Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1 986.
Þorsteinn
Pálsson:
T*
Stjórnarflokkarnir
styrkja stöðu sína
Þetta er svipuð útkoma eins og
milli flokkanna, engar grundvallar-
breytingar, þar sem aðeins munar
prósentubroti tii eða frá frá seinustu
skoðanakönnun í september. Þessi
brot skipta ekki sköpum.
Heldur er það þó í áttina fyrir
ríkisstjórnina að hún eykur fylgi sitt.
Þannig virðast stjórnarflokkarnir
vera að styrkja stöðu sína.
Athyglisvert er við þessa könnun
að mun fleiri taka afstöðu til ríkis-
stjórnarinnar heldur en til stjórn-
málaflokkanna.
Það er sennilega vegna þess að það
er auðveldara að taka afstöðu til
tveggja atriða en sjö. -A.Bj.
Haraldur
Ólafsson:
Framsókn dregur
stjórninaupp
„Ef taka á trúanleg úrslit könnun-
ar DV í gær um fylgi flokkanna er
greinilegt að Framsóknarflokkurinn
hefur bætt stöðu sína talsvert. Mér
finnst eðlilegt að því fylgi aukið
traust á ríkisstjórninni," sagði Har-
aldur Ólafsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, um úrslit skoðana-
könnunar blaðsins í dag.
„Eins hefur það vafalaust áhrif að
formaður Sjálfstæðisflokksins er
kominn í stjórnina. Þótt ég vilji
—«- aldrei segja neitt ljótt um Albert
Guðmundsson þá þykir mér ekki
ólíklegt að fólki þyki fjármálastjórn-
in núna í traustari höndum. Þetta
tvennt held ég að skipti mestu máli
um frekar vaxandi fylgi ríkisstjórn-
arinnar.“ -HERB
HEIMSKERFI TIL
HEIMANOTA
LOKI
Þau hljóta þá að minnka
enn meira, litlu veitinga-
húsin.
INNLÁWSAUKNING
EINKABANKA MEIRI
Uppgjör innlána í bönkum og aukningu og þriðji ríkisbankinn, ingum um áramótin. Næstur kemur
sparisjóðum á síðasta ári leiðir í Búnaðarbankinn, stóð sig miklu Búnaðarbankinn með 7.041 milljón,
ljós að einkabankarnir hafa náð betur, náði 57,2% aukningu eða þá Útvegsbankinn með 3.752 millj-
hlutfallslega meiri innlánaaukn- 20% meiru en Landsbankinn hlut- ónir, Iðnaðarbankinn með 2.828
ingu en ríkisbankamir. Einn failslega. Aukning hjá Iðnaðar- milljónir, Samvinnubankinn með
einkabanki sker sig úr með 95,8% bankanum varð 57,3%, hjá Versl- 2.578 milljónir, Verslunarbankinn
aukningu. Það er Alþýðubankinn. unarbankanum 59%, hjá Sam- með 1.756 milljónir og loks Al-
En hlutfallslega langminnst aukn- vinnubankanum 61,2% og loks hjá þýðubankinn með 975 milljónir
ing varð í Landsbankanum, sem er Alþýðubankanum 95,8%. Innlán í króna.
ríkisbanki, 37,2%. Heildarinnlán í sparisjóðum jukust um 47,9% og í Bankamir eru samtals með 31.572
óllu keríínu jukust um 47,8%, sem innlánsdeildum kaupfélaga um milljónir á innlánsreikningum.
er þá meðaltal þegar lagt er mat á 37,8%. Sparisjóðimir em samanlagt með
einstaka stofnanir. Þrátt fyrir minnsta aukningu í 5.708 milljónir og innlánsdeildir
Eins og fyrr segir varð aukning Landsbankanum á síðasta ári er kaupfélaga með 700 milljónir
innlána minnst í Landsbankanum, hann ennþá langstærsti bankinn króna.
