Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 21
DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 21 róttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir dslidsins á Flugleiðamótinu um síðustu helgi. Bjarnleifur okkar smellti af igst til hægri er Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra og að baki honum SÍ, Magnús Sigurjónsson forstöðumaður. MiIIi þeirra Geir Hallstciusson, forseti ÍSÍ, og eiginkona hans, Ragnheiður Thorsteinsson, Matthías Mat- -hsim lattspyrnu á Englandi: lin hafa sett irslitaleikinn :h. Einnig jaf ntef li Tottenham og Everton um leiknum í undanúrslitum á White Hart Lane. Tottenham án sjö leik- manna úr aðalliði sínu og aðeins 7.548 áhorfendur lögðu leið sína á völlinn. Minnsti fjöldi á White Hart Lane í yfir 50 ár. Snjóstormur í Lundúnum og því varla von að áhorf- endur þyrptust á völlinn hjá Totten- ham, sem hefur gengið hræðilega síðustu vikurnar. Ekkert mark skor- að í leiknum við hinar erfiðu aðstæð- ur. Everton stendur því nokkuð vel að vígi með að komast í úrslitaleik- inn. Vetrarveðrátta á Bretlandseyjum víða í gær varð til þess að fresta varð sjö leikjum sem fara áttu fram. Aðeins tveir leikir háðir í 4. deild- inni. Chester tapaði á heimavelli fyrir Northampton, 2-3, en Hartlepo- ol vann Preston, 1-0, á heimavelli sínum. í skosku bikarkeppninni vann Aberdeen Montrose, 4-1, í 3. umferðinni. hsím Kaupir Ven- ables Fulham? miklar umræður íbreskum fjölmiðlum umþaðígær „Ég vildi að satt væri en Terry Venables hefur ekki haft samband við mig. Auðvitað hef ég mikinn áhuga á að hann kaupi Fulham af okkur. Við í stjórninni erum farnir að gamlast. Það þarf nýtt „blóð“ hjá félaginu," sagði Érnie Clay, stjómar- formaður Lundúnaliðsins Fulham, í gær en miklar umræður vom í breskum fjölmiðlum í gærmorgun að Terry Venables, framkvæmda- stjóri Barcelona á Spáni, hefði mik- inn hug á því að kaupa Lundúnafé- lagið. Hefur nóga peninga til þess. Fyrir þremur árum vildi Venables kaupa Queens Park Rangers, sem hanh var þá framkvæmdastjóri hjá. Allt virtist stefna í að úr því yrði en svo hljóp snurða á þráðinn. Millj- ónamæringurinn Gregory, sem á QPR, skipti um skoðun á síðustu stundu. Venables fór syo frá Lund- únafélaginu sem hann hafði náð athyglisverðum árangri hjá. Það er vitað að Terry Venables hefur ekki hug á því að vera lengi á Spáni. Hann gerði Barcelona að meisturum á síðasta keppnistímabili og liðið er nú í öðm sæti í 1. deild. Terry er frá Dagenham í Lundúnum og hóf feril sinn sem leikmaður hjá Chelsea. Örskammt milli valla Chelsea og Fulham í Lundúnum. Ömggt að Venables stefhir í að krækja sér í Lundúnalið í framtíð- inni. Hann er vellauðugur, ekki aðeins af afskiptum sínum af knatt- spymu heldur hefur hann einnig haft miklar tekjur sem rithöfundur. Mjög líklegt að Fulham sé óskalið hans. Útilokað að komast yfir stóm Lundúnaliðin. Þá má geta þess að ekkert verður af því að enski landsliðsmaðurinn Steve Williams hjá Arsenal fari til QPR. Samningar hafa verið í gangi að undanfömu milli félaganna en Williams neitaði í gær að fara. Kaupverð hafði verið nefnt 300 þús und sterlingspund. hsím unnu sigur á heimsmeisturum ítala, 2-1, í Avellino í gærkvöldi V-Þjóðverjar unnu sinn fyrsta sig- ur í sjö leikjum er liðið lagði heims- meistara ftalíu að velli í Avellino á Ítalíu í gærkvöldi, 2-1. Þjóðverjar hefndu þar með að nokkru fyrir tapið í síðustu heimsmeistarakeppni er liðið tapaði fyrir ítölum í úrslitaleik. Það voru heimamenn Italir sem voru mun hættulegri í byrjun og Alessandri Altobelli og Salvatore Bagni vom báðir nálægt því að skora á upphafsmínútunum. Mark ítala kom síðan á 22. minútu er Stuttgart leikmaðurinn, Guido Buchwald, missti sjónar af Carlo Ancelotti sém lagði upp færi fyrir Bruno Conti. Tony Schumacher, markvörður þý- skra, náði aðeins að hálfverja skot hans og markahæsti maður ítölsku deildarinnar Aldo Serena átti auð- velt með að skora. Þjóðverjar svömðu fyrir sig sextán mínútum seinna þegar Matthias Herget skoraði úr aukaspymu af 25 metra færi er dæmd hafði verið á brot Pietrao Vierchowood á Karl Heinz Rummenigge. Flest benti til þess að leik liðanna myndi lykta með jafntefli þegar Hans Peter Briegel slapp inn í vítateig Itala stundar- fjórðungi fyrir leikslok þar sem honum var brugðið af Giuseppe Baresi. Rúmenskur dómari var ekki í neinum