Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Eru stórmenni í ættinni? Það er eitt af séreinkennum ís- lensku þjóðarinnar að menn hafa óbilandi áhuga á forfeðrum sínum. Af þessu sprettur sú iðja sem kölluð er ættfræði. Máltækið segir að íjórð- ungi bregði til fósturs og þykir mikið samkvæmt orðanna hljóðan. Af- gangurinn ætti þá að vera fenginn í arf frá forfeðrunum. Um slikt eru höfð orð á borð við ættarfylgja og ættarmót. Haft er á orði að þessi eða hin áráttan liggi í móður- eða föðurættinni. Þegar mikið liggur við getur fyrirbærið krosslegið í báðum ættum og er þá sjaldan von á góðu. Þeir sem rekja ættir eru meðal annars að leita þess- ara einkenna. Leitaöstórmennum Mönnum leikur einnig forvitni á að vita um ættingja sína sem nú eru uppi, jafnvel þótt fjarskyldirséu. „Er ég skyldur Steingrími Hermanns- syni?“ Þannig spyrja framsóknar- menn þegar mikið liggur við. Sumir hafa áhuga á að þekkja skyldleika sinn við Vigdísi Finnbogadóttur og fara ekki í launkofa með það ef hann reynist nokkur. Þetta er hluti af eðlislægri forvitni landans. Eðlilega magnast hún vegna fámennis í landinu því þá er meiri von um að finna stórmenni í ættinnU Raunar liggja til þess toífræðilegar líkur að ættir allra landsmanna liggi saman einhvern tíma í sögu þeirra 30 til 40 ættliða sem lifað hafa í landinu frá upphafi Islandsbyggðar. Þannig er leitun að þeim manni sem ekki getur rakið ættir sínar til Egils Skallagrímssonar og það á marga vegu. A góðri stundu er síðan nauð- synlegt að geta rakið þá ætt aftur á bak og áfram rétt eins og Gunnars- hólma. Auðvitað geta þessar ætt- rakningar orkað tvímælis en það er óþarfi að láta efasemdir spilla ánægjunni. Á endanum verður jú hvort eð er fátt sannað. Niöjar góðbænda En ættfræðin miðast ekki öll við að uppgötva forfeður langt aftur í öldum. Um miðja þessa öld jókst mjög áhugi á að setja saman svoköll- uð niðjatöl. Afkomendur góðbænda, sem komist höfðu í álnir .á öldinni sem leið, áttu gjarnan hiut að saman- tekt þeirra. Áður höfðu einkum embættismenn með ættarnöfn látið semja bækur um ætt sína. Nú var alþýða manna gripin sama áhuga. Frægust þessara niðjatala eru Bergsættin og Arnardalsættin sem gefnar voru út á mörgum þykkum bókum stuttu eftir stríðslok. Þar gátu menn í fjarlægum landshornum séð að þeir áttu forföður á borð við Bárð ríka í Arnardal og töldust til ættar hans. Auðvitað er hver maður að meiri. Vaxandi áhugi Á síðustu misserum hefur þessi áhugi vaknað að nýju og farið er að gefa út niðjatöl góðbænda frá öldinni sem leið. Eitt bókaforlagið, Sögu- steinn, hefur sérhæft sig í útgáfu þessara bóka. Þar hafa komið út niðjatöl ætta sem til þessa hafa verið lítt þekktar nema í famennum hópi. Fjölmargir þeirra sem þannig hafa komist á bók vissu ekki einu sinni um ættgöfgi sína. I Tíðarandanum í dag verður for- vitnast um ættfræðina og þennan nýja ættfræðiáhuga. Þó nokkur hópur manna, sem flestir eru komnir á efri ár, hafa atvinnu af því að semja þessi niðjatöl. Þeir sem leggja leið sína á Þjóðskjalasafnið geta þar séð fulltrúa stéttarinnar bogra yfir kirkjubókum og manntölum. Ættfræðin hefur aldrei verið talin með traustustu fræðigreinum. Marg- ir telja þó fáar vera meira spennandi. Það er líka kostur að niðurstöðurnar eru öllum auðskildar. Áhuginn er fyrir hendi enda er betra að vera af vondri ætt en engri. -GK Þjóðskjalasafnið er aðalstarfsvettvangur ættfræðinga. Salurinn þar er lítill þannig að oft komast færri að en vilja. Það stendur þó væntanlega til bóta i nýju húsi. >■ % Hverra manna eruð þið? Rætt við Indriða Indriðason ættfræðing „Jæja, og hverra manna eruð þið?" spurði Indriði Indriðason ættfræðingur þegar fulltrúar DV tóku á honum hús til að kynnast störfum og hugðarefnum ættfræð- ings. Indriði er af mörgum talinn fremstur þeirra manna sem nú fást við ættfræði í Iandinu. Hann gerði þó ættfræðina ekki að aðalatvinnu sinni fyrr en eftir að hann hætti launavinnu 65 ára gamall. ,,Þá átti .