Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 37 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Verður tíska morgundagsins að drekka fagurskreytta óáfenga kokk- teila? Myndin er tekin í veitingastaðnum Kreml við Austurvöll. Betri vínmenning? Nú er hátíska vestan hafs að bragða helst ekki áfenga drykki en panta þess í stað á barnum vel skreytta ávaxtakokkteila af hinum ýmsu gerðum. íslendingar vilja helst ekki teljast aftarlega á mer- inni þegar tiskan er annars vegar og í samræmi við það höfum við nú fengið kokkteilbar þar sem boðið er meðal annars upp á hinar ýmsu gerðir óáfengra kokkteila. Veitingahúsið Kreml við Austur- völl hefur riðið á vaðið með sér- stökum bar þar sem allt mögulegt er að finna til blöndunar á staðn- um, þrjátíu tegundir staðlaðar, og síðan geta viðskiptavinir með hugmyndaflugið á hreinu fengið sérþarfir uppfylltar að auki. Hug- mynd Kremlverja er að þeir sem mestan áhuga hafa á að gæla við bragðlaukana fái þarna sitthvað við sitt hæfi og vonast þeir til að tilkoma kokkteilbarsins geti stuðl- að að bættri vínmenningu hérlend- is. Hj álpar starf í þr iðj a heiminum Nýlega fengu nokkrir íslendingar viðurkenningu fyrir hjálparstarf í þriðja heiminum. Það var Bandalag íslenskra skáta sem veitti þessa við- urkenningu, sérsmíðað silfurmerki, þeim aðilum úr skátahreyfingunni sem unnið hafa að hjálparstörfum fyrir Rauða krossinn og Hjálpar- stofnun kirkjunnar undanfarin ár. Það var Ágúst Þorsteinsson skáta- höfðingi sem veitti viðurkenninguna að viðstöddum biskupi íslands, ráð- herrum, fyrrverandi skátahöfðingj- um og öðrum gestum í hófi í Skáta- heimilinu við Snorrabraut. Þetta var í fyrsta sinn sem Bandalag islenskra skáta veitir viðurkenningu sem þessa en það kom fram í ávarpi skátahöfðingja að ætlunin væri að halda áfram að veita þessa viður- kenningu þeim skátum sem vinna að hjálparstörfum meðal þurfandi þjóða. Á meðfylgjandi mynd sjást þeir sem viðurkenninguna hlutu ásamt skátahöfðingja. Ágúst Þorsteinsson skátahöfðingi er yst til hægri, en síðan koma Hreinn Skagíjörð, Ólafur Lárusson, Magnús Hall- grímsson, Jóhannes Reykdal, Sigriður Guðmundsdóttir, Bjarni Sighvatsson og Guðmundur Einarsson. DV-mynd KAE. Við óperuna voru menn á öllum aldri og af báðum kynjum með mót- mælaspjöld, sumir þungir á brún og þöglir, aðrir höfðu í frammi hávær mótmæli. DV-myndir baj. í Paris fóru sálir hamförum og þessir mótmælendur voru fyrir utan Óperuhúsið þungbúnir mjög. ••**«* j*i*S . - • ■ '**. •> msmm ■ m Á hraðbrautinni milli Bordeaux og Montepellier í Suður-Frakklandi var fannfergi með ólíkindum og rykið dustað af snjóplógunum í snarhasti. öðrum endanum guðir nánast aðgerðalausir en smáóeirðir, uppþot og mótmæla- göngur voru daglegt brauð. Sálir fóru hamförum á strætunum og ekki batnaði ástandið þegar heim kom og áfram héldu fréttir af stór- • slysum eins og af sprengingunni í bandaríska geimfarinu Challenger sem hafði orðið nokkrum dögum áður - umheimurinn virtist standa á höfði um stund. Vegfarendur báru þess merki að ekki var allt sem skyldi, á kaffihúsum ræddu menn þungbúnir um ústandið og eina léttmetið í íjölmiðlum var frásagnir og myndir af hátískusýn- ingunum sem þá stóðu sem hæst - sumir sögðu: Skyldi ekki fara að vora á næstunni? Greinilegt að Vetur konungur hafði völdin. Það var engu líkara en bæði veðurguðir og menn færu ham- förum í Frakklandi um síðustu helgi. Hið versta vetrarveður geis- aði, níu manns biðu bana, á annað hundrað þúsund heimili urðu raf- magnslaus, skriðuföll urðu og stór- flóð þannig að hjálparsveitir og snjóplógar urðu menn og ökutæki númer eitt, tvö og þrú í landinu. í sjálfrí Parísarborg voru veður- $

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.