Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Qupperneq 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986
Stjórnmál Stjórnmál
„Guðmundur varð út-
undan í skotbardaganum”
—segir Ásmundur Stefánsson um afhroð
Guðmundar Þ Jónssonar íforvali Alþýðubandalagsins
„Það er vissulega ósigur að falla
þetta langt niður eins og Guð-
mundur Þ. Jónssson gerði í for-
valinu.,“ sagði Ásmundur Stefáns-
som, forseti ASÍ, í viðtali við DV.
Hann studdi ásamt öðrum forystu-
mönnum innan verkalýðshreyfing-
arinnar Guðmund Þ. Jónsson borg-
arfulltrúa í þriðja sæti í forvali
Alþýðubandalagsins. Guðmundur
féll hins vegar niður í 12. sæti.
„í þessu forvali var slegist hart í
djúpum skotgröfum. Ég held að
Guðmundur hafi orðið út undan í
þessum skotbardaga. Þá voru
margir sem stefndu í þriðja sætiö
þannig að sóknin í það sæti var
mjög hörð.
Það er einnig rétt að benda á að
einn úr verkalýðshreyfingunni,
Tryggvi Þór Aðalsteinsson, komst
í fimmta sætið í forvalinu. Svo er
Sigurjón Pétursson ekki með öllu
ókunnur verkalýsðmálum,“
- Var verkalýðsforystan ekki
mótfallin framboði Tryggva?
„Nei, alls ekki. Við mæltum
reyndar með Guðmundi í þriðja
sætið. Og ég tel að flestir, sem kusu
Guðmund, hafi kosið Tryggva í
íjórða eða fimmta.
Ég hefði kosið að þessi listi hefði
litið öðruvísi út. Þetta er samt
niðurstaðan og ég óska honum
framgangs í baráttunni við meiri-
hlutann í borgarstjóm," sagði
Ásmundur.
APH
Ásmundur Stefánsson, forseti Al-
þýðusambands íslands.
„Reglurnar um forvalið hæpnar”
— segirGuðmundurÞ Jónsson
„Ég hef engar ákveðnar skýring-
ar á þessu. Mér finnst samt regl-
urnar um forvalið vera nokkuð
hæpnar. Það fór greinilega fram
smölun fyrir forvalið. Á nokkrum
dögum gengu um 450 manns í
flokkinn, að megin hluta skóla-
krakkar. Það er engin trygging
fyrir því að þetta fólk eigi eftir að
starfa eða styðja flokkinn," sagði
Guðmundur Þ. Jónsson, núverandi
borgarfulltrúi Alþýðubandalags-
ins, sem fór heldur illa út úr forval-
inu. Hann féll úr íjórða sæti niður
í 12. sæti. Setu hans í borgarstjórn
er því greinilega lokið að sinni.
Hann hefur setið þar í ein 8 ár.
„ Þetta voru reglur sem voru
samþykktar fyrir forvalið og lítið
við því að segja núna. En niður-
stöðurnar eru greinilega afleiðing
af þeím. Eldri félagar taka ekki
mjög virkan þátt í kosningunni og
úrslitin ráðast því af þessu fólki
sem smalað var í flokkinn á síðustu
stundu. Og það þykir mér nokkuð
valtfylgi.“
- Er þetta ekki ósigur fyrir verka-
lýðsforystuna sem studdi þig?
„Ég sé ekki ástæðu til að túlka
niðurstöðumar á þann veg. í þess-
um málum skiptast alltaf á skin og
skúrir,“ sagði Guðmundur.
APH
Guðmundur Þ. Jónsson, borgar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins, sem
féll niður í 12 sæti í forvali í Reykja-
vík.
Stjórnmál
Sigurður E. Guðmundsson, borgar-
fulltrúi Alþýðuflokksins, sem nú féll
íprófkjöri.
Ég neita því ekki að ég var svolítið
skotinn i Bryndísi í öðru sætinu,
sagði Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins.
„Heff haft
annað við
tímann
að gera”
—segir Jon Baldvin um ummæli
Sigurðar L Guðmundssonar
Sigurður E. Guðmundsson, borgar-
fulltrúi sem féll í prófkjöri Alþýðu-
flokksins, er gramur út í flokksfor-
ystuna í Alþýðuflokknum og segir
að hún hafi unnið gegn sér leynt og
ljóst allt síðasta ár.
„Ef hann á við mig með orðinu
flokksforysta þá hef ég haft annað
við tímann að gera,“ sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson, formaður flokks-
ins, er þessi ummæli voru borin undir
hann.
„Afskipti mín af prófkjörinu voru
þau eina að hvetja menn til þátttöku
og gefa kost á sér til þess að kjósend-
ur hefðu eitthvert val. Ég neita því
hins vegar ekki að ég var svolítið
skotinn í Bryndísi í öðru sætinu.
