Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Síða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I
Grundarstíg 11, þingl. eign Þórs Jenssonar, fer fram eftir kröfu Lands-
banka islands og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag
6. febrúar 1986 kl. 10.45.
Borgarfógetaembættið I Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I
Suðurhólum 6, þingl. eign Helga Loftssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs
Gústafssonar hdl. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtu-
dag 6. febrúar 1986 kl. 13.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 120., 124. og 127. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta
í Suðurhólum 26, þingl. eign Hannesar Guðnasonar fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Hafsteins Sigurðssonar hrl. og Veðdeildar
Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudag 6. febrúar 1986 kl. 14.45.
Borgarfógetaembættið I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta I Krummahólum 2, þingl. eign Sigrúnar I. M.
Þorsteinsdóttur, fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl., Björns Ól.
Hallgrímssonar hdl„ Atla Gíslasonar hdl„ Þorvaldar Lúðvíkssonar hrl„
Veðdeildar Landsbankans, Skúla Pálssonar hrl., Ólafs Gústafssonar hdl„
Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Ólafs Thoroddsen hdl. og Útvegsbanka ís-
lands á eigninni sjálfri fimmtudag 6. febrúar 1986 kl. 15.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 109. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984, 3. og 17.
tölublaði þess 1985 á eigninni Norðurtúni 6, Bessastaðahreppi, þingl.
eign Andreasar Bergmann, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka islands,
Veðdeildar Landsbanka islands og Sigurðar G. Guðjónssonar hdl. á eign-
inni sjálfri föstudaginn 7. febrúar 1986 kl. 15.00.
Sýslumaðurinn I Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 109. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984, 3. og 17.
tölublaði þess 1985 á eigninni Marargrund 4, Garðakaupstað, þingl. eign
Rúnars Daðasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Garðakaupstað,
Landsbanka íslands og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri
föstudaginn 7. febrúar 1986 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 109. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984, 3. og 17.
tölublaði þess 1985 á eigninni Vélaverkstæði, lóð úr landi Lyngholts,
Garðakaupstað, þingl. eign Sigurðar Sveinbjörnssonar, fer fram eftir kröfu
Iðnþróunarsjóðs og Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri
föstudaginn 7. febrúar 1986 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Bygggörðum 5, Seltjarnarnesi, þingl. eign
Kvikk sf„ fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. febrúar 1986 kl. 17.15.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Flugubakka 6, 1/6 hluta, merkt 6, Mosfells-
hreppi, þingl. eign Kristins Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudag-
inn 7. febrúar 1986 kl. 17.00.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Skólabraut 19, n.h„ Seltjarnarnesi, þingl. eign
Lúðvíks Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 7. febrúar 1986
kl. 15.45.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 36., 39. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
ms. Guðmundi Kristni SH 404, þingl. eign Pólarsíldar hf„ fer fram skv.
kröfu Atla Gíslasonar hdl„ Jóns Ólafssonar hrl. og innheimtumanns ríkis-
sjóðs við skipið í Fáskrúðsfjarðarhöfn þriðjudaginn 11. febrúar 1986 kl.
11.00.
Sýslumaðurinn I Suður-Múlasýslu.
Matarkostnaðurinn upp úr öllu valdi
Það er mun hærri tala heldur en
kom út úr okkar reikningum fyrir
árið 1985, en það reyndist vera tæp-
lega 4 þús. kr. að meðaltali, eða svip-
að og bréfritari var með árið áður.
En bréfið heldur áfram:
„Ég trúi hreinlega ekki þessum
lágu tölum í mat og hreinlætisvörum
hjá fólki. Ég býst heldur ekki við að
neinn trúi mínum háu tölum, en þær
eru samt réttar.
„Nokkrar línur vegna þess að
upphæðin á seðlinum er allhá, segir
m.a. í bréfi frá Guðrúnu. Hún er með
rúml. 8500 kr. í matar- og hreinlætis-
vörukostnað á mann í desembermán-
uði.
„Það var aukafjölskylda hjá okkur
um jólin í tíu daga. Þá keyptum við
Qögur nagladekk og bensínkaup fóru
í 7 þúsund kr., meira en venjulega.
