Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Síða 16
16 DV. ÞRIÐ JUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Bogdan slökkti Ijósin ! í háifleik „Það kom vel fram í þessum leik hversu mikill líkamlegur munur er á íslenska liðinu og því pólska. Þetta var fjórði leikur Pólverja á fjórum dögum og fyrir þá er þetta ekkert mál. Það er hins vegar vandamál fyrir okkur,“ sagði Bogdan Kowalc- zyk landsliðsþjálfari eftir leikinn gegn Pólverjum í gærkvöldi. Bogdan var langt frá þvi að vera ánægður með leik íslenska liðsins í gærkvöldi og getur það ekki komið á óvart. í leikhléi tók Bogdan það 33,3% nýting Leikuríslandsog Póliandsítölum Leikur íslenska liðsins i gær- kvöldi gegn Pólverjum olli mikl- um vonbrigðum. Íslenska liðið fékk 48 sóknir í leiknum og skor- aði aðeins 16 mörk sem gerir aðeins33,3% nýtingu. • Kristján Arason skoraði 5 mörk í 12 skotum, 5 varin og 2 framhjá, ein línusending, eitt fiskað víti og einum bolta tapað. • Páll Ólafssonskoraði 3 mörk úr 5 skotum (2 víti), 2 varin, tveimur boltum tapað og einn unninn. • Sigurður Gunnarssonskoraði 3 mörk úr 9 skotum, 4 varin og 2 framhjá, einum bolta tapað. • Atli Hihnarsson skoraði 1 mark úr 4 skotum, 2 varin og 1 framhjá, 4 boltum tapað. • Steinar Birgissonskoraði 1 mark úr 3 skotum, 1 varið og 1 framhjá. • Guðmundur Guðmundsson- skoraði ekkert mark úr 1 skoti sem var varið, tveimur boltum tapað og eitt fiskað víti. • Bjarni Guðmundssonskoraði 2 mörk úr 5 skotum, 3 varin og eitt fiskað víti. • Þorbjörn Jensson skoraði 1 mark úr einu skoti og fiskaði 1 víti. • Jakob Jónsson skaut einu skoti og það var varið. • Einar Þorvarðarson varði 10 skot í leiknum og Brynjar Kvaran 2. -JKS/SK j IR-sigur í kvennakörfu Um siðustu helgi léku ÍR og ÍS í 1. deild kvenna í körfuknattleik og sigraði ÍR með 42 stigum gegn 38 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 23-21, ÍRívil. ÍS komst í 2-9 og var það í eína skiptið í leiknum sem liðið var: yfir í öllum leiknum. ÍR-stúlk- urnar tóku síðan leikinn í sinar hendur og var munurínn 4-8 stig allan leikinn. ÍR-Iiðið var mjög I jafnt í þessum leik og liðið barð- ist vel. Hjá ÍS var Helga Friðriks- dóttir langbest. Stig ÍR: Guðrún I 10, Fríða 8, Vala 7, Þóra 6, Daddý 4, Sóley 3, Sigríður 2 og Hildi- $ gunnur 2. Stig ÍS: Helga 18, f IRagnhildur 8, Kristín 4, Kolbrún I 2, Anna Björk 2, Hanna 2 og * IVigdís 2. | * -hhJ til bragðs að slökkva Ijósin í bún- ingsklefa íslenska liðsins og sátu leikmenn í myrkri allt leikhléið. „Ég gerði þetta til þess að leikmenn ættu auðveldara með að ná upp ein- hverri einbeitingu fyrir síðari hálf- leikinn," sagði Bogdan og hélt áfram: „Það vantar mun meiri einbeitingu í liðið. Við misnotuðum sex dauða- færi í þessum leik og þrjú víti. Leikur liðsins er ennþá allt of gloppóttur en það má ekki gleyma því að Þorgils Óttar lék ekki með í síðustu leikjum en hann hefur verið mjög góður í vetur,“ sagði Bogdan. -SK. Islandsmet í USA hjá Jónu Björkí60 m Á frjálsiþróttamóti innanhúss í San Jose í Kaliforníu 12. janúar setti Jóna Björk Grétarsdóttir, Ármanni, ís- Iandsmet i 60 m hlaupi, 7,73 sek. Egill Eiðsson, UIA, hljóp 400 m innanhúss í Dortmund 19. janúar á 49,4 sek., þriðji besti tími íslendings. Erlingur Jóhannsson, UBK, hljóp í Osló á 50,10 sek. Á fijálsiþróttamóti innanhúss nýlega í Alabama stökk Bryndís Hólm, ÍR, 5,79 m i langstökki og 1,62 m í hástökki innanhúss. Á Danmerkurmeistaramótinu í frjálsum iþróttum innanhúss 18. jan- úar kepptu 46 hlauparar í 60 m hlaupi, þar af 14 Svíar. Stephan Burhart, Sviss, sigraði á frábærum tima, 6,77 sek. 2. Peter Regli, Danmörku, á 6,79 sek. Jóhann Jóhannsson, IR, komst i undanúrslit og varð 8, af 46 hlaup- urum á nýju íslandsmeti (rafmagns- tímataka) 7,15 sek. Jóhann hljóp tvisvar á 7,15 sek. Einnig á 7,16 sek. • Steinar Birgisson skorar eina mark sitt gegn Pólveijum í gærkvöldi. DV-mynd EJ. Hroðalegt áhugaleysi —er ísland tapaði fyrir Póllandi • Jóna Björk Grétarsdóttir - nýtt íslandsmet í 60 metra hlaupi. Létt hjá b-liðinu gegn USA — Liðið vann sex marka