Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 16
16
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986.
Spurningin
Finnst þér þorramatur
góður?
Vignir Arnarson bifvélavirki: Já
hann er ágætur, alveg ágætur. Ég
er sólginn í sumt en mér fmnst þetta
súra ekkert sælgæti.
Þorvaldur Halldórsson nemi: Hann
er já ágætur, hangikjötiö best en
hákarl finnst mér ekki góður. Mér
fmnst þorramatur yfirleitt góður.
Gunnar Karlsson verslunarmaður:
Mjög góður, mér fmnst hann allur
jafn góður. Ég borða allt sem nöfnum
tjáirað nefna.
Arndís Sigurðardóttir húsmóðir: Al-
veg svona ágætur, en það er innan
um sem ég borða ekki. Mér finnst
hákarlinn sérstaklega góður, tala nú
ekki um með óbörðum hákarli eða
lúðu.
Ragnhildur Lárusdóttir, í verslunar-
störfum: Já, mjög góður en mér þykir
ekkert sérstaklega betra en annað.
Ég borða ekki hákarl en allt annað
með bestu lyst.
Agnes Ýr Þorláksdóttir, vinnur í
Hagkaup: Ég hef aldrei smakkað
hann nema náttúrulega hangikjöt
sem er ágætt. Ég borða ekki svið, þau
eru ógeðsleg og sama er að segja um
hrútspunga.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
„Glæpamönnum á að standa ógn afvörðumlagaogréttar.“
Vopnuð löggæsla sjálfsögð
- en breytinga þörf
Löghlýðinn skrifar:
Það var mjög tímabær ráðstöfun
að koma á fót vopnaðri gæslu á
Keflavíkurflugvelli. Raunar verður
ekki séð að það ástand sé tímabundið
að verja eina millilandaflugvöll
okkar fyrir hryðjuverkamönnum.
Völlurinn er jafnopinn fyrir slíkum
mönnum næsta sumar og þar næsta
og nú í janúar, 1986.
Það er samt ýmislegt sem aðgæta
verður í þessu sambandi. Það er ekki
rétta aðferðin til að framkvæma
þessa vopnuðu gæslu að hafa hina
vopnuðu öryggisverði við anddyri
farþegaafgreiðslu og með fingur á
gikk.
Alls staðar þar sem vopnað eftirlit
er til staðar eru vopnaðir verðir
hafðir afsíðis, jafnvel þar sem enginn
ferðamaður getur séð þá og eiga
verðirinir þó greiðan aðgang að
athafnasvæði ef eitthvað ber út af.
Léttvopnaðir löggæslumenn ættu
einnig að vera þama og þá geta þeir
verið á ferli innan um farþega og
almenning eins og víða tíðkast.
Eins er ekki heppilegt, hvorki fyrir
verðina sjálfa eða þá sem verða á
vegi þeirra, að þeir séu klæddir borg-
aralegum lögregluþjónsbúningi.
Þessir menn ættu miklu fremur að
vera klæddir léttum og liprum bún-
ingi, líkt og víkingasveitarmenn
okkar klæðast, og ávallt að bera
skotheld vesti innan klæða eða utan.
En mest er um vert að þessi varð-
gæsla er komin í gang og engin
ástæða er til að slaka þar á um
ókomna framtíð.
Þetta leiðir hugann að því hvort
ekki er tími til kominn að götulög-
reglan hér í höfuðborginni sé búin
skotvopnum, eins og alls staðar tíðk-
ast, einnig á öllum Norðurlöndunum.
Það er ekki vansalaust að lög-
reglumenn skuli ekki geta verið
óhultir fyrir afbrotamönnum sem
ætíð ganga hér lausir, eins og dæmin
sanna. Við borgaramir erum heldur
ekki óhultir fyrir hvers kyns glæpa-
mönnum nema að við séum þess full-
vissir að lögreglan geti fengist við
glæpamenn ef í harðbakka slær en
það gerist nú æ oftar.
Glæpamönnum á að standa ógn af
vörðum laga og réttar. Og borgar-
amir bera mun meiri virðingu fyrir
mönnum sem eru þess umkomnir að
bregðast við fljótt og vel.
Það er einunigs einn angi hinnar
séríslensku minnimáttarkenndar
sem orsakast af sterkri einangmn frá
öðrum þjóðum og sambandsleysi við
þær (nema maður greiði offjár fyrir
símtöl eða fargjöld) að halda að þessi
þjóð sé löghlýðnari en aðrar þjóðir.
Léleg f rétta-
þjónusta útvarps
ogsjónvarps
Kristinn Sigurður skrifar:
Mér finnst fréttaþjónusta útvarps
og sjónvarps léleg, t.d. hlusta ég oft
á það í BBC og fleiri stöðvum sem
ekki heyrist í okkar útvarpi og sjón-
varpi. Dæmi um það er þegar flugvél
var rænt í Sovétríkjunum, nánar
tiltekið i innanlandsflugi og vélinni
snúið til Kína. Aldrei heyrði ég
minnst á þetta í okkar sjónvarpi eða
útvarpi. En það má segja að þetta
sé stórfrétt enda sagði BBC frá þessu
í mörgum fréttatímum.
Annað dæmi er þegar ensk hús-
móðir fannst myrt á sólarströnd
Spánar, eða á Torremólínos. Hún
hafði verið þar með manni sínum og
börnum. Þessi frétt komst aldrei til
skila gegnum íslenska fjölmiðla.
Ótal dæmi önnur gæti ég tekið en
þetta nægir. Hvað veldur?
Einnig er furðulegt að sömu fréttir
eru klukkan 19, 22 og 24. Yfirleitt
er efnið það sama þó svo að ýmsu
mætti bæta við.
Hlustið á BBC-fréttir sem eru á
heilum tímum og þá má sjá hversu
lélegar fréttir íslenska sjónvarpsins
og útvarpsins eru.
Bréfritari er ekki nógu ánægður með
íslenskan fréttaflutning.
-Bifretðastoð
teínúdrs
Almenningur vill
Jóhann G. Guðjónsson skrifar:
„Forseta borgarstjómar afhent
mótmæli 250 leigubifreiðastjóra".
Þetta las ég í blöðum fyrir nokkru.
Leigubílstjórar mótmæltu með
undirskrift sinni. Þeir mótmæltu
því að almenningur nyti þjónustu
sem mikil þörf virðist vera fyrir,
að minnsta kosti notar almenning-
ur bíla stöðvarinnar mikið. Það er
að segja: ljóst er að almenningur
hefur mikla þörf fyrir þessa þjón-
ustu. Almenningur vill þjónustu
smásendibílanna, ella hefðu bíl-
stjórar þeirra gefist upp strax á
fyrstu vikunum.