Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Síða 15
DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986.
15
OFFITA ERFIST
Feitir foreldrar eignast feit böm.
Hvort einstaklingar verða grann-
vaxnir eða sverir á þverveginn
ákvarðast í ríkum mæli af erfðaeig-
inleikum.
Þetta eru í stórum dráttum niður-
stöður rannsókna dr. T.I.A. Sörens-
en, yfirlæknis við Hvidovre-sjúkra-
húsið í Danmörku. Hafa þær nýverið
birst í The New England Journal of
Medecine og vakið heimsathygli
innan læknastéttarinnar.
í samvinnu við bandaríska lækna
rannsakaði Sörensen 540 einstakl-
inga sem höfðu verið ættleiddir og
bar vigt þeirra og þróun þyngdar
saman við þyngd bæði fóstur- og
raunverulegra foreldra. Niðurstöð-
urnar urðu svo gott sem á einn veg
mörgum til undrunar:
Skýr samsvörun var á milli þyngd-
ar afkvæmanna og raunvemlegra
foreldra en engin tengsl var að finna
við fósturforeldrana í þessu sam-
bandi. Sörensen komst að því að ef
hjón, sem bæði eiga við offituvanda-
mál að stríða, eignast fimm börn þá
verða fjögur þeirra feit. Hins vegar
verða aðeins 14 prósent afkvæma
foreldra, sem ekki eiga við offitu-
vandamál að stríða, of feit. Þá komst
Sörensen einnig að því að offita hefur
slæm áhrif á heilsuna. -EIR
Þeim franska Pierre Cardin leist
sérdeilis vel á sovésku frúna Raisu
Gorbatsjov.
jpSIklæðnaö?
Tvöhundruð
ogáttatíu
milljón stykki,
takk!“
I helgarblaði DV birtist á dögun-
um frásögn af heimsókn Sovét-
mannsins Gorbatsjovs til Frakk-
lands og uppnáminu sem fylgdi í
lqölfarið varðandi eiginkonuna
Raisu. Hún reyndist ólík öllum
öðrum fyrrverandi eiginkonum
sovéskra ráðamanna og heimsótti
meðal annars helstu tískukónga
Parísarborgar. Yves Saint Laurent
og Pierre Cardin vöktu mikla hrifo-
ingu hjá frúnni og hún bauð þeim
samstundis í opinbera heimsókn til
Sovétríkjanna á þessu árl Báðir
þökkuðu fyrir sig með virktum og
í greininni spáði DV því að þeim
hagsýna Cardin myndi án efa takast
að selja Rússum allt mögulegt'
merkt Pieire Cardin - og það áður
en þeir næðu að snúa sér við eða
depla auga. Enda maðurinn upp-
haflega endurskoðandi sem síðar
lagði fyrir sig hönnun af öllu mögu-
legu tagi - frá saumnálum og fatn-
aði upp í þotur og tölvutækni.
Svertan var varla þurr á DV-ein-
takinu þegar nýjasta hefti News-
week barst hér inn á borð. Þar segir
frá því að Pierre Cardin hafi nú
þegar - áður en honum gafet tími
til heimsóknarinnar - selt til Sovétr
ríkjanna tuttugu og eina fiitalmu
sem framleidd verður í þrjátíu og
tveimur sovéskum verksmiðjum.
„Draumurinn er að klæða alla í
Sovét, þessar tvö hundruð og áttatíu
milljónir, og mér telst svo til að
okkur muni auðveldlega takast að
klæða fimm milljónir á næstu
tveimur árum“ Ekki er nokkur
vafi á að Pierre Cardin telst rétt til
og tekst ætlunarverkið eins og allt
annað sem hann hefur áður tekið
sér fyrir hendur. Hann bætir við að
sér hafi eklti til hugar komið að
hræða landsmenn með hreinrækt-
uðum Parísarstíl í fatnaðinum,
þama verður það klassíkin sem
gildir. Og þá höfom við það, félagar!
-baj.