vafa og dæmdi vítaspymu sem Lothar Mattheus skoraði ömgg- lega úr. Leikurinn gaf ekki mikið til kynna um styrkleika liðanna. Mikil rigning og blautur völlur sáu til þess að spilla gæðum knattspyrnunnar. Ahorfendur voru rúmlega 35 þúsund. Lið Ítalíu: Galli (Tancredi 46. mín.), Bergomi, Cabrini, Baresi, Vierc- howood, Tricella, Conti (Vialli 46. mín.), Bagni (Galderisi 85. mín.), Serena, Ancelotti, Altobelli (Mass- aro 68. mín). Lið V-Þýskalands: Schumacher, Buchwald, Herget, Förster, Augent- haler, Briegel, Rolff, Mattheus, Al- lofs (Grúndel 46. mín), Magath, Rummenigge. -fros • Hans-PeterBriegel. Fiskaði víti. Platini samdi við Juventus — til einsárs Knattspyrnumaður Evrópu, Frakkinn Michel Platini, framlengdi í gær samning sinn við italska liðið Juventus um eitt ár. ítalska félagið fór fram á það að hinir ýmsu þættir samningsins yrðu ekki gefnir upp en talið er að árslaun Frakkans muni hækka um 56 milljónir auk þess sem hann fái ákveðnar prósentur af nýrri gerð Fiat bila sem fjöldaframleiðsla er að hefjast á en sem kunnugt er er framkvæmdastjóri Fiat verksmiðj- anna aðalleigandi Juventus. Platini var orðaður við mörg félög, þar á meðal AC Milano, sem mun hafa boðið honum þriggja ára samn- ing er tryggðu honum 165 milljónir í árslaun. Þá gerði Napoli kappanum freistandi tilboð og einnig Sviss- neska félagið Servette. En nú er sem sagt ljóst að Platini verður áfram í herbúðum Torinoliðs- ins. Hann hefur verið markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar síð- ustu þrjú árin eða síðan hann gekk í raðir Juventus 1982. Hann er einnig í hópi efstu manna nú, hefur skorað tíu mörk i deildinni. IBKmeðBrown gegn Fram Bikarmeistarar Fram í knattspyrn- unni leika æfingaleik við Keflvíkinga á gervigrasinu í Laugardalnum á laugardag. Breski blökkumaðurinn Leon Brown, sem nú æfir með Kefl- vikingum, mun leika með þeim í leiknum. Á árum áður lék hann í unglingaliði Arsenal í Lundúnum. hsim Fyrr í vetur lýsti hann því yfir að hann myndi ekki framlengja samn- ing sinn við félagið. Þá gengu hlut- irnir illa hjá Platini sem náði ekki að sýna sínar bestu hliðar en hjólin hafa tekið að snúast meira honum í hag upp á síðkastið. -fros • Michael Platini. HIHHHHHHB • Preben Elkjær. Preben Elkjær íþróttamaður Norðurlanda Danski landsliðsmaðurinn i knatt- spymunni, Preben Elkjær Larsen, sem leikur með italska meistaralið- inu Hellas, Verona, var í gær kjörinn „íþróttamaður Norðurianda 1985“ i Gautaborg af samtökum norrænna iþróttafréttamanna. Fulltrúi íslands var Samúel Öm Erlingsson. Aðcins er gefið upp fyrsta sætið i þessu kjöri. Aðrir, sem komu til grcina í kjörinu sem íþróttamenn landa sinna 1985. voru Einar Vilhjálmsson, Gunde Svan skiðamaður, Sviþjóð, Anita Böe skiðakona, Noregi, og Matti NyL tn- en skiðastökkvari, Finnlandi. -hsím María sigraði og nú e st í stigakeppninni Svissneska stúlkan. Maria Wallis- er, sigraði í gær í stórs\ igi heims- bikarsins í Val Zoldana á ítaliu og náði þar með forustu í stigakeppn- inni. Hefur hlotið 209 stig. í öðru sæti er Erika Hess, Sviss. með 197 stig. Vreni Schneider, Sviss. þriðja með 170stig. Sigurtími Maríu i gær í stórsviginu var 2:34,00 mín. Önnur varð Mateja Svet, Júgóslavíu, á 2:34.97 min. Þriðja Olga Charvatova. Tókkösló- vakiu, á 2:35,89 mín. Erika Hess. sem hafði forustu í stigakeppni fvrir keppnina í gær, varð í níunda sa'ti á 2:37,44 mín. -hsím Sikarleikur- inn í Ipswich Bikarleikurinn milli Ipswich og West Ham, þriðji leikur liðanna, verður á Portman Road i Ipswich í kvöld. Hlutkesti var látið ráða hvort lcikurinn yrði í Ipswich eða Upton Park í Lundúnum. Hlutir Ipswich kom upp. Þá leika Man. City og Watford einnig í þriðja sinn i bikar- keppninni, Qórðu umferð. Leikið verður á Maine Road í Manchester. Man. City vann þar hlutkestið. -hsím Bikar á Spáni Stórliðin Atletico og Real Madrid, Barcelona og Atletico Bilbao tryggðu sér öll sæti í fimmtu umferð spánska bikars- ins í gœrkvöldi. Atletico Madrid vann nauman sigur ó Santander eflir fram- lengingu, 2-0, Bareelona gerði jafntefli á heimavelli sínum fyrir Lerida. 0 0, en varrn fyrri leikinn, 1 0, Atletico Bilhao vann Castellon, 4-0, og er öruggt áfram og Real Madrid komst ófram þrótt fyrir tap fyrir Huelva, 3-1, en Real vann fyrri leikinn örugglega, 5-0. -fros MWH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.