsandinn má sín lítils gegn ofurvaldi Qölmiðla og hvers kyns stýringar. Textamir em beinskeyttir og draga upp ljóslifandi myndir af hrikalegum veruleika, Dead Kennedys tala ekki undir rós, það er aldrei spuming hvað þeir em að fara. Og það sem meira máli skiptir: Þeir em einkar sannfærandi. Bæði er að textamir em góðir og eins hitt að tónlistin býr yfir feiknakrafti: Það er engin lognmolla hjá Frankenc- hrist! Hljóðfærin em til að láta heyrast í þeim, listin til að breyta heiminum til hins betra. Mér finnst unaður að hlýða á Frankenchrist, en hann vinnur samt ömgglega ekki alla á sitt band. Vegna þess að hann fer beinustu leið, eins og unglingur sem fær fullorðna fólkið á móti sér með því að kunna ekki þá list að vera diplómatiskur. En lesendur góðir, þið megið ekki skilja orð mín sem svo að þetta sé einhver ringulreið, snöggsoðinn, heitur tilfinningagrautur. Það er öðm nær, Frankenchrist er ákaflega vönduð plata og stenst fyllilega samanburð við það besta sem gert hefur verið hér á landi, en Dead Kennedys er bandarísk hljómsveit. Og ef haldið er áfram að bera hana saman við eitthvað sem allir þekkja þá er hún að vissu leyti nokkuð lík íslensku Kuklsveitinni: Feiknakraft- ur sem við fyrstu hlustun hljómar sem hálfgert brjálæði, en þegar betur er að gáð hefur sveitin hann alger- lega á valdi sínu, enda engir aukvis- ar. Hljóðfæraleikaramir em stór- góðir og Biafra, söngvarinn, túlkar textana á sterkan og skemmtilegan hátt. Þegar betur er að gáð, segi ég, það þarf nefiiilega að opna þessari tónlist leið inn í sálarfýlgsnin þar sem við gælum við það sem okkur þykir gott. Þangað til hamast hún í hlustunum og aðeins til ama. Ég skora á alla að glíma við Fran- kenchrist, nafnið er kannski svolítið ljótt og boðskapurinn ekki beint himneskur en hann er hlýr og mann- legur. JSÞ 1 POPP- SMÆLKI Bassaleik Áma er best lýst merð orðinu fagur. Sjaldan hefur kontra- bassi hljómað jafiifallega í eyrum mínum. Platan hefur í heild rólegt jrfirbragð þótt aðeins sé gefið í á stöku stað og verður hverjum sem á hana hlustar eftirminnileg. Þótt útsetningar séu hefðbundnar þá fá lögin nýjan sjarma í meðförum Áma vegna þess að í aðalhlutverkum em tveir bassaleikarar sem hvor á sinn hátt gefa lögunum mikið gildi. IJK. i Sæl mi! Góðvinur okkar Sting féklt lieliiur betur sting fyrir hjartaó á dögunum. Rétt áður en hann ætlaði að hefja htjóm- leika i IMewcastle kvað við mikil sprenging i hljómleika- salnum. Terroristar? INleí, það var hara magnari sem sprakk i loft upp, en nóg til þess að aflýsa varð öllum herlegheit- unum. . . . Sögusagnir eru á kreiki um að málaferli séu í uppsiglingu á Iteudur (Vlick Jagger fyrir að hafa stolið laginu Just Another Night sem er að finna á sólóplötu hans frá i fyrra. IVIálshöfdandinn ku vera einhver reggaehöfð- ingi, Patric Alley að nafni. . Breska hljómsveitin The Redskins leuti i honum kröpp- um á dögunum er lutn hugðist haltla flugleiðis til Frakldands til tónleikahalds. Á Heat- hrowflugvelli voru rauöskinn- arnir gripnir af vörðum lag- anna og gefið að sök að vera hryðjuverkamenn. Það skyldi þó ekki vera útlitið. . . Heilag- ur Boh Geldof hefur nú endur- skoðað ákvöróun sina um að hætta afskiptum af hjálpar- starfinu i Afrilui og er hættur við að hætta. Fréttir af þvi að fleiri milljónir manna séu sveltandi i Súdan ollu þesstim sinnaskiptum hjá hetjunni . . . Góómennska poppara á sér engin takmörk, nú standa fyrir dyrunt ágóóatónleikar til styrktar hágstöddum á flóða- svæðunum i Kólombíu og meðal þeirra sem fram koma eru Working Week, David Gilmour, Cltrissie Hyntle og Pete Townshend. . . Dægurlög veröa bara lengri og lengri er niðurstaða rannsóknar sem bandariskur plotusnúður geröi um daginn. Árið 1966 var meðallengd á dægurlögum tvær mínútur og 42 sekúndur, árið 1970 var leitgdin kominn upp i þrjár minútur og átta sekúndur, 1975 var hún þrjár og Itálf mínúta, 1980 þrjár minútur og 41 sekúnda og i fyrra var meöalalengd dægur- laga komin upp í Iteilar fjórar mínútur. . . We Are The World, lagið sem handaríska pop- plandsliðió söny til styrktar Eþiópiusöfnuninni, hefur verið útnefnt til fernra Grammy- verðlauna vestanhafs. Aðrir popparar, sem eru útnefndir, eiu Pliil Collins, Sting, IVlick Jagger og Sade Hvar eru Kanarnir?. . . Búið i bili. . . i \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.