Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986. 3 Jákvæðarhorfurí efnahagsmálum: „Koma má verðbólgunni vel undir 20 prósent” — segir forsætisráðherra Breyttar forsendur í efnahags- málum hafa gefið vonir um að hægt verði að koma verðbólgunni enn meira niður en óætlað var. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra telur að ef skynsamlega verður haldið á málum séu mögu- leikar á að koma verðbólgunni vel undir 20 prósent á þessu ári. „Ég hef lótið vinna mikið í þess- um máluð að undanfömu. Niður- stöðurnar eru þær að horfunar í eínahagsmálum eru miklu jákvæð- ari en menn þorðu að spá um fyrir áramót," sagði Steingrímur Her- mannsson í viðtali við DV. Forsætisráðherra sagði að sált- fiskverð hefði hækkað um 16%, frystur fiskur í Bandaríkjunum um 5% og einnig hefði verðið hækkað í Evrópu. Þessar hækkanir gætu gefið fiskvinnslunni hér á landi yfir einn milljarð í auknar tekjur á þessu óri. Þá væri nokkuð aug- ljóst að olíuverðslækkunarinnar ætti að fara gæta hér á vordögum. Forsætisráðherra nefndi einnig að svo virtist sem dregið hefði úr þenslu á höfuborgarsvæðinu og launaskrið þar gengið til baka. Því væri nú spóð að framfærsluvísitala myndi hækka mun minna í febrúar en í janúar og enn minna í mars. Svipaðar spár væru um byggingar- visitöluna. Þetta gæti haft þau áhrif að lánskjaravísitalan lækk- aði hratt. Nafnvextir myndu því lækka og greiðslubyrði atvinnufyr- irtækja ætti eftir að verða léttari. Horfur í peningamálum væru einnig góðar. Á síðasta ári hækk- uðu innlán meira en útlán í fyrsta skipti síðan 1981. Á síðari hluta síðasta ór hækkuðu innlánin um 50% en útlónin aðeins um 35%. Þá væri staða bankanna betri í heild en áður gagnvart Seðlabank- anum. Þó væri staða Landsbank- ans og Útvegsbankans ekki góð. „Það eru því ýmis teikn á lofti núna. Ef rétt er haldið á málum er mögulegt að ná umtalsverðum árangri í efnahagsmálunum. En það ræðst mikið af því hvemig til tekst í yfirstandandi kjarasamn- ingum. Ef gengið verður að kröfum ASÍ, eins og þær eru nú, má búast við að verðbólgan verði ekki undir 40 af hundraði á þessu ári, þrátt fyrir breyttar aðstæður í efnahags- málum. Ef hins vegar tekst að semja um bætt kjör fyrir þá lægst launuðu, hægfara kaupmáttar- aukningu og að halda genginu sæmilega stöðugu þá er margt sem bendir til þess að hægt verði að halda verðbólgunni vel undir 20 af Breyttar aðstæður hafa nú hleypt nýju blóði í samningamálin. Það eru fyrst og fremst fyrirsjáanlegar verðlækkanir á olíu og fiskverðs- hækkanir í Bandaríkjunum sem hafa aukið á vonina um að samn- ingar takist. í dag hefur verið boðaður samningafundur ASf og VSÍ. Þessar breyttu aðstæður geta orðið þess valdandi að ekki þarf hundraði. Ef þetta svigrúm verður notað í aukna þenslu stefnum við aftur í vaxandi yerðbólgu. Það er að hækka fiskverð eins mikið og menn töldu fyrir nokkrum vikum. Nú er verið að kanna hvaða áhrif þetta hefur. Ef fer sem horfir er ljóst að hægt verður að semja ó mun lægri verðbólguforsendum en t.d. ASÍ gerir ráð fyrir. f kröfugerð ASÍ er gert ráð fyrir um 30 prósent verðbólgu. Menn, sem DV ræddi við, telja þó að enn sé langt í endanlega því til mikils að vinna,“ sagði Steingrímur. -APH samninga. Undanfarið hafa undir- nefndir starfað og fjallað um lífeyr- ismál og efnahagsmál. Ljóst er að samið verður um breytingar á líf- eyrissjóðsmólum. Ekki þykir þó líklegt að samið verði um að lífeyr- isgjöld verði tekin af öllum laun- um. Líklegra er að tekið verði fyrsta skrefið í þá átt í þessum samningum. -APH Bjartara yfir kjarasamningum Fiskverðshækkun og lækkun olíuverðs auka samningslíkur Krísu- víkur- skóli seldur Samtök áhugafólks hafa gert til- boð í Krísuvíkurskóla og ríki og