Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 13 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hræðilegt ástand á breskum sjúkrahúsum: Tíundi hver sjúklingur fær sjúkrahússýkingu — og40 deyja úr matareitrun í*v\wtá\ OvnWatl AV ..4 Av tv. tnni 4 ..V O KV't tti ttW, OvnWat Ovnklar úwíWtUs\mn.Wat pi\5nsln. NyHedt Ovnklar Í« íw\t 1 Klar pá '15 Æðsta skylda sjúkrahúsanna er að skaða ekki sjúklingana, er haft eftir Florence Nightingale sem talin er vera fyrsti alvöru-hjúkrunarfræð- ingurinn. Það er einkennilegt að það skuli vera ástæða til þess að taka þetta fram en staðreynd er að um einn af hverjum tíu sjúklingum á breskum spítulum þjáist af sýkingu sem hann hefur orðið fyrir á sjúkrahúsum. Það er félag breskra sýkingarvama- hjúkrunarfræðinga sem komist hefur að þessari niðurstöðu að at- huguðu máli. Margar af alvar- legustu matareitrunum, sem verða árlega í Bretlandi, verða einmitt inni á sjúkrahúsunum. Talið að 15-20% sjúklinga á breskum sjúkrahúsum fái árlega matareitrun. Frá þessu er skýrt í breska vikurit- inu The Economist. Versta dæmið er þegar nitján aldr- aðir sjúklingar á geðsjúkrahúsi lét- ust af völdum matareitrunar. Nú nýlega var hafm rannsókn á þessu ástandi á ríkisreknu sjúkra- húsunum og segir í blaðinu að nánast allir starfsmenn þeirra eigi hlut að þessu máli. En vegna lögverndar sjúkrahúsanna er ekki hægt að lög- sækja þau. Við rannsókn á sl. ári á helmingi allra sjúkrahúsa i Englandi og Wales þverbrutu þau reglugerðir og 16% af þeim gætu átt á hættu lögsókn ef ekki kæmi til lögvemdin. Ástandið virðist hafa versnað síðan svipuð könnun fór fram árið 1977. Þá þverbrutu einnig um 60% sjúkra- húsanna heilbrigðisreglur en aðeins um 8% hefðu getað átt von á lögsókn. Ein af bresku sjónvarpsstöðvunum sendi sérfræðing á laun í rannsókn- arleiðangur um eldhús eins spítal- ans, eftir að stöðinni hafði verið neitað um að taka þar myndir. Ástandið var hræðilegt, ólýsanlegur skítur, matvæli geymd á rangan hátt og kakkalakkamir léku aðalhlut- verkin í því næturleikhúsi. Heilbrigðismálaráðherra Bret- lands, Barney Heyhoe, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina að lögverndin væri í athugun. Hann sagði einnig að hann teldi ekki að lögverndin skipti öllu máli hvað varðar eldhús spítalanna. Hollustu- og umhverfisvemdar- nefndin í Bretlandi telur að nauðsyn- legt sé að lyfta lögverndinni af sjúkrahúsunum hið fyrsta. Samt er Með súpunni er þetta orðin heil máltíð og vel það á 315 krónur. Mynd: P.K. SALATIÐ HÆKKAÐI UM 66% Neytendasíðan fékk upphringingu frá neytanda sem vildi vekja athygli á salati sem Café Hressó í Austur- stræti selur. Skýrði viðkomandi frá því að síðan í haust hefði þessi til- tekni salatréttur hækkað úr 190 krónum upp í 315 krónur, sem salatið kostar nú. Þetta gerir um 66% hækkun og leitaði DV skýringa hjá forsvarsmönnum Café Hressó. Einar Sigurjónsson varð fyrir svör- um og sagði að við opnun í haust hafi salatið verið selt á 190 þar til í ljós kom að það varla nægði fyrir hráefniskostnaði. Þá hefði það verið hækkað upp í 235. Því næst hefðu þær breytingar verið gerðar að súpu og brauði hefði verið bætt við og skammturinn stækkaður og hækkaði því upp í 290. 25 krónurnar sem við bættust komu til vegna hækkana á hráefni er íslenska hráefhið var ekki lengur fáanlegt og því keypt erlent sem er á hærra verði. Salötin sem hér um ræðir eru kræklingasalat, túnfisksalat og skinkusalat og með súpu og brauði er þetta heil máltíð og vel það. Vonast Neytendasíðan til að þessar upplýsingar svari spumingum neyt- anda. -S.Konn. Florence Nightingale sem taldi það æðstu skyldu sjúkrahúsanna að skaða ekki sjúklingana sina. talið að geðsjúkrahúsið, sem nefnt var hér áður, þar sem nítján sjúkl- ingar létust af matareitrun, myndi ekki hafa verið lögsótt. Þetta kom ráðamönnum mjög á óvart. Hollustu- og umhverfisvemdar- nefndin segir að það sé ekki alltaf lögsóknin sem hrífi best heldur hætt- an á því að verða lögsóttur. Ef lögverndinni vrði létt af sjúkra- húsunum þyrftu að fara fram gagn- gerar breytingar á eldhúsum 200 sjúkrahúsa. Það myndi kosta breska skattgreiðendur tugi milljóna punda. Opinberir starfsmenn hafa viður- kennt að búið sé að kanna kostnað- inn við slikar breytingar. Þá hefur einnig heyrst að um 40 sjúklingar deyi árlega af völdum matareitrunar í breskum sjúkrahúsum þótt erfitt sé að segja nákvæmlega til um dánaror- sakir í mörgum tilfellum Þess má geta að íslendingum, sem fara til hjartaaðgerða á breska spít- ala, kemur mörgum spánskt fyrir sjónir að þeir eigi að hafa meðferðis sápu og handklæði en slíkt verða sjúklingarnir að skaffa sér sjálfir.- A.Bj. rúllurnar - nýjung á Islandi. Beint úr frysti í ofn. Tilbúiö á 15 mín. Daloon-rúllumar fyrirliggj andi: Einkaumboðá Islandi: Magnús Garðarsson - ögur hf. Símar 68-72-66 og 68-73-25. Nú er tækifærið til að gera góð kaup á ýmsum varahlutum í eldri árgerðir ALFASUD. Dæmi um verð: Stuðari kr. 500,- Flauta kr. 250,- Þurrkuarmur kr. 250,- Heil hillustæða, full af alls konar varahlutum sem kosta aðeins 100 krónur stykkið. Stórfelld verðlækkun. Komdu og kíktu I útsöluhornið okkar. JÖFUR HF NYBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.