Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 34
34
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986.
Kennarar, Kvikmyndir,
námslán, Útvegsbanki
Ekkert lát var á spurningunum til Sverris Hermannssonar á beinni línu í gærkvöldi
Kennarar voru ósparir á spurningar til Sverr- þá einu og hálfu klukkustund sem ráðherr-
is Hermannssonar menntamálaráðherra á ann svaraði í síma DV. Svör hans voru skr<Lð
beinni línu á ritstjórn DV í gærkvöldi. Ýmsir af blaðamönnunum Þórunni Gestsdóttur,
voru áhugasamir um málefni Lánasjóðs ís- Kristjáni Má Unnarssyni, Arnari Páli Hauks-
lenskra námsmanna og fjölmörg önnur mál syni og Katrínu Baldursdóttur. Svörin fara
bar á góma. Ekkert lát var á spurningum í hér á eftir -óm
Háskasam-
legur vandi
Helga Stefánsdóttir, Varmárskóla:
H vernig hyggst þú standa að þeim
framkvæmdum að bæta kjör kenn-
ara?
„Ég geri mér grein fyrir vandanum.
Og fyrsta skilyrði til þess að geta
brugðist við vanda er að gera sér
grein fyrir honum. Hann er að mín-
um dómi háskasamlegur. Á morgun
(í dag) er ég boðaður til fundar við
kennarasamtökin á Hótel Sögu, þar
vona ég að ég hafi eitthvað að segja
þeim. Eg vil ekki togast lengi á við
samtök kennara í landinu, hvort þeir
hafi heimild og rétt til að semja um
kaup sitt og kjör. Það er nú undir-
staða að mínum dómi að fólk hafi
leyfi til þess að semja um sölu á
vinnunni sinni.
Eins þykir mér nú hart undir því að
búa og hef ekki trú á því að ég
komist langt áfram með þessi mál ef
maður fær ekki að leiðrétta og sam-
ræma við það sem aðrir hafa fengið."
-ÞG
Ábyrgð,
stjórnar LÍN
töluverð
Margrét Eiriksdóttir, Kópavogi:
Hver er ábyrgð stjórnar Lána-
sjóðsins á sjóðnum?
„Hún er töluverð. Það er óhjá-
kvæmilegt. Nú er verið að gera út-
tekt á starfsemi sjóðsins og þá fæ ég
að vita hvernig stjórnin hefur staðið
sig í stykkinu."
Eru ekki einhver lög til um þessa
stjórn?
„Það eru lögin um Lánasjóðinn
sem innihalda ákvæði um stjórnina
og í reglugerðum má lesa um verk-
svið hennar."
Hver er réttur menntamálaráð-
herra til afskipta af einstaklings-
bundnum afgreiðslum í Lánasjóðn-
um?
„Ég lít svo á að hann geti ekki átt
þann rétt. Ég mundi ekki fyrirskipa
nokkurn skapaðan hlut um það. Það
mundi ég aldrei taka í mál. Það er
straumurinn af ungu fólki að barma
sér og kvarta yfir afgreiðslum þarna
innfrá og biðja um að mál þess séu
rannsökuð. Ég tek við þessum kvört-
unum og sendi þær til sjóðsins með
fyrirspurnum um það sem beðið er
skýringar á. Það er allt og sumt. Ég
trúi því ekki að nokkur menntamála-
ráðherra hafi nokkum tíma skipt sér
af einstökum afgreiðslum. Það er
útilokað."
Ákafur
Útvegsbanka-
maður
Sveinn Kjartansson, Reykjavík:
- Þú sem einn af ráðherrunum,
hvað getur þú sagt okkur, viðskipta-
mönnum Útvegsbankans, um mál-
efni bankans, fær hann að vinna sig
út úr vandanum eða verður hann
sameinaður öðrum bönkum?
„Nú skal ég segja þér að ég er
gamall Útvegsbankamaður, þetta er
viðkvæm spuming fyrir mig. Við
bræðurnir höfum rekið fyrirtæki og
þetta er okkar banki. Ég var aldrei
hrifinn af hugmyndum um samein-
ingu Útvegsbankans og Búnaðar-
bankans og hafnaði alla tíð þeim
hugmyndum. Það eru uppi alls konar
hugmyndir um sameiningu banka.
