Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 32
32 DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1986 Andlát Elínbjörg Sigurðardóttir lést 28. jan- úar sl. Hún fæddist 17. september 1908 á Brúará í Kaldrananeshreppi í Bjarnarfirði á Ströndum. Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir og Sigurður Stefánsson. Ung að aldri heitbast Elínborg Jóhannesi Jóns- syni og bjuggu þau saman um skeið en slitu svo samvistum. Þau eignuð- ust einn son. Áður hafði Elínborg eignast dóttur. Árið 1934 giftist hún Brynjólfi Ketilssyni. Þeim varð ekki bama auðið. Útför Elínborgar verð- ur gerð frá Langholtskirkju í dag kl. ’* 13.30. Jóhannes Þóroddsson frá Alviðru lést 30. janúar sl. Hann fæddist 2. september 1907 á Bessastöðum í Dýrafirði. Foreldrar hans voru hjón- in María Bjarnadóttir og Þóroddur Davíðsson. Jóhannes vann ýmsa verkamannavinnu meðan kraftar ■> entust. Hann giftist Fanneyju Frið- riksdóttur en hún lést árið 1976. Útför Jóhannesar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Guðni Þorberg Theodórsson, Smiðjuvegi 13, Kópavogi, lést í Borg- arspítalanum 28. janúar sl. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 7. febrúar kl. 15. Ólafur Þ. Pálsson, byggingameistari, lést í St. Jósefsspítala 4. febrúar sl. Guðbjörg Kristín Guðbrandsdóttir frá Veiðileysu, vistmaður á Hrafn- istu í Reykjavík, andaðist þriðjudag- inn 4. febrúar. Magnús Konráðsson verkfræðingur, sem lést 23. janúar sl. að heimili sínu * Drápuhlíð 29, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. febrú- arkl. 13.30. Sigurlaug Margrét Pétursdóttir, Seljabraut 10, Seltjamamesi, sem lést í Landspítalanum 29. janúar sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Guðmundur K. Gíslason vélstjóri verður jarðsunginn frá Fossvogska- pellu föstudaginn 7. febrúar kl. 15. Arshátíðir Árshátíð Blindrafélagsins verður haldin að Hótel Hofi, Rauðar- árstíg, laugardaginn 9. febrúar. Allir félagsmenn og velunnarar velkomn- ir. Miðasala er á skrifstofu félagsins, Hamrahlið 17. Fundir Kvenfélag Fríkirkjunnar í 1 Reykjavík heldur aðalfund sinn í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 að Ásvallagötu 1. Kvenfélagið Hrönn Aðalfundur félagsins verður í kvöld, fimmtudag 6. febrúar, kl. 20.30 að Borgartúni 18. Hinn vinsæli þorra- matur fram borinn. Pallborðsumræður um kristna trú í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30 gengst Kristilegt stúdentafélag fyrir almennum fundi í Norræna húsinu um kristna trú. Yfirskrift fundarins er „Viðhorf mitt til Krists". I upphafi fundarins flytja framsöguerindi þau Árni Bergmann rithöfundur, sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, Sigurður A. Magnús- son rithöfundur og Sigurður Pálsson deildarstjóri. Þau munu síðan taka þátt í pallborðsumræðum og svara fyrirspurnum er fram kunna að koma á fundinum. Félag raungreinakennara Almennur félagsfundur verður hald- inn í félagi raungreinakennara laug- ardaginn 8. febrúar kl. 14 á Sal Menntaskólans í Reykjavík. Fundar- efni: 1. Stærðfræðikeppni framhalds- skólanna. Niðurstöður keppninnar ligja nú fyrir. Greint verður frá töl- fræðilegri úrvinnslu úr lausnum og framhaldsþjálfun þeirra keppenda sem stóðu sig best í forkeppninni. 2. Sviðshugtakið og nemendur. Nýlega hafa birst greinar í tímaritunum Physics Teacher og European Jour- nal of Physics eftir Leó Kristjánsson um eðlisfræðikennslu. Hefur hann sérstaklega fjallað um nýjar leiðir til að gera tilraunir með rafsvið og segulsvið. Leó hefur fallist á að koma og greina frá þessum hugmyndum og spjalla við félagsmenn. 