Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 14
14
DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986
Frjálst.óháö dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTl 11
Prentun:ÁRVAKUR HF.-Áskriftarverðá mánuði 450 kr.
Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. -
Góðæri í vændum
Skjótt hafa skipazt veður í lofti. Ytri aðstæður í
efnahagsmálum íslendinga hafa snögglega batnað. Þar
með hefur ríkisstjórnin orðið traustari í sessi og komizt
í aðstöðu til að miðla málum á vinnumarkaði, svo að
friður haldist um að nýta góðærið til fulls.
Einna mestu máli skiptir lækkun hráolíunnar úr 30
dollurum í 20. Hér á landi ætti hún að endurspeglast í
1,4 milljarða króna verðlækkun ársnotkunar okkar af
unnum olíuvörum. Þetta er gjaldeyrissparnaður, sem
kemur öllum að gagni og útgerðinni að mestu gagni.
Teikn eru á lofti um, að olían kunni að lækka niður
í 15 dollara og jafnvel 10. Dæmi um slíkar sölur eru
þegar til, en óráðlegt er að gera ráð fyrir, að þær verði
varanlegar. Enda má segja, að 20 dollara verðið sé okkur
nægt happ, sem ekki hefni sín í síðari hækkun.
Til viðbótar við þennan gjaldeyrissparnað kemur
aukning gjaldeyristekna um einn milljarð króna á ári
vegna hækkunar á verði fiskafurða erlendis . Þessi
hækkun ætti að geta orðið langvinn, því að olíulækkun-
in mun efla dollarann og vestrænan efnahag.
Spáð er, að olíulækkunin muni ekki aðeins auka
hagvöxt hjá viðskiptavinum okkar á Vesturlöndum, ,
heldur í framhaldi af því draga úr verðbólgu og lækka
raunvexti. Sú lækkun á síðan að geta lækkað raunvexti
hér á landi, því að við treystum á erlent lánsfé.
Alþýðusambandið hefur, með stuðningi Vinnuveit-
endasambandsins, lagt fram tillögur, sem ríkisstjórnin
hefur tekið vel. Þær fjalla um, að gengi krónunnar verði
fryst, skattar og vextir lækkaðir og verðlagshækkanir
stöðvaðar. Þetta er allt hægt að gera.
Annað mál er, hversu skynsamlegt það er til lang-
frama, að stjórnvöld stundi kukl af þessu tagi. Hágengi
gjaldmiðils hefur hvarvetna reynzt skaða þjóðarhag.
Allar handaflsgerðir af því tagi, svo og í vöxtum og
verðlagi, hafa tilhneigingu til að hefna sín.
Hins vegar mun þessi ríkisstjórn halda hinni hefð-
bundnu stefnu að skrá gengi krónunnar á þann hátt,
að útgerð og fiskvinnsla standi sem næst á núlli. Og
nú hafa ytri aðstæður leitt til, að þessi hornsteinn
atvinnulífsins er óvænt kominn upp í núllið.
Ríkisstjórnin mun því telja sér kleift að fallast á til-
lögu Alþýðusambandsins um gengisfrystingu. Enn-
fremur gæti vaxtalækkun í umheiminum leitt til, að
raunvextir lækkuðu skaðlítið hér landi. Loks veitir
olíulækkunin svigrúm til að færa skatta yfir á olíuvörur.
Með slíkum hætti er ekki fráleitt að ætla, að þjóðar-
sátt geti tekizt um lækkun verðbólgunnar og lítillega
bættan kaupmátt. Hið síðara er raunar sjálfgefið í
góðæri eins og virðist í uppsiglingu. Hið fyrra verður
vinsælt, þótt það sé handaflsvinna, ekki varanleg.
Góðæri eru ekki eingöngu af hinu góða. Góðærið, sem
nú er í uppsiglingu, mun fresta því, að ríkisstjórnir telji
sig þurfa að snúa sér að raunhæfum og varanlegum
aðgerðum á borð við raunvextina á sínum tíma. Mark-
aðsgengi krónunnar verður til dæmis að bíða.
Sífelld misnotkun stjórnvalda á gengisskráningu til
að auðvelda sér róður gegn verðbólgu hefur leitt til
útbreiðslu skynsamlegra skoðana um, að ekki henti
efnahagslegu sjálfstæði okkar að hafa sérstaka krónu,
ekki fremur en sérstakar mælieiningar á öðrum sviðum.
