Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Qupperneq 10
10
DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986.
Frjálst.óháð dagbiað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Krónulaust sjálfstæði
Löngum hefur þjóðremba verið sameiningartákn
þeirra, sem þjóðum eru óþarfastir. Hún er einföld og
hentug baráttuaðferð gegn hugmyndum, nánast gull-
tryggt verklag til að komast hjá umræðu um atriði, sem
þjóðrembumenn vilja ekki, að fjallað sé um.
Umræðan um gildi íslenzkrar krónu er gott dæmi um
þetta. Þeir, sem efast um gagnsemi eigin myntar, eru í
Morgunblaðinu og Þjóðviljanum sakaðir um óþjóðlega
hugsun og vilja til afsals á sjálfstæði þjóðarinnar.
Efnisleg rök fyrir slíku eru ekki á takteinum.
Svisslendingar hafa löngum verið taldir þjóðlegir.
Þeir hafa eigin mynt, en líta á aðrar sem gjaldgengar
í hversdagslegum viðskiptum. Þar hafa flestir kaup-
menn gengisskráningu dagsins við kassann og eru
reiðubúnir að taka við greiðslu í hvaða mynt sem er.
Varla er hægt að hugsa sér þjóð, sem er stoltari af
sjálfri sér en Lichentsteinara. Þeir lifa góðu lífi af
rekstri banka og annarri þarfri iðju og hafa komið sér
svo vel fyrir, að þeir þurfa ekki að greiða neina skatta.
Samt hafa þeir ekki eigin mynt.
Luxemborgarar eru um margt svipaðir Lichten-
steinurum. Þeir eru ekki minna sjálfstæðir en aðrir. í
málum útvarps og banka leyfa þeir sér að standa uppi
í hárinu á nágrönnum sínum. Þeir munu um langan
aldur blómstra sem sjálfstæð þjóð, án gengisskráningar.
Að vísu hafa Luxemborgarar til málamynda eigin
franka. En gengi þeirra er alltaf hið sama og belgískra
franka og belgískir frankar eru í landinu jafn gjaldgeng-
ir og ensk pund eru í Skotlandi. Luxemborgurum dettur
ekki í hug að framleiða gengisvandamál.
Luxemborgarar og Lichtensteinarar mundu hlæja,
ef þeir heyrðu, að þeir væru „að víkjast undan, neita
að horfast í augu við vandamálin... og gefast upp við
að takast á við þau“, eins og Morgunblaðið og Al-
þýðubandalagið tala um andstæðinga krónunnar.
Staðreyndin er þvert á móti sú, að Lichtensteinarar
og Luxemborgarar hafa horfzt í augu við vandamálin
og tekizt á við þau, sem við höfum hins vegar ekkfgert.
Þeir hafa kastað út eiturlyfi, sem íslenzk stjórnvöld
nota til að telja sér trú um, að allt sé í lagi.
Panamamenn eru eina þjóðin í Rómönsku Ameríku,
sem ekki býr við dúndrandi verðbólgu og óleysanlegar
skuldir í útlöndum. Þeir hafa vit á að nota bandaríska
dollara og búa því jafnan við nákvæmlega sömu verð-
bólgu og í Bandaríkjunum, það er að segja næstum enga.
Samt eru Panamamenn ekki undirgefnir Bandaríkj-
unum. Þeir hafa raunar í vaxandi mæli staðið uppi í
hárinu á Bandaríkjastjórn og unnið gegn stefnu hennar
í málum Mið-Ameríku, til dæmis Nicaragua. En Banda-
ríkjastjórn getur ekki bannað þeim að nota dollara.
Við ættum ekki að taka upp bandaríska dollara sem
mynt, af því að reynslan sýnir, að þeir geta fallið í
verði. Nærtækara væri að taka upp svissneska franka,
því að reynslan sýnir, að þeir falla alls ekki í verði.
Við gætum einnig tekið upp svissnesku hefðina að
nota hvaða gjaldgenga mynt sem er og þar á ofan reikn-
ingsmyntir á borð við ECU Efnahagsbandalagsins og
SDR Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Alténd eigum við að
leggja niður krónu, sem hlegið er að og er okkur til
skammar.
Með afnámi krónunnar mundum við í einu vetfangi
leggja niður möguleika stjórnvalda á heimaframleiddri
verðbólgu á kostnað útflutningsatvinnuveganna. Við
yrðum raunar loksins að efnahagslega sjálfstæðri þjóð.
Jónp<3 Kristjánsson
Tveir kampakátir arkitektar við Seðlabankahúsið sitt.
Byggingarfélag
Barbapapa
„Einbýlishúsin eru stórfurðuleg.
