Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Side 2
2
DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986.
Fréttir
Fréttir
Fréttir
TF-SIF með sína hitamyndavél getur greint mann í sjó úr 500 feta hæð. Samt var hún ekki kölluð til fyrr en
um seinan.
Flugslysið útiafReykjanesi:
Var brugbist of
seint við tilkynn-
ingu flugmannsins?
Rúm ein og hálf klukkustund leið
frá því að flugmaður litlu Cessna--
vélarinnar, sem fórst út af Reykja-
nesi á miðvikudagskvöld, tilkynnti
að hann væri tæpur með eldsneyti
þangað til björgunarþyrla Land-
helgisgæslunnar var kölluð út.
Tuttugu mínútur liðu frá því
flugvélin nauðlenti á sjónum þang-
að til Gæsluþyrlan var kölluð út.
„Hneyksli" var það orð sem flug-
stjóri Gæsluþyrlunnar, Páll Halld-
órsson, notaði. „Hneykslið við
þetta útkall er að við, sem erum
með bestu tækin, erum samt látnir
vita síðastir," sagði flugstjórinn.
í kynningarávarpi um Gæslu-
þyrluna í desember sagði Gunnar
Bergsteinsson, forstjóri Landhelg-
isgæslunnar, að innrauð myndavél
þyrlunnar skynjaði af mikilli ná-
kvæmni mismunandi hitaútgeislun
hluta og gerði þar með áhöfn þyrl-
unnar mögulegt að greina ýmsa
hluti þótt í myrkri eða slæmu
skyggni væri.
Nefndi Gunnar sem dæmi að í 500
feta hæð ætti að vera hægt að sjá
mann í sjónum hálfa sjómílu á
hvert borð og þrjá fjórðu úr sjómílu
framundan hvort sem væri að nóttu
eða degi.
Þyrlur Vamarliðsins á Keflavík-
urflugvelli hafa ekki slíka hita-
myndavél.
Það var klukkan 17.07 sem flug-
stjóm í Reykjavík barst tilkynning
frá flugmanni Cessna 210-vélarinn-
ar um að hann væri tæpur með
eldsneyti.
16 mínútur liðu þangað til Flug-
málastjóm bað Vamarliðið um
þyrlu, klukkan 17.23.
28 mínútur liðu þangað til Flug-
málastjóm gerði Slysavamafélagi
íslands viðvart, klukkan 17.35.
38 mínútur liðu þangað til Flug-
málastjóm lét Landhelgisgæsluna
vita, klukkan 17.45.
Herkúles-eldsneytisvél, sem fór
frá Keflavíkurflugvelli klukkan
18.07, sá til litlu vélarinnar 13
mínútum síðar, klukkan 18.20, og
fylgdi henni eftir það.
Vamarliðsþyrlan fór á loft
klukkan 18.11,48 mínútum eftir að
Flugmálastjóm bað um hana. Á
sömu mínútu þraut eldsneyti
Cessnunnar.
Það tók hana 15 mínútur að svífa
úr 13.500 feta hæð niður að sjávar-
máli. Klukkan 18.26 nauðlenti hún
á sjónum.
Herkúles-vélin hnitaði hringi yfir
og kastaði út ljósblysi en þyrlan
átti enn þriggja mínútna flug eftir
að slysstað.
Klukkan 18.29 kom þyrlan yfir.
Flugmenn hennar sáu ekki Cessn-
una þótt flugmenn Herkúles-vél-
arinnar sæju bæði þyrluna og litlu
vélina mara í sjónum góða stund.
Það var fyrst klukkan 18.45,
þegar allt var komið í óefni, sem
Gæsluþyrlan með sína hitamynda-
vél var kölluð til. Þyrlan var komin
á loft um þremur stundarfj órðung-
um síðar og átti um 20 mínútna
flug að slysstað.
Flugþol Gæsluþyrlunnar á hag-
kvæmasta hraða, sem er 250 kíló-
metrar á klukkustund, er 4 klukku-
stundir og 15 mínútur. Hún getur
því flogið 400 kílómetra á haf út
og til baka og samt átt eftir til
vara eldsneyti til meira en klukku-
stundarflugs.
Slysstaðurinn var í 67 kílómetra
fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli.
-KMU
I t
Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda (SÍF) heldur nú námskeið fyrir verkstjóra í saltfiskverkun. Eru þar fyrir-
lestrar um fiskverkun, tæknibreytingar og gæðaþróun. Einnig er fjallað um hinn mikla skaðvald, hringorminn. Þarna
hafa mætt verkstjórar alls staðar af landinu og er talið að um 150 manns hafi sótt námskeiðið. Hafa menn mikinn
áhuga á þvi að gera átak i vöruvöndun á þessu sviði fiskframleiðslu. Er þetta i þriðja skiptið sem námskeið sem
þetta erhaldið.