Hinn nýi möguleiki á gengisfrystingu, bættum ár-
angri í verðbólgustríðinu og friði á vinnumarkaði mun
valda því, að ekki verður hlustað á neitt slíkt að sinni.
Jónas Kristjánsson
„Slíkt hlýtur ávallt að vera hæpinn pólitiskur leikur, ekki síst þegar senda þarf makann á hinn pólit-
íska vígvöll til þess að vinna á andstæðingnum."
Liði fylkt með látum
Þá er lokið tveim orrustum á
vinstri væng stjórnmálanna í höf-
uðborginni, prófkjörum Aiþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks. Því er
ljóst hvernig skipað verður í efstu
sæti á þremur framboðslistum við
borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Alls staðar hafa orðið harðar svipt-
ingar, jafnvel svo að flokksbroddar
eru hálfringlaðir yfír þeim fjörkipp
sem komið hefur í flokkinn þeirra.
Mikiðfylgi Daviðs
Samkvæmt skoðanakönnun DV,
sem birt var fyrir skömmu, nýtur
Sjálfstæðisflokkurinn yfirburða-
fylgis í höfuðborginni. Raunar er
kannski hæpið að telja þetta fylgi
Sjálfstæðisflokksins því það virðist
vera að miklum hluta prívatfylgi
borgarstjórans, Davíðs Oddssonar.
Það var greinilegt að borgar-
stjórinn varð sjálfur hálfhvumsa
yfir þessum ósköpum og vcrður
hann þó sakaður um ýmislegt frem-
ur en standa orðlaus á gati. Raunar
er það skiljanlegt að honum skyldi
verða hálfgert orðfall því við slík-
um tíðindum er hreint ekki auðvelt
að bregðast. Auðvitað hlýtur það
að gleðja menn þegar undirtektir
almennings i þeirra garð eru jafn-
góðar og hér varð raun á en svona
niðurstöður eru líka býsna hættu-
legar. Það dettur nefnilega engum
í hug, þegar hann gáir betur að,
að Sjálfstæðisflokkurinn fái um
80% í kosningunum sjálfum, en
svona yfirburðastaða getur stungið
mönnum svefnþorn svo þeir uggi
síður að sér. Og ekkert er hættu-
legra en andvaraLeysi í pólitík,
hversu sterk sem staðan er.
Ekki verður hjá því komist að spá
borgarstjóranum og flokki hans
sigri í borgarstjórnarkosningun-
um, en sá sigur verður ekki eins
stór og skoðanakönnunin gefur til
kynna. Kosningabaráttan á eftir
að knýja margan kjósandann til
síns gamla flokks og vafalítið eiga
vinstri flokkarnir mun meira en
Sjálfstæðisflokkurinn í hópi hinna
óákveðnu þar sem þeir höfðu ekki
raðað í efstu sæti lista sinna eins
og hann þegar skoðanakönnunin
var gerð. Þeir kjósendur, sem ekki
ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn,
hafa því vafalítið verið óákveðnari
en ella. Það væri þó mikill barna-
skapur að ætla að Sjálfstæðisflokk-
urinn eigi ekki stóran hluta þeirra
sem annaðhvort voru óákvöðnir
eða neituðu að svara svo Davíð
þarf vart að huga að nýjum stól á
vordögum.
Sterkur listi hjá
Alþýðubandalagi
Það gekk mikið á hjá Alþýðu-
bandalaginu í prófkjöri þess, svo
mikið að ýmsum varð um og ó.
Menn þar á bæ eru óvanir því að
blanda „puplinum" í það hverjir
skipi framboðslista heldur hefur
það yfirleitt verið ákveðið af pott-
þéttum mönnum. En jafnvel í Al-
þýðubandalaginu er árans lýðræð-
ið nú tekið að láta á sér kræla og
Kjallari
á fimmtudegi
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON
uppreisnarliðið var fyrirferðarmik-
ið í prófkjörinu. Mikið var um
smalamennsku og félagatalið mun
hafa bólgnað háskalega mikið út.
Líklega er listi Alþýðubandalags-
ins sterkur eftir þessar sviptingar.