3. Kaffi- Tilkynningar Minningarkort Áskirkju Minningarkort safnaðarfélags Áskirkirkju hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austur- brún 37, sími 681742. Guðrún Jóns- dóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984. Ragna Jónsdóttir, Kamsvegi 17, sími 82775. Þjónustuíðbúðir aldraðra, Dalbraut 27, Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1. Holtsapótek, Lang- holtsvegi 84. Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heimangengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035 milli kl. 17 og 19 á daginn og mun kirkju- vörður annast sendingu minningar- korta fyrir þá sem þess óska. Hugmyndasamkeppni meðal barna í grunnskólum I tilefni af 200 ára afmæli Reykjavík- urborgar gengst Bandalag kvenna í Reykjavík fyrir hugmyndasam- keppni meðal barna í grunnskólum borgarinnar um efnið „Hvernig má bæta umhverfi borgarinnar“. Til- gangurinn er að fá börn til að taka afstöðu til umhverfis síns og fá álit þeirra á því sem betur má fara í borginni. Ætlast er til að úrlausnum sé skilað sem ritgerð eða teikningu. Verðlaun eru veitt fyrir tvær bestu úrlausnirnar í báðum flokkum. Hugmyndasamkeppni þessi var kynnt sjðastliðið haust í grunnskól- um Reykjavíkur. Skilafrestur var ákveðinn 1. febrúar 1986. Vegna fjölmargra óska hefur skilafrestur- inn verið framlengdur um einn mánuð og er nú til 1. mars 1986. 1. verðlaun í báðum flokkum eru 20.000 krónur. 2. verðlaun í báðum flokkum eru bókaverðlaun. Úrlausnir skal senda til: Bandalag kvenna í Reykja- vík, Hallveigarstöðum, 107 Reykja- vík. Bandalag kvenna í Reykjavík •hvetur foreldra til að vekja áhuga barna sinna á umhverfí borgarinnar og taka afstöðu til þess. Falleg borg er betri bústaður. Allar nánari upp- lýsingar eru veittar á skrifstofu Bandalagsins, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, sími 26740, milli kl. 11 og 13 virka daga. Farsóttir í Reykjavík í desember 1985 Farsóttir i Reykjavík samkvæmt skýrsium 8 lækna og læknavakt- ar idesember1985: Inflúensa 14 Lungnabólga 51 Kvef, hálsbólga, lungnakvef o.fl .1067 Streptókokkahálsbólga, skarlatsótt 9 Einkirningasótt 0 Útbrot og kláði (þarafkláðamaur3) 14 Fimmta veikin 0 . 58 Mislingar 1 Rauðirhundar 0 0 Iðrakvef . 96 Flatlús 5 önnur lúsasmitun 2 Lekandi . 13 Þvagrásarbólga (þar af chlamydia 30) . 58 Utvarp Sjónvarp Guðni Baldursson viðskiptaf ræðingur: ÞAÐ ERINNIHALDIÐ SEM SKIPTIR MÁLI Mér fannst sjónvarpið í gær alveg þokkalegt. Ég sá eitthvað af frétt- um en er ekkert upprifinn vegna þessara tæknilegu breytinga sem þar hafa orðið, það er innihaldið semskiptir máli. Ég liorfði á þáttinn hans Ómars og hann er ágætur. Þetta er hálf- gerður morgunþáttur, hægt að horfa á sumt en sleppa öðru. Mér fannst óþarfi að vera með afsakanir út af því að viðtalið við þá sænsku var ekki í beinni útsendingu, mér er nákvæmlega sama hvort er bein útsending eða ekki. Mér líst þokkalega á Hótel, nýja flokkinn. Miðað við miðvikudags- þætti er hann góður, það er húmor í honum sem ég hef smekk fyrir. Ég gæti trúað að ég yrði duglegri að horfa á þennan þátt en marga aðra. Mér finnst sjónvarpið helst til langt fram á kvöld, það ætti að enda fyrir miðnætti. Það á þá frek- ar að hafa efni sem heldur manni ekki jafnmikið og t.d. Hótel seint á dagskrá. Það hafa hvort eða er svo margir video og geta þá tekið upp það sem er síðast á dagskrá. En ég horfi annars lítið á