siguríleik liðanna ígærkvöldi íslenska b-landsliðið vann auðveld- an sigur á Bandaríkjamönnum i seinni landsleiknum í Laugardalshöll í gærkvöldi. íslenska liðið var blanda af leikmönnum úr u-21 árs liðinu og nokkrum leikmönnum er fengu ekki að spreyta sig gegn Pólveijunum. Úrslitin urðu 22-16 eftir að landinn hafði haft þremur mörkum betur í fyrri hálfleik, 12-9. Leikurinn í gærkvöldi var jafh framan af en í stöðunni 8-8 náði landinn góðum leikkafla, skoraði sjö mörk gegn einu marki gestanna og breytti stöðunni í 14-9. Það sem eftir lifði leiksins bar ekki mikil merki þess að nokkur alvara væri á bak I I I I I B I I I I I I I K • nia brotið á Siguijóni Guðmundssyni i leik b-liðsins gegn Bandarikjamönnum í gærkvöldi. Aðsjálfsögðu vardæmt vítakast. við hann og leikurinn leystist oft upp í hreina vitleysu. Ellert Vigfiisson átti góðan leik í marki b-liðsins, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Þá áttu þeir Jón Ámi Rúnarsson, Egill Jóhannesson og Júlíus Jónasson þokkalegan leik í annars jöfnu liði íslendinga. Hjá Bandaríkjunum átti Oshita ágætan leik í markinu og Prisgers DV-mynd EJ var bestur af útileikmönnum þeirra. Hann varð einnig markahæstur liðs- ins með fiögur mörk. Mörk íslands: Júlíus 5/2, Jón Ámi 4, Valdimar Grímsson og Egill 3, Hermundur 3/1, Gylfi Birgisson 2 og Sigurjón Guðmundsson 1. Liðinu stjórnaði Viggó Sigurðsson. Þeir Bjöm Jónasson og Sigurður Baldursson dæmdu þokkalega. -fros ígærkvöldi, 16-24 íslenska landsliðið í handknattleik lék sinn lélegasta leik í langan tíma í gærkvöldi og mátti þola átta marka tap í vináttuleik gegn því pólska í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 16-24 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 8-11, Pólveijum í vil. Það er líklega best að hafa sem fæst orð um landsleik þennan og leikmenn vilja ömgglega gleyma honum sem allra fyrst ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Ekki var heil brú í leik íslenska liðsins, sér- staklega í síðari hálfleik. Allir leik- menn liðsins gerðu sig seka um ljót mistök og verða að taka sig saman í andlitinu ef ekki á illa að fara í Sviss. Nokkrar tölur úr leiknum: 0-1, 0-2, 2-4, 4-6, 6-8, 8-9 og 8-11 í leikhléi. 10-11, 11-15, 12-17, 13-18, 14-20, 15-20,15-24 og 16-24. Mörk íslands: Kristján Arason 5, Páll Ólafsson 3/2, Sigurður Gunnars- son 3, Bjarni Guðmundsson 2, Atli Hilmarsson 1, Steinar Birgisson 1 og Þorbjörn Jensson 1. Leikinn dæmdu óli Olsen og Gunn- laugur Hjálmarsson og vom slak- ir. -SK — Mark Duffield hættir hjá KS og leikur með Víði í sumar „Jú, það er ákveðið að ég leik með Víði í sumar. Ég flyt suður 15. apríl og leik minn seinasta leik með KS í innanhússmótinu,“ sagði Siglfrið- ingurinn Mark Duffield,“ í samtali við DV um helgina. „Mér líst mjög vel á allar aðstæður í Garðinum og Víðir er baráttulið sem verður að taka mikið á til að halda sessi í 1. deildinni. Mér fellur vel slík barátta og mér er vel ljóst að við megum ekki slaka á.“ Nafnið Mark Duffield vekur grun um að hann sé af erlendu bergi brot- inn. „Ég er það og meira að segja fæddur erlendis. Fluttist til íslands þriggja ára að aldri, til Neskaupstað- ar þar sem ég átti heima og æfð: knattspymu með Þrótti - og ég ei gijótharður Þróttari ennþá - uns ég flutti til Siglufjarðar árið 1981 og fór að spila með KS í 3. deildinni.“ Af hverju til Siglufjarðar?? „Kona dró mig þangað, eins og oft vill verða með ástiangna menn.“ Mark hefur aðallega leikið mið- vörð eða tengilið. Samt hefur hann skorað drjúgum en hvar hann leikur á vellinum með Víði sker framtíðin úr um. En hvemig fellur honum að flytjast úrfjalllendinu á flatneskjuna á Reykjanesskaganum? „Ég hef átt gott með að aðlagast umhverfinu og nýjum félögum svo það ætti ekki að vetða mikið vandamál fyrir mig, - en mér er sagt að það sé vindasamt hjá ykkur.“ Ekki var fallist á það - heldur sagt við Mark að það væri mismunandi lognvært. —„Vildi ná meiri einbeitingu hjá strákunum/’ sagði Bogdan Kowalczyk eftir leikinn gegn Pólverjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.