Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 22
22 DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 i íþróttir j Iþróttir Í þróttir íþróttir „Alltaf veríð mín heitasta ósk að leika fyrir íslands hönd” — segir Arnór Guðjohnsen í viðtali við DV um sjálfan sig, atvinnuknattspyrnuna og fslenska landsliðið Arnór Guðjohnsen var kornungur maður, aðeins sextán ára og þar með yngsti íslenski knattspyrnumaður- inn er gerði atvinnumannasamning, er hann samdi við lið Lokeren í Belg- íu. Þar fékk stórliðið Anderlecht áhuga á honum og með því félagi leikur Amór nú. Þrátt fyrir að Arnór hafi verið í atvinnumennskunni lengi er hann aðeins 24 ára og hann á því nóg eftir í heimi knattspy rnunnar nái hann að losa sig við langvinn meiðsli. Hann hefur verið óheppnastur allra íslensku atvinnumannanna varðandi meiðsli og síðan hann meiddist í landsleik við íra fyrir tveimur árum hefur hann lítið getað staðið í baráttunni með félagi sínu. Okkur lék þvi forvitni á að fræðast um hagi Arnórs, hvaða strik meiðslin hefðu sett í reikning hans og hvaða tilfinningar hann ber í brjósti til landsliðsins. Viðtalið tók Kristján Bemburg, fréttaritari DV í Belgíu. Hvernig er að þurfa mæta á hverj- um degi á æfingar og geta ekki æft með aðalliðinu. Finnst þér þú ekki vera fimmta hjól undir vagninum? „Ekki kannski fimmta hjól undir vagni, hins vegar er mjög erfitt að geta ekki verið með á æfingum og öllum undirbúningi liðsins fyrir leiki vegna meiðsla. Þar af leiðandi finnst • Á hækjum á heimili föður síns. Myndin var tekin er Arnór kom hing- aðtillands umjólin. mér ég vera út úr öllu en ég held að svo sé ástatt um alla sem lenda í meiriháttar meiðslum og eru raun- verulega ekkert að gera, nema að reyna að fá sig góða.“ Hver hefur stutt þig mest í striði þínu við meiðslin? „Fyrst og fremst fjölskylda mín. Faðir minn hefur stutt mig mikið með stanslausu símasambandi en eins byggist þetta mikið á að halda sálarstyrk sínum og ég mundi segja að þetta væri að mestu undir sjálfum mérkomið." Hvernig er með fiárhagshliðina fyrir mann í þinni stöðu. Að þú getur ekki leikið með aðalliðinu þýðir það ekki að þú ert á lágmarkslaunum? „Lítið sem ekkert hefur þetta snert fiárhagshliðina hjá mér. Ég er þó ekki í sterkri stöðu þegar kemur að samningslokum og þarf að endurnýja samningminn. Hvað tekur við í vor þegar samningi þínumlýkur? „Það kemur í ljós þegar að því kemur. Númer eitt er að verða orðinn góður af meiðslunum, síðan sé ég bara til hvað gefst. Nú ert þú þekktur hér í Belgíu fyrir mikinn baráttuvilja og að gefast aldr- ei upp. Koma þó ekki dagar sem þú segir: „Ég fer heim til íslands og fer að vinna þar eins og venjulegur i.iaður?" „Nei, ég færi aldrei heim nema til að hvíla mig af meiðslunum og ég færi strax út aftur þegar ég væri orðinn góður. Ég ætla mér að ná mér upp úr þessu, byggja allt upp á nýtt og setjaalltáfullt. Hefur einhver leikmaður And- erlecht stutt þig meira en aðrir. Nú hafa nokkrir þeirra gengið í gegnum slæm meiðsli svo sem Vercauteren og Vandereycken og fleiri? „Það er voða lítið um það að leik- menn styðji hver annan. Menn hafa nóg með sitt að gera. Það eru þó helst þeir sem lent hafa í meiðslum eins og Vandereycken og Daninn Amesen, á meðan að hann var hjá liðinu, sem hafa reynt að ráðleggja mér með mín meiðsli.“ Pétur Pétursson lýsti því yfir í blaða- viðtölum að forráðamenn Feyenoord hefðu snúið við honum bakinu er hann meiddist. Hvernig koma for- ráðamerin Anderlecht fram við leik- mann sem búinn er að vera meiddur í nær tvö ár og lítið sem ekkert hefur leikið með liðinu af þeim sökum. Hefur þú orðið var við það sama og Pétur hjá forráðamönnum And- erlecht? „Þegar ég fyrst meiddist í landsleik við Ira í landsleik heima á íslandi 21. september 1983 þá sleit ég læra- festingar. Þá urðu þeir mjög svekktir þar sem ég var þá nýkeyptur til fé- lagsins. Ekki voru búnir nema sex leikir af mótinu og þar sem þjálfarinn ætlaðist til mjög mikils af mér þá gerðu þeir allt til þess að fá mig góðan. Þeir sendu mig hingað og þangað, til margra lækna en ég fékk enga bót. Það kom að þvi að ljóst var að eina úrlausnin væri að fara í uppskurð. Eftir það fannst mér að vissu leyti að forráðamenn And- erlecht hefðu litið öðrum augum á mig og virt mig minna. En þannig er þetta í þessum bransa og það þýðir ekkert að láta það á sig fá. Það eina sem gildir er að fara sínar eigin leið- ir.