Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 32
mm* 32 DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986. Filippia M.S. Blöndal lést 23. janúar sl. Hún fæddist 29. ágúst 1903. Hún var dóttir sr. Filippusar Magnússon- ar og konu hans Ólínu Jónsdóttur. Filippía lærði hattasaum í Kaup- mannahöfn. Hún rak Hattabúð r í i * j 1 j í í ! j Reykjavíkur um margra ára skeið. Filippía ól upp frænda sinn, Ólaf Kristjánsson, frá fermingaraldri. Útför hennar var gerð frá Hallgríms- kirkju í morgun. Július Jónsson bifreiðarstjóri, Klapparstíg 3, Keflavík, andaðist í Borgarspítalanum þriðjudaginn 28. janúar. Sigríður H. Stefánsdóttir, fyrrver- andi kennari í Ólafsvík, Hátúni lOb, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 28. janúar í Landspítalanum. Guðjón Jónsson frá Heiði í Sléttu- hlíð, Hverfisgötu 54, Hafnarfirði, lést þann26.janúarsl. Björn Einarsson, áður til heimilis á Suðurlandsbraut 95F, andaðist á Hrafnistu aðfaranótt 27. janúar. Esther Ingvarsdóttir, Asgarði 117, Reykjavík, sem lést þann 23. þ. m., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 30. janúar kl. 13.30. Guðlaugur J. Alexandersson frá Sól- bakka, Hellissandi, verður jarðsung- inn frá Ingjaldshólskirkju laugar- daginn 1. febrúar kl. 14. Sætaferðir verða frá Hópferðamiðstöðinni, Ár- túnshöfða, kl. 7 sama dag. Sigurjón Hildibrandsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. janúar kl. 15. Sigríður Jónsdóttir Thorlacius, Vest- urgötu 55, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni31.janúarkl. 13.30. Leiðrétting Leiðrétting Vegna ummæla sem höfð voru eftir Erling Aspelund í frétt í blaðinu í gær í tilefni af uppsögn Karls Sigur- hjartarsonar hjá F'erðaskrifstofunni Úrval, vill Erling koma þeirri leið- réttingu á framfæri að hann telji það af og frá að Karl hafi hætt hjá fyrir- tækinu vegna sín. Ummæli þar að lútandi í DV í gær eru á misskilningi byggð, segir Erling Aspelund. Fundir Félag raungreinakennara Almennur félagsfundur verður hald- inn í félagi raungreinakennara laug- ardaginn 8. febrúar kl. 14 á Sal Menntaskólans í Reykjavík. Fundar- efni: 1. Stærðfræðikeppni framhalds- skólanna. Niðurstöður keppninnar ligja nú fyrir. Greint verður frá töl- fræðilegri úrvinnslu úr lausnum og framhaldsþjálfun þeirra keppenda sem stóðu sig best í forkeppninni. 2. Sviðshugtakið og nemendur. Nýlega hafa birst greinar í tímaritunum Physics Teacher og European Jour- nal of Physics eftir Leó Kristjánsson um eðlisfræðikennslu. Hefur hann sérstaklega fiallað um nýjar leiðir til að gera tilraunir með rafsvið og segulsvið. Leó hefur fallist á að koma og greina frá þessum hugmyndum og spjalla við félagsmenn. 3. Kaffi- veitingar. Aðalfundir Kvenfélag Háteigssóknar heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 4. febrúar kl. 20.30 í Sjómannaskól- anum. Venjuleg aðalfundarstörf. LMætið vel. _____________ Ferðalög íslandskynning i Hollandi Arnarflug tók í síðustu viku þátt í mikilli ferðasýningu í Utrecht í Hollandi þar sem liðlega 100 þúsund gestir komu. Arnarflug var með sýningarsvæði í aðalsýningarhöll- inni þar sem flestir gestanna áttu leið hjá. Áhugi sýningargesta fyrir Islandi var mjög mikill og í því sambandi má geta þess að hollenskar ferðaskrifstofur eru með mikið átak í gangi til að auka ferðamanna- strauminn til íslands í samvinnu við Arnarfiug. I því sambandi hefur verið gefinn út 24 síðna litprentaður