Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986. Niðurstöður skoðanakönnunar DV: Greinilegur meirihluti styður ríkisstjórnina Ríkisstjórnin hefur nú aftur traustan meirihluta landsmanna á bak við sig. Það sýnir skoðana- könnun sem DV gerði um síðustu helgi. I næstu könnun á undan, í septemberlok, munaði mjóu á fylg- ismönnum og andstæðingum stjórnarinnar. Nú hefur bilið breikkað. I könnuninni nú sögðust 35 pró- sent vera fylgjandi stjóminni, sem er aukning um 0,2 prósentustig frá septemberkönnuninni. 31 prósent kváðust andvígir stjórninni, sem er fækkun um 1,7 prósentustig frá fyrri könnun. Óákveðnir eru nú 26,7 prósent, sem er minnkun um 0,8 prósentustig frá september. 7,3 prósent vildu ekki svara spurning- unni, en voru 5 prósent í september. Þetta þýðir að 53 prósent þeirra, sem taka afstöðu, styðja stjómina. Þeir vom 51,6 prósent í september. 47 prósent eru andvígir stjóminni en voru 48,4 prósent í september. Þetta er ekki mjög mikill munur frá fyrri könnun en gerir þó það að verkum að meirihluti rikis- stjórnarinnar er nú klár en var Niðurstöður skoðanakönnv •irinnar um fylgi rikisstjórnarinnar urðu þessar. Til samanburðar eru ..iðurstöður fyrri DV-kannana á kjörtimabilinu: Nú Sept. '85 Júni ‘85 Mars '85 J»n. ’85 Okt. ’84 M»i '84 Mars'84 Okt. '83 Fylgjandi 210 eða 35% 34,8% 36,7% 40% 35% 34% 49.5% 56,8% 48,2% Andvigir 186 eða 31% 32,7% 31,3% 37,8% 41% 38,5% 23.7% 17,2% 27,7% Úákveðnir 160 eða 26.7% 27.5% 23,7% 15,8% 13,3% 16,8% 19,2% 21,5% 20,7% Svara ekki 44 eða 7.3% 5% 8.3% 6.3% 17.7% 10,7% 7,7% 4,5% 3,5% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar: Nú Sept. '85 Júní '85 Mars '85 Jan. '85 Okt. '84 Mal 'B4 Mars '84 Okt. '83 Fylgjandi 53% 51,6% 53,9% 51.4% 46,1% 46,9% 67,7% 76,8% 63.5% Andvígir 47% 48,4% 46,1% 48,6% 53,9% 53,1% 32,3% 23,2% 36,5% Ummæli fólks í skoðanakönnuninni: „SÉ EKKERT BETRA” Karl á Reykjavíkursvæðinu sagði að ríkisstjórnin hefði margt gott gert, þegar hann svaraði spurningu DV. Kona á Reykjavík- ursvæðinu kvaðst styðja stjórnina af því að við fengjum ekkert betra, færi stjómin frá. Karl á Reykjavík- ursvæðinu sagði að stjómin gerði ekki nokkum skapaðan hlut. Kona á höfuðborgarsvæðinu kvaðst ekk- ert hafa spáð í þetta og hún fylgdist illa með. Kona á Reykjavíkursvæð- inu sagðist ekki trúa að við fengj- utn nokkra betri stjórn. Önnur sagðist telja að hver maður í þess- ari stjóm gerði það sem hann gæti. Karl í Borgarnesi kvað stjómina lifa of flott. Ráðherrar hefðu of flotta bíla. Karl á Akranesi taldi stjómina mjög lélega. Karl í Ól- afsvík kvað þetta verstu stjórn sem setið hefði. Kona á Reykjavík- ursvæðinu var andvíg stjóminni af því að kjörin færu versnandi. Karl á Reykjavíkursvæðinu sagð- ist fylgjandi stjóminni en hana skorti festu. Kona á Norðurlandi sagðist fylgja ríkisstjórninni. Hún kvaðst vilja halda friðinn. Karl á Norðurlandi sagðist ekki sjá neitt betra. Kona í Eyjum sagði að stjómin mætti sigla sinn sjó. - HH tæpast marktækur í fyrri könnun- inni. Ríkisstjómin hefurstundum áður haft meira fylgi en nú, einkum í byrjun kjörtímabilsins. Sjá töflu og línurit. Konur eru andvígari ríkisstjórn- inni en karlar. Lítilsháttar meiri- hluti kvenna er andvígur stjórn- inni en töluverður meirihluti karla fylgjandi henni. Fylgi stjómarinn- ar er meira úti á landi en á höfuð- borgarsvæðinu. