Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Qupperneq 28
28
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986
Sviðsljós
Sviðsljós
Sviðsljós
Sviðsljós
Garðar Cortes söngvari, Kristján Jóhannson,
forstjóri Almenna bókafélagsins, og Gylfi Þ.
Gíslason. Plata með lögum eftir Gylfa var
að koma á markað og það er Garðar sem
syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertsson-
ar. Jón Þórarinsson útsetti lögin en Almenna
bókafélagið gefur plötuna út. Eins og sjá má
eru þeir þremenningarnir allir hver með sína
gostegundina en þrátt fyrir það gekk sam-
vinnan að plötunni með ágætum.
Faðir Mike’s dó stuttu áður en byrjað var að taka upp Bonanza. Þeir höfðu verið mjög nánir. Green kom i hans
stað og ef Mike átti í erfiðleikum þá leitaði hann til hans. Nú er Mike hamingjusamlega giftur og þarf sjálfsagt
ekki oft að leita til „pabba“, þvi eftir þvi sem sögur herma á hann góða og skilningsríka eiginkonu.
Bonanza
feðgram-
ir eru. og
veröa
alltaf
feðgar
„Ég hugsa enn í dag um
Michael eins og son minn.
Ég get ekki að því gert,“
segir Lorne Green sem
varð náinn vinur Landons
þegar hann fyrir fjórtán
árum lék föður hans í
þáttunum Bonanza. Og
Mjchael segir á sömu leið:
„Ég hef aldrei getað ann-
að en fundist Green vera
faðir minn. Ég hef þekkt
hann meira en hálfa ævi
mína og lit ávallt á hann
sem pabba.“
Þetta segja þeir félagar í
umfangsmiklu viðtali sem
tekið var við þá um dag-
inn vegna nýs mynda-
flokks sem þeir leika báðir
í og þar eru þeir feðgar
eins og forðum. „Þegar ég
sá Mike fyrst þá var hann
bara barn og hann var
sonur minn í 14 ár. Það
er ekkert auðvelt að
hætta allt í einu að vera
faðirog sonur.“
Pabbinn og strákurinn hans. Aldurinn hefúr sett mark sitt á þá eins og
hann gerir við alla, en engu að síður er Landon alltaf strákurinn hans Lome
Green.
Bonanza feðgamir eins og við þekktum þá úr sjónvarpinu fyrir nokkrum
ámm.
Simpansinn Chu-Cho veit fyrir víst hvernig best er að
byrja daginn: Á góóum morgunverði i rólegheitum með
bestu vinkonu sinni, henni Olgu. Ekkert að flýta sér, lesa
blöðin vandlega: Það er alltaf eitthvað spennandi að
gerast i mannheimum. Það er lika best að nota tækifærið
áður en Olga fer i vinnuna þvi sumir stafir eru svo
óskaplega flóknir og þaö getur verið erfitt að komast
fram úr sumum greinum hjálparlaust.
Ristaða brauðið er hreinasta sælgæti og það verður nú
að þakka fyrir sneiðina með kossi.
Svo þegar maðu..ég meina api er orðinn saddur þá
hallar api ser a koddann og lætur fara vel um sig.