ís- landsbæklingur sem þrjár ferðaskrif- stofur standa að. Hollendingum, sem sækja fsland heim árlega, hefur fiölgað stöðugt á liðnum árum, eða frá því að Arnarflug hóf reglubundið áætlunarfiug milli íslands og Hol- lands. Á þessu ári má síðan búast við verulegri fiölgun samfara miklu markaðsátaki. Ymislegt Doktorsvörn Laugardaginn 1. febrúar 1986 fer fram doktorsvörn við læknadeild Háskóla íslands. Ingvar Bjarnason læknir ver doktorsritgerð sína sem fjallar um rannsóknir á frásogseigin- leikum garnaslímhúðar. Heiti rit- gerðarinnar er „Studies on the Int- estinal Mucosal Barrier“. Andmæl- endur af hálfu læknadeildar verða prófessor Davíð Davíðsson og Einar Oddsson læknir. Deildarforseti læknadeildar, prófessor Ásmundur Brekkan, stjórnar athöfninni. Dokt- orsvörnin fer fram í hátíðasal há- skólans og hefst kl. 14. Öllum er heimill aðgangur. Tilkynningar Eiðfaxi 1. tbl 1986 er kominn út Þar er að finna greinar um hesta og hestamennsku. Flosi Ólafsson, landsfrægur hestamaður, er tekinn tali, birt er grein um nýjar kynbóta- einkunnir kynbótahrossa en þessar einkunnir hefur Þorvaldur Árnason tekið saman. Ættbók hryssna nr. 6358-6469 er birt, birtar eru mynopn- ur í svart/hvítu og lit og fiallað er um fiör hrossa. Nefnist greinin Vilj- ugur, fiöróð, bráðólátur og tók Guð- mundur Birkir Þorkelsson saman greinina en Torfi Harðarson teiknaði myndir. Jens Einarsson skrifar grein um hross. Pálmi Rögnvaldsson skrif- ar um hestamót Svaða á Hvamm- kotseyrum og Hjalti Jón Sveinsson skrifar um Falkenhorstbúgarðinn í Þýskalandi. Einnig eru margar smærri greinar um hesta og hesta- mennsku. Forseta afhent trúnaðarbréf Fjórir nýskipaðir sendiherrar af- hentu nýlega forseta Islands trúnað- arbréf sín að viðstöddum Geir Hall- grímssyni utanríkisráðherra. Þeir eru: Sendiherra Sambandslýðveldis- ins Þýskalands, hr. Hans Hermann Haferkamp: sendiherra Ítalíu, hr. Giuseppe Scaglia: sendiherra Sómal- íu, hr. Ahmed Sheik Mohamoud: og sendiherra lýðveldisins Kóreu hr. Sung Han Song. Sendiherramir þáðu síðan boð forseta Islands að Bessa- stöðum ásamt fieiri gestum. Sendi- herra Sambandslýðveldisins Þýska- lands hefur aðsetur í Reykjavík, sendiherra Italíu og Lýðveldisins Kóreu í Osló, en sendiherra Sómalíu hefur aðsetur í Stokkhólmi. Hallgrímskirkja - starf aldraðra Opið hús verður á morgun, fimmtu- dag, í safnaðarsal kirkjunnar og hefst kl. 14.30. Hulda Ólafsdóttir kynnir fyrirhugaða leikfimi og Matt- hildur Guðmundsdóttir les sögu. Kafíiveitingar. Utvarp Sjónvarp Ásthildur Pétursdóttir bæjarfulltrúi: Sjónvarpið alltaf að batna Ég missti nú af ítalska þættinum í gær en annars hef ég horft á hann og þykir mjög góður. Mér finnast margir framhaldsþættir sjónvarps- ins virkilega skemmtilegir og það er gaman að hafa þá á ýmsum málum, það getur ekki verið nema gott. Sérstaklega finnst mér gaman að ítölskunni. Ég sá aðeins íslenska þáttinn um skipafélögin, það er að segja niður- lag hans. Ég hef eiginlega jafnmest gaman af þáttum svipuðum þess- um, þar sem fjallað er um það sem er að gerast í kringum okkur, hér heima og erlendis. Þetta í gær, umfjöllunin um skipaiðnaðinn, kemur okkur við. Við sækjumst náttúrulega öll eftir því að sjá fréttimar í sjón- varpinu en ég missti nú samt af þeim í gær. Ég vil að það komi fram að mér finnst sjónvarpið alltaf vera að batna og er ekki með á þeim nótum að þar sé ekkert gott gert. Sama má segja um útvarpið, það er gott líka þó ég kjósi sjónvarpið frekar. Ég læt að vísu rás tvö dynja á mér allan daginn. Afmæli 90 ára er í dag, miðvikudaginn 29. janúar, Guðrún Júlíana Jónatans- dóttir, Hrófá í Steingrímsfirði. Eigin- maður hennar var Sigurður Helga- son er lést árið 1975. Eignuðust þau 10 böm og eru 8 þeirra á lífi. I dag heldur hún heimili með tveimur sonum sínum á Hrófá. 