Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Qupperneq 19
DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986.
19
Alfheiður Steinþórsdóttir.
ágætlega þótt honum séu ekki gefhar
neinar fyrirskipanir eða línur að fara
eftir.“
I prófinu er víða komið við.
DV-maðurinn er sagður þola gagn-
rýni sæmilega, enda hafi hann trú á
sjálfum sér og beri enga virðingu
fyrir valdsmönnum eða þeim sem
teljist hærra settir en hann.
„Ykkar maður hefur gaman af
hörðum umræðum," segir prófdóm-
arinn. „Kannski er hann stjóm-
málamaður - ef ekki í raun, þá í
hjarta sínu,“ segir dómarinn og spyr
síðan utan dagskrár: („Er tilrauna-
dýr DV kannski stjómmálamaður í
vemnni? Sé svo þá hefur hann góða
hæfileika sem slíkur - en jafhframt
slæman galla: hann hefur takmark-
aðan áhuga á öðm fólki!“).
Samstarfshæfileiki
Tilraunadýr DV komst eiginlega í
hann krappan þegar kom að þeim
hluta prófsins sem fjallaði um sam-
starfshæfileika. Prófdómarinn hafði
fundið það út að DV-maðurinn væri
sérlega sjálfstæður persónuleiki og
gengi best að starfa einn og án af-
skipta yfirboðara eða samstarfs-
manna. En þegar samstarfshæfileik-
inn var prófaður sérstaklega kom í
ljós, að hann var umtalsverður.
„Maðurinn er tilfinninganæmur,
þráir nánd við annað fólk, þótt hann
vilji fyrst og fremst vera „hann sjálf-
ur“. Trúlegast er að honum láti vel
að leika ýms hlutverk," sagði dómar-
inn. „Hann hefur næma kímnigáfu.
Og sú gáfa er afl í sjálfu sér. Maður
ykkar nær athygli þegar hann vill
það við hafa, en er oftast ánægður
einn og „með sjálfum sér“. Hann vill
helst þekkja aðra vel áður en hann
opnar sig fyrir þeim.
DV-maðurinn þolir vel ósætti og
tekst á við streitu hvers dags án
óþæginda. Og hann þolir vel að hafa
mikið að gera, enda er heilsan góð.“
- Þetta síðasta varðandi heilsuna
fannst DV-manninum merkileg at-
hugasemd, því engin læknisskoðun
átti sér stað.
„Maðurinn heldur lengst af ró
sinni. Hann gleymir ekki auðveld-
lega sé gert á hluta hans. Og skaps-
munimir eru stundum sveiflukennd-
Niðurstaða
Prófdómarinn dregur síðan álykt-
anir af frammistöðu þess sem prófið
tekur - og setur þær þannig fram að
vinnuveitandi eða sá sem ætlar að
ráða viðkomandi til þýðingarmikilla
starfa á að geta myndað sér skoðun
á manninum eða gert sér mynd af
þeim persónuleika sem hann ætlar
að trúa fyrir mikilsverðu starfi.
Við bárum hugmyndina um per-
sónuleikapróf undir ýmsa sálfræð-
inga, ráðningarstjóra og aðra sem
skipta sér af mannaráðningum.
Sumir ráðningarstjóranna vildu
ekkert af slíkum prófum vita, sögðu
þau aðeins „söluvaming sálfræð-
inga“, en aðrir héldu þvi fram að
svona próf væru bara af hinu góða.
- Við setjum ekki okkar umsækj-
endur í persónuleikapróf, sagði sál-
fræðingur einn sem starfar fyrir
þekkta ráðningarþjónustu í Reykja-
vík. - En við hæfnisprófum fólkið,
teljum það árangursríkara.
En raunar telst persónuleikaprófið
jafnframt hæfnispróf. Ráðningar-
stjóri einhvers stærsta fyrirtækisins
á íslandi (auk hins opinbera) sagði
að persónuleikaprófin væru það sem
koma skyldi. Og trúlega er eitthvað
til í því - ríkisstofiianir em að
minnsta kosti famar að nýta sér
þjónustu sálfræðinga og setja um-
sækjendur í persónuleikapróf.
-GG
ilýtt númer
Frúogmeð l.febrúar
höfum víð nýtt símanúmer,
6 er bætt framan við
gamla númerið.
Dreifingarmiðstöö matjurta
Síðumúla34
Sími 681600
Þarftu að se/ja bfí?
Bílar óskast
SMÁ-AUGLÝSING í DV
GETUR LEYST VANDANN.
SMÁAUGLÝSINGADEILD -
ÞVERHOLT111 - SÍMI27022.
Bílar til sölu
I NÝTT I
umboð
á íslandi,
Skeifunni 8
Sími
68-88-50
í
★
★
★
i
I
Dráttarbeisli
VARAHLUTAVERSLUNIN
á Volvo 240/740,
Mazda, Daihatsu
og 40 aðrar gerðir. Original festingar með
bolturn og öllu. Auðveld og fljótieg ásetn-
ing fyrir ieikmann.
SIÐUMULA 3
BMll
^2^37273
Sendum um altt land.
★★-K-H-H-K-k-it-ic-Wr-lt-K-k-fc-K-tc-Mc-fc-lc.*
0