Ég gæti einna helst fellt mig við þá
hugmynd að hann sameinaðist ein-
um voldugum einkabanka, helst
Iðnaðarbankanum, og myndaði með
honum einn stóran, voldugan einka-
banka. Við eigum nógu marga banka
en ég er af grónum ástæðum ákafur
Útvegsbankamaður."
Borgarbara
milljón til baka
Guðmundur Hagalínsson, Hruni á
Ingjaldssandi við Önundarfjörð
- Ef ég færi allt í einu í skóla og
fengi lán hjá Lánasjóði ísl. náms-
manna og kláraði og skuldaði síðan
um 5-6 milljónir þegar ég hætti.
Hvað yrði innheimt árlega af mér?
„Þú mundir ekki borga milljón til
baka.“
- Er það eðhlegt?
„Nei, og þetta ætla ég að afnema
og er í miðjum klíðum. Ég er ekki
tilbúinn með mínar tillögur ennþá,
en þessu verður ekki framhaldið
svona.“
- Er það rétt að fyrrverandi for-
maður lánasjóðs hafi farið í utan-
landsreisu til þess að skoða hvort
þessi eða hinn væri lánshæfur, eytt
svo og svo miklu fi*á lánasjóðnum í
ferðalög og skemmtanir án þess að
þurfa að gera skil á því?
„Ég hef ekki hugmynd um þetta.
Það eru menn frá mér að endurskoða
starfshætti sjóðsins, en ég hef ekki
heyrt svona sögur og ég vona að
þetta séu bara sögusagnir."
Fóstur-
eyðingareru
viðkvæmt mál
Jón Valur Jensson, Reykjavík:
- Ert þú reiðubúinn að beita þér
fyrir markvissri kynfi*æðslu í skól-
um, m.a. til að stemma stigu við
frekari mannfórnum af völdum
fóstureyðinga?
„Þetta var ekki lítil spurning. Því
hefur nú verið haldið að mér að
kynlífsfræðslan fari úrskeiðis í skól-
um. Þó eru ekki allir á eitt sáttir um
það. Ég hef sagt að ég muni taka til
hendi í þessum málum ef á sannast
að hún fari ekki vel úr hendi. Spum-
ingin um fóstureyðingar er risavaxið
vandamál. í svona stuttu spjalli get
ég ekki gert þessu skil. Þetta er eitt-
hvað það viðkvæmasta og erfiðasta
sem maður ræðir.“
- Hefur þú gert upp hug þinn varð-
andi frumvarp Þorvalds Garðars
Kristjánssonar og fleiri til verndar
ófæddum börnum og styrktar mæð-
rum þeirra?
„Þorvaldur hefur borið þetta ítrek-
að fram og haldið fast á þessu máli.
En ég get ekki orðið honum alveg
samferða í þeim málflutningi sem
hann flytur. Ég var á sínum tíma
einn þeirra sem fylgdu þeirri niður-
stöðu sem við komumst að með þessi
fóstureyðingarlög."
Parkinson
veður
yfir garða
Sveinn Gíslason, Kópavogi:
- Mín spurning er varðandi
styrkjakerfið sem þú ætlar að koma
á. Óttast þú ekki um kunningsskap
og pólitík við styrkjaúthlutunina?
„Það eru háaumræða um það í
fjölmiðlum hvað ég ætli að gera og
leggja til um námslán og styrkveit-
ingar. Nú skal ég upplýsa þig um
eitt. Ég hef ekki tekið neinar ákvarð-
anir um þetta. Nei, það vill þannig
til. En allir þykjast vita hvað ég
ætla að leggja til. Ég er rétt að byrja
að líta ofan í drög að frumvarpi sem
fólk hefur unnið fyrir mig. Ég á eftir
að sjá hvernig styrkjafyrirkomulagið
verður. Ég segi þér eins og er að ég
er ekki bjartsýnn á að skynsamleg
lausn finnist á þvi. Því yfirleitt vill
fylgja öllu styrkjafyrirkomulagi að
Parkinsorr kemur og veður yfir garða
og þetta vex eins og snjóbolti.