Aftur skihim við góðum árangri
beint til faiþeganna
Samvinnuferðir-Landsýn braut blað í íslenskri
viðskiptasögu fyrir ári síðan og endurgreiddi farþegum
sínum á árinu 1984 hluta af ferðakostnaði þeirra. Ástæðan
var einföld; mun betri þátttaka í hópferðum sumarsins, og
um leið betri afkoma en bjartsýnustu menn gerðu ráð
fyrir. Þeir sem mynduðu umframtekjumar, farþegamir
sjálfir, vom látnir njóta góðs af.
Yrnsir létu hvarfla að sér að þama væri um að ræða
einnota auglýsingabrellu en aðrir veltu því fyrir sér hvort
vænta mætti framhalds á endurgreiðslum og þær yrðu
jafnvel árviss viðburður hjá Samvinnuferðum-Landsýn.
Við getum strax fuliyrt að svona leiðréttingar á
verðlagningu verði aldrei fastur liður í rekstrinum, en
spumingunni um það hvort endurgreiðsla væri
hugsanlega á dagskránni í ár, svömm við játandi. Okkur
er það sönn ánægja að geta jjakkað frábært samstarf við
íslenska ferðalanga á síðasta ári með því að
endurgreiða annað árið í röð!
Rekstrarhagnaður Samvinnuferða-Landsýnar af árinu
1985 er umtalsverður, eins og á árinu þar á undan. Stjóm
fyrirtækisins, sem skipuð er fulltrúum allra stærstu
launþegasamtaka landsins, tók því þá ákvörðun að
endurgreiða hópferðafarþegum síðasta árs samtals um 6
milljónir króna, eða 1.200 kr. fyrir hvem fullorðinn farþega
og kr. 600 fyrir böm. Þessi ákvörðun er í fullu samræmi
við hinar félagslegu forsendur ferðaskrifstofunnar og það
grundvallarmarkmið okkar að tryggja landsmönnum
öllum sem ódýrastar orlofsferðir til útlanda.
nýtum þessa fjármuni hinsvegar ekki aðeins til
endurgreiðslu. Þeir sem taka þátt í hópferðum okkar á
þessu ári munu einnig njóta góðs af hagstæðri afkomu,
vegna þess að hún hefur gert okkur kleift að staðgreiða
fyrir gistirými á áfangastöðum okkar, og þannig ná fram
verulegri verðlækkun umfram það sem annars hefði
orðið. Við nýtum því þetta fé á tvöfaldan hátt í þágu
viðskiptavina okkar- með lægra verði 1986 og með
endurgreiðslu til farþega 1985.
Form endurgreiðslunnar er með þeim hætti að allir
þátttakendur í hópferðum til Rimini, Grikklands, Rhodos,
sumarhúsa í Danmörku, sæluhúsa í Hollandi og
Dubrovnik í Júgóslavíu frá aukaafslátt á ferðum sínum í ár
sem nemur endurgreiðsluupphæðinni. Ef farjjegum
síðasta árs gefst ekki tækifæri til utanlandsferða í ár fá
þeir sömu upphæð greidda í reiðufé á tímabilinu frá 1.
september til 31. desember 1986. Við munum senda öllum
þátttakendum í ofangreindum hópferðum bréf með
nánari upplýsingum um endurgreiðsluna.
Það er okkur hjá Samvinnuferðum-Landsýn sérstök
ánægja að undirstrika á þennan hátt að hagsmunir okkar
og viðskiptavina okkar, sem flestir eru reyndar eigendur
fyrirtækisins, fara saman. Við vonumst til að viðleitnin
mælistvelfyrir.
framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SlMAR 21400 & 23727
ORLOFSHÚS Á SPÁNI
FYRIRTÆKI-STARFSMANNAFÉLÖG Frekari upplýsingar á skrifstofunni
Við komum til ykkar og kynnum þennan nýja að Laugavegi 28,2. hæð.
mttgnlelka. UMBOÐSSKRIFSTOFAN - Suomi Sun Spain - s. 622675.
JINGAÞJÓNUSTAN / SlA