“ Hvaða hug ber þú til islenska lands- liðsins nú og hvort mundir þú ráða innlendan eða erlendan þjálfara til að taka viðliðinu. „Það hefur a'ltaf verið mín heit- asta ósk að leika fyrir fslands hönd og ég hef alltaf beitt mér að því af fullum krafti að komast í alla leiki íslands í Evrópu og heimsmeistara- keppninni. Líka í vináttulandsleiki þegar þeir rekast ekki á við leiki Anderlecht. Það er mjög mikilvægt að landsliðsþjálfarinn hafi gott vald á hópnum og nái að halda uppi góðum anda. Þá þarf hann að hafa gott auga fyrir leikaðferðum og hvernig þær breytast á milli leikja. Síðast en ekki síst verður hann að láta leikmenn leika í þeim stöðum sem þeir eru hæfastir í. Hvort það eigi að verða íslenskur þjálfari? Það fer allt eftir því hvaða þjálfarar bjóð- ast í starfið. Persónulega hefur mér líkað best við Tony Knapp af þeim landsliðsþjálfurum er ég hef kynnst." Hvernig finnst þér að undirbúningur fyrir leiki eigi að vera hjá íslenska landsliðinu? „Það er erfitt að breyta undir- búningi liðsins frá því sem nú er. Þeir leikmenn sem leika með erlend- um liðum fá sig ekki lausa fyrr en 3-4 dögum fyrir leiki. Þetta er sama vandamálið og hjá Dönum. Það sem þeir hafa gert er að þeir hafa haldið sama kjamanum sem er mjög mikil- vægt og leikið mikið af æfingaleikj- um. Með æfingaleikjunum fara leik- menn að þekkja betur hver inn á annan og árangur liðsins kemur • Þessir vösku sveinar í 5. flokki KR urðu Reykjavikurmeistarar í smum aldursflokki í körfuknattleik. Þeir sigruðu ÍR í úrslitaleik með 26 stigum gegn 23 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 8-14 ÍR í vil. Á myndinni eru: Aftari röð frá vinstri: Þorvaldur G. Blöndal þjálfari, Einar G. Guðmundsson, Kristján Guðmundsson, Benedikt Sigurðsson, Kristján Mimisson og Þórmundur Jónatansson. Fremri röð frá vinstri: Einar Þ. Einarsson, | Hrafn Kristjánsson, Þorkell G. Þorkelsson, Ingvar Karlsson, Ingi Þ. Steinþórsson og Kristinn Vilbergsson. Á . myndina vantarBaugSigurðssonogBenediktGuðmundsson. -SK. | betur í ljós eins og sýnir sig nú hjá Dönunum." Er betra að alast upp hjá litlu félagi eins og Lokeren heldur en að fara strax til stórveldis eins og And- erlecht? „Ég held að það sé alfarið undir leikmanninum sjálfum komið. Ef hann er ungur þá getur það verið betra að fara til lítils félags og kynn- ast lífi atvinnuknattspymunnar heldur en að fara strax á toppinn. Stóru félögin eru með fleiri leikmenn á launaskrá og samkeppnin er því harðari. Hins vegar er sú hætta alltaf fyrir hendi hjá leikmönnum litlu liðanna að þeir staðni. Ungir leik- menn eru kannski ánægðir hjá félagi sínu og ílengjast. Það er mikið um það, sérstaklega hér í Belgíu, en ég tel að allir leikmenn eigi að reyna að stefna hærra til að forðast stöðn- un.“ KB/-fros • Amór á hér í baráttu við Willie Van der Kerkhoff í leik íslendinga við Hollendinga sumarið 1982. • Hér klæðist Arnór skyrtu Anderlecht í leik gegn Lierse. Ásgeir fékk tvo hjá Kicker Ásgeir Sigurvinsson fékk tvo í ein- kunn hjá þýska íþróttablaðinu Kick- er fyrir leik Stuttgart við Schalke. Tveir leikmenn í Bundesligunni náðu betri einkunn að áliti v-þýska blaðsins. Það var markvörður Werd- er Bremen, Burdenski, og varnar- leikmaður Bayer Leverkusen, Zec- hel. Hvorugur þeirra var þó útnefnd- ur maður dagsins eftir leiki helgar- innar. Hinn 36 ára framherji Werder Bremen, Manfred Búrgsmuller, fékk þá útnefningu en hann tryggði Bremenliðinu sigur gegn Hamburger með eina marki leiksins, sem blaðið hefur tilnefnt mark mánaðarins. Þeir Atli Eðvaldsson og Lárus Guðmundsson léku með Bayer Uerd- ingen en fengu ekki háa dóma hjá Kicker. Báðir fengu þeir fióra í einkunn í sigri Uerdingen á Bochum en slakasta einkunn er blaðið gefur er sex. -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.