Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 2
2
DV. LAU GARDAGUR15. FEBRÚAR1986.
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
,Ég hef ekki skarað eld að eigin köku.“ Brunamálastjóri við bifreið sina sem hann keypti á 15 þúsund krónur, hafði ekki efni á dýrari bil.
„HVER HJÁLPAR EKKI
BÖRNUNUM SÍNUMr
brunamálastjórí stígur út úr bninabílnum og gerír hreint fyrír sfnum dyrum
„Þetta er búið að vera erfítt fyrir
fjölskylduna. Tengdamóðir mín,
sem er utan af landi og hefur dvalið
hjá okkur að undanfömu, svaf til
dæmis ekki neitt eina nóttina út
af þessum látum,“ segir Þórir
Hilmarsson brunamálastjóri sem
mjög hefur verið í sviðsljósinu að
undanförnu. Og það ekki sjálfum
sér til ánægju.
Blöð hafa ausið hann óhróðri,
hljóðvarp og sjónvarp tekið undir
og umræða um persónu hans hefur
meira að segja borist inn í þingsali.
Guðmundur Einarsson, þingmaður
Bandalags jafhaðarmanna, krefst
þess að brunamálastjóra verði taf-
arlaust sagt upp störfum og Helg-
arpósturinn auglýsir að Þórir
Hilmarsson hafi ákveðið að draga
sig í hlé eftir umfjöllun blaðsins
um málefni Brunamálastofnunar.
3 lítrar og einn þröskuldur
En málin horfa öðruvísi við úr
stól brunamálastjóra á skrifstofu
hans við Laugaveginn þó óneitan-
lega komi það ýmsum spánskt fyrir
sjónir að fyrirtækið Skanís hf. sé
til húsa á sama stað. Fyrirtæki er
böm Þóris eiga og reka og bruna-
málastjóri var eitt sinn hluthafi í.
Fyrirtæki sem sérhæfir sig í inn-
flutningi á brunavamartækjum og
ryðvarnarmálningu.
„Skanís hefur verið blásið út sem
eitthvert stórfyrirtæki en sannleik-
urinn er annar. Fyrirtækið var
stofnað 1984 af mér og bömum
mínum en starfaði ekkert það árið.
1985 tókst fyrirtækinu að flytja til
landsins og selja 400 lítra af ryð-
vamarmálningu. Ætli við höfum
ekki grætt 5000 krónur á þessu þó
mér sé nær að halda að tap hafi
orðið á viðskiptunum. Sjálfur seldi
ég hlut minn í fyrirtækinu þá um
1 haustið. Það sem af er þessu ári
hefur Skanís selt 3 lítra af ryðvam-
armálningu og einn hurðarþrösk-
uld, hvort tveggja nú í febrúar. Ég
tilkynnti bæði stjórn Bmnamála-
stofnunar og ráðuneyti frá því að
ég fengist við innflutning á ryð-
varnarmálningu og vom engar
athugasemdir við það gerðar, enda
alþekkt að opinberir starfsmenn
fáist við aukastörf af þessu tagi þó
ég ætli hvorki að tíunda það hér
né nefna nein nöfn.“
Syninum leiðbeint
Þórir Hilmarsson er bersýnilega
sár. Honum mislíkar staðhæfing
ýmissa blaða og túlkun ríkisfjöl-
miðla að hann hafi sagt starfi sínu
lausu í kjölfar þeirrar umræðu sem
orðið hefur um persónu hans og
embætti. Hann var búinn að segja
starfi sínu lausu með bréfi til sam-
gönguráðherra 14. október á síð-
asta ári. í bréfinu segist hann gera
þetta með hæfilegum fyrirvara og
leggur til að uppsögnin gildi frá 1.
janúar þannig að hann hætti 1.
apríl. Og það verður úr.