Honum er áreiðanlega styrkur i því
að Kristín Ólafsdóttir skuli vera í
öðru sæti því að öðrum á listanum
ólöstuðum mun hún koma hressi-
lega fyrir í fjölmiðlum og vafalítið
klóra ýmsum óþægilega á þeim
vettvangi áður en kosningaslagn-
um lýkur. Sigurjón leiðir hjörðina
sem gamall og reyndur jaxl, en á
hæla honum kemur mikið af ungu
fólki sem kemur vel fyrir og mun
áreiðanlega höfða talsvert til hinna
fjölmörgu nýju kjósenda.
Auðvitað eru ekki allir ánægðir
með úrslitin þar á bæ en hæpið er
að margir svíkist undan merkjum
þegar á hólminn er komið þess
vegna, enda finnst þeim vafalítið
ekki um auðugan garð að gresja.
Sárindi hjá krötum
Eðlilega eru sárindin miklu meiri
hjá krötum og vafalítið eiga eftir-
köstin þar eftir að verða meiri. Þar
er borgarfulitrúa beinlínis rutt úr
vegi fyrir tilstuðlan flokksforyst-
unnar. Það var auðséð að hinn
fallni borgarfulltrúi var æváreiður
þegar úrslit lágu fyrir og fyrsta
daginn eftir prófkjörið hefur hann
áreiðanlega látið það vera að
hvetja stuðningsmenn sfna til
starfa fyrir flokkinn, hvað sem
síðar verður. .
Hann benti á það, sem raunar
hefur legið ljóst fyrir, að flokks-
forystan (= formaðurinn) hafi bar-
ist gegn sér. Slíkt hlýtur ávallt að
vera hæpinn pólitískur leikur, ekki
síst þegar senda þarf makann á
hinn pólitíska vígvöll til þess að
vinna á andstæðingnum.
Ég skal ekki spá um það hve
marga nýja kjósendur þau Bjarni
og Bryndís muni laða að listanum,
en það er alveg ljóst að það verða
ekki að öllu leyti sömu kjósendur
og hefðu kosið listann með
óbreyttri forystu.
Hinir óráðnu munu ráða
I það minnsta tveir listar, sem
máli munu skipta í borgarstjórnar-
kosningunum, eru enn óráðin gáta,
það eru listar Framsóknarflokks-
ins og kvenna. Vafalítið verður á
báðum þessum bæjum farið að
ákveða framboðin því nú fer hver
að verða síðastur þar sem hinir
óráðnu fara smám saman að gera
upp hug sinn eftir því sem fleiri
flokkar ákveða framboðin.
Framsókn er í kreppu með sín
mál. Kristján Benediktsson hættir
og Gerður Steinþórsdóttir, sem var
í öðru sæti listans, mun ekki sækj-
ast eftir því að taka við af honum.
Er nú leitað með logandi ljósi að
heppilegum frambjóðanda, sem
auðvitað þarf að vera flokksmaður,
geta komið fyrir sig orði í fjölmiðl-
um og helst að teljast dálítið frétt-
næmur.
Konur láta lítið uppi um sín
framboðsmál, en vafalítið bjóða
þær fram og þar verða einnig vafa-
lítið kunnugleg andlit ofarlega á
lista þótt einhverjar breytingar
kunni að verða. Kannski skiptir
val frambjóðenda þær ekki eins
miklu máli og suma aðra þar sem
málatilbúnaður þeirra er allur
einfaldari og ákveðnari og ein-
skorðast við kvennamál að mestu
leyti.
En hvernig fara svo þessar kosn-
ingar í höfuðborginni? Það er
auðvitað hrein ósvífni að fara að
spá um það strax, þegar að minnsta
kosti tvo lista vantar, svo maður á
nú eftir að gera það aftur þegar
mál verða ljósari. En hér flakkar
samt ein með óvissuþáttum: Sjálf-
stæðisflokkur 9, Alþýðubandalag
3, Alþýðuflokkur 1-2, Framsókn
0-1 og Kvennaframboð 1-2.
Magnús Bjarnfreðsson.
a „Ekki verður hjá því komist að spá
^ borgarstjóranum og flokki hans sigri
í borgarstjórnarkosningunum, en sá sigur
verður ekki eins stór og skoðanakönnunin
gefur til kynna.“