sveitarfélög samþykkt söluna. Sam- kvæmt heimildum DV er markmið hópsins að efna til sjólfseignarstofn- unar með það fyrir augum að kaupa skólahúsið í Krísuvík og reka þar meðferðarheimili og uppeldis- og fræðslustofnun fyrir böm og ungl- inga. Það eru einstaklingar sem hafa mikla reynslu af uppeldis- og með- ferðarmálum sem em í þessum áhugamannahópi og „telja sig sér- fróða um áfengis- og fíkniefnamál" eins og heimildarmaður okkar sagði. Að sögn örlygs Geirssonar í mennta- málaráðuneytinu hefur ríkið sam- þykkt að selja sinn hlut í skólanum en reynt hefur verið að leigja hann eða selja í tvö til þrjú ár. Ríkið á 75% eignarhlut í Krísuvík- urskóla og nokkur sveitarfélög 25%. Útborgun er nónast engin en eftir- stöðvar verðtryggðar til langs tíma. Krísuvíkurskóli er varla nema fokheldur í dag þótt eitt sinn hafi þessi bygging verið tilbúin undir tréverk. Miklar skemmdir hafa verið unnar á byggingunni. Verið er að ganga frá samningun- um þessa dagana en undirbúningur þessa máls hefur staðið yfir nokkuð lengi. . ÞG DV veitir íþróttum kvenna meiri athygli og fiallar oftar um iþróttaatburði kvenna en önnur dagblöð, samkvæmt könnun Jafnréttisráðs. „Austfjarðaþoka" á sjónvarpsskjám Hornfirðinga — sem haf a hug á að greiða ekki reikninga f rá Ríkisútvarpinu Homfirðingar og fólk í nágranna- sveitum er ekki ánægt með mynd- gæði á sjónvarpsskjám sínum, sem em afar slæm og hafa versnað í vetur. Á sama tíma og sjónvarp er slæmt hefur rás 2 í útvarpi verið tengd þannig að Homfirðingar ná rásinni. Homfirðingar em undrandi yfir því að peningar skuli vera notað- ir í nýja þætti frekar en að bæta það sem fyrir er. „Við viljum frekar fá að sjó það litla sem sást í sjónvarpinu heldur en bæta við annarri útvarpsr- ás. Menn em orðnir þreyttir ó að sjá Austfjarðaþoku á sjónvarpsskjám sínum. Það endar með því að við neitum að greiða afnotargjöld," sagði einn Homfirðingur sem DV ræddi við. „Jú, það hafa borist kvartanir frá Homarfirði, sem er ekki tengdur örbylgjukerfinu. Örbylgjukerfið end- ar á Háfelli, austur við Vík í Mýr- dal,“ sagði Haraldur Sigurðsson, verkfræðingur hjá Pósti og síma. Haraldur sagði að ástæðan fyrir slæmum myndgæðum og truflunum fyrir austan Vík hefði verið raf- magnstmflanir. Á þeim tíma, sem mest gekk á, var unnið við nýja aðveitustöð við Vík. Þegar vinnan við aðveitustöðina fór fram var raf- magn nokkrum sinnum tekið af. Samfara þessu urðu bilanir á ör- bylgju. „Þetta er nú allt komið í lag. Það er svo annað mál að Hornfirð- ingar telja að bílar tmfli sjónvarp- ið,“ sagði Haraldur. - Hvenær er von á því að Horna- fiörður tengist örbylgju? „Homafiörður er ekki kominn inn á áætlun Ríkisútvarpsins, sem sér um fiármögnun á framkvæmdum. Allir aðalstaðir á landinu em komnir í samband við örbylgju. Nú er verið að vinna við uppsetningu á örbylgju í ísafiarðardjúpi. Ég veit ekki hvar Homarfiörður er í forgangsröðinni. Hef trú á því að hann sé nú ofarlega á blaði.“ -SOS Meira fjallað um konur í íþróttum í DV — en í hinum blödunum Samkvæmt könnun Jafnréttis- ráðs, sem framkvæmd var í nóv- ember 1982, og sambærilegri könn- un 1985 er meira fiallað um konur í íþróttum í DV en í hinum blöðun- um, þ.e. Morgunblaðinu, Nútíman- um/Tímanum og Þjóðviljanum. Axið 1985 er hlutfallslega oftast vísað til kvenna í fyrirsögnum hjá DV, eða í 5,2% tilvika, meðan Morgunblaðið vísar til kvenna í 1,8% tilvika, Nútíminn i 2,4% til- vika og Þjóðviljinn í 3,5% tilvika. Varðandi texta, greinar og mynd- ir er DV í fararbroddi fyrir konur. DV var það greinilega 1982 með langhæst hlutfall frétta og mynda af íþróttaviðburðum kvenna og 1985 er DV enn í þeirri stöðu ásamt Þjóðviljanum. _KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.