sjónvarp, yfirleitt ekki þær myndir sem sýnd- ar eru. Það er yfirleitt sama hvað það er, ég er alltaf farinn að lesa í miðri mynd. Það á svolítið erfitt með að halda athygli minni. Ég hlusta heldur ekki mikið á útvarp en þó eru oft góðir þættir, t.d. eftir 10 á kvöldin, spiluð góð tónlist og fleira. Mér finnst útvarp og bækur yfirleitt þægilegri miðill heldur en sjónvarp. Verðlaunasamkeppni um út- varpsleikrit Ríkisútvarpið/Hljóðvarp hefur ákveðið að efna til verðlauna- samkeppni um útvarpsleikrit. Verkin skulu vera frumsamin og við það miðað að þau séu á milli 40 og 60 mínútur í flutningi. Verðlaunaféð, sem dómnefnd hefur til ráðstöfunar, er 350 þúsund krónur og verða fyrstu verðlaun ekki lægri en 200 þúsund krónur. Hefur dómnefnd að öðru leyti frjálsar hendur við úthlptun verðlaunafjárins. Dómnefndina skipa Jón Viðar Jónsson leiklistar- stjóri, sem er formaður, Þorvarður Helgason rithöfundur og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. Skilafrestur í keppninni er til 15. sept nk. og verður nánar skýrt frá tilhögun hennar í auglýsingum. Aðalfundur Varðbergs félags ungra áhugamanna um vest- ræna samvinnu var haldinn nýlega. Ný stjórn var kosin á fundinum og skipa hana: Formaður Gunnar Jó- hann Birgisson, 1. varaformaður Pétur Sturluson, 2. varaformaður Ingólfur Guðmundsson, ritari Frið- rik Jónsson, gjaldkeri Emil Sigurðs- son, og meðstjórnendur Sigurbjörn Magnússon, Sigurður M. Magnús- son, Þórður Ægir Öskarsson og Jón Eggertsson. Varastjórn skiþa: Har- aldur Kristjánsson, Sævar Kristins- son, Ævar Guðmundsson, Arnór Björnsson, Sveinn Grétar Jónsson og Þorsteinn Eggertsson. Auk fundahalda um alþjóðleg stjórnmál og varnarmál og ráðstefnuhalds um innra öryggi íslenska ríkisins, verður lögð áhersla á útvegun nýrra félags- manna (einkum í skólum) á þessu starfsári. Félagsmenn eru nú talsvert á sjöunda hundrað. Gjaldþrot Með úrskurðum skiptaréttar Reykjavíkur sem uppkveðnir voru 17. janúar 1986 voru bú neðan- greindra aðila tekin til gjaldþrota- skipta. Jafnframt er boðað til skipta- funda í búum þessum og verða þeir haldnir í dómsal skiptaréttar Reykjavíkur að Skógarhlíð 6, á neð- angreindum tímum. Þessir aðilar eru: Guðrún Árnadóttir, Irabakka 8, Reykjavík. Skiptafundur verður haldinn föstudaginn 25. apríl 1986 kl. 11. Kolbrún Daníelsdóttir, Freyjugötu lOa, Reykjavík. Skiptafundur verður haldinn föstudaginn 25. apríl 1986 kl. 11.30. Jón S. Bjarnason, Silungakvísl 21, Reykjavík. Skiptafundur verður haldinn föstudaginn 25. apríl 1986 kl. 13.00. Friðrik Ólafsson, Fannarfelli 6, Reykjavík. Skiptafundur verður haldinn föstudaginn 25. apríl 1986 kl. 13.30. Guðmundur Ingvarsson, Safamýri 63, Reykjavík. Skiptafundur verður haldinn föstudaginn föstudaginn 25. apríl 1986 kl. 14. Kristín H. Smáradóttir, Erluhólum 5, Reykjavík. Skiptafundur verður haldinn föstudaginn 25. apríl 1986 kl. 14.30. Skrá um lýstar kröfur í hvert bú mun liggja frammi í skrifstofu skiptaráð- anda síðustu viku fyrir boðaðan skiptifund. Aðalfundir Samtök Svarfdælinga í Reykja- vík halda aðalfund sinn í safnaðarheim- ili Langholtskirkju, Sólheimum 13 Reykjavík, í kvöld, fimmtudag 6. febrúar og hefst hann kl. 20. Venju- leg aðalfundarstörf. Á eftir verður spiluð félagsvist. Ferðalög Ferðastyrkir til íslenskra fræði- og vísindamanna Islandsnefnd Letterstedtska sjóðsins hefur ákveðið að veita ferðastyrki á árinu 1986 til íslenskra fræði- og vísindamanna sem ferðast vilja til Norðurlanda á árinu í rannsóknar- skyni. Tekið