„Ég játa það fúslega að ég veitti
syni mínum, er rekur Skanís hf„
ýmsa ráðgjöf og leiðbeiningu varð-
andi rekstur fyrirtækisins, hann er
ungur að árum og er að stíga sín
fyrstu spor á þessari braut. Sjálfur
hagnaðist ég ekkert á þessu enda
stóð það aldrei til. Reyndar skil ég
ekki hvað er svona athugavert við
að hjálpa bömum sínum. Hver
gerir það ekki ef hann getur? Njóta
börn embættismanna ekki mann-
réttinda á við aðra? Ég bara spyr.“
Undrun og hryggð
Þórir Hilmarsson hefur verið
sakaður um aðgerðaleysi og van-
rækslu í starfi en um það atriði eru
ekki allir á eitt sáttir, allavega
ekki starfsfólk Brunamálastofnun-
ar sem sent hefur Alexander Stef-
ánssyni félagsmálaráðherra bréf
þar sem það lýsir undmn sinni og
hryggð yfir „...þeirri rógsherferð
sem hefur verið beitt undanfarið
gegn bmnamálstjóra ríkisins...þar
sem ómaklega er vegið að bmna-
málastjóra og fjölskyldu hans og
sem virðist framsett af annarlegum
hvötum." Undir þetta rita allir
starfsmenn Bmnámálastofnunar-
innar, fimm að tölu.
„Ég neita því alfarið að hafa sýnt
vanrækslu í starfi og ekki staðið
mig sem skyldi. Ég hef unnið mikið
og óeigingjarnt starf á undanföm-
um ámm og lagt mig allan fram.
Sem betur fer get ég sýnt fram á
að það starf hafi borið árangur.
Samkvæmt alþjóðlegum skýrslum
em bmnatjón, bæði bein og óbein,
hvað minnst hér á landi miðað við
þjóðarffamleiðslu. Þetta hefur
vakið athygli á alþjóðaþingum og
erlendir menn stungið upp á því
að nær væri að fara til íslands og
skoða hvernig staðið er að málum
þar í stað þess að sitja á fundum."
Persónulegar deilur
Þórir Hilmarsson segir deilurnar
um embætti bmnamálastjóra af
persónulegum toga spunnar. Allt
hafi þetta byrjað er stjórnarskipti
urðu í Landssambandi slökkviliðs-
manna. Þá kom upp ágreiningur
um leiðir að sama marki. En Þórir
tekur ekki mikið mark á þessum
samtökum slökkviliðsmanna þar
sem aðeins 4 af hverjum 10 slökkvi-
liðsmönnum em félagar.
- En hefur hann notfært sér að-
stöðu sína í kerfinu til að skara eld
að eigin köku?
Veraldleg auðæfi
„Ef ég hefði gert það með góðum
árangri þá hefði ég líklega ekki
sagt upp starfi mínu sem bruna-
málastjóri. Ástæða uppsagnar
minnar er, eins og komið hefur
fram, kjaralegs eðlis. Laun bruna-
málastjóra eru einfaldlega allt of
lág. Ég hafði ítrekað reynt að fá
launin hækkuð og þegar ég sá fram
á að það gengi ekki ákvað ég að
hætta. Reyndar hefur fjölskyldan
lengi hamast í mér að hætta. Ver-
aldleg auðæfi mín er öllum heimilt
að skoða; 100 fermetra íbúð í fjöl-
býlishúsi og Volkswagen bifreið,
árgerð 1979. Ég keypti hana á 15
þúsund krónur eftir að hafa selt
aðra sem ég átti og kostaði 115
þúsund. Mismuninn þurfti ég að
leggja í íbúðina mína. Svo á ég 6
börn og þeim hef ég reynt að hjálpa
eftirbestugetu."
Byrjaður að reykja aftur
Þórir Hilmarsson brunamála-
stjóri er farinn að reykja aftur eftir
7 ára hvíld. Aðspurður segist hann
ekki vera bugaður maður. Hann sé
ekki alls óvanur að standa í þrasi,
kynntist þvi vel er hann starfaði
sem bæjarstjóri á Sauðárkróki. En
hann er feginn að hætta; vill ekki
bera ábyrgð nema hann fái sóma-
samleg laun. Nú bíða hans verkefni
verkfræðilegs eðlis og kennsla í
Tækniskólanum. Og hver veit
nema hann gerist framkvæmda-
stjóri Skanís hf. er fram líða stund-
ir því ekkert fyrirtæki lifir á því
að selja 3 lítra af ryðvamarmáln-
ingu og einn bmnaþröskuld.
' -EIR
Þórir Hilmarsson fer líklega ekki oftar upp í brunabíl. Hann er búinn aö
fá nóg. DV-myndir PK.