37,2%. Útvegsbankinn náði 45,2% með 12.641 milljón á innlánsreikn- -HERB
Leiðtogar atvinnurekenda og launþega stinga saman nefjum i gær. Samningafundur var haldinn i
gær milli ASI og forsvarsmanna atvinnurekenda. Málin voru rædd vítt og breitt en ekki tóks að semja
að þessu sinni. Akveðið var að næsti samningafundur yrði nk. fimmtudag. DV-mynd KAE
Samdráttur í rekstri
litlu veitingahúsanna
56 matargestir f níu veitingahúsum sem
DV heimsótti í Reykjavik í gærkvöldi
„Það er samdráttur í rekstri litlu
veitingahúsanna. Það eru komnir
of margir staðir og enn eru veit-
ingahús að bætast við. Sá tími mun
koma að veitingahúsin týni
tölunni," sagði einn eigandi veit-
ingahúss í Reykjavík þegar DV
heimsótti nokkur veitingahús í
gærkvöldi. Um sextíu minni veit-
ingahús eru á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu.
„Þetta er svona hjá okkur í miðri
viku,“ sagði þjónn á einu veitinga-
húsinu þar sem ekki var sála inni.
Alls voru 56 gestir í mat í þei mníu
veitingahúsum sem DV heimsótti
eða að meðaltali sex gestir í hverj-
um veitingastað sefn hver fyrir sig
hefði hæglega getað tekið á móti
þessum 56 gestum. „Þið komið á
slæmu kvöldi. Hér er mest um að
vera um helgar," sagði þjónn á
einum staðnum.
Það var samdóma álit þeirra
starfsmanna, sem við ræddum við
á stöðunum, að janúar hefði verið
mjög slæmur mánuður. Fólk væri
ekki farið að hugsa sér til hreifings
eftir jólasteikumar í heimahúsum.
Ástandið er orðið þannig að
menn, sem hafa staðið i veitinga-
rekstri, hafa gefist upp og selt staði
sína eða eru að selja. Nú eru þrír
veitingastaðir til sölu í miðborg
Reykjavíkur. Á einum þeirra var
öllu starfefólkinu sagt upp um
áramót og á þeim stað var óvissan
mikil á meðal starfsfólks í gær-
kvöldi. -SOS
Sigríður
Dúna
Kríst-
munds-
dóttir:
Varla merkjan-
leghreyting
„Þetta er svo lítil breyting á fylgi
ríkisstjómarinnar að hún er
varla merkjanleg. Það er samt
athyglisvert að ríkisstjómin
skuli þó halda þessu fylgi eftir
að hafa nýlega tekið nýja syrpu
frammi fyrir alþjóð í gerræðisleg-
um vinnubrögðum. Eitt er víst
að hún á þetta fylgi ekki skilið."
-APH
Svavar
Gestsson:
Trúiþessuekki
„Ég trúi því ekki að fólk vilji þakka
stjóminni fyrir kjaraskerðinguna,
sjúklingaskattinn, vömgjaldið og
flugvallarskattinn," sagði Svavar
Gestsson, formaður Alþýðubanda-
lagsins, um niðurstöður skoðana-
könnunar DV um fylgi ríkisstjórnar-
innar.
„Þetta sýnir líka að þessir hlutir
hafa ekki komist nægilega vel til
skila. Það sýnir okkur að Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur notað sér aðgang-
inn að ríkisfjölmiðlunum. Stjómin
nýtur þess líka að spenningur vegna
borgarstjórnarkosninganna er að
aukast," sagði Svavar Gestsson. -GK
Sighvatur
Björgvins-
son:
Staðfestingá
tapi stjórnarinnar
„Ég held að ef stjórnarandstaðan
fær tæplega helming atkvæða í
næstu kosningum þá hljótum við að
vera ánægð með þá niðurstöðu því
þá hefur stjórnin tapað miklu fylgi
frá síðustu kosningum,“ sagði Sig-
hvatur Björgvinsson, þingmaður
Alþýðuflokksins, um niðurstöðu
skoðanakönnunar DV um fylgi við
ríkisstjórnina.
„í þessari skoðanakönnun kemur
fram staðfesting á því almenna við-
horfi að ríkisstjórnin hefur stórtapað
fylgi frá því hún var mynduð og ég
sé ekki að hún eigi eftir að bæta við
það,“ sagði Sighvatur. -GK
Kolbrún
Jónsdóttir:
Kemuráóvart
Þessar niðurstöður koma mér mjög
á óvart en stjómin getur vel við
unað að hafa tiltrú þjóðarinnar. Ég
get samt ekki skilið ástæðurnar fyrir
þessari fylgisaukningu. Að mínu
mati hefúr allt gengið á afturfótun-
um á stjómarheimilinu og ástandið
í þjóðmálum ekki batnað. -APH