Hennar framboð var, eins og Sigurð-
ur veit, ekki stefnt gegn honum,“
sagði Jón Baldvin. - APH
I dag mælir Dagfari___I dag mælir Dagfari___Idagmælir Dagfari
Eftir því sem fleiri skoðanakannan-
ir eru gerðar um úrslit borgar-
stjórnarkosninganna í vor fjölgar
borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks-
ins. Nú sýna síðustu kannanir að
Sjálfstæðisflokkurinn fengi þrettán
fulltrúa af þeim fimmtán sem skipa
borgarstjórnina. Sennilega fer
íhaldið að sjá eftir því að hafa lagt
til að borgarfulltrúum verði fækk-
að eftir næstu kosningar. Annars
hefði allur listinn komist að!
Þetta sívaxandi fylgi er auðvitað
Davíð borgarstjóra að þakka. Sjálf-
ur getur Davíð þakkað söngrödd
sinni og sviðsframkomu, enda er
talið að hann hafl bætt við sig
nokkur þúsund atkvæðum eftir
sjónvarpsþáttinn Á líðandi stundu.
Það er nefnilega áhrifameira í pól-
itíkinni að syngja sig inn í hjörtu
kjósenda heldur en að segja eitt-
hvað af viti. Það tekur enginn eftir
því hvort sem er.
Ekki er þar með sagt að Davíð
segi aldrei neitt af viti. Það kemur
áreiðanlega fyrir og sögur herma
að hann hafi að minnsta kosti allt
vit fyrir öðrum borgarfulltrúum.
Er nú svo komið að Reykvíkingar
hafa litla sem enga hugmynd um
aðra frambjóðendur eða borgar-
Menntað einveldi
fulltrúa og hirða ekki um að leggja
nöfn þeirra á minnið. Davíð ræður.
Ef lagður er hornsteinn í nýja
byggingu mætir Davíð. Ef bridge-
hátíð er opnuð spilar Davið fyrsta
spilinu. Ef nýjum útvarpsþætti er
hleypt af stokkunum segir Davíð
fyrsta brandarann. Ef nýtt almenn-
ingssalerni er vígt, kastar Davíð.
í siðustu viku var haldinn aðal-
fundur i fulltrúaráði sjálfstæðis-
félaganna. Þar flutti Davíð að sjálf-
sögðu aðalræðuna. Er það ekki í
frásögur færandi, heldur hitt hvað
hann sagði í ræðunni. Borgarstjór-
inn fór nokkrum orðum um vænt-
anlegar kosningar og stjórnmála-
ástandið yfirleitt pg komst að lok-
um að þeirri niðurstöðu að próf-
kosningar væru til óþurftar. Lagði
hann beinlínis til að Sjálfstæðis-
flokkurinn legði þennan óvana
niður og raðaði á framboðslistann
eins og hentaði. Það er að segja
eins og Davíð hentaði.
Almennt hafa flokkarnir talið sér
til tekna að efna til prófkosninga.
Þannig hafa þeir höfðað til almenn-
rar þátttöku og leyft fylgismönnum
sinum að halda að þeir ráði ein-
hveiju í flokknum. Prófkosningar
hafa sem sé verið vottur af lýðræði
sem að öðru jöfnu hefur átt i vök
að veijast. Ef miðað er við borgar-
stjórnarmeirihlutann hefur lýð-
ræðið verið takmarkað við þaó að
borgarfúlltrúar ihaldsins hafa feng-
ið að rétta upp höndina þegar Davíð
hefur gefið merki. Þetta virðist
hafa gefist vel. Að minnsta kosti
hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei
notið slíks kjörfylgis sém nú, sam-
anber síðustu skoðanakönnun.
Einu leifarnar af lýðræðinu, sem
snúa að hinum almenna flokks-
manni, eru málamyndaprófkosn-
ingar þar sem Davíð borgarstjóri
fær rússneska kosningu hvort sem
er. Til hvers ættu menn að vera að
púkka upp á svona húmbúgg, sem
skiptir þar að auki engu máli eftir
að listinn nær allur kosningu og vel
það?
Það er auðvitað alveg rétt hjá
Davíð að nú er kominn tími til að
leggja niður prófkosningarnar. Þar
með þurfa menn ekki lengur að
vera að þvælast með eitthvert lýð-
ræði sem breytir engu til eða frá í
borg Davíðs. Spurningin er jafnvel
sú hvort borgarstjórnarkosning-
arnar eru ekki sjálfar óþarfar þegar
í ljós kemur að reykvískir kjósend-
ur hafa ekki áhuga á neinum lista
nema þeim sem Davið skipar.
Borgarbúar munu þá búa við
nokkurs konar menntað einveldi
sem hentar vel í samfélagi þar sem
aðeins einn maður er frambærileg-
ur og er sjálfúr á móti kosningum.
Dagfari