Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur SkiDuleg herferð gegn lélegum vörumerkingum „Við erum að undirbúa herferð og ef ekkert breytist geri ég ráð fyrir að þessar vörur verði einfaldlega teknar af markaðnum. Innflytjend- um ber að merkja þær vörur sem þeir flytja inn, ef þær innihalda eit- urefni, eða eru merktar sem hættu- legar heilsu manna, hið sama gildir auðvitað um innlenda framleiðend- ur,“ sagði Þórhallur Halldórsson, forstöðumaður heilbrigðiseftirlits Hollustuvemdar. Nú er tæpt ár síðan heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra birti auglýs- ingu um merkingu nauðsynjavara sem innihalda eiturefni, hættuleg efni eða önnur þau sem geta verið skaðleg heilbrigði manna. Svo virð- ist sem þessi tilmæli séu virt að vett- ugi og ákvæði auglýsingarinnar þverbrotin. Mjög sjaldgæft er að sjá íslenskar merkingar á innfluttum vörum, þrátt fyrir greinargóðar að- varanir á erlendu tungumáli. Vörum, sem innihalda hættuleg efni, er stillt upp á áberandi og aðgengilegum stöðum og í mörgum verslunum má jafnvel sjá vítissóda í hillum þar sem böm ættu auðvelt með að ná til. Oddur R. Hjartarson hjá Heil- brigðiseftirliti Reykj avíkursvæðis- ins sagði að mjög erfitt væri að fást við þessi mál og til að ná einhverjum árangri þyrfti að gera stórátak. „Okkur er fyllilega ljós sú hætta sem þessar vanmerkingar hafa í för með sér, en því miður verður að segjast að innflytjendur og innlendir fram- leiðendur hafa ekki tekið málaleitan okkar eins vel og við höfðum vonast til. Þetta tekur mjög langan tíma þvi fyrst þarf að hafa uppi á innflytjanda sem svo þarf iðulega að leita sér upplýsinga erlendis um innihald vömnnar, en jafnvel þeir sem taka vel í fyrirspumir okkar bregðast seint og illa við. Innlendir framleið- endur em skárri, þótt ýmislegt vanti enn upp á að merkingar séu góðar.“ Oddur sagði að mikið væri nú rætt um að taka upp staðlaðar merkingar Efnahagsbandalagsins, en það er einfalt kerfi merkinga sem segir nákvæmlega til um þau efni sem em hættuleg í viðkomandi vömtegund. Það er rik ástæða til að leggja mikla áherslu á þessi mál því dæmin sýna að vanræksla getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. Góð- ar merkingar í verslunum eru því nauðsynlegar, en þær stoða samt sem áður lítið ef farið er með vömna heim og henni stungið inn í vaska- skápinn eða annan þann stað sem börn ná auðveldlega til. Merkingun- um er fyrst og fremst beint til fullorð- inna svo þeir meðhöndli vöruna í samræmi við aðvaranimar. Það er því brýnt hagsmunamál neytenda að merkingar séu skýrar og skilmerki- legar og að þessum málum verði komið í viðunandi horf. -S. Konn. Kloiduli <i> S6itsielr.sunar k ekki tít ,um cotkuo 4 «****»«»- lynr v»«i0t«9an UPP’ rtiín tull- fll K mvo'iS BJ6U Komas*. upp 3«ÍU« vð’Jf írsrq.;' IrmtíavÉS ooraa meSvsru®. zmm JMSC&J *>mm •' ■*’ * - s tmm * ■ ' r : *. ,í,i m .:-, •i* m Uppþvottavélaefnið Upp frá Frigg er það eina á markaðinum sem merkt er viðeigandi hættumerkingu. Við hliðina á Upp í hillum verslana eru innflutt efni gjörsamlega ómerkt á íslensku og - einnig innlend framleiðsla sem ekki er merkt eins og vera ber. Frigg virðist hafa leyst merkingavandamálið á tilvalinn hátt með því að prenta límmiða sem límdir eru á umbúðirnar sem til voru. Þetta gætu innflytjendur einnig gert og ætti það að veia skýlaus krafa neyt- endaað gengið sé eftirþví aðþessi hættulegu efni verði merktmeðíslenskum texta. -A.Bj. py mvn(j qya Ferðast um Bandaríkin —á ódýrum fargjöldum Frá janúarbyrjun hafa Samvinnu- ferðir Landsýn boðið Islendingum upp á sérstök fargjöld til Bandaríkj- anna. Þessi fargjöld hafa mælst mjög vel fyrir og þeir 200 farmiðar, sem upphaflega voru til sölu, seldust upp á skömmum tíma. Það er Delta flugfélagið í Banda- ríkjunum sem býður þessi fargjöld og eftir að ljóst varð hve mikil eftir- spurnin var ákvað félagið að láta skrá nýtt fargjald sem ekki hefur áður verið boðið og vegna þeirrar nýbreytni geta allar ferðaskrifstof- urnar nú boðið viðskiptavinum sín- um upp á ódýra ferð til Bandaríkj- anna. DV hafði samband við Auði Björnsdóttur, forstöðumann utan- landsdeildar Samvinnuferða til að fá nánari upplýsingar um ferðirnar. „Sá kvóti, sem við fengum í upphafi, er löngu uppseldur og því hefur Delta ákveðið að hafa áframhald á þessu og bjóða nú nýtt fargjald með brott- för frá íslandi og Skandinaviu. Delta flugfélagið er gamalt og rótgróið félag sem var stofnað upp úr alda- mótum, enda þarf mikla útsjónar- semi til að halda velli á bandaríska fargjaldamarkaðinum þvi þetta er algjör frumskógur og samkeppnin mjög hörð.“ Fargjaldið, sem hér um ræðir, kostar 149 $ eða 6.330,- innan Banda- ríkjanna auk 17.020,- sem er apex- fargjald út úr landinu. Þetta fargjald gildir .til 21. mars en er eðlilega háð breytingum á gengi. Dvölin í Banda- ríkjunum má minnst vara í 7 daga og mest í 60 daga og bóka verður með hálfsmánaðar fyrirvara út úr landinu en viðkomustaði i Banda- ríkjunum með viku fyrirvara. Inn í þessum 23.350,- krónum er flug til Qögurra staða í Bandaríkjunum en hægt er að bæta við allt að 4 viðkomustöðum með því að greiða 30 $ aukalega fyrir hvern stað sem bætist við. Auður sagði að henni virtist sem mjög stórt hlutfall þeirra sem keyptu fyrstu 200 miðana hefði ekki farið nema af því að svo hag- stætt fargjald var í boði og margir hefðu verið að fara til útlanda í fyrsta sinn. Hún sagði að viðkomustaðirnir hefðu verið dreifðir um öll Bandarík- in, en þó hefði nokkkuð stór hluti haft viðkomu á vesturströndinni. Eins og áður sagði geta nú allar ferðaskrifstofurnar boðið þetta far- gjald, sem gildir til 21. mars. Þá er bara að öngla saman aurunum, koma vegabréfsárituninni í gott lag og þá blasir fyrirheitna landið við, -S.Konn. Mynd Ragnar Th. snmulHHM SOLUBOÐ vöruveró í lágmarki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.