ég þess kost sem opinber starfsmað- ur að komast á eftirlaun og gerði það samdægurs," segir Indriði. Það þarf ekki fleiri orð um áhugann á ættfræðinni. Þar kom að draumurinn rættist Síðan eru liðin 13 ár. Þann tíma hefur Indriði einbeitt sér að fræð- unum og sent frá sér fjórar bækur um ættir Þingeyinga auk þess sem hann á í uppkasti. „Það er nú ekki meira sem ég hef komið í verk. Það er svo margt sem tefur og truflar," segir Indriði og finnst fjögur þykk bindi ekkert ofverk fyrir eftirlaunamann. Af- köstin miðar hann við föður sinn, Indriða Þorkelsson frá Fjalli. Eftir hann liggja í handritum um 40 bindi af ættfræðilegu efni. Indriði segist snemma hafa fengið áhugann á ættfræðinni enda var hún í hávegum höfð á æskuheimili hans. Fyrsta tilraun Indriða við ættrakningar var þegar hann á unga aldri rakti ættir fjárstofns föður síns frá fyrstu ánum sem hann eignaðist. Síðan hafa það þó verið ættir mannfólksins sem Ind- riði hefur einbeitt sér að. Ættfræðin hefur á liðnum árum notið verulegra vinsælda hér á landi. Forsendurnar hafa þó breyst með breytingum á lífi þjóðarinnar. Síðustu árin hefur áhuginn farið vaxandi eftir deyfð um tíma. Indriði kannast við þessar breytingar. Áhugi hjá unga fólkinu „Áhugi unga fólksins á ættfræð- Indriði hefur komið sér upp vinnuaðstöðu á heimili sínu. Þar vinnur hann nú öllum stundum að áhugamáli sínu. DV-myndGVA inni stafar að hluta af því að mönnum hefur verið kippt upp með rótum. Unga fólkið hefur ekki lengur handfesti á uppruna sínum vegna þess að tengslin við forfeð- urna og líf þeirra hafa rofnað," segir Indriði. „Hins vegar kemst enginn frá sínum uppruna. Það er hægt að flytja frá uppeldisstöðvun- um en það sem í hverjum býr er frá forfeðrunum komið. Þess vegna álít ég að það sé hverjum og einum nauðsynlegt að vita eitthvað um forfeður sína. Ástæðan er erfða- fræðileg. Hæfileikar manna ganga í erfðir og gallarnir að sjálfsögðu líka,“ segirlndriði. „Ættarmótin, sem nú er farið að halda, eru af sömu rót. Ættirnar búa ekki lengur á sama stað. Áður vissu flestir hverjir voru frændur þeirra því þeir bjuggu sjaldnast langt undan. Nú býr sama ættin í mörgum landshlutum.“ Þolinmæðisverk - Er mikið leitað til þín og þú beðinn um að rekja ættir? „Já, ég er oft beðinn um það. Það er fleiri daga en færri sem slíkt gerist. Hitt er verra að það er aldrei hægt að selja ættartölur við þvi verði sem þarf bara til að fá verka- mannalaun. Það getur verið dags- verk að finna eitt nafn. Samt geri ég alltaf eitthvað að því að taka að mér svona verkefni. Mér líkar svo vel þegar fólk langar til að vita eitthvað um uppruna sinn. Ég skil það fólk. Ég er líka svo mikill predikari að ég vil telja fólk á að leita upplýsinga um áa sína. Það er þroskandi fyrir fólk. Því miður eru þeír fáir sem taka að sér að rekja ættir fyrir aðra. Þeir eru aftur á móti fleiri sem eru að grúska eitthvað í kringum sitt fólk og verja öllum frítíma sínum á Þjóðskjalasafninu við lestur kirkjubóka og manntala." Útgefendur áhugasamir Mjög mikið af þvi ættfræðiefni sem unnið er kemur aldrei fyrir almenningssjónir. Oft eru ættartöl- urnar gefnar út fjölritaðar og dreift meðal ættmenna. Þó hafa mörg viðameiri verk verið gefin út á bókum. Á það einkum við um stór- ar ættir og ættir manna á tiltekn- um landsvæðum. Þá er sala bók- anna jafnan trygg því málið er svo mörgum skylt. Indriði segist ekki hafa átt í erfið- leikum með að gefa verk sín út. Bækur hans um ættir Þingeyinga höfða til það margra að útgefendur eru óragir við að setja þær á prent. Nú þegar áhuginn fer vaxandi ætti einnig að koma út meira af ætt- fræðilegu efni. Erfitt fyrir vinnandi menn Aðstaða ættfræðinga hefur batn- að verulega t.d. frá því faðir Indriða var að vinna sín verk á fyrri hluta aldarinnar. Þó er opnunartími Þjóðskjalasafnsins, þangað sem ættfræðingar sækja mest af heim- ildum sínum, óhentugur fyrir þá sem hafa ættfræði að tómstunda- gamni. Safnið er lokað um helgar og opnunartími þess á virkum dögum fellur saman við almennan vinnutíma. Ættfræðingar verða því oft að vinna verk sín á hlaupum í stopulum frístundum. Reyna þeir þá oft að ljósrita sem mest upp og vinna síðan úr gögnunum þegar heim er komið. Indriði á mikið safn ljósrita sem gerir honum kleift að vinna mestallt heima. Fótgangandi milli landshluta Allt er þetta þó hátíð hjá þeif.ri vinnuaðstöðu sem ættfræðingar fyrri tíma bjuggu við. Indriði segir þá sögu af föður sínum að hann fór fótgangandi norðan úr Þingeyjar- sýslu til Reykjavíkur árið 1904 til að skrifa upp á Þjóðskjalasafninu. Alls fór hann þrjár slíkar ferðir og skrifaði upp efni sem innbundið tekur yfir fjölda binda. „Þetta gerði hann með því að búa á fremur rýrri jörð, koma 11 börn- um til manns, auk almennra starfa fyrir sveit sina,“ segir Indriði. „Vilji er allt se_m þarf, stendur einhvers staðar. Ég held að það sé rétt.“ -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.