Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Page 8
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Soweto- unglingar af tur í Blakkir skólakrakkar í blökku- mannaborginni Soweto við Jóhann- esarborg í Suður-Afríku sóttu aftur tíma í skólum borgarinnar og enduðu þar með mótmæli sín við kynþátta- aðskilnaði stjórnarinnar. Nemendurnir hafa ekki sótt kennslustundir í tæpan mánuð á þessu misseri. Ráðstefna blakkra nemenda, kenn- ara og foreldra, er haldin var í Suð- ur-Afríku fyrr í þessum mánuði, hafði hvatt til þess að skólafólkið sneri aftur í skólann. Á sama tíma og skólagangan hó. ‘ að nýju gaf ríkisstjórnin i Pretóríu út yfirlýsingu þar sem lofað var umbótum í kennslumálum blökku- manna og sagt að stefnt skyldi að jafnrétti allra kynþátta til náms innan næstu tíu ára. Ugandaforseti sver embættiseið Yfirmenn skæruliða í Uganda, er hertóku höfuðborgina Kampala um helgina og steyptu stjórn Okello hershöfðingja, lýstu því yfir í gær að nýr forseti landsins myndi sverja embættiseið sinn í dag. Tilkynning skæruliða minntist ekkert á hver yrði útnefndur forseti. Erlendir stjórnarerindrekar í höf- uðborginni kváðust enga staðfest- ingu hafa á væntanlegu forsetaefni en kváðu allar líkur á að það yrði Yoweri Museveni, leiðtogi skærulið- anna, er barist hafa við stjórnar- herinn síðustu mánuði. Ástandið í höfuðborginni er nú óðum að færast í eðlilegt horf eftir stjórnarskiptin og fólk farið að snúa aftur til vinnu. Áhöfnin á Challenger í stjórnklefanum gerir sig tilbúna fyrir hið örlagarika flug. Frá vinstri: Mike Smith, Ellison S. Onizuka, Judith A. Reznick og Francis R. Scobee. Hinir þrír áhafnarmeðlimirnir sátu aftar í geimfeijunni. AHOFN CHALLENGERS Um borð í geimskutlunni „Chal- lenger“ í þessari hinstu ferð hennar voru sjö geimfarar, þar á meðal fyrsti óbreytti borgarinn, mennta- skólakennari að nafni Christa McAuIiffe. Hin 37 ára gamla McAuliffe frá Concord í New Hampshire var valin í júlí síðasta sumar úr hópi meira en 11 þúsund kennara sem sótt höfðu um þátttöku í þessari áætlun. Aðrir í áhöfninni voru: Francis R. Scobee, 46 ára, með commander-nafnbót úr flotanum, gekk í þjónustu bandarísku geim- ferðastofnunarinnar 1978. Hann hafði byrjað herþjónustu 1965 og meðal annars þjónað í Víetnam. Hann var flugmaður í flugi skutl- unnar 1984 og átti að baki 6.500 flugtíma í 45 mismunandi flugvél- um. Michael Smith, 40 ára commander, varð geimfari 1980. Hann átti að fljúga Challenger í þessari ferð. Þegar hann þjónaði sem flugmaður í Víetnam var hann heiðraður nokkrum sinnum fyrir framgöngu. Judith Resnick, 36 ára, ein af þrem geimferðasérfræðingum í áhöfn- inni. Hún varð geimfari 1978 og átti að baki 145 flugtíma úti í geimnum. Ronald McNair, 35 ára geimferða- sérfræðingur, varð geimfari 1978. Hann hafði doktorsgráðu í eðlis- fræði og hafði að baki 191 flugtíma úti í geimnum. Ellison Onizukas, 39 ára, ofursti úr flughernum og tilraunaflug- maður, gekk í þjónustu geimferða- stofnunarinnar 1978. Gregory Jarvis, 42 ára, rafeinda- tæknir og hleðslustjóri leiðangurs- ins. * OHAPPAUTIL SAGA GEIMSKUTLANNA Þrátt fyrir eilíf vandamál með hita- vamarplötur, lendingarbúnað og fleira voru menn famir að líta á geimskutluflugið sem vanaverk, þar til í gær. Allt til þess hafði geimskutl- an reynst furðu traust farartæki. Skutlumar hafa farið 24 ferðir út í geiminn með tugi manna og millj- óna dollara útbúnað, brautryðjendur hagkvæmari geimferða, áætlunar- bundinna í framtíðinni, jafnt í þágu vísinda, hermála, verslunar og borg- ara. - Það væri synd að segja að skutluáætlunin hefði gengið eins og ísögu. Þessi mynd sýnir Challenger 15 sekúndum eftir að henni var skotið á loft, tæpri minútu fyrir spreng- inguna. Þegar fyrsta skutlan, Columbía, tókst á loft frá Kennedyhöfða 12. apríl 1981 var áætlunin orðin mörg- um árum á eftir því sem gert hafði verið ráð fyrir og hún hafði kostað milljörðum dollara meira en áætlað hafði verið þegar drögin voru lögð í byrjun áttunda áratugarins. Fimm árum síðar var enn við ýmsa tækniörðugleika að stríða og frest- anir á frestanir ofan einkenndu geimskotin. En alls hafa þetta orðið tvær tylftir geimferða fjögurra skutla, þar sem ávallt tókst að yfir- stíga örðugleikana, og skutlumar skiluðu sér jafnan heim aftur til jarðar. Það verk að hanna og byggja geim- far, sem skjóta mætti á braut úti í geimnum og ná aftur niður til jarðar til áframhaldandi notkunar í fleiri geimferðum, reyndist vandasamara og dýrara en nokkum hafði órað fyrir. Þar reyndist eitt erfiðasta tæknivandamálið að veija skutluna fyrir núningshitanum þegar hún sneri aftur inn í gufuhvolfið á fiöm- tíuföldum hraða hljóðsins. Aðrir erfiðleikar snerust um aðalhreyfl- ana, sem knúnir voru eldsneyti í vökvaformi, spmngna hjólbarða eða bilaða hjólhemla og galla í lending- arbúnaði. Enda ekki annað látið duga til viðgerða en það sem þætti ömgg og endanleg lausn. 25 þúsund misstu heimilin í flóði Vitað er um sjö manns, að minnsta kosti, sem farist hafa í flóðunum í Puno-héraði í Perú, en í þeim hafa um 25 þúsundir misst heimili sín. Flæddi þar yfir 25 þúsund hektara af kartöflu- ekrum og rúg og yfir þúsund nautgripir dmkknuðu. - Úrhell- isrigningar hafa komið vatninu Titicaca til þess að flæða yfir bakka, en það vatn stendur hæst allra stöðuvatna í heimi. Smá- bændur, sem bjuggu á bökkum vatnsins, neyddust til þess að flýja heimili sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.