ÞUSUND
SÍMANÚMER
BREYTAST
í ársbyrjun 1984 var tekin í notkun
ný stafræn rafeindastöð, AXE, að
Múla við Suðurlandsbraut. Símanú-
mer stöðvarinnar eru sex stafa og
byija á tölunni 6 en henni var ætlað
að mæta þörfum fyrir nýja síma og
leysa eldri gerðir símstöðva af hólmi.
Nú hafa um 3500 númer verið flutt
úr eldri stöðvum yfir í AXE-stöðina
og útstöðvar hennar á Seltjarnamesi
og í Árbæjarhverfi og nýlega var
lokið við enn frekari stækkun um
1000 númer sem ætluð eru til útskipt-
inga á eldri númerum.
Vegna þessa verður öllum núm-
erum á bilinu 81000-81999 breytt
snemma að morgni laugardagsins 1.
febrúar og verður breytingin með
þeirn hætti að talan 6 bætist við fyrir
framan gamla númerið. Þessi nýju
símanúmer verða skráð í símaskrá
1986. -S.Konn.
Alþýðuflokkur:
PRÓFKJÖR í
HAFNARFIRÐI
Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði
hefur ókveðið að hafa prófkjör um
skipan 5 efstu sæta á framboðslista
flokksins við bæjarstjómarkosning-
amar í vor. Kosið verður í Alþýðu-
húsinu í Hafnarfirði í dag, laugar-
daginn 1. febr., kl. 14.00 - 19.00 og á
morgun, sunnudag, kl. 10.00 - 20.00.
í framboði í prófkjörinu em: Erl-
ingur Kristensson skrifetofumaður,
Guðmundur Ámi Stefánsson bæjar-
fúlltrúi, Ingvar Viktorsson kennari,
Jóna Ösk Guðjónsdóttir fulltrúi,
María Ásgeirsdóttir húsmóðir, Sigr-
ún Jonný Sigurðardóttir húsmóðir,
Tryggvi Harðarson jómabindinga-
maður, Valgerður Guðmundsdóttir
snyrtifræðingur og Þómnn Jóhanns-
dóttir ritari.
Rétt til þótttöku hafa allir flokks-
bundnir alþýðuflokksmenn og aðrir
stuðningsme.m, sem lögheimili eiga
í Hafharfirði og orðnir verða 18 ára
31. maí í ár.
Safnað fyrir
geislatæki
„Öllum ætti að vera það kappsmól
að stuðla að því að sem fullkomnust
tæki séu til notkunar við lækningar
á þessum válega sjúkdómi og því
munu landsmenn áreiðanlega ekki
liggja á liði sínu þar til nægilegt
fjármagn er fengið til þessara
kaupa.“ Fró stjóm Kvenfélagasam-
bands íslands em þessi orð komin
en félagið hefur undanfamar vikur
gengist fyrir söfnun til kaupa á
lækningatæki fyrir krabbameins-
deild Kvennadeildar Landspítalans.
Nú þegar hafa safhast tvær millj-
ónir króna hjá félagskonum en tækið
kostar þrjár og hálfa milljón. Tækið,
sem safnað er fyrir, er eftirhleðslu-
tæki fyrir innrigeislun leghál-
skrabbameins.
Flest kvenfélög ó landinu hafa lagt
þessu máli lið en betur má ef duga
skal. Nú er leitað til allra sem vilja
leggja sitt af mörkum. Framlög em
vel þegin og óskast send á gíróreikn-
ing nr. 528005.
-ÞG
ATHUGASEMD FRÁ
FLUGMÁLASTJÓRA
Vegna frétta á baksíðu DV í gær
30. janúar um það slys er lítil einka-
flugvél fórst suðvestur af landinu
viljum við undirritaðir, forstjóri
Landhelgisgæslunnar og flugmála-
stjóri, taka fram að mikil og góð
samvinna er milli Landhelgisgæsl-
unnar og Flugmálastjómar um öll
sameiginleg mól og á það einnig við
leit og björgun. Að lokinni hverri
leit fer fram gagnrýnin umræða um
atburðarás og í framhaldi af henni
reynt að lagfæra það sem betur mó
fara.
ógætileg og ónákvæm umfjöllun
blaðamannsins Kristjáns Más Unn-
arssonar er engum til góðs og getur
beinlínis skaðað það mikla og óeigin-
gjama starf sem íslenskir björgunar-
menn vinna. Þar sem þetta er ekki
í fyrsta skipti, sem við sjáum tilefni
til þess að gera athugasemdir við
vinnubrögð fréttamanns yðar,
K.M.U., viljum við skora á yður að
sjá til þess að vandaðri frágangur
verði á fréttameðferð hans fram-
vegis.
Við óskum eftir birtingu og yfirlýs-
ingu þessari í blað yðar.
Gunnar Bergsteinsson
forstjóri
Landhelgisgæslunnar
PéturEinarsson
flugmálastjóri
DV stendur við frétt sína.
Ritstj.