90 ára er í dag, miðvikudaginn 29. janúar, Úlfar Karlsson, fyrrum skó- smiður og síðar kaupmaður á Seyðis- firði. Hann flutti til Reykjavíkur 1957 og gerðist þá innheimtumaður hjá Skeljungi. Hann kvæntist Helgu Jónínu Steindórsdóttur sem lést árið 1974. Þau eignuðust átta böm og eru sjö þeirra á lífi. Úlfar er nú til heimil- is að Eskihlíð 12 í Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í Domus Medica við Egilsgötu nk. föstudag, 31. jan- úar,milli kl. 19 og 23.. Fimmtug er í dag, miðvikudaginn 29. janúar, Birna Hjördís Jóhannesdótt- ir, Korná, Skagafirði. Hún tekur á móti gestum föstudaginn 31. janúar í félagsheimilinu Árgarði frá kl. 20. 50 ára er í dag, þriðjudaginn 29. janúar, Guðlaugur Henrik Henriks- en, sjómaður og útgerðarmaður á Siglufirði. Hann er sonur hjónanna Sigrúnar Guðlaugsdóttur og Ólafs Henriksen, síldarkaupmanns frá Haugasundi í Noregi. OKURMÁLIÐ TIL RÍKISSAKSÓKNARA Ríkissaksóknari er nú með okurmál- ið svonefnda í sínum höndum. Hann mun taka afstöðu til ákæm á hendur þeim 128 einstaklingmn sem voru kærðir og teknir til yfirheyrslu í málinu. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglunni er það að mestu leyti hún sem hefur kært þessa einstaklinga. Ekki Hermann því kæra barst á hendur honum og þar með fór málið af stað. I ljós kom að þessir 128 einstaklingar höfðu lagt fé í okurstarfsemi Hermanns sem var mjög víðfem. -KB Geimferju- slysið beint á Hótel Holti Gestir Hótel Holts, svo og þeir ís- lendingar sem komið hafa sér upp diski til gervihnattamóttöku, gátu séð geimfeijuna Challenger farast í beinni útsendingu. Geimskotið var sýnt beint í frétta- tíma vestur-þýskrar sjónvarpsstöðv- ar sem næst á íslandi frá Éutelsat- gervihnettinum með móttökuskermi. Starfsmaður á Hótel Holti, sem DV ræddi við, vissi ekki hvort einhver hinna fáu gesta, sem voru inni á herbergjum sínum þegar slysið varð, hefði séð það beint. Hótelstarfsmenn horfðu á slysið eftir á i ítalskri sjón- varpsstöð. „Eg sá þetta beint í vestur-þýskri stöð,“ sagði einn eigandi slíks disks. Sá vildi ekki að nafn sitt kæmi fram af óvissu um hvort honum leyfðist að horfa á stöðina. -KMU Spenna a skákþingi Þröstur Ámason er nú efstur í opna flokknum á Skákþingi Reykja- víkur með 9 vinninga. Hann vann skákina við Andra Áss í gær. Sigur Þrastar á mótinu er þó ekki tryggð- ur. Hannes Hlífar er með 8 vinninga og biðskák við Héðin Steingrímsson. Héðinn mun þó vera peði yfir í skák- inni, þannig að staða Hannesar Hlíf- ars er nokkuð ótrygg. Hann verður að vinna biðskákina til þess að vera .með 9 vinninga eins og Þröst.nr Úr þessu verður skorið í kvöld er bið- skákin verður tefld. -KB Barnavagni stoliö Það er greinilega orðið hart í ári hjá mörgum. Bamavagni með kerru- poka var stolið frá ungu fólki sem á heima að Hverfisgötu 82. Bama- vagninn, sem er blár, hvarf þaðan aðfaranótt föstudagsins. Þeir sem geta gefið upplýsingar um vagninn em beðnir að hafa samband við rit- jstjskaD.V -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.