Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986. 35 „...Háskólinn naut starfskrafta Helgu Kress og það er rétt að koma fleiri góðum starfskröftum að. Og þess vegna var það að ég valdi Matthías Viðar sérstaklega til þess að Háskólinn fengi að njóta starfs- krafta hans líka því að þau báru svona af i umsögninni." íþrótta- Kennara- skólinn Árni Njálsson íþróttakennari, Reykjavík: - Hvaða hugmyndir hefur þú um framtíð fþróttakennaraskólans okk- ar? að skylda menn til þess að snara á gott mál erlendu efni. Það er afskap- lega mikilvægt að mínum dómi. En ég get ekki svarað þér að þessu leyti, Ari, því að þarna ertu að benda á hlut sem ég hef ekkert verið að velta fyrir mér,“ sagði Sverrir. Verð að vinna vondu verkin líka Steingrimur Steinþórsson, Reykja- vík: Telur þú réttlætanlegt að ráð- herra brjóti lög til að ná fram ákveðnum markmiðum? Þekkir þú „Ég vona það. Ég hef mikinn áhuga á þessu máli. Ég hef rætt þetta við fulltrúa kvikmyndagerðarinnar og það þarf ekki blöðum um það að fletta að þetta er eitt albrýnasta verkefnið í framtíðinni. Ekki síst vegna íslenskrar tungu þarf að leiða fólkið að landinu og bókmenntunum. Ég mun ekki sætta mig við þessa meðferð á kvikmynda- sjóði. Ég hef verið að ráðfæra mig við kunningja mína til að reyna að finna ráð og fá fastar undir fætur. Þetta er afskaplega mikilvægt." Standa við gef in loforð Ágúst Thorstensen, Reykjavík: -. Á ekkert að gera til að lækka Mál kennara hafa farið illa úr hendi Eggert Levy, Húnavöllum: - Það er varðandi kennaraskort- inn, hvað munt þú gera til þess að fá kennaramenntað fólk til starfa? „Eggert, við verðum að lagfæra það sem úrskeiðis hefur farið í kjörum ykkar kennara og allri aðstöðu, menntun, réttindum og svo fram- vegis. Hér er óhemjuverk að vinna. Ykkar mál hafa farið illa úr hendi um langa hríð. Ég vonast til að ég geti fljótlega sest niður með samtök- um kennara og tekið á þessum mál- um. Það er mjög brýnt. Þú ert tíundi Sverrir Hermannsson á beinni fínu DV: Ég er viðkvæmur fyrir Utvegsbankanum „Hann kemur til mín á morgun, hann Árni Guðmundsson, skólastjóri á Laugarvatni, og ég á von á því að við ræðum framtíðina. Ég var að enda við að skipa endurskoðunar- nefnd á íþróttalögum þannig að öll þessi mál eru í deiglunni. Og við þurfum að vanda okkur. Ertu óán- ægður með eitthvað?" - Já, mér finnst skólinn ekki svara rás tímans og ekki hafa fylgt neinni þróun á síðustu árum, langt í frá. „Þú þekkir nú hann Reyni' Karls- son. Hann var fúlbakkari í Fram eins og þú í Val. Þú ættir að gefa honum orð í eyra.“ Æf ing til að geta svindlað Ari Jóhannesson, Reykjavík: - Ég set upp gervihnattamóttöku- skerm heima hjá mér og fæ leyfi samgönguráðherra til að dreifa sjón- varpsefninu innanhúss, samkvæmt reglum hjá þeim. 1 stigaganginum hjá mér eru um 60 íbúðir en þá telst það kapalkerfi, samkvæmt því sem ég hef séð af drögum að reglugerð um útvarpsstöðvar þar sem miðað er við innan við 37 íbúðir. Þarf ég þá að setja upp tvo diska hlið við hlið til að dreifa í þessar 60 íbúðir? „Aha-ha-ha! Já. Þú ert að benda á kannski veikan hlekk í þessu öllu saman og æfa þig í því að geta svindl- að á þessu og farið í kringum reglur og lög. Ég get sagt þér að þetta er ekkert einfalt mál. Bráðum verður tæknin orðin með þeim hætti að vafalaust geta menn komið upp móttöku sem kannski er eins og kaffibolli á stærð og náð efni frá öllum vígahnöttum sem koma til með að sveima yfir okkur. Það verður aldrei siglt fyrir öll sker í þessu en mér leikur afskaplega mikill hugur á þvi að við verjum tunguna okkar, ekki lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna? „Égþekki þau.