Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 7 Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Fokkerflugvél Landhelgisgæslunnar. DV-mynd S Kennarar með aðgerðir: Boðaröskun á skólahaldinu — íhuga jafnframt f jöldauppsagnir Kennarar innan Kennarasam- bands íslands hafa boðað til sér- stakra aðgerða í næstu viku. Þeir krefjast að leiðréttur verði sá munur sem er á launum þeirra og kennara í Hinu íslenska kennarafélagi. Ef sá munur verður ekki leiðréttur fyrir 10. þessa mánaðar hefjast aðgerðir þeiira. Kennarar telja að munur þessi sé 5 til 6 prósent. Þeir hafa margítrekað farið fram á þessa leiðréttingu og einnig fengið loforð um leiðréttingu sem ekki hefur verið staðið við. Aðgerðir kennara felast m.a. í því að kennsla verður felld niður til skiptis í fræðsluumdæmum lands- ins. Samtímis munu kennarar koma saman og ákveða aðrar aðgerðir. Mikil óánægja er nú meðal kenn- ara í KÍ. Annars vegar um launamál og hins vegar um samningsréttarmál. Að sögn Kára Arnórssonar, skóla- stjóra Fossvogsskóla, íhuga kennar- ar nú fjöldauppsagnir sem tækju gildi í haust. í dag munu kennarar ganga á fund fíármálaráðherra til að ræða sín mál. -APH Góð loðnuveiði á Höfn: TÆP 10.000 T0NN Á LAND Frá Júlíu Imsland, fréttaritara DV á Höfn, Hornafirði: Mjög góð loðnuveiði hefur verið á Höfn síðustu vikurnar. Um 9.700 tonnum hefur verið landað þar frá áramótum. í vikunni losnaði svo löndunarpláss fyrir 1200 tonn. Aflahæstu bátarnir eru Hafnarröst með 3.700 tonn og Fífill með 2870 tonn. Er þess vænst að hægt verði að frysta einhvem hluta loðnunnar. Mun hún vera orðin nægilega feit til frystingar nú. keypt helminginn í Polaris. Rétt er að taka það fram að hér er átt við Ferðaskrifstofuna Polaris. Notum Gæslufokker aðeins innanlands — segja Flugleiðir — hagkvæmt fyrir báða aðila „Flugleiðir hyggjast nota TF-SYN til flugs á áætlunarleiðum félagsins hér innanlands eingöngu. Fullyrð- ingar um að nota eigi vélina til flugs til Færeyja og Skotlands eru rang- ar,“ segir i athugasemd frá Flugleið- um í tilefni af umræðum á Alþingi um fyrirhugaða leigu á Fokkervél Landhelgisgæslunnar til Flugleiða. „Ef samningurinn nær fram að ganga verður Flugleiðum hins vegar kleift að auka millilandaflug á sínum eigin Fokkervélum á ' hagkvæman hátt, sem og að bæta enn þjónustuna á innanlandsleiðum," segja Flugleið- ir. „Ef Landhelgisgæslan þarf á TF-SYN að halda meðan vélin er í notkun hjá Flugleiðum lætur félagið hana lausa þegar í stað. Ennfremur er félagið tilbúið nú sem endranær að leggja fram eigin flugvélar, þegar aðstoðar er þörf.“ Loks segja Flugleiðir: „Þessi fyrirhugaði samningur er hagkvæmur fyrir báða aðila og markmiðið með honum er að auka þjónustu við viðskiptavini Flugleiða og bæta hag Landhelgisgæslunnar án þess að slakað sé á kröfum um að vélin sé tilbúin til björgunarstarfa hvenær sem er.“ -KMU Rafsuðu- tæki Rafkapals- Verkfæra■ tromlur kassar Þráðlaus Súlu- Málningar- borvél með borvélar sprautur hleðslutæki Ferðaskrifstofan Polaris Fram kom í viðtali við Karl Sigur- hjartarson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Úrvals, að hann hefði Loftpressur Smerglar Hleðslutæki Einhell vandaðar vörur Skeljungsbúðin Síöumúla 33 Símar 681722 og38125.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.