Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 20
20 DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir • ÁrniNjálsson Árni Njáls þjálfar hjá Njarðvík Robson sýknaður Haukar-ÍBK Frá Magnúsi Gislasyni, fréttamanni DV á Suðurnesjum. Árni Njálsson íþróttakennari, hinn kunni landsliðsmaður í knattspyrn- unni hér á árum áður, hefur verið ráðinn þjálfari Njarðvíkinga sem leika i 2. deild. Árni var ráðinn fyrir helgi og er þegar tekinn til starfa. Júgóslavinn Mile þjálfaði Njarðvík- inga á síðasta keppnistímabili en verður nú þjálfari Magna, Grenivík. Árni Njálsson hefur lengi verið þjálf- ari knattspyrnuliða með góðum ár- angri. hsím i 1 Nefnd enska knattspyrnusam- bandsins fjallaði um mál Bryan Robson, fyrirliða Man. Utd og enska landsliðsins, i gær vegna brottrekst- urs hans af velli í bikarleiknum i Sunderland á dögunum. Nefndin sýknaði Robson, taldi að hann hefði ekki „vanvirt knattspyrnuna" með framkomu sinni i leiknum. Nefndin hefur eflaust stuðst við myndbönd frá leiknum. Robson og Barry Veni- son, Sundcrland, flæktust saman og féllu á völlinn. Dómarinn gerði enga athugasemd en stöðvaði hins vegar leikinn þegar annar línuvörðurinn veifaði ákaft. Kallaði síðan leikmenn- ina til sin og vísaði cftir það Robson af velli. Ekki er enn ljóst hvort Rob- son verður dæmdur í leikbann eins og reiknað hafði verið með eða ekki. Hann á eftir að mæta á fund hjá einum forustumanni enska knatt- spymusambandsins áður en ákvörð- un um það verður tekin. Hins vegar kæmi það á óvart ef hann fer i leik- bann, sem í sjálfu sér skiptir hann litlu máli þar sem hann á við meiðsli að striða, eftir þessa sýknun enska knattspyrnusambandsins. Eftir leikinn í Sunderland lét Rob- son þau orð falla „að hann hefði ekkert til að skammast sin fyrir“. Þessi orð hans hafa fallið i misjafnan jarðveg hjá breskum fjölmiðlum. hsim Haukar og Keflvíkingar leika í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í íþróttahúsi Hafnarfjarðar klukkan átta í kvöld. Átjánda umferðin i deild- inni fer sem sagt af stað í kvöld og leikur liðanna er mjög mikilvægur fyrir þau bæði. Haukar stefaa auðvitað að sigri í sjálftí deildarkeppninni fyrir úrslita- keppnina. Til þess að sá möguleiki eigi að vera fýrir hendi verða þeir að vinna þá þrjá leiki sem þeir eiga eftir. Keflvíkingar hafa svo gott sem tryggt sig í úrslitakeppnina í vor en með sigri í kvöld væri um gulltrygg- inguaðræða. -SK, - er liðið vann Hauka, 25-22, ífyrsta leik úrslitakeppninnar um 1. deildarsætin „Við spiluðum í fyrsta sinn skyn- samlega í vetur og skutum á markið í stað þess að rétta boltann frá okkur. Við erum ákveðnir i að beijast fyrir fyrstu deildar sæti okkar,“ sagði Gísli Oskarsson, fyrirliði Þróttar, eftir að liðið hafði komið á óvart og unnið sigur á Haukum í fyrsta leik úrslita- mótsins um fyrstu deildar sætin í handboltanum, 25-22, í Iþróttahúsinu í Hafnarfirði. Leikurinn var jafn allt fram á síð- ustu mínútumar. Staðan var jöfn í hálfleik, 13-13, og síðan skiptust liðin á forystunni. Jafnt var, 19-19, en þá tók Þróttur af skarið og vann sinn fyrsta sigur á þessum vetri. Mörk Þróttar: Konráð Jónsson og Nikulás Jónsson 7, Haukur Haf- steinsson og Guðmundur Óskarsson 4 og Gísli Óskarsson 3. Mörk Hauka: Snorri Leifsson 8, Ingimar Haraldsson 5, Pétur Guðna- son, Öm Hauksson, Árni Sverrisson og Sigurjón Sigurðsson 2, Sindri Karlsson 1. • Konráð Jónsson skoraði sjö mörk fyrir Þrótt í gærkvöldi. Keppt eftir nýju sniði — á afmælismóti Öskjuhlíðaríkeilu Afmælismót Öskjuhlíðar i keilu fer fram tvo næstu laugardaga og hefst klukkan ellefu báða dagana. Keppt verður í þremur flokkum í einstakl- ingskeppni, karla og kvenna og blön- duðum unglingafiokki 10-16 ára. Keppnin verður að þessu sinni með nýju sniði, svonefndu Monrad kerfi. Dregið er saman í fyrstu umferð en síðan leika tveir hæstu menn saman, tveir næstu og síðan koll af kolli. Úrslitin ráðast ekki af fjölda keilna sem rutt er heldur af mismunandi skori keppenda. Fullvíst má telja að mótsfyrirkomulagið gerir mótið spennandi en skráning fer fram í Umsjá gegn greiðslu þátttökugjalds sem er krónur 600. Þátttaka tilkynn- ist í dag og takmarkast við sextíu manns í hverjum flokki. Vegleg verð- laun eru í boði. Samkomulag um talna- getraunir íþróttasamband íslands, Ung- mennafélag Islands og Öryrkja- bandalag Islands hafa gert drög að samkomulagi um rekstur talnaget- rauna sem stundum hefur verið nefnt lottó. Lagt hefur verið fram frumvarp sem kveður á um stofnun talnaget- rauna. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að 60% ágóðans renni til íþróttahreyfingarinnar (ÍSÍ 46,67% og UMFÍ 13,33%) en til Öryrkja- bandalagsins 40% -APH Það voru margir kunnir kappar, sem fylgdust með leikjum íslenska lan þeim mynd þegar ísland hafði skorað gegn Póllandi í úrslitaleiknum. Ler Stefán Kristjánsson íþróttafulltrúi, þá Gísli Halldórsson, heiðursforseti Í! íþróttakennari og landsliðsþjálfari yngri leikmanna, þá Sveinn Björnsson, hiesen utanríkisráðherra og eiginkona hans, Sigrún Þorgilsdóttir. Stórbikarkeppnin í ki Liverpool-lið stefnuna á ú — Daglish jaf naði fyrir Liverpool í Norwic „Það er greinilegt að Liverpool- -liðin hafa sett stefnuna á úrslita- leikinn í stórbikarkeppninni á Wembley eftir jafnteflin á útivöllum í gærkvöldi," sagði Peter Jones, fréttamaður BBC, þegar ljóst var að bæði LiverpooHiðin höfðu náð hag- stæðum úrslitum í fyrri leikjunum í undanúrslitum. Liverpool gert jafn- tefli í Norwich, 1-1, með marki Kenny Dalglish ellefu mínútum fyrir leikslok og Everton gert jafntefli við Tottenham á White Hart Lane í Lundúnum. Síðari leikirnir í undan- úrslitunum verða í Liverpool. Kenny Dalglish valdi sjálfan sig í lið Liverpool vegna meiðsla Ian Rush. Mikil barátta lengstum og jafnræði með liðunum. Ekkert mark skorað í fyrri hálfleiknum en á 49. mín. náði Norwich, efsta liðið í 2. deild, sem sló Man. Utd út í þessari keppni, forustu með marki Kevin Drinkell. Liverpool reyndi mjög að jafna en tókst ekki vel upp gegn sterkri vöm Norwich þar sem ensku landsliðsmennirnir Chris Wood, markvörður, og Dave Watson, voru fremstir í flokki. En á 79. mín. sýndi Dalglish gamla töfratakta. Fékk knöttinn frá Dananum Jan Mölby, sneri sér eldsnöggt eins og á krónu- peningi og sendi knöttinn í markið hjá Wood. Fleiri urðu ekki mörkin og heimavöllurinn ætti að nægja Liverpool til að komast í úrslitin. Þessi stórbikarkeppni var sett á þegar ensku liðin voru útilokuð frá Evrópumótunum þremur vegna harmleiksins í Brússel. Tottenham vantaði sjö Það var ekki sama spennan í hin- Caron stóra stjaman á sundmótinu í París — synti 100 m skriðsund á 49,07 sek. Franski sundmaðurinn Stephan Caron, Evrópumeistari með meiru, var stóra stjaman á sundmótinu mikla í París um síðustu helgi. Þar voru þátttakendur frá 20 þjóðum og hér í blaðinu var talsvert sagt frá fyrstu tveimur keppnisdógunum á mánudag. Hins vegar urðum við að sleppa síðasta keppnisdeginum vegna þrengsla. Caron náði þá snjöllum tíma í sinni aðalgrein, 100 m skriðsundinu. Synti á 49,07 sek. Heimsmetið á vega- lengdinni í 25 metra laug á Banda- ríkjamaðurinn Dave McCagg, 48,22 sek. Evrópumetið Jörg Woithe, Austur-Þýskalandi, 48,89 sek. Caron var nær tveimur sekúndum á undan næsta manni í sundinu í París. Það sýnir styrk Frakka á þessari vega- lengd að þeir áttu sjö af átta kepp- endum í úrslitasundinu. Svíinn Ulf Eriksson var fjórði á 51,16 sek. I 100 m skriðsundi kvenna sigraði María- Theresa Armentero, Sviss, á 55,83 sek. Sophie Kamoun, Frakklandi, önnur á 56,23 og Agneta Eriksson, Svíþjóð, þriðja á 56,24 sek. mín. Frederic Delcourt, Frakklandi, þriðji á 2:03,91 og Svíinn Hans Fredin fjórði á 2:04,69 mín. Islandsmet Eð- varðs Eðvarðssonar í 25 m laug er 2:02,23 mín. Af öðrum úrslitum á mótinu í París nefna að Adrian Moorhouse, ma Sovéski heimsmethafinn í bak- sundinu, Igor Poliansky, sigraði í 100 og 200 m baksundi í París. Synti á 1:59,09 mín. í 200 m. Tamas Damyi, Ungverjalandi, varð annar á 2:00,37 Bretlandi, sigraði í 100 m bringsundi á 1:02,06 mín. Hann er Evrópumeist- ari á vegalengdinni. Dimitri Volkov, Sovétríkjunum, varð annar á 1:02,26 mín. Peter Berggren, Svíþjóð, þriðji á 1:02,70 mín. Snjall tími Svíans og Svíþjóð átti einnig annan keppanda í úrslitasundinu, Andres Petersson, sem varð sjöundi á 1:04,94 mín. -hsím • Kenny Dalglish, frábært mark. Fyrsti Þróttar sigur í vetur íþróttir einnig á bls. 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.