Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 1
w
Flak flugvélarinnar í hlíöum Bláfjalla í gærkvöldi.
DV-mynd GVA.
! Heyröi vélarhljóöiö hætta
og skruöninga taka v/ð
Tveir menn fórust í flugslysi í Biáf jöllum í gær
Tveir menn fórust í flugslysi í fólk-
vangi Bláfjalla í gœr. Mennimir lét-
ust samstundis þegar flugvél þeirra
skall í fjallinu einn km sunnan við
stólalyftuna í Suðurgili. Þrjú vitni
urðu að slysinu, skíðamennimir
Matthías Sveinsson og Halldór
Matthíasson, sem vom á göngu á
skíðagöngubraut á svæðinu, og einn
skíðamaður sem var á leið upp í fjall
með skíðalyftu í Kóngsgili.
Skíðamaðurinn í Kóngsgili til-
kynnti lyftuverði efst í fjallinu um
slysið. Lyftuvörðurinn hafði strax
samband við mann á snjótroðara
Bláfjallasvæðisins sem hafði þá einn-
ig fengið tilkynningu um slysið frá
þeim Matthíasi og Halldóri. Þegar
var farið á snjótroðaranum á staðinn
þar sem flak flugvélarinnar var.
Mennirnir vom þá látnir.
Brakið var í u.þ.b. 60 metra hæð
yfír jafnsléttu. Það var dreift um
svæðið og bendir allt til að flugvélin
hafi skollið í fjallið af miklum krafti.
Tilkynning um slysið barst fyrst til
slökkviliðsins í Reykjavík 10 mín.
eftir að flugvélin skall í fjallinu.
Sjúkrabíll og lögreglan héldu þegar
áleiðis upp í Bláfjöll, einnig menn frá
Loftferðaeftirliti Flugmálastjómar
og flugslysanefnd sem rannsaka mun
slysið. Þá fóru einnig menn frá
Rannsóknarlögreglu ríkisins á svæð-
ið.
Það var fyrsta verk lögreglunnar,
er hún kom að afleggjurum til Blá-
fjalla, að loka svæðinu fyrir utanað-
komandi aðilum. - KMU/SOS
„Þetta gerðist
leiftursnöggt”
— sagði Matthías Sveinsson
sem kom strax á slysstað
„Flugvélin gat ekki lent á verri
stað. Hún skall á klöpp í fjallinu
og hefur eflaust mölbrotnað lun
leið,“ sagði Matthías Sveinsson
sem kom strax á slysstað í Bláfjöll-
um ásamt félaga sínum, Halldóri
Matthfassyni.
„Brakið þeyttist út um allt og
stórir hlutar úr vélinni runnu niður
fjallið. Mennimir hafa látist sam-
stundis,“ sagði Matthías. Matthías
sagði að þetta hefði skeð leifturs-
nöggt. „Ég var fyrir aftan Halldór
en fyrir framan okkur var snjótroð-
arinn að troða gönguslóð fyrir
okkur. Ég sá Halldór þar sem hann
stökk skyndilega upp úr slóðinni
og hljóp að troðaranum. Troðarinn
og Halldór tóku þá aðra stefiiu og
fóm upp í fjall. Ég elti og þegar
við komum upp á hæðina blasti
flakið af flugvélinni við,“ sagði
Matthías.
-sos
„Mér virtist hún
fljúga heldur lágt”
— sagði Halldór Matthíasson
sem var á vettvangi þegar slysið varð
Halldór Matthfasson skiðamaður.
„Vélarhljóðið hætti skyndilega
og ég heyrði skmðninga í kjölfar-
ið,“ sagði Halldór Matthíasson
skíðamaður sem var á skíðagöngu
í Bláfjöllunum þegar flugslysið
varð.
„Ég var að skíða rétt á eftir troð-
aranum þegar ég varð var við flug-
vélina. Mér virtist hún fljúga held-
ur lágt en að öðm leyti eðlilega.
Ég varð ekki var við neitt hikst eða
hökt. Ég gekk áfram um það bil
hundrað metra og þá var það sem
vélarhljóðið hætti,“ sagði Halldór
Matthíasson. „Ég áttaði mig strax
á því að eitthvað óeðlilegt hafði
gerst. Ég dró uppi troðarann. Við
tókum síðan plóginn aftan úr troð-
aranum og keyrðum í óttina að
vélinni. Hún hefur varla verið í
meira en 500 metra fjarlægð. Við
sáum hana ekki á þessu augna-
bliki því hún var aðeins ó bak við
hól en ég sá skoppandi brak og
vissi einhvem veginn af vélinni út
undan mér. Það hafa varla liðið
meira en tíu mínútur frá því að
•slysið varð og þar til við komum á
slysstað. Annar maðurinn var þá
fastur í sætisbeltum vélarinnar en
hinn hafði kastast út. Hvomgur
var með lífsmarki." _óm