Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Qupperneq 7
DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986. 7 KOSSINN VAROF LANGUR — hjá Dionu og Árna Díana og Árni kynntust fyrir níu mónuðum á lítilli eyju í Kyrrahafinu. Þar var hún á sólarströnd með dætrum sínum og hann með sínum börnum. Börnin fóru að leika sér saman sem síðan leiddi til fundar for- eldranna. Þau giftu sig fyrir skömmu í Sviss og kostaði at- höfnin ósamt veislu og tilstandi um fjörutíu milljónir íslenskra króna. En brúðhjónin eiga vel fyrir einni veislu sem líklegt er að verði talin veisla ársins. Diana Ross, söngkonan heimsfræga, og Arne Næss jr. kysstust þegar baptisaprestur- inn bandaríski, sem var fenginn til að stjórna athöfninni, hafði lesið yfir þeim ritúalið - að elskast í blíðu og stríðu - þar til dauðinn...og allt það. En presti ofbauð hvað kossinn var ástriðufullur og langur og hnippti í brúðhjónin og bað þau um að stoppa. Að sögn sjónarvotta var brúð- urin stórglæsileg í hvíta brúðar- kjólnum með. orkideubrúðar- vöndinn. Faðir hennar leiddi hana upp að altarinu þar sem hún játaðist norska milljóna- mæringnum , íjallagarpinum og skipakaupmanninum Arne Næss. Einn af bestu vinum Díönu er Stevie Wonder og spil- aði hann á orgelið við athöfnina sem fór fram í lítilli þorpskirkju í Sviss. Veislan var haldin á lúxus- hótelinu Beau Rivage í Lau- sanne. Diönu Ross þekkja flestir, hún hefur sungið fyrir heiminn í mörg ár. En Arne Næss er öllu óþekktari í heimspressunni. Hann hefur klifið Everest fjall- stoppinn í Himalaya, hann á litla eyju í Kyrrahafinu, villu í. Sviss og húseignir í London, New York og Bermuda. Hann er í skipaviðskiptum og marg- faldur milljónamæringur. Hann er fæddur í Þýskalandi, móðir hans var norsk en faðir- inn þýskur læknir. í stríðslok fluttist móðir hans til Noregs og segir sagan að guttinn Árni, sem þá var átta, níu óra gamall, hafi orðrð-fyrir aðkasti í Noregi. Hann talaði eingöngu þýsku á þeim tíma. Æska hans var ekki dans á rósum, en með dugnaði hefur Ámi náð á toppinn. Diana þekkti fátæktina líka í æsku. Hún hefur líka komist ó toppinn. Saman eru þau Arne á toppinum í hjónabandssælunni þessa dagana með börnunum sex sem þau eiga fró fyrri hjóna- böndum. Hveitibrauðsdögunum eyða þau á skíðum í svissnesku Ölpunum, síðan verður haldið til Kyrrahafsins þar sem ævin- týrið byrjaði fyrir níu mónuð- um. Snarað/ÞG URVAL OPIÐ UM HELGINA EINS OG VENJULEGA Sunnudagk TM-HUSGOGN Síöumúla 30, sími 68-68-22 Tökum vel með farnar Lada-bifreiðir upp í nýjar. Hagstæðir greiðsluskilmálar. VERÐSKRÁ: Lada 1200 195.000.- Lada Safír 230.000.- Lada 1500 skutb. 4 gíra 248.000.- Lada Lux 4 gíra 259.000.- Lada 1500 skutb. 5 gíra 268.000.- Ryðvörn innifalin í verði Allir okkar bflar eru árgerð 1986, ryðvarðir og tilbúnir til afhendingar strax. Söludeildin er opin í dag frá kl. 13—16. Varahlutaverslunin opin frá kl. 9-12. KAPPKOSTUM ÁVALLT AÐ BJÓÐA LADA-VARAHLUTI Á SEM LÆGSTU VERÐI. BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SÖLUDEDLD: 31236

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.