Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsliós Sviðsljós Það sem mamma vildi skal nú gert Karólína í balletthöllinni í Mónakó: „Stærsti draumur mömmu var að endurreisa ballettinn hérna og ég ætla að láta hann rætast.“ Sú var tíðin að Karólína prins- essa í Mónakó var uppreisnarsegg- ur fjölskyldunnar og mörg uppá- tæki hennar vöktu mikla hneyksl- un og reiði meðal ættingjanna. En hún varð eldri og þroskaðri með árunum og í dag hefur yngri systir- in, Stefanía, tekið við hlutverki svarta sauðsins. Karólína er arf- taki móður sinnar á sem flestum sviðum og þykir hafa staðið sig með eindæmum vel hvað það snert- ir. „Ég er ákveðin í því að uppfylla sem flesta draumana sem mamma átti um framtíð menningarlífs í Mónakó og einn þeirra er endur- reisn ballettstarfseminnar sem núna er á góðri leið með að verða að veruleika,“ segir Karólína ákveðin. Mikil listahátið verður haldin á staðnum nú í sumar og koma þar fram allir helstu lista- menn heimsins á hinum ýmsu svið- um en aðalnúmerið verður stór sýning ballettsins endurreista. Beðið er með ðþreyju eftir stund- inni stóru því ekki skortir staðar- búa áhugann á aðgerðum Karólínu sem hefur haft veg og vanda af öllum undirbúningi. ' „Ég vildi að mamma gæti séð hvað ég er að gera núna því ekki var allt svo jákvætt í mínu fari meðan hún .var enn á lífi,“ segir þessi eldri dóttir Grace Kelly og Rainiers fursta. „Það getur enginn breytt fortíð- inni og ég trúi því að henni leyfist að fylgjast með okkur frá æðra tilverusviði. Það gefur mér styrk og kraft til að halda áfram á sömu braut.“ Á öllum fjölskyldumyndum er sonur Karólínu, Andrea, miðpunkturinn og svo mun vera í daglega lífinu einnig. Tvö þau eldri af börnum Grace og Rainiers standa þétt saman sem og ætíð, Rainier við hlið þeirra en Stefanía, skrefi aftar, endurspeglar með því togstreituna sem hún stríðir við vegna eigin andstöðu við að uppfylla hið hefðbundna prinsessuhlut- verk. Ritstjórar að snæðingi. Að vísu var ekkert komið á diskana þegar ljósmyndari DV rakst á þennan fríða hóp að Hótel Sögu en biðin eftir kræsingunum var örugglega farin að styttast. Frá vinstri er fyrstur Sigurður Sigurðsson, sem áður var ritstjóri Áfanga, síðan Sigurður Fossan, framkvæmdastjóri Sam- útgáfunnar, Ólafur Hauksson, ritstjóri Sam, Óli Tynes, ritstjóri fréttablaðs Arnarflugs og áður tímarits- ins Fólks. Til hægri eru hjónin Elín Káradóttir og Hilmar Jónsson en þau ritstýra Gestgjafanum. Furður heimsins virðast óendan- legar og ekki síst fyrir mannfólk sem er óvenjustutt í annan endann. Jahérna! Hann Richard litli Carter var ein augu þegar foreldrarnir mættu með hann á kynningarkokkteil fyrir ljós- myndabók - einkanlega vegna þess að fyrirsæturnar úr bókinni góðu mættu á staðinn í sínu fínasta pússi. Hann lét sér ekki nægja að gefa þeim auga eins og aðrir karlkynsgestir heldur elti stíft og starði á þessi veraldarundur. Haft var á orði að líklega myndu konur framtíðarinnar ekki falla síður fyrir honum því sá stutti verður með tímanum greifi af Wemyss og það spillir síst fyrir í ákveðnum umgangskreðsum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.