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvígur ríkisstjórninni? Úrtakið var 600 manns, og var jafnt skipt milli kynja og jafnt milli Reykja- víkursvæðisins og landsbyggðar- innar. - HH I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari________I dag mælir Dagfari Samvinnustefnan í framkvæmd Kaupfélagið á Svalbarðseyri er ekki stórt fyrirtæki á landsmælikvarða. Þetta er eitt af þessum snotru kaupfélögum, sem samvinnumenn hafa rekið á kostnað byggðarlags- ins undir því yfirskini að byggðar- lagið lifði á kaupfélaginu. Má það svosum til sanns vegar færa í ekki stærra plássi heldur en Svalbarðs- eyri, þar sem á annað hundrað manns hafast við með því að vinna hjá Kaupfélaginu. Sannast þar hin gullna kenning Samvinnuhreyfmg- arinnar að byggðarlagið komist ekki af án kaupfélagsins og kaup- félagið komist ekki heldur af án byggðarlagsins. Nú hefur komið í ljós að kaup- félagsstjórinn og gjaldkerinn hafa tekið þessa samvinnukenningu bókstaflega. Þeir lánuðu sem sé sjálfum sér allríflegar upphæðir úr sjóðum Kaupfélagsins til að standa undir húsakaupum sjálfra sín - hafa sjálfsagt haldið að þitt væri mitt og mitt þitt í öllu því bræðra- lagi og þeim samvinnuanda, sem ríkir á aðalfundum SIS, þegar hugsjónirnar eru dregnar fram til hátíðarbrigða. Ekki er heldur ólíklegt að kaup- félagsstjórinn og gjaldkerinn hafi talið sér leyfast það sem höfðin- gjarnir hafast að. Er þá átt við kaffibaunamálið fræga þar sem Sambandsforstjórinn og aðrir for- kólfar færðu tvö hundruð milljónir til í bókhaldinu og kölluðu það millifærslur frá dótturfyrirtæki til móðurskips. Það telst ekki svindl í augum Samvinnuhreyfmgarinnar meðan peningarnir fara ekki út fyrir hennar eigið bókhald. Al- menningi kemur ekki við hvað SÍS er að aðhafast í reikningshaldi og millifærslum meðan þeir sam- bandsmenn eru með milljónirnar á eigin vegum eða í eigin vösum. Kaupfélagsstjórinn á Svalbarðs- eyri hefur litið á kaffibaunirnar sem gott fordæmi. Hann lánaði sjálfum sér nokkrar milljónir til að byggja sér einbýlishús og getur vitaskuld bent á að þessir peningar Kaupfélagsins hafi alls ekki farið út úr vösum Samvinnuhreyfmgar- innar. Það sem hann gerði var einfaldlega að millifæra þessar krónur frá Kaupfélaginu yfir til sjálfs sín. Og þetta gerði gjaldker- inn líka, svo báðir vissu um hinn og sameiginlega bera þeir jú ábyrgð á fjárreiðum þessa kaupfélags. Af hveiju mega ekki smákallarn- ir með kaupfélögin millifæra eins og stóru kallarnir fyrir sunnan? tEini munurinn er sá að í kaffi- baunamálinu voru millifærðar tvö hundruð milljónir en hjá þeím á Svalbarðseyri voru þetta skitnar ijórar eða fimm. Erlendur Einars- son hefur réttilega bent á, að enda þótt peningar séu teknir ófijálsri hendi, skipti það ekki öllu meðan enginn tekur neitt frá samfélaginu. Sambandið mátti millifæra frá Kaffibrennslunni. Af hverju mega þá ekki kaupfélagsmenn millifæra frá kaupfélaginu? Þeir segja í fréttunum að Kaup- félagið á Svalbarðseyri sé komið á hausinn. En hver tapar á því? Ekki fólkið á staðnum, sem hefur notið þjónustunnar og fyrirgreiðslunnar. Ef Kaupfélagið tapar þá er það af því að hagnaðurinn hefur verið yfirfærður til fólksins. Ekki Samvinnubankinn, sem hefur lánað áttatíu milljónir til Svalbarðseyrar. Erlendur segir að svona lánastarfsemi sé millifærsla og banki Samvinnuhreyfingarinn- ar hlýtur að starfa samkvæmt þess- ari millifærsluaðferð. Ekki kaup- félagsstjórinn eða gjaldkerinn sem hafa geta byggt sér hús með aðstoð Kaupfélagsins. Nei, það hefur enginn tapað neinu á Svalbarðseyri, þar sem sam- vinnustefnan er nýtt til hins ýtr- asta með millifærslum og gjald- þrotum, samkvæmt þeirri kenn- ingu að byggðarlagið lifi á kaup- félaginu og kaupfélagið á byggðar- laginu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.