Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Qupperneq 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986. 13 Stórfelld umframfjár- festing meirihlutans í umræðum þeim, sem fram fóru um (járhagsáætlun Reykjavíkur- borgar „nóttina löngu“ um miðjan janúar, vakti undirritaður athygli á þeirri stórfelldu umframfjárfest- ingu sem sjálfstæðismeirihlutinn hefur gert sig sekan um á liðnu ári á nýbyggingasvæðunum í Grafar- vogi og í Selási. Sýnt var fram á að nálægt 500 milljónir króna liggja þar arðlausar í götum og byggingarhæfum lóðum sem lítil eða engin eftirspum virðist vera eftir. Ekki er þó nóg með það, heldur bendir flest til þess að mörg ár muni líða áður en Reykjavíkur- borg nær að endurheimta hluta þessa fjár í formi gatnagerðar- gjalda. Verður því hiklaust að líta svo á sem meirihlutinn hafi gjör- samlega misreiknað sig er hann áætlaði eftirspum eftir þessum lóðum á sínum tíma og samþykkti fjármagn úr borgarsjóði til fram- kvæmda í samræmi við það. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því miður. 427 lóðir, sennilega um 500 milljónir króna Á borgarstjórnarfundinum gerði ég grein fyrir því að í Grafarvogi og Selási em nú lausar lóðir undir hvorki meira né minna en 427 SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON BORGARFULLTRÚI ALÞÝÐUFLOKKSINS íbúðir. Er þar um að ræða 259 einbýlishúsalóðir, 120 raðhúsalóðir og 48 fjölbýlishúsalóðir. Gatna- gerðargjöld fyrir allar þessar lóðir, yrði þeim úthlutað í dag, myndu nema 214,3 millj. króna. Allir vita þó að gjöldin eru ekki nema nokkur hluti þess kostnaðar sem borgar- ,,Því er hætt við að sá arðlausi hálfi ^ milljarður króna, sem borgarsjóður á í götum og ónotuðum lóðum þar efra, verði þar áfram um langa hríð, ef til vill mörg ar. sjóður verður að leggja fram við gatnagerð og til þess að lóðimar verði byggingarhæfar. Er ekki fjarri lagi að áætla að sá kostnaður nemi um 500 millj. króna þegar öll kurl eru komin til grafar. Arölausirfjármunir ímörgár Á ofangreindum fundi borgar- stjómar lét ég þess getið að óvíst væri með öllu hvenær borgarsjóður gæti endurheimt hluta þessa mikla fjármagns í formi gatnagerðar- gjalda. Sjálfsagt myndi eitt eða fleiri ár líða áður en borgarsjóður væri búinn að fá allt sitt aftur. Nú bendir hins vegar aflt til að sá tími verði mun lengri en ég átti von á. Fyrir liggur að skipulagsnefrid borgarinnar hefur samþykkt bygg- ingu 120 íbúða við Grandaveg í vesturborginni og þar, sem á týrr- um athafnasvæði BÚR, er verið að undirbúa skipulag fyrir 200 íbúðir. Er því hér um að ræða nokkuð á fjórða hundrað íbúðir, en það em álíka margar íbúðir og þörf er talin fyrir i borginni á einu ári. Varla velkist nokkur í vafa um að vænt- anlegir íbúðarbyggjendur munu sjálfsagt taka íbúðir í vesturborg- inni fram yfir íbúðabyggð á ný- byggingasvæðunum austast í borg- inni. Því er hætt við að sá arðlausi hálfi milljarður króna, sem borgar- sjóður á í götum og ónotuðum lóðum þar efra, verði þar áfram um langa hríð, ef til vill mörg ár. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkt aðhald Þessi gífurlega umfram-fjárfest- ing er aðeins eitt dæmi af fleirum úr stjómartíð núverandi borgar- stjórnarmeirihluta. Því miður hef- ur hann oftar en einu sinni og oftar en tvisvar skotið yfir markið. Annað dæmi er fjárfesting upp á 60 milljónir króna í eyðijörð fyrir austan fjall, sem ólíklegt er að neitt gagn verði unnt að hafa af fyrr en eftir aldamót; reyndar er ekkert vitað um það hvort eða hvenær hún getur komið að gagni. Bæði þessi dæmi sýna glöggt hve mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn njóti sterks aðhalds í borgarstjórn, að- halds sem borið er uppi af raunsæj- um og hleypidómalausum vinstri- mönnum. Sigurður E. Guðmundsson. „Varla velkist nokkur í vafa um, að væntanlegir íbúðabyggjendur munu sjálfsagt taka íbúðir í vesturborginni fram yfir ibúðabyggð á nýbygingasvæðunum austast í borginni.