Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 Össur Skarphéðinsson: - Undarlegt hversu lágt Guðmundur G. Þórarinsson metur æru sína; álOOþúsund krónur. lenska verslunarfélaginu í ársbyrjun 1979 og hafi síðan ekki átt neinna hagsmuna að gæta í fyrirtækinu. Þó starfaði hann sem annar af tveim framkvæmdastjórum fyrirtækisins frá í apríl 1983 fram í janúar ó næsta ári. Pólitískur þefur „Mér þykir pólitískur þefur af þessu máli. Það er athyglisvert að Guðmundur lætur sér ekki nægja að stefna okkur Áma Bergmann heldur stefnir hann einnig Svavari Gests- syni, formanni Útgáfustjórnar Þjóð- viljans,“ sagði Össur Skarphéðins- son. „Ég þekki Guðmund G. Þórar- insson ekki neitt og hef ekkert á móti manninum en undarlegt þykir mér hversu lágt hann verðleggur æru sína; aðeins á 100 þúsund krónur." Æra borgaranna Þá hefur Guðmundur G. Þórarins- son kært Þjóðviljann og Lúðvík Geirsson blaðamann til Siðanefndar Blaðamannafélags íslands vegna þessara skrifa. I þeirri kæru segir Guðmundur meðal annars: „Á blaða- mönnum hvílir mikil ábyrgð. Það er útilokað að blaðamönnum geti leyfst að fara með æru borgaranna sem skít á götunum...Allar mínar hug- myndir um siðfræði segja mér að frétt Þjóðviljans og skrif, sem og fram- koma blaðamannsins, sé siðlaus." -EIR „Við munum verjast af grimmd og festu, sækja þetta mál fast og beita fyrir okkur færustu lögmönnum," sagði Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðviljans, í samtali við DV. Þá haTði Össuri nýlega verið birt stefna vegna fréttar í Þjóðviljanum 7. jan- úar síðastliðinn þar sem fjallað var um meint skattsvik Þýsk-íslenska verslunarfélagsins og tengsl Guð- mundur G. Þórarinssonar, verkfræð- ings og fyrrum alþingismanns, við það fyrirtæki. 100.000 krónur Guðmundur G. Þórarinsson stefnir ritstjórum Þjóðviljans, þeim Össuri Skarphéðinssyni og Árna Bergmann, og að auki Útgáfufélagi Þjóðviljans þar sem Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, situr í forsæti. Krefst Guðmundur þess að aðdrótt- anir um stórfeild skattsvik hans, eins og þær birtust í frétt Þjóðviljans, verði dæmd dauð og ómerk og einnig að stefndu verði gert að greiða sér kr. 100.000,- í miskabætur ásamt vöxtum. Frétt Þjóðviljans um Þýsk-íslenska verslunarfyrirtækið birtist undir eft- irfarandi fyrirsögn: „GRIPNIR í SKYNDIÚTHLAUPI - Eitt stærsta innflutningsfyrirtæki landsins grun- að um að hafa dregið á annað hundr- að milljónir króna undan skatti. Fyrrum stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins var Guð- mundur G. Þórarinsson, fyrrum þingmaður og gjaldkeri flokksins." Mannorð Guðmundur G. Þórarinsson telur Guðmundur G. Þórarinsson í ræðustóli Alþingis: - Útilokað að blaðamönnum geti leyfst að fara með æru borgaranna sem skít á götunum. að í þessari frétt Þjóðviljans felist í þeim tilgangi að sverta mannorð gróf meiðyrði í hans garð enda virð- hans. Guðmundur staðhæfir að hann ist svo sem fréttin sé aðallega skrifuð hafi selt eignarhlut sinn í Þýsk-ís- Fréttir Fréttir Fréttir GuðmundurG. Þórarinsson stefnir ritstjórum Þjóðviljans og Svavari Gestssyni: Grimmd' harka og skítur á götunum Eskifjörður: Loðnubryggjan að hruni komin Frá Emil Thorarensen, Eskifirði: Forgangsverkefni hafnarsjóðs Eskifjarðar er afar brýnar endur- bætur á loðnulöndunarbryggjunni á Eskifirði. Stefnt er að því að setja niður stálþil utan um þennan 20 ára gamla trébryggjustúf, sem byggður var á sandi. Bryggja þessi er að hruni komin og mikil hætta á ferðinni fyrir þau skip, sem þar liggja hverju sinni, ef eitthvað amar að veðri. Þá liggur bryggjan öll á reiðiskjálfi og heilu bryggjupollamir brotna eins og eld- spýtur. Sem betur fer hefur ennþá ekki komið til þess að skip hafi losnað frá. Hins vegar er sú hætta alltaf fyrir hendi. Gæti þá hlotist mikið tjón af þar sem stutt er upp í fjöm. Auk þess eru á bryggjunni dýr lönd- unartæki að viðbættu stálgrindar- húsi að verðmæti um tíu milljónir króna. Samkvæmt áætlun frá því í nóv- ember em framkvæmdir þær sem fyrirhugaðar em upp á 30 milljónir króna. Leitað var til fjárveitinga- nefndar Alþingis í þessu sambandi um úthlutun á fjárlþgum 1986. En að sögn Jóhanns Klausen bæjar- stjóra var ekki fimmdur að fá þar. Gert er ráð fyrir að hafnarsjóður fjármagni 25 prósent kostnaðarins en ríkisframlag nemi 75 prósentum. Hér er á ferðinni mjög alvarlegt mál því að bryggjan er nánast ónot- hæf og er þá ljóst að starfsemi loðnu- verksmiðjunnar er ógnað. Hún legg- ur drjúgan skerf til gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar. Á síðastliðnu ári fóru til að mynda verðmæti um þessa bryggju, það er að segja loðna og loðnuafurðir, upp á um það bil 500 milljónir króna. Sýnir það væntan- lega mikilvægi þess að löndunar- bryggjan á skilið að fá vemlega hressingu svo að hún geti staðið undir nafni og haldið áfram að gegna því hlutverki sem henni er ætlað. -<•------------m Þessar tvær myndir sýna erlent skip, Unkas, liggja við loðnubryggjuna á Eskifirði. Skipið er 115 metrar á lengd en bryggjan, sem það liggur við, er 14 metrarálengd. DV-myndir: Emil, Eskifirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.