Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 ST. JÓSEFSSPÍTALI LANDAKOTI Starfsstúlka óskast á barnaheimilið Brekkukot - allan daginn. Upplýsingar í síma 19600-250. Reykjavík, 5. 2. 1986. J* Við höfum fengið breytt símanúmer 68-17-22 Skeljungur hf. smávörudeild, Síðumúla 33 - Reykjavík. Leiðandi merki BfíRC-®- í hágæða-litskjám Vegna sérstakra samninga við BARCO getum við nú boðið BARCO litskjái, 27 tommu, á sérstöku kynningarverði. Þess má geta að IBM víða um heim hefur valið BARCO skjái bæði til kennslu og einnig þar sem verulegrar upplausnar er þörf, svo sem, „Image processing og grafík". BARCO litskjáir eru taldir vera „Industri standard" hjá flestum sjónvarpsstöðvum í Evrópu. Við viljum benda fyrirtækjum, stofnunum og skól- um á þetta einstaka tækifæri til að eignast há- gæðaskjái á frábæru verði. 27 tommu, kr.58.560,- ysntrum hf. U'jfnorc+r'nti hnv KR / Hafnarstræti 20, box 56/342, Söludeild, sími 26230. Tæknideild, sími 621311. 121 Reykjavík. Neytendur Neytendur Neytendur Nýtt byltingar- kennt gólfefni Nú er komið á markaðinn nýtt gólfefni sem er sterkara og endingar- betra en áður hefur þekkst. Þetta nýja gólfefni er frá Perstorp verk- smiðjunum í Svíþjóð, en umboð hér Rafmagn hækkað um 28,81% - hiti um 42,45% Frá 1. febrúar 1984 til janúar 1986 hefur hitunarkostnaður hækkað um 42,45% og rafmagn um 28,81%. Þess- ar upplýsingar fengust hjá Hagstofu fslands og var vísitalan, sem notuð er sem mælitæki, 100 stig í febrúar 1984, hækkaði í 113,94 stig í raf- magnskostnaði og 113,15 stig fyrir hitakostnað á tímabilinu fram að febrúar 1985. Fram að janúarmánuði 1986 hækkaði hún í 128,81 stig fyrir rafmagnskostnað og í 142,45 stig fyrir hitakostnað. Þetta samsvarar að síðastliðin tvö ár hefur rafmagnskostnaður heimil- anna hækkað úr 15.344 kr. í 19.765 og hitunarkostnaður úr 16.767,56 í 23.550,74. Þetta er vegið landsmeðal- tal þar sem reiknað er með að hver íbúð noti 4.016 kílówattstundir á ári og upphitunin sé 377 m3 á íbúð, en reiknað er með að 78% sé hitaveita og 22% rafmagnshiti. Til samanburðar hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 64,02% á sama tímabili, en kaup- máttarvísitalan hefur í heild hækkað um 61,24%. Kjararannsóknamefnd sagði þá tölu þó ekki að fullu áreið- anlega því einhver skekkja væri í útreikningum á vísitölu launa opin- berra starfsmanna. Kaupmáttur verkamannalauna hefur, samkvæmt þessum tölum, aukist um 60,83%, kaupmáttur iðn- aðarmánnalauna um 58,02% og verslunar- og skrifstofufólks um 59,23%. Kaupmáttur launa virðist því ekki hafa minnkað nema um tæp 3% miðað við framfærslukostnað þótt margir séu eflaust ekki tilbúnir til að kyngja þessum meðaltölum ótuggnum og háværar raddir séu um að heimilin hafi sjaldan átt jafnerfitt með að láta enda ná saman og nú, enþettasegjameðaltölin. -S.Konn. er hjá Ofnasmiðjunni, Háteigsvegi. Efnið, sem hér um ræðir, er þétt- pressaður viður með álímdu harð- plasti og er hægt að fá það í 12 litum, 6 viðaráferðum og 6 tónum í gráu, hvítu og brúnu. Vegna plastáferðar- innar þarf ekkert viðhald og slitþol þess er mun meira en venjulegs par- kets. Perstorp er lagt eins og parket á undirlag úr korkpappa eða á sér- stakan svampdúk frá Perstorp, það má leggjast ofan á venjulegan gólf- dúk, eða þunn teppi. Þensluvanda- málið, sem oft hefur fylgt parketi, er minna í Perstorp. Þetta nýendurbættá gólfefni held- ur í sér hita álíka lengi og parket, en hefur mun lengri brunatíma og er viðurkennt af sænsku brunamála- stofnuninni. Það er mjög þolið gagn- vart ýmsum kemískum efnum, s.s. acetoni, benzoli, ediksýru, fenoli og naglalakki, jafnvel má drepa í síg- arettu á gólfinu, án þess að á því sjái. Auk gólfefnisins er einnig hægt að fá harðplastplötur, borðplötur og flísar til að leggja á milli skápa í eldhúsi og fá út samstæðan heildar- svip. Perstorp er nokkuð dýrara en parket, eða 1536 krónur m2. Jón Knútsson hjá Ofnasmiðjunni sagði að þeir hefðu verið með umboð frá Perstorp verksmiðjunum í 15 ár, en gólfefnið hefði verið endurbætt fyrir hálfu ári og allar prófanir sýndu að þetta væri byltingarkennd nýjung og allt að 7 sinnum endingarbetra en parket. Vegna þess hve litaúrvalið er mikið, sagði hann að hægt væri að ná mjög fjölbreytilegu útliti og mynstri því hægt væri að leggja 2-3 liti saman og fá fram rendur og tóna saman borð, veggi og gólf í mismun- andi litaafbrigðum. -S.Konn. Upplýsingaseðilli til samanbutóar á heimiliskostnaði! Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðif. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | I 1 andi í upplVsinRamiðlun meðal almennings um hvert sé meðattal heimiliskostnaðar | i fjölskyldu af sömu st*rð og vðar. 1 Nafn áskrifanda Heimili i i Sími l Fjöldi heimilisfólks _ Kostnaöuríjariúar 1986. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. I í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.