“ - Samt brýtur þú þessi lög í sam- bandi við brottrekstur framkvæmda- stjóra Lánasjóðsins? „Ert þú að dæma hvort ég brýt lög eða ekki? Menn greinir mjög á um þetta. Það sem ég hef framkvæmt finnst mér í fyllsta máta eðlilegt, ella myndi ég ekki framkvæma það, maður minn. Dettur þér í hug að ég líði það í opinberum rekstri sem ég myndi ekki líða andartak hjá einka- fyrirtæki mínu? Dettur þér í hug að ég ætli að bera ábyrgð á slíkri starf- semi sem ég þreifaði á þama, þar sem mér vom gefnar rangar upplýsingar og lá við að ég yrði beinn svikari við þúsundir ungmenna í afgreiðslum á peningum? Ég taldi þetta nauðsyn- legt til að komast áfram með breytta starfshætti sjóðsins sem ég er nú með í athugun. Menn, sem vilja bera ábyrgð, verða að vinna vondu verkin líka. Leiða f ólkið að landinu Þráinn Bertelsson, Reykjavík: - Þegar íslensk tunga á hvergi eins mjög í vök að verjast og á sviði sjón- varps og myndbanda þá eru lög- bundin framlög til kvikmyndasjóðs skorin niður. Það vantar duglegan mann til að bjarga þessu. Ért þú ekki maðurinn? skatta eða framlengja greiðslufrest skatta húsbyggjenda? „Sjálfstæðisflokkurinn lofaði fyrir síðustu kosningar að afleggja tekju- skattinn. Við höfum ekki staðið við þetta kosningaloforð nema að hluta. Kjósendur verða að knýja á um það að stjórnmálaflokkur eins og minn flokkur standi við gefin loforð. Við verðum að taka okkur á að þessu leyti. Margs þarf okkar bú við. Verð- bólgan eyðileggur svo margt fyrir okkur og það er glíman við verð- bólguna sem skiptir öllu. Við vinnum þann bjöm held ég fljótlega svo að við getum boðið þegnunum okkar upp á sæmilega afkomu. Við getum ekki lofað alveg strax miklum íviln- unum í að létta gjöldum af. En að standa við það sem við höfum lofað, það megum við til með að reyna.“ Námsmenn eiga ekki að slugsa Gylfi Garðarsson, Keflavík: - Hvaða aðili á að skera úr um hvað er arðbært nám? „Þú ert að tala um þessar óljósu hugmyndir um styrki sem menn eru að tala um. Ég held að það sé afar flókið mál. Og þó að þessar hug- myndir hafi verið settar fram um styrkina þá er ég hreint ekki tilbúinn að fallast á þær og hef ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Ég held að þetta sé mjög varhugavert og flókið mál. Ég er afskaplega skammt á veg kominn með að taka ákvarðan- ir um þessi mál. Fjölmiðlar eru að taka þær fyrir mig um þessar mundir. En ég ætla samt að fylgjast með því að námsmenn séu ekki að slugsa og geri það fyrir peninga þjóðfélagsins. maður sem spyrð þessarar spurning- ar.“ - Hvað um endurmat á störfum kennara? „Þetta er einn af þeim þáttum sem við þurfum bara að ræða. Þetta er allt órætt. Menn hafa bara kallast á með yfirlýsingum um langa hríð. Við verðum að setjast niður.