Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 35
DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986.
35
Þetta eru
öndvegis
súlur
Það gladdi hjarta mitt þegar ég
frétti að fyrir dyrum stæði að reisa
öndvegissúlur við borgarmörk
Reykjavíkur. Mér datt strax í hug
að nú væru þjóðlega þenkjandi
menn sestir að á vísum stað. Eg sá
fyrir mér þá tíð að þjóðrækni og
góðir siðir yrðu hafðir í fyrirrúmi
í borginni okkar, íhaldsmeirihlut-
inn félli eins og skotinn fugl og
Davíð færi að selja blöð niðri á
Torgi, sér til lífsframfæris, því að
í þessu nýja þjóðfélagi yrði réttlæt-
inu fullnægt.
En allir draumar og öll gleði var
á burt þegar ég ók fram hjá „önd-
vegissúlunum". Plastdrasl! Þrí-
hyrnd neonljósaauglýsing!
Öndvegi
Orðið öndvegi (öndugi kemur
einnig fyrir í fornu máli) þýðir
hásæti. Um uppruna orðsins er
margt á huldu og deildar meining-
ar. Heyrt hef ég þá skýringu að
orðið hafi upphaflega verið notað
yfir þann stað sem var öndverður
við hinn æðsta, merkt hinn óæðri
stað í húsi, en hafi síðan fengið
andstæða merkingu og farið að
merkja sjálft hásætið. Þá var einn-
ig farið að tala um óæðra öndvegi.
Öndvegissúlur hafa menn haft í
öndvegi sínu, ef til vill beggja
vegna hásætisins.
Sá var siður fornmanna að kasta
súlum í sjó og láta vísa sér til
lands. Þannig segir í Landnámu
um hingaðkomu Ingólfs: „Þá er
Ingólfr sá ísland, skaut hann fyrir
borð öndvegissúlum sínum til
heilla. Hann mælti svó fyrir, at
hann skyldi þar byggja, er súlurnar
kæmi á land.“
Ekki nennti Ingólfur að leita
spýtna sinna sjálfur en sendi þræl-
ana, Vífil og Karla. Þeir fundu trén
rekin „við Arnarhvál fyrir neðan
Heiði.“ .
Þar byggði Ingólfur bæ sinn og í
Landnámu segir: „Hann bjó í
Reykjavík. Þar eru enn öndvegiss-
úlur þær í eldhúsi."
Nú er fyrir löngu búið að farga
súlunum góðu og mætti það vera
áminning þeim sem aldrei geta séð
gömul hús í friði. Hugsið ykkur ef
súlurnar væru enn til og við þyrft-
um ekki að berja augum plast-
draslið við borgarmörkin.
Af þrælunum Vífii og Karla er
það að segja að Vífill byggði bæ
að Vífilstóttum en Karla leist illa
á Reykjavík. Varð að orði: „Til ills
fórum vér um góð héruð, er vér
skulum byggja útnes þetta.“ Að svo
mæltu varð hann fyrstur manna til
að flýja Reykjavík, sem reyndar er
stundum kölluð Reykjarvík.
Öndvegi sem forskeyti
Orðið öndvegi hefur einnig eins
og öllum er kunnugt fengið merk-
inguna ágætis- og er þá notað sem
forliður og haft í eignarfalli. Dæmi
um þetta eru orðin öndvegistíð,
öndvegisbók, öndvegisverk o.s.frv.
Og nú nýlega hefur nýtt skotið
upp kollinum þegar Útvegsbank-
inn auglýsir innlánsreikning sinn
undir nafninu öndvegisreikningur.
Og í framhaldi af því...
En hverfum frá öndvegi og Út-
vegsbanka og látum frjáls hug-
renningatengsl færa okkur ný
viðfangsefni upp í hendurnar.
Og þá verða fyrir okkur orðin
rán, að ræna, þjófur og að stela.
Rán og ræna eru skyld orð. Sögn-
in hefur myndast af nafnorðinu
með i-hljóðvarpi, (á) (æ). Bæði þessi
orð koma fyrir i öðrum Norður-
landamálum, til dæmis i dönsku,
ran og rane. Af því að þessir orð-
stofnar koma ekki fyrir í öðrum
málum kallast þau samnorræn.
Öðru máli gegnir um stela og
þjófur. Sömu stofnar koma fyrir í
dönsku (stjæle, tyv), ensku (steal,
thief) og þýsku (stehlen, dieb).
Bæði orðin rekja rætur sínar til
gotnesku. Þar eð þau koma fyrir í
öllum germönskum málum kallast
þau samgermönsk.
En ekki eru öll kurl komin til
grafar. Samkvæmt upprunaskýr-
ingu í ensk-enskri orðabók gæti
stela verið komið af gríska orðinu
sterein(= svipta, stela).
