Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 31 Sandkorn Sandkorn Dyraverðir verða að hafa krafta í kögglum. Kraftar í kögglum Veitingahús eitt hafði auglýst eftir dyraverði. Var nú allvænn hópur manna mættur til viðtals og hafði fyrsta umsækjandanum verið vísað inn. „Þú veist að menn verða að hafa krafta í kögglum ef þeir eiga að geta staðið sig i þessu starfi,“ sagði ráðningarstjórinn. „Ég er nú ekkert hrædd- ur við það,“ sagði umsækj- andinn. „Ég var til dæmis enga stund að henda þeim sextán út sem biðu þarna frammi áðan.“ Domino í Broadway? Veitingahúsið Broadway tók upp það nýmæli ekki alls fyrir löngu að fá hingað til lands ýmsar breskar hljómsveitir sem nutu mik- illa vinsælda fyrir mörgum árum. Má þar nefna The Tremelos, The Searchers og The Swinging Blue Jeans. Skemmtu þær við góðar undirtektir bæði gestum og sjálfum sér, að því er fregnir herma. Þótti þeim landsmönnum, sem komnir eru af léttasta skeiði, mikill fengur í að fá þessa kappa hingað. Og nú segir sagan að von sé á einu stórstirninu enn. Það er gamli öðlingurinn Fats Domino. Verða áreið- anlega margir til að bregða sér í Broadway til að sjá hann og heyra. Sá gamli mun vera nokk- uð dýrkeyptur, því hann tekur 500 þúsund fyrir komuna fyrir utan ferðir og uppihald. Vafalaust finnst mörgum að þeim peningum sé vel varið. Aftur er talið að kostnað- ur við „gömlu" hljómsveit- irnar hafi ekki verið ýkja mikill. Þær munu ekki njóta sérlega mikiUa vin- sælda í heimalandinu þar sem þær eru taldar afdank- aðar. Þykir Bretanum með ólíkindum að íslendingar skuli þyrpast á hljómleika með þeim, því tæplega væri hægt að hóa saman tuttugu manns til að hlusta á þá i heimalandinu. En sinn er siður í landi hverju, eins og þar stendur. ÁTVRáSpáni Menn spá mikið í breyt- ingar hjá Áfengis- og tó- baksverslun rikisins með tilkomu nýs forstjóra. Eru aUir á einu máli um að þær geti ekki orðið til annars en góðs verði þær einhverjar á annað borð, því lengra verði varla komist í hina áttina. Raunar hefur nýi forstjórinn, Höskuldur Jónsson, boðað einhveijar sviptingar í blaðaviðtölum. Því var það að hana fór að gruna ýmislegt, íslensku stúlkuna sem var úti á Kanaríeyjum um daginn. Hún hafði nefnilega pantað hálfflösku af Torres og á Höskuldur hefur boðað breyt- ingar hjá ÁTVR. Hveijar skyldu þær verða? flöskunni stóð skýrum stöf- um , ,ÁTVR“. Stúlkan vildi vera alveg viss og pantaði aðra. Á henni stóð einnig „ÁTVR“. Nú var forvitni ferða- 1.\i W .H' ÁTVR er heldur betur að færa út kvíarnar ef marka má frá- sögn Spánarfarans. langsins vakin fyrir alvöru, svo næsta skref var að kalla á þjóninn og spyrja hann skýringa á þessu. Þegar hann kom að borðinu benti stúlkan á fiöskuna og sagði í spurnartón: „Iceland, Iceland." En þjónninn var litill málamaður, því hann benti á sjálfan sig og svaraði: „Kanari, Kanari.“ Og þar með lauk þessum samræðum. Gátan er þess vegna óleyst enn. Um margt að velja Þau höfðu verið gift í mörg ár og höfðu orðið um fátt að tala. Einhveiju sinni tók hún þó á sig rögg og sagði blíðum rómi: „Ég vildi að þú myndir kitla mig undir hökuna núna eins og þú varst vanur að gera þegar við vorum í tilhugalífinu." „Huh, hveija þeirra?! Vel kynntir í útlandinu Ur því að verið er að fjalla um Islendinga á Spáni er sjálfsagt að geta þess sem vel er gert við þá þar. Þeir þurfa til að mynda ekki að borga sig inn á diskótek eins og innfæddir. Þykir þetta fyrirkomulag allra hagur, því íslendingar eru ólatir við að fara á barinn meðan Spánveijar eru að gaufast með sama glasið allt kvöldið. Hinir fyrr- nefndu þykja þvi aufúsu- gestir á skemmtistöðun- um. Kvikmyndir Kvikmyndir STJÖRNUBÍÓ - ST. ELMO’S FIRE ★ ★ Ungt fólk á krossgötum SL Elmo's