Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986.
37
gsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós .Sviðsljós
Myndlista-
og handíða-
skólinnmeð
gxímudansleik
■
Það var sérkennilegt um að litast
fyrir utan Hótel Borg eitt helgar-
kvöldið þar sem að staðnum
streymdu hinir og þessir gestir úr
ýmsum áttum. Friða liðið átti sína
fulltrúa. Frankenstein og alla hans
frændur. vofur svifu hljóðlega að
haki, grímuklæddir riddarar. trúðar.
faraóar, herdísir og alls kyns nefjón-
ur áttu kvöldið.
Á staðnum voru nemendur Mvnd-
lista- og handíðaskólans á grímu-
dansleik og eins og þeirra var von
og vísa hafði augljóslega skort eitt-
hvað allt annað en hugmyndaflug
við búningahönnunina. Sérhannað
dress fyrir kvöldið fór ekki fyrir
brjóstið á listaliðinu.
DV-myndir GVA.
Móðir
ogdóttir
Líklega er við hæfi í lokin að
sýna móður með uppkomið
barn sitt, þetta er Linda Gray
með tæplega tvítugri dóttur
sinni, Kelly. Þær hafa gaman af
því að sýna sig saman á frum-
sýningum, mæðgurnar, og
stunda slíkar samkomur grimmt
í Hollívúdd. Linda skildi við
eiginmanninn eftir rúmlega tutt-
ugu ára sambúð og við þá
aðgerð varð hann einstæður
faðir með tvö börn. Þau sem hér
hafa komið fram á undan eiga
öll tískutöluna - tvö börn -
nema Anna Maria og Konstant-
ín með næstum fimm og Spiel-
berg og Amy. Þau síðarnefndu
eru reyndar rétt að byrja svo það
er aldrei að vita nema talan tveir
komi þar fyrir Ifka innan tíðar.
■ •: . 'í
' ?\