Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 ' ’tT> jpj|) Í3LAND .. I AFRAM ISLAND | HAPPDRÆTTI HSÍ | Heiidarverömæti vmninga 7,4 milijónir 15 BÍLAR I 40 FERÐAVINNINGAR | Dregiö 10. janúar og 7, febrúar V <4 íí' V- HAPPDRÆTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ISLANDS MIDI Nr. MIÐAVERÐ KR. 150.00 Olgolnir miðar: 290 000 Upplýsingar um vinnmga i sima: 11750 SKATTFRJÁLSIR VINNINGAR: 15BILAR ÁFRAM ÍSLAND 15 BÍLAR 5 SUZUKI FOX413 High Roof Kr. 490 þu>. 1 0 FORD ESCORT LASER Kr. 375 þú>. hver Bilarmr dregmr ut 21. FEBRUAR 40 FERÐAVINNINGAR Kr. 30 þús. hver-Samvinnutitrðtr-Landsyn , ------------ 20 F«rö.r dregrw úl 10. JANÚAR 20 F.röir dr«gn«r ul 7. FEBRÚAH VINNINGA KR. 7,4 MILLJÓNI ÞESSI MIDI GILDIR I HVERT 8INN SEM DREGIÐ ER EFTIR AÐ HANN ER GREIDDUR ÖRYGGISBELTI securon fyrirliggjandi fyrir framsæti, aftursæti, barnaburöar rúmsfestingar og fjögurra punkta rallybelti. Viður- kenndar vörur. VARAHLUTAVERSLUNIN J 3 SÍÐUMÚLA3 VISA 37273 Sendum um allt land. Auka olíuframleiðslu en vantar Nígeríumenn sjá nú fram á mikinn efnahagssamdrátt vegna verðhruns á oliu. Gjaldeyristekjur Nígeriu eru yfir 60 prósent olíutekjur. í undirbúningi fjárlaga var gert ráð fyrir 25 dollara heimsmarkaðsverði á olíutunnunni. Nú er verðið komið i 16 dollara tunnan. Kertaljós og söngur á Góu Jóhannes Páll páfi hei'.naói':' gömlu portúgölsku nýlenduna Góu í gær, gamalt vígi kaþólskrar trúar í Asíu. Daginn áður fylktu milljón manns sér á útimessu hjá páfa í borginni Madras við Indlandshaf. Þúsundir manna tóku é móti páfa með söng og kertaljósum er hann ók í gegnum Panjim, höfuðborg Góu, á leið sinni til hallar erkibiskupsins á eyjunni. Einn þriðji íbúa Góu, er telur rúmlega milljón íbúa, er kaþólskrar trúar enda portúgölsk áhrif víða sterk og áhrif kirkjunnar mikil. í dag ferðast páfinn um kaþólskar söguslóðir á eyjunni. kaupendur Alhaji A. Ahmed, seðlabankastjóri Nígeríu, sagði í gær að Nígeríumenn yrðu að auka olíuútflutning sinn til þess að eiga möguleika á að koma saman fjárlögum órsins en yrðu fyrst að finna kaupendur fyrir olíuna. „Við eigum enga aðra möguleika en fyrst verðum við að finna kaup- endur,“ sagði seðlabankastjórinn á fundi nígeríska verslunarráðsins. Ahmed sagðist ekki geta staðfest orðróm á olíumarkaðnum þess efnis að Nígería hefði þegar aukið olíu- framleiðslu sína úr 1,4 milljónum tunna á dag í tæplega 1,8 milljónir tunna en þá hefðu þeir farið ríflega fram úr framleiðslumörkum samtaka olíuframleiðsluríkja um 1,4 milljón tunnur á dag. Olíutekjur eru ríflega 60 prósent af þjóðartekjum Nígeríu. I fjárhagsáætlun ríkisstjómarinn- ar er gert ráð fyrir 25 dollurum fyrir olíutunnuna en sem kunnugt er hef- ur olíuverð hrapað mikið á síðustu dögum, er komið allt niður í 16 doll- ara. Jóhannes Páll páfi hitti sjálfan Dalai Lama í Nýju Delhí áður en hann hélt á kaþólskar söguslóðir á Góu. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd FANGASKIPT- ANNA BEÐIÐ Tylftir blaðamanna, ljósmyndara og kvikmyndatökumanna hafa safn- ast að Glienicke-brúnni í Berlín til þess að vera vitni að stærstu fanga- skiptum sem nokkum tíma hafa farið frarn milli austurs og vesturs eftir síðari heimsstyrjöldina. Nefnilega hin fyrirhuguðu skipti á njósnurum og andófsmönnum. Flestar heimildir gefa til kynna að skiptin eigi að fara fram í næstu viku en í hópi fréttamanna, sem hafa komið sér fyrir við V-Berlínarenda brúarinnar, er kominn upp sá kvittur að fangaskiptunum kunni að verða flýtt. Sælgætis- unnendum létt Frá Ketilbirni Tryggvasyni, frétta- ritara DV i Vestur-Berlín: Líkt og margar þjóðir heims eiga Vestur-Þjóðverjar sitt uppáhalds- sælgæti. Gúmmídýr, eins og góðgætið er kallað hér í Vestur-Þýskalandi, eru lítil marglit dýr úr einhvers konar sætum, gúmmíkenndum hráefnum. Þau em tuggin og sogin og að lokum er þeim sporðrennt. Við það fær sá er á þessu jamlar létt sætabragð í munninn. Er skemmst frá því að segja að hér verður ekki gengið framhjá bama- eða unglingahópi án þess að sjá eitt- hvert ungmennanna gæða sér á gúmmísælgætinu. Nú fyrir skemmstu greip um sig mikill óhugur á meðal aðdáenda gúmmídýranna. Þær sögur fóru af vömnni að í henni mætti finna glý- kól, sem notað er í frostlög bifreiða, samanber fund efnisins í austur- rískum vínum, og sala á gúmmísæl- gætinu datt niður á örfáum dögum. Um skeið var óljóst um framtíð gúmmídýranna vinsælu. Nú er óvissutímabil aðdáendanna úti því yfirvöld hafa gefið út yfirlýs- ingu þar sem gúmmídýrin eru hreinsuð af öllum gmn um glýkól innihald. Eftir að fréttin barst út hefur verið alger metsala á gúmmí- sælgætinu og framleiðendur hafa ekki undan í framleiðslunni. Umsjón: Guðmundur Péturssonog Hannes Heimisson ENGIN SPILLING - BARA VINARGREIÐI Markos, forseti Filippseyja, viður- kenndi í sjónvarpsviðtali í Manila í gærkvöldi að stjórn sín hefði gert „vinum greiða", eins og hann orðaði það, en neitaði því aftur á móti alfar- ið að allsherjar spilling hefði blómstrað í valdatíð sinni. „Að tala um að spilling hafi þrifist hér í skjóli ríkisstjómar minnar eru miklar ýkjur," sagði forsetinn. Forsetinn minnti landsmenn á ýmsar áætlanir er ríkisstjórnin hefur lagt fram í velferðarmálum auk aðgerða er draga áttu úr spillingu. Markos neitaði því alfarið að bandarísk þingnefnd, er rannsakar meinta spillingu í skjóli stjómvalda á Filippseyjum, hefði fundið nokkur dæmi um opinbera spillingu. Filippseyingar kjósa sér forseta á morgun eftir heiftúðuga kosninga- baráttu forsetans núverandi og Corazon Aquino, ekkju Benito Aqu- ino, þekkts stjórnarandstæðings er myrtur var á Manilaflugvelli fyrir þremur árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.