Svo voru greiddir skattar og annað
uppgjör sem tilheyrir áramótunum.
Sendi ykkur bestu nýársóskir og
vona að heimilisbókhaldið haldi velli
því okkur finnst það ómissandi."--
A.Bj.
F ramleiddar hafa verið yfir 700 þúsund fernur af ávaxtagrautum frá því framleiðsla þeirra hófst á miðju ári 1984.
DV-mynd GVA.
Sykurskertir grautar
Meira og minna tilbúnir réttir eru
orðnir daglegt brauð í matvöruversl-
unum á íslandi. Nú þurfa matvörurn-
ar einnig að uppfylla ýms skilyrði -
ekki síst að ekkert má vera fitandi í
dag.
Eitt af því eru grautarnir frá Aldin
sem nú eru framleiddir með gervi-
sætuefninu nutrasweete. Þannig
innihalda sykurskertu grautarnir
ekki nema 24 hitaeiningar í 100 gr.
Á markaðinn eru komnir jarðar-
berja-, apríkósu-, sveskju-, epla- og
rifsberjagrautar. Sykurskertu
pakkningarnar eru auðkenndar með
bláum toppi, auk merkinganna.
Sykurskertu grautarnir eru um 20
kr. dýrari en hinir grautarnir. Sem
dæmi má nefna að sætur jarðarberja-
grautur kostar 64 kr. en sykurskert-
ur jarðarberjagrautur 82,50.
Aldin hóf grautarframleiðsluna í
júní 1984 og hafa síðan verið fram-
leiddar tæplega 700 þúsund fernur.
„Þetta er fyrsti grauturinn sem
framleiddur er með nutrasweet sætu-
efninu. Einn af forstjórum Nutras-
weet smakkaði á sveskjugraut á
sýningu erlendis. Honum þótti
grauturinn svo góður að hann lauk
við heila fernu!“ sagði Óskar Þor-
móðsson dreifingarstjóri Aldins hf.
er DV ræddi við hann um sykur-
skertu grautana.
Óskar sagði að það væri stefna
fyrirtækisins að framleiða sykur-
skertar vörur og nutrasweet væri
sérlega gott til að sæta með ávexti.
Hann sagði einnig að þetta efni væri
viðurkennt í Bandaríkjunum. Þegar
það var lagt fyrir hæstarétt Banda-
ríkjanna í 124. skipti var málinu
vísað frá á þeirri forsendu að það
væri búið að viðurkenna efnið 123.
sinnum í réttinum!
Nutrasweet sagði Óskar að væri
unnið úr efnum úr ríki náttúrunnar
sem líkaminn brýtur niður. -A.Bj.
Langt yfir landsmeðaltalinu
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég
sendi ykkur heimilisbókhaldið mitt.
Og það munar þá um það,“ segir
m.a. í ágætu bréfi frá húsmóður á
Austurlandi.
Hún sendi okkur greinargott upp-
gjör á heimilisbókhaldinu fyrir árin
1984 og 1985. Árið 1984 var hún með
tæpar 4 þús. kr. í mat og hreinlætis-
vörur að meðaltali á mann yfir allt
árið. Samsvarandi tala íyrir sl. ár er
7500 kr.
Ég er bara með algengan mat, en
ekkert sérstakt. En ég reyki. Keypti
að vísu hálft naut í frystikistuna í
september. En ég kaupi oft stórt í
einu í kjöti en það deilist út á árið
svo það ætti ekki að breyta meðaltal-
inu yfir árið hjá mér.
Ég ætla að halda heimilisbókhald-
inu áfram,“ segir að lokum í bréfinu.
Við þökkum kærlega þetta grein-
argóða bréf.
Lágu tölurnar eru ótrúlegar, við
viðurkennum það, en við getum ekki
rengt þær tölur sem okkur eru
sendar. Þær eru of líkar víðs vegar
að af landinu til þess að þama geti
verið um verulega skekkju að ræða.
Hins vegar finnst mér að kostnaður
vegna reykinga eigi ekki heima í
reikningsskilum fyrir „mat og hrein-
lætisvöm", eins og virðist vera hjá
bréfritara. -A.Bj.
Raddir neytenda Raddir neytenda
Neytendur Neytendur Neytendur