Lögvernd
kennarastarfs
Kristín H. Tryggvadóttir, Garðabæ:
- Munt þú ekki leggja fram á þessu
þingi frumvarp um starfsheiti og
starfsréttindi kennara?
„Ég hef nú löngun til þess, Kristín.
Ég get ekki svarað þessu með jái eða
neii. Og ekki með jái, því miður.
Nefnd á vegum ráðuneytisins starfar
að því að athuga um starfsréttindi
kennara. Ég bíð eftir skýrslugjörð frá
Sólrúnu Jensdóttur, skrifstofustjór-
anum hjá mér, um þetta mál.
Ákveðnar get ég ekki svarað þér.
En það eru svo mörg mikilvæg atriði
sem við verðum að finna lausn á
vegna kennarastéttarinnar í
landinu. Og ég mun sækja það mjög
fast að fá að setjast niður með full-
trúum kennara og hefja slíkar um-
ræður og samningagerð."
GamlaSigtún
ónotað
Þórir Steingrímsson, Garðabæ:
- Hvernig gengur útvegun á hús-
næði fyrir hina svokölluðu frjálsu
leikhópa? Hvað um gamla Sjálfstæð-
ishúsið og eru einhverjar viðræður í
gangi um þetta?
„Það er hneyksli að Sjálfstæðis-
húsið skuli bara vera notað fimm
daga vikunnar í hádeginu undir
mötuneyti fyrir Póst og síma því
þetta er eitt notalegasta lítið leikhús
sem við höfum verið í. Ég get bara
sagt þér að viðræður eru hafnar milli
okkar Matthíasar Bjamasonar við-
skiptaráðherra um málið. Ég vil ekki
spá um framhald þeirra en bind
miklar vonir við að við náum sam-
komulagi um þetta. Það væri afskap-
lega skemmtilegt að koma þama,
hvort heldur það verður hjá Al-
þýðuleikhúsinu eða öðrum leik-
hópum. Ég skemmti mér konunglega
þarna í gamla daga.“
Auglýsi
eftir rektor
Rósa Eggertsdóttir, Eyjafirði:
- Þú ætlar að beita þér fyrir að
setja á stofn háskólastig á Akureyri.
Ert þú að leita að manni til að sinna
því starfi?
„Nefndin mín er að hefja störf
undir formennsku Halldórs Blön-
dals. Auk hans verða tveir menn að
norðan, þeir Tryggvi Gíslason skóla-
meistari og Bernharð Haraldsson,
skólameistari Verkmenntaskólans.
Héðan frá Reykjavík verða þeir Sig-
mundur Guðbjarnason háskólarekt-
or og Bjami Kristjánsson, rektor
Tækniskólans. Ég sagði að ég hefði
í huga að finna framkvæmdastjóra
þessarar nefndar. Þá hefi ég í huga
að hann verði gegnumlýstur af
nefndinni og hann æfi sig í þeim
undirbúningi sem þar fer fram með
það fyrir augum að það verði
kannski hægt að nota hann sem
rektor þegar við hefjum háskóla-
kennslu á Akureyri. En láttu mig
endilega vita ef þú hefur uppástungu
um mann í þetta starf.“
Ekkert vit í
leiðara DV
Helgi Jóhannesson, Reykjavik:
- Þú hefur lesið leiðarann í DV í
gær. Hvað viltu segja um þá fullyrð-
ingu að aðgerðir þínar eigi eftir að
kýla Vökuíkaf?
„Jú, ég las hann. Það er ekkert vit
í honum. Jónas er að gera mér upp
alls konar skoðanir. Hann veit ekk-
ert hvaða tillögur um breytingar á
Lánasjóðnum ég mun bera fram. Það
vita allir nema ég hver niðurstaðan
verður. Ég er bara búinn að fá fyrstu
drög og á eftir að gera upp hug minn
um þetta og ráðfæra mig við hina
stj ómarflokkana.
