Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Qupperneq 5
DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986. 5 Stjórnmál Stjórnmál lega ó óvart að gamla „maskínan", sem á tímum Hannibalista var gjam- an nefnd „símabandalagið", skyldi fara í gang með „jafnofboðslegum hætti“ og raun varð á - ekki síst nú síðustu dagana. Fjöldinn allur af fólki úr þeim röðum væri í hringing- um, þar á meðal fjölmargir forystu- menn, enda auðfundið að þyngra væri fyrir með áróður fyrir Kirstínu og Össuri en óður var meðal gömlu flokksfélaganna. Aðalglæpurinn væri að leyfa sér þá ósvinnu að ætla sér að fella gamla forystumenn flokksins í prófkjöri. Slíkt gerðu menn barasta ekki. Einn nothæfur mælikvarði ó hit- ann í slagnum er hversu sumir þeir, sem ákafastir eru, hika lítt við að ófrægja keppinautana. Þannig tala sumir, sem telja fram- boð Kristínar og Össurar atlögu að forystu og grundvallarvinnubrögð- um í flokknum, um lýðræðiskynslóð- ina sem framsóknarmenn og krata og jafnvel „frjálshyggjupakk“. Sömuleiðis að það þurfi „að hreinsa þetta dót í burtu“ og „losa sig við meinið“. Á hinum vængnum gætir fyrirlitn- ingar á gamla valdakjamanum. Tal- að er um að fyrir forystuna sé megin- atriðið orðið varsla hagsmuna, ekki síst peningalegra. Setan í borgar- stjómarkerfinu sé sumum „gull- nóma“, eða hreinlega spurning um vel launaða atvinnu. Peningamenn séu orðnir sterkir í kringiun flokks- forystuna. Ummælum um Sigurjón sem „messagutta" eða „málaliða" hjá Davíð Oddssyni er óspart hamp- að og hann sagður dvergur eða peð við hlið borgarstjórans. Þá er sú gagnrýni á Sigurjón og aðra borgarfulltrúa flokksins áber- andi að þeir hafi engan veginn staðið sig í andstöðunni við Davíð Oddsson: séu litlausir og veikburða og það þurfi því nýtt og frískt fólk til þess að nó einhverjum árangri í kosning- unum í eumar. Hvernig fer? Mikil óvissa ríkir um úrslitin. Stuðningsmenn gömlu borgarfull- trúanna em yfirleitt mjög bjartsýnir: segja Sigurjón á grænni grein og Guðrúnu líklega til að fá „góða kosningu". Meiri vafi er um þriðja sætið að þeirra áliti. Hjá lýðræðiskynslóðinni er hins vegar ríkjandi það sjónarmið að það standi jám í járn og geti farið á hvom veginn sem er. Ef takist að fá' nógu marga nýja félága til að taka þátt í forvalinu þá geti Kristín og hennar stuðningsfólk enn unnið slaginn. En það er alls ekki víst að hreinar línur komi út úr forvalinu. Það em ýmsir sem hafa verulegar áhyggjur af slíkri útkomu og vilja því blandað- an lista. Sumir giska á að slíkir kjósendur kunni að vera 1-2 hundr- uð talsins. Þeir gætu ruglað röðinni vemlega. Forvalið gæti farið þannig, sagði einn viðmælenda, að niður- staðan yrði eins konar tilviljun sem stórir hópar yrðu mjög ósáttir við. Annar sagði: þetta gæti orðið mjög óvæntur, jafnvel snarbrjálaður, listi þar sem allir væm fangar. Fleira skondið getur gerst í próf- kjörinu. Kristín gæti þannig, ef hún nær ekki fyrsta sætinu, hrapað langt niður eftir listanum þar sem hún mun fyrst og fremst fá atkvæði í fyrsta sætið en lítið í önnur. Hér er ekki rúm til að rekja nánar forsögu þessara átaka eða tengsl þeirra við þau átök sem verið hafa í flokknum undanfarin misseri. En hitt er rétt að vekja athygli á að niðurstaðan hlýtur að hafa vemleg áhrif ó hvom veginn sem kosningin fer. Það er auðvitað meiriháttar pólitískur atburður ef Sigurjón tapar fyrir Kristínu. Það er ekki síður mikilvæg tilkynning til alþýðu- bandalagsmanna, í framhaldi af nið- urstöðu síðasta landsfundar, ef vara- formanni flokksins verður hafnað með afgerandi hætti. -ESJ. AFRAM Á þessu kjörtímabili hefur Siguröur E. Guömundsson, borgar- íulltrúi, haldið fram stefnu Alþýðuflokksins í borgarstjórn af reisn og festu. Hann hefur flutt þar mörggóð og athyglisverð mál, sem fengið hafa hljómgrunn. Allir sanngjarnir menn viðurkenna, að þrátt fyrir mjög þrönga og erfiða stöðu heíur honum tekist að halda vel á málum flokksins. í próíkjöri Alþýðuílokksins um næstu helgi er hann, að hinum ólöstuðum, sá frambjóðandi, sem býr yfir langmestri reynslu og þekkingu á borgarmálum. Án hennar má flokkurinn ekki vera. Sigurður er óhræddur við að hafa sjálfstæðar skoðanir og fylg- ja þeim eftir. Á slíkum manni þurfum við að halda. Vísum því flokksræðinu á bug. Munum að fólkið velur frambjóðandann. Prófkjörið fer íram laugardaginn 1. febrúar og sunnudaginn 2. febrúar kl. 13—19. KJOSUM REYNSLU OG ÞEKKÍNGU Kjörstaðir verða í lðnó uppi, fyrir þá sem búa vestan Snorra- brautar, Sigtún við Suðurlandsbraut fyrir þá sem búa austan Snorrabrautar en vestan Árbæjarhverfis og Breiðholts. Gerðuberg í Breiðholti fyrir íbúa í Breiðholti og Árbæjarhverfi. Kosningaskriístofa stuðningsmanna Sigurðar E. Guðmunds- sonar verður í veitingasalnum í Glæsibæ (uppi). Hún verður opin báða dagana kl. 10-19. Símar 68-88-70, 71,72, 73 og 74. ☆ Vinsamlegast kjósið snemma og látið kosningaskrifstofuna vita aí því sem fyrst. Hafið einnig samband ef einhverra upplýsinga eða aðstoðar er þörf. Hvert atkvæði vegur þungt í þessu prófkjöri Stuðningsmenn. 25. janúar — 2, febrúar Þú getur gert hörkugóð kaup á Álafoss-útsölunni. Þar færðu fallegar vörur á einstöku verði: Fatnað, band, værðarvoðir, gólfteppi, dúka, mottur, áklæði og gardínur. Opið alla virka daga frá kl. 13.00 til 18.00, á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10.00 til 18.00. ÓSA/SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.