“ Við höf um slugsað Jóhanna Valdimarsdóttir, Hafnar- firði: - Ég er með tölur um réttindalausa kennara hér. Hvaða ráð telur þú vænlég til að breyta þessu og gera starf kennara eftirsóknarvert? Hyggstu beita þér fyrir því að laun kennara hækki til muna? „Tölurnar eru ískyggilegar. Ég hyggst mæta á fund kennara á Hótel Sögu á morgun (í dag) og ég vona að ég hafi einhverjar fréttir að færa þeim. Ætlar þú ekki að mæta sjálf? Ágætt. Eigum við ekki fyrst að fá launin samræmd og leiðrétt við það sem aðrir hafa fengið? Við skulum byrja á því. Það eru ótal atriði sem þarfn- ast lagfæringar. Við höfum slugsað í þessum efnum og þurfum að taka okkur á svo ekki fari illa. Þú kemur á fundinn." Dagur loginn fullur Þráinn Stefánsson, Akureyri: - í viðtali við Dag bar dóttur þína eitthvað á góma í sambandi við akstur... „Að Dagur hafi verið loginn fúllur um þessa dóttur mína, að hún æki mér á hverjum morgni í vinnuna. Það er ekki flugufótur fyrir þessu. Þetta er tómt bull. Og síðan kemur stjórnmálaleiðari hjá þessu stuðn- ingsblaði ríkisstjórnarinnar og segir náttúrlega að það sé nú farið að kasta tólfunum þegar börn ráðherra séu ræst til að fá þriggja tíma útkall við að keyra hann í vinnu. Það er ekki heil brú... Hann Hermann birti leiðréttingu á þessu í Degi i gær. Þetta eru alveg ósköp að vita þetta, Þráinn minn. Hvað segirðu annars?“ - Allt ágætt, bara. En er nokkuð hægt að fá vinnu hjá þér sem bílstjóri ef einhver dettur út? „Það er ekkert laust eins og er. En þú athugar það bara og fylgist með því. Ertu sæmilegur í akstri? Og sparakstri líka?“ Námslán sér- skólanema Stefán Ólafsson, Stykkishólmi: - Til sjúkraliðanáms virðast ékki vera nein námslán eða dreifbýlis- styrkir. Finnst þér þetta réttlátt? „Sérskólanemar hafa nú haft að- gang að námslánum. En ég skal ekki dæma alveg. Ég þekki ekki þetta út í hörgul. Ég vil gjarnan athuga þetta, Stefán.“ Jöfn aðstaða til bæja og sveita Anna María Egilsdóttir, Suður- Þingeyjarsýslu: - Telur ráðherra æskilegt að krakkar í sveitum fái miklu minni kennslu en krakkar i kaupstöðum? „Auðvitað er það ekki eðlilegt. Aðstaðan er misjöfn, það vitum við, og það er mikilvægt að jafna alla aðstöðu frá upphafi í sambandi við nám og kennslu." - Er ekl.i betra fyrir krakkana að vera i heimavist í viku heldur en að vera í kennslu 3 daga i viku? „Já, þú segir þetta. Málið hefur verið mikið rætt og menn ekki á eitt sáttir um heimanaksturinn og heimavistina. Fyrir yngri krakkana er ég helst á því, ef því verður við komið, að þeir fái að vera sem lengst í foreldrahúsum. En þetta gengur náttúrlega úr hófi, þessi feiknalega mikla keyrsla og langa á börnum i skóla." Er að f á nasa- sjónaf þessu Rúnar Sigþórsson, Eiðum á Héraði: Er svokallaður gæslukvóti nægi- legur á heimavistarskólum og eru þeir í stakk búnir til að sinna nem- endurn sem skyldi? „Ég held að það sé afskaplega misjafnt. Ég þori ekki að dæma því ég er svo nýr í embætti; er nú sem óðast að kynna mér mál. Ég er að byrja að heimsækja skóla hér í Reykjavík á morgnana og heimsótti alla skóla á Akureyri þegar ég var þar. Ég er rétt að fá nasasjón af þessu og get því ekki gefið þér viðhlítandi svar. Fólk þurfi ekki að sitja af sér nám f yrir fátæktarsakir Ásgeir Margeirsson, Reykjavík, sem hyggst fara til náms erlendis næsta haust, spyr um Lánasjóð islenskra námsmanna og horfur i lánamálum námsmanna. „Meginmarkmið sjóðsins verður hið sama og óður: að jafna aðstöðu fólks til náms og að fólk þurfi ekki fyrir fátæktar sakir að sitja af sér nám. Ef þú ert duglegur í námi og forsjáll maður hef ég enga trú ó öðru en að þú spjarir þig og fáir þá fyrir- greiðslu sem hrekkur til. Og þó að þú vinnir eitthvað ó sumrin þó ætla ég ekki að hegna þér með því að draga það frá lánamöguleikum þín- , __(< um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.