En um það ætla ég ekki að hafa
nein orð.
Sagnirnar að stela og ræna eru
samheiti þótt þær þýði ekki ná-
kvæmlega það sama. Til að mynda
stelur enginn banka þótt sumir víli
ekki fyrir sér að ræna þá.
í Orðabók Menningarsjóðs er
munurinn skýrður á þann veg að
stel'a merki leynilegan verknað en
þegar rænt er þá fylgi ofbeldi.
Frá því segir i Egilssögu að Egill
r
Islensk tunga
Eiríkur Brynjólfsson
sigldi hafskipi um strendur Noregs
og gerði strandhögg. Þeir heim-
sóttu meðal annars Kúrland og
áttu viðskipti við Kúri sem voru
tiltölulega heiðarlegir útvegs-
bændur þar um slóðir. Þeir ætluðu
að því loknu að ræna Kúri en voru
teknir fastir og hafðir í haldi yfir
nótt því Kúrir vildu frekar drepa
þá í björtu og sjá þá þjást. En Agli
héldu engin bönd, hann nagaði þau
sundur,. frelsaði aðra menn úr prí-
sund og fór á brott eftir að hafa
látið greipar sópa.
Á leið til skips fékk hann sam-
viskubit og sagði: „Þessi ferð er
allill og eigi hermannleg. Vér höf-
um stolið fé bónda, svo að hann
veit eigi til. Skal oss aldregi þá.
skömm henda. Förum nú aftur til
bæjarins og látum þá vita, hvað
titter."
Hetjan snýst síðan á hæli, hleyp-
ur til bæjarins, kveikir í húsinu,
heggur þá sem reyna að flýja og
brennir alla inni.
Hverfur siðan til skips með
hreina samvisku, hann hafði
hreinsað sig af skömminni, hann
hafði rænt en ekki stolið.
Ég læt síðan lesendum eftir að
dæma hvaða aðferð þeir menn nota
nú á dögum sem mestu stela.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Félagsmálastofnun Reykjavíkur óskar eftir að taka
húsnæði á ieigu fyrir unglingastarfsemi.
Umerað ræða:
1. Skrifstofuhúsnæði þar sem koma mætti fyrir 3
skrifstofuherbergjum, aðstöðu fyrir ritara og bið-
stofu, auk kaffistofu, salernis og sameiginlegs rýmis.
2. Ibúðir eða skrifstofuhúsnæði, ca 100m2, með
einu stóru herbergi og tveim minni auk eldhúss og
salernis.
Hvort tveggja þarf að vera staðsett í mið- eða vestur-
bæ Reykjavíkur.
Upplýsingar í síma 621611 frá kl. 13.00-15.00.
Kerfisfræðingur
Óskum að ráða kerfisfræðing til starfa í Skýrsluvéla-
deild.
Starfið felst í vinnu við nýja IBM 4361 tölvusam-
stæðu, notkun VM stýrikerfis, CICS sívinnslukerfi,
VSAM skráavinnslu og forritunarmálin COBOL,
CPG og RPG II. Auk þess erum við með nokkrar
PC-tölvur. Jafnframt tökum við í notkun á næstunni
SOL/DS gagnagrunn og fjórðukynslóðarmálið
CSP.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar hjá Starfs-
mannahaldi, Ármúla 3, sími 681 411.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ARMÚLA3 SÍMI81411
Seljum I dag
Saab 99 GL árg. 1980, 4ra dyra,
rauður, beinskiptur, 4ra gíra, ek-
inn 90 þús. km, mjög góður og
fallegur bill, skipti á ódýrari mögu-
leg. Verð kr. 285.000,-
Saab 900 GLS árg. 1982, 5 dyra,
dökkblár, sjálfskiptur, ekinn 61
þús. km. Góðurbill.
Saab 900 GLS árg. 1982, 5 dyra,
Ijósblár, sjálfskiptur, ekinn 61 þús.
km, mjög góður bill, skipti á ódýr-
ari möguleg. Verð 430.000,-
Saab 900 GL árg. 1983, 4ra dyra,
Ijósdrapp, beinskiptur, 4ra gíra,
ekinn 56 þús. km. Góður bill. Verð
kr. 485.000,-
Saab 900 GLE árg. 1982, 4ra dyra,
blágrár, sjálfsk. + vökvastýri,
topplúga, litað gler, rafmagnslæs-
ing o.fl. Verð kr. 490.000,-
Saab 99 GL árg. 1983, 4ra dyra,
Ijósdrapp, beinskiptur, 5 gira, ekinn
SOþús. km. Góðurbill.
Opið laugardag kJ_ 13—17.
TÖGGURHF.
UMBOÐ FYRIR SAAB OC SEAT
BÍLDSHÖFÐA16, SlMAR 81530-83104