Ég get heldur ekki ímyndað mér
að það sé Vöku til bölvunar að
stjómarmaður þeirra sitji út sitt
kjörtímabil, sem lýkur eftir tvo
mánuði. Það mætti nú fyrr vera því
hann hefur staðið sig ágæta vel.
Ólafur er drengilegur maður sem ég
hef traust á og Vaka ætti ekki að
veita honum vantraust."
Égerréttað
byrja
að stjórna
Karen Júlia Júlíusdóttir, Kópavogi:
- Hvað munu loforð þín um afnám
reglugerðar og fleira um LÍN kosta
ríkissjóð á árinu 1986?
„Ég get nú ekki svarað þér i tölum.
En ég get svarað þér sem svona: Ef
þessi reglugerðarbreyting mín héldi
út allt árið gæti það kannski dregið
saman útlán hjá sjóðnum um ef til
vill 150 milljónir króna. Þetta er
ágiskun. Það er ómögulegt að svara
þessu til hlítar.“
- Nú lít ég þannig á málið að þú
hafir traðkað á lögum og reglum
þessa lands og gefið út yfirlýsingar
í trássi við vilja Alþingis og ríkis-
stjórnar. Finnst þér ekki tímabært
að þú viðurkennir afglöp þín og segir
afþér?
„Það er nú öðru nær. Ég er rétt
að byrja að stjórna eins og þarf.“
-Finnstþérþað?
„Já. Og það eru áreiðanlega fleiri.
Og ég verð kosinn á þing aftur til
þess að halda mínum verkum áfram.“
Sjálfuraf
barnsvana
blótgjarn
Anna Bjarkan, Reykjavík:
- Það er svo algengt að fólk noti
blótsyrði í byrjun eða enda setning-
ar. Finnst þér þetta eðlilegt?
„Ég er sjálfúr af bamsvana blót-
gjam. Ég var alinn upp á sjó og þá
mátti maður blóta í gríð og erg en
ekki í landi. Ég hef ekki getað vanið
mig af þessu. Þér finnst þetta auðvit-
að illt og bölvað.“
Mérþótti
þetta bölvað
íris Sigurðardóttir, Reykjavík:
- Fannst þér við hæfi að mæta
ekki á hátíð stúdenta 1. des. sem
haldin var undir kjörorðinu „öflugur
háskóli - forsenda framfara? Og
fannst þér þá við hæfi að kaffæra
hátíðina með því að halda málrækt-
arráðstefnu sama dag?
„Það má kalla þetta mistök. Ég
áttaði mig ekki á þessu fyrr en við
vorum komnir langleiðina með und-
irbúning ráðstefnunnar. Ég hefði þó
átt að vita betur og mér þótti þetta
bölvað að þetta varð svona. Hins
vegar veit ég ekki hvort þetta hefur
dregið úr aðsókn á hátíðina 1. de^.
Það eru ekki allir á einu máli um
það.
Veiting
lektorsstöðu
örn Ólafsson, Reykjavik:
- Nýlega veittir þú lektorsstöðu í
íslenskum bókmenntum og gekkst
þar í berhögg við vilja stofnunarinn-
ar, heimspekideildar, með tilliti til
starfsmenntunar og starfsreynslu.
Er þetta ekki bara afturhvarf til
einveldisstjómstíls átjándu aldar,
svona geðþóttaákvarðanir?
„Nei, nei, fjarri öllu lagi. Þessi
dómnefnd, sem skipuð var, mat þau
alveg jöfn, tók þau í sérflokk, Helgu
Kress og Matthías Viðar. En þó hafði
Helga vinninginn hjá þeim. Síðan
var atkvæðagreiðsla og atkvæða-
greiðsla með þessum hætti, - ég geri
nú ekki margt með þær. En dósent
sótti um lektorsstöðu sem er þremur
launaflokkum lægri...“
- Já, já, en hún vildi bara færa sig
yfir í íslenskar bókmenntir, enda
Qallar hún mest um það...