skal fram að ekki er um eiginlega námsferðastyrki að ræða, heldur koma þeir einir til greina sem lokið hafa námi en hyggja á frekari rannsóknir eða þekkingarleit á sínu sviði. Umsóknir skal senda til ís- landsnefndar Letterstedska sjóðsins c/o Þór Magnússon, Þjóðminjasafn Islands, Pósthólf 1489, 121 Reykja- vík, fyrir 28. febrúar 1986. Veitir hann einnig nánari upplýsingar. Útivistarferðir Fimmtudagur 6. febrúar. Mynda- kvöld Útivistar verður í Fóstbræðra- heimilinu Langholtsvegi 109 kl. 20.30. Myndaefni: 1. sýndar verða myndir úr dagsferðum Útivistar í nágr. Reykjavíkur og þær kynntar. 2. Myndir úr áramótaferð Útivistar í Þórsmörk. 3. Myndir úr Útivistar- ferðum í Núpsstaðarskóga og nágr. á liðnu sumri. Kaffiveitingar kvennanefndar í hléi. Allir velkomn- ir, jafnt félagar sem aðrir. Þorraferð í Brekkuskóg um helgina (7. 9.febr.) Frábær gistiaðstaða í sumarhúsum. Ótal göngumöguleikar m.a. fyrir gönguskíði. Uppl. og farm. á skrifst. Lækjarg. 6a, símar 14606 og 23732. Gullfoss í klakaböndum á sunnudag- inn. Sjáumst. Útivist. Þjónusta Félag viðskiptafræðinema Sú nýbreytni verður tekin upp hjá Félagi viðskiptafræðinema að hag- nýta þá þekkingu sem er að finna hjá nemendum deildarinnar á marg- víslegan hátt. Fyrirhugað er að bjóða bæði fyrir- tækjum og einstaklingum upp á þjónustu í formi námskeiðahalds og annarrar aðstoðar og á þann hátt að mynda strax tengsl þeirra nemenda, sem eru að ljúka námi, við atvinnu- lífið. Þetta er liður í fjáröflun viðskipta- fræðinema til að gera þeim kleift að standa að námsferð til erlendra fyrir- tækja þar sem framfarirnar hafa verið hvað örastar á sviði tækni, framleiðni og rekstrarhagræðingar, enda sé sýnt að þörf fyrir nýsköpun atvinnulífsins sé nú meiri hér á landi en nokkru sinni fyrr. Eitt af fyrstu skrefunum í fram- kvæmd þessa markmiðs er framtals- aðstoð við einstaklinga og minni fyrirtæki þar sem áhersla verður lögð á örugga þjónustu og afar hagstætt verð. Þess má geta að ellilífeyris- þegum verður boðið upp á þessa þjónustu með helmingsafslætti. Afmæli 70 ára er í dag, 6. febrúar, frú Ingi- björg Guðmundsdóttir frá Ferju- bakka, Miðbraut 1, Seltjarnarnesi. Ymislegt Félagsvist Húnvetningafélags- ins verður laugardaginn 8. febrúar kl. 14 í félagsheimilinu, Skeifunni 17. Allt spilafók velkomið meðan hús- rúm leyfir. Myrkur Leikfélagið „Veit mamma hvað ég vil?“ hefur nú hafið æfingar á leikrit- inu „Beðið í myrkri" („Wait until dark“) eftir Frederick Knott í ís- lenskri þýðingu Lofts Guðmundsson- ar. Leikstjóri er Pétur Einarsson en með helstu hlutverk fara Þórunn Helgadóttir, Már W. Mixa, Felix Bergsson, Þórir Bergsson, Héðinn Sveinbjörnsson, Sólveig Svein- björnsdóttir, Árni Eiríkur Berg- steinsson og Guðlaugur Eyjólfsson. Ráðgert er að hefja sýningar í lok febrúar og munu þær fara fram á Galdraloftinu í Hafnarstræti 9. Enn skeggrætt umfiskverð f fyrramálið verður haldinn fram- haldsfundur um fiskverð hjá yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Það verður ugglaust ekki sá síðasti, umræðurnar ganga ekkert sérstak- lega vel, samkvæmt heimildum DV. Fundur var haldinn seint í gær. Þá var rætt um atriði eins og tækni- leg mál varðandi fiskverðið, verð á einstökum tegundum, hlutfall gæða og hlutfall milli slægðs og óslægðs fisks. Líklega verður umræðan á morgun í svipuðum dúr. Það er þó líklegt að ókvörðunin liggi fyrir í næstu viku ef vel gengur, samkvæmt upplýsingum blaðsins. -KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.