“ Samræming framhaldsskóla Gömul viðhorf og ný Sú var tíð að einungis örfáir menn fóru í menntaskóla og luku stúdentsprófi, e.t.v. eitt til tvö pró- sent af hverjum árgangi. Hlutverk menntaskólans var þá einkum að búa menn undir að verða embættis- menn eftir háskólanám og megin- áhersla lögð á kennslu tungumála. Allir skyldu læra sömu lexíu því að það var engum meiri háttar vafa undirorpið hvað embættismenn þurftu að kunna. Margir halda því fram, og að því er virðist í fullri alvöru, að fjöl- breytni og val og allar aðrar breyt- ingar séu „útþynning“ á hinni einu og sönnu þekkingu. Hver hefur ekki heyrt blaðrið um að skólamir léttist alltaf? Þessi gömlu viðhorf em því mið- ur æði útbreidd og hafa sennilega mikil áhrif á starf menntaskóla og annarra framhaldsskóla í landinu í raun þótt horfið hafi verið form- lega frá þeirri stefnu að allir læri hið sama með því að fjölga deildum í menntaskólunum, fyrst með stærðfræðideild 1919, en með vem- legri fjölgun á sjöunda áratugnum og þeim áttunda. Fyrir tæpum 20 árum sagði Bjami Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, m.a. í umræðum á Alþingi að það væri síður en svo æskilegt. „að allir stúdentar þurfi að sækja háskóla og þess vegna sé fyrst og fremst í þessum skólum miðað við undirbúning undir fram- haldsnám. Enginn efi er á því að það verður þörf fyrir alhliða menntun í öllum stéttum þjóð- INGÓLFUR Á. JÓHANNESSON SAGIMFRÆÐINGUR OG KENNARI félagsins eftir því sem tímar líða. ... Einmitt þess vegna er æski- legt að í menntaskólunum séu möguleikar til menntunar á fleiri eneinnveg...“ Fleiri framhaldsskólar Nú stefnir vonandi í það að sem flestir njóti einhverrar framhalds- menntunar að loknum grunnskóla. Nú þegar útskrifast um þriðjungur hvers árgangs með stúdentspróf eftir iðnskólanám af ýmsu tæi. Á sl. rúmum áratug hafa sprottið upp fjölbrautaskólar, framhalds- skólar, verkmenntaskólar og menntaskólar í öllum landsfjórð- ungum auk iðnskólanna sem fyrir voru. Hér er ekki rúm til að lýsa öllum þeim fjölda og' tengslum þessara skóla innbyrðis. Þetta „kerfi“ er frekar lítið skipulagt og engin heildarlöggjöf er til um fram- haldsnám í landinu. Einungis eru til lög um afmarkaða þætti, svo sem um menntaskóla og iðnnám, eða um einstaka skóla. Frumvarp til laga um framhaldsskóla hefur ver- ið lagt fram á Alþingi mörgum sinnum og um sumt hefur frum- varpið haft sama gildi og lög um framkvæmd þessara mála. Er samræming fyrirhuguð? Það hefur bæði kosti og galla að ekki skuli vera til samræmd löggjöf um framhaldsnám. Kostimir eru „Nú hefur frést að mennta- málaráðuneytið hyggist skipu- leggja námskrá framhaldsskóla og hafi ráðið til þess starfsmenn þrátt fyrir að lög hafi ekki enn verið sett.“ einkum þeir að þannig hafa skóla- menn haft meira sjálfræði til að móta ólíka skóla, en það er einmitt hætta á því að samræmd löggjöf kæmi í veg fyrir slíkt. Gallamir em augljósir í formi margháttaðs skipulagsleysis. Nú hefur frést að menntamála- ráðuneytið hyggist skipuleggja námskrá framhaldsskóla og hafi ráðið til þess starfsmenn þrátt fyrir að lög hafi ekki enn verið sett. Væri fróðlegt að fá að vita úr ráðu- neytinu á hvaða forsendum þetta skal þá gert. Ekki er ljóst hvort það er frjáls- hyggjuíhaldið í Sjálfstæðisflokkn- um sem stendur fyrir þessu. En af orðum og gerðum ráðherra Sjálf- stæðisflokksins í núverandi ríkis- stjórn er ástæða til að óttast að ekki gæti sömu víðsýni og í tilvitn- uðum orðum Bjarna Benediktsson- ar. Þar á bæ (hjá frjálshyggjuíhald- inu) er lítið traust borið til fjöldans og áreiðanlega vilji til að setja „stóra bróður" til að gæta kennara og segja þeim hvað þeir eigi að kenna. Það er, sem fyrr segir, einmitt kostur núverandi framhaldsskóla- fyrirkomulags að í því em ólíkir skólar: Menntaskólar, sem em innhyrðis ólíkir, verslunarskólar, iðnskólar og fjölbrautaskólar. Lög um framhaldsskóla mega aldrei hefta möguleika skólastofnananna til sjálfstæðrar þróunar eða leiða til ólýðræðislegra vinnubragða, og lög og námskrár þurfa ekki að vera þannig úr garði gerð. Það ber samt að vara við hættunni á því að takmarka frumkvæði kennara með ítarlegum námskrám. í því efni mætti gjama læra af reynslu erlendis frá. Snjallir kenn- arar með mikið frumkvæði em nauðsynlegir árangursríku og lýð- ræðislegu skólastarfi. Námskrár þurfa að ýta undir það en ekki hefta eins og reynslan sýnir að hætta er á. Því ber að fara varlega í þessa námskrárgerð. Ingólfur Á. Jóhannesson. æl „Lög um framhaldsskóla mega aldrei ^ hefta möguleika skólastofnananna til sjálfstæðrar þróunar eða leiða til ólýðræð- islegra vinnubragða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.