Fire. Leikstjóri: Joel Schumac- ker. Handrit: Joel Schumacker og Cari Kur- lander. Kvikmyndun: Stephen Burum. Tóniist: David Foster. Aðaileikarar: Emilio Estevez, Rob Lowe, Demi Moore og Ally Sheedy. Svo sannarlega bjóst ég við að St. Elmos Fire mundi koma með ein- hverja nýja útfærslu á hinum sívin- sælu bandarísku táningamyndum. Sú von varð fljótlega að engu. Efnisþráðurinn er ósköp venjuleg- ur og í hefðbundum stíl. St. Elmos Fire hefur fengið mjög góðar við- tökur vestanhafs, bæði hjá gagn- rýnendum og áhorfendum. Kannski er það skiljanlegt því myndin er eins amerísk og ein kvikmynd getur orðið. Og stendur hún langt að baki Diner sem helst má líkja henni við. St. Elmo’s Fire fjallar um sjö ungmenni sem hafa nýútskrifast og tilraunir þeirra til að finna sér samastað í hinni hörðu lífsbaráttu. Unga fólkið er eins ólíkt hvað öðru og verið getur. Hver á sinn eigin draum sem fer kannski ekki alveg saman við þann sem næst stendur þótt vináttuböndin séu sterk hjá sjömenningunum. Foringi hópsins er Alex (Judd Nelson) sem hyggur á frama í pólitík, ásamt þeirri ætlun sinni að giftast Leslie (Ally Sheedy) sem er ekki alveg eins viss um hvort Alex sé rétti maðurinn enda á hann erfitt með að segja nei við aðrar konur. Kevin (Andrew Mc Carthy) á sér draum að verða rit- höfundur og elskar Leslie á laun. Býr hann með Kirbo (Emilio Estevez) sem er nokkuð áttavilltur í lífinu. Hans vandamál er það að Uppáhaldsstaður klíkunnar er St. Elmos. hann elskar út af lífinu nokkrum árum eldri læknanema, Dale (Andie MacDowell), sem tekur lítið mark á ástleitni hans. Á hann eftir að lenda í miklum vandræðum út af þessari ást sinni. Wendy (Mare Winningham) er dóttir ríkra for- eldra og skammast sín fyrir útlit sitt ásamt því að elska annan tveggja vandaræðagemlinganna í hópnum, Billy (Rob Lowe), sem vill helst leika á saxófón og tollir hvergi í vinnu. Hinn vandræða- gemlingurinn er Jules (Demi Mo- ore) sem er glæsilegasta stúlkan í hópnum en er að ánetjast eiturlyíj- um ásamt því að halda við yfir- mann sinn í vinnunni. Trygglyndi er mikið innan hóps- ins og vandamál hvers fyrir sig leyst á raunsæjan máta, án þess að vinskapurinn slitni þó oft liggi við að hópurinn splundrist. Það sem gerir St. Elmos fyrst og síðast að aðgengilegri kvikmynd eru hinir ungu sjö leikarar sem fara með aðalhlutverkin. Þetta eru ungir leikarar sem vert er að fylgj- ast með því þrátt fyrir ungan aldur eru þau öll með nokkra reynslu að baki og þau í sameiningu bjarga myndinni frá því að vera hreint út sagt leiðinleg. - Hilmar Karlsson ———Stór™—■ skó-útsala Margs konar skófatnaður i Stóra skóútsalan, Hverfisgötu 89. irkirk Frábær ★★★ Góð ★* Miðlungs ★ Léleg 0 Afieit Opiö á laugardögum PANTANIR SÍMI13010 VISA E KREDIDKOR TAÞJONUS TA HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. NYTT HEIMILISFANG: NÝTT SÍMANÚMER: Höfum flutt starfsemi okkar að Hjarðarhaga 47. Við höfum fengið nýtt símanúmer 16350-16351 Bitstál sf. Hjarðarhaga 47. Simi 16350 -16351 BOLTA MAÐIIRÍNM ÚTSALA-ÚTSALA Lisch austurrískar skíðastretchbuxur dökkbláar Stærðir 38-54 ACT úlpur Stærðir 4-6-10-12-14 3 litir Breskar úlpur frá Phönix Margir litir Stærðirl-2-3-4 Ath. stærð 1 passar á 2-3 ára Verð áður 3.995 nú 2.400 Verð áður 2.380 Verðnú 1.825 Verð áður 3.490 Verð nú 2.400 Lúffur 1 lúffa á 150 kr. 2 lúffurá 250 kr. Verð áður 300-500 3lúffurá325kr. Vatthúfur, margir litir Stærðir 53-55-57 Verð nú 495, áður 752 Stærðir 59-60-61 Verð nú 525, áður 7931 Ý mislegt annað, svo sem: Trimmgallar, stutterma bolir, leikfimifatnaður, skór o.fl. o.fl. á afslætti frá KREOITKORT Póstsendum samdægurs: E BOLTA MAÐURÍNM LAUGAVEGI 27 - SlMI 15599

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.