Fjöldi gríðarstórra og verðmætra
íbúðarhúsa kemur manni í opna
skjöldu. Engin tvö eru eins, sum
eru vel gerð, önnur illa, sum eru
smekkleg, mörg smekklaus. Það er
manni léttir að koma aftur í þau
tilgerðarlausu hverfi sem byggð
voru fyrir stríð.“
Þannig mæltist breskum arkitekt
um íslenskar byggingar í tímarit-
inu Keystone árið 1963. Ég hef grun
um að ástandið hafi ekki farið
batnandi á þeim 23 árum sem liðin
eru frá því þetta var ritað. Fyrir
nokkrum misserum varð ég að yfir-
gefa Skóga- og Seljahverfið með
hraði þar eð erlendur gestur minn,
þekktur listamaður, ætlaði að
kafna úr hlátri í bílnum hjá mér.
Mér sámaði auðvitað þetta virð-
ingarleysi fyrir íslenskum arki-
tektúr. Samt lái ég manninum ekki.
Á einum og sama hálftímanum
höfðum við skoðað hús sem leit út
eins og spænskt skipsflak, annað
sem minnti sterklega á Arnarhreið-
ur Hitlers, hið þriðja sem var eins
og austurlensk moska, en hið
fjórða gaf sig út fyrir að vera sviss-
nesktfjallahótel.
En húsin sem fylltu mælinn voru
bastarðamir, blendingur af Bau-
haus og Granada, Granada og
strandvirki, strandvirki og gróður-
húsi, gróðurhúsi og kastala. Það
var eins og Barbapapafjölskyldan
hefði teiknað obbann af íslenskum
íbúðarhúsum undanfarinn áratug
(sjá „Gróðurhúsið hans Barba- ■
papa“, Iðunn, 1977).
Hús á gelgjuskeiði
Hvergi var fró að finna. Jafnvel
þau hús sem ekki voru byggð í
einhvers konar ýkjustíl, reyndu
ekki að sýnast, voru einhvern
veginn gelgjuleg. Bæði var það að
þau samsvöruðu sér illa, auk þess
sem þau voru slegin útbrotum, sem
í sumum tilfellum höfðu þróast yfir
í kaun.
Hvergi var glugga eða hurð að
finna sem ekki vom kirfilega
römmuð inn með hnausþykkum,
steyptum bitum.
Jafnvel minnstu gluggaborur eða
loftræstiop vom umluktar tvöföld-
um eða þreföldum bitum af þessari
gerð, eins og til að undirstrika að
Aðalsteinn
Ingólfsson
í TALFÆRI
innan við þessa glugga eða göt
ættu sér stað talsvert mikilvægir
atburðir. Sem er vitaskuld ofsögum
sagt.
En ekki þurfti op og útgönguleið-
ir til að koma af stað vosi í þessum
byggingum. Þeim sem byggja á
íslandi er beinlínis illa við auða
veggi.
Þeim finnst æskilegra að setja á
þá bita þvers og kruss. Bitana má
svo mála með áberandi litum til
frekari áherslu.
Til hátíðabrigða má svo greypa
alls kyns mynstur í steypta vegg-
ina.
Skraut erglæpur...
Adolf heitinn Loos, hinn frægi
austurríski arkitekt, skrifaði eitt
sinn ritgerð sem hann nefndi
„Skraut er glæpur“.
Þar heldur hann því fram að
hnignun menningar megi m.a.
greina á því yfirborðsskrauti sem
menn komi fyrir á byggingum sín-
um. Skraut er sóun, segir Loos,
svik við þau efni sem notuð eru til
byggingar.
Ekki vildi ég lenda í því að þurfa
að aka Adolf Loos um úthverfin í
Reykjavík.
„ Við erum ekki ábyrgir fyrir
meir en 20 % af nýbyggingum hér
á landi," hvíslaði arkitekt að mér
um daginn þar sem við stóðum í
nýrri opinberri byggingu og horfð-
um á regnið frussast inn um sam-
skeytin á gluggunum. Hann sagði
að „Pétur og Páll úti í bæ“, senni-
lega tæknifræðingar og verkfræð-
ingar, ættu afganginn af bygging-
unum.
Ég sá að ég hafði haft þessa
ágætu 20 % menn fyrir rangri sök.
Þó brann á mér ein spuming, sem
ég vildi gjarnan fá svar við. Hvers
vegna hafa arkitektar svona gam-
an af því að láta byggingar villa á
sér heimildir?
Hótel í Líbanon
Ég veit um nýja kirkju sem þykist
vera blómapottur og aðra sem er
eins og risavaxið indíánatjald.
Ekki gat ég heldur skilið hvers
vegna Seðlabankinn þarf að líta
út eins og hótel í Líbanon, með
víggirðingar allt um kring. Það
vantar bara byssukjafta út um
skotraufarnar.
Og þótt ég gerði mér margar ferð-
ir upp á Arnarhól tókst mér ekki
að koma auga á samhengið milli
aðalbyggingarinnar og strandvirk-
isins utan um.
Satt að segja var ég farinn að
halda að þetta væri allt meiriháttar
klúður. Þá rakst ég á bráðskemmti-
legt blaðaviðtal við arkitektana. Á
myndum voru þeir svo glaðhlakka-
legir, já, beinlínis hrekkjóttir á
svipinn, að ég fylltist sjálfur föls-
kvalausri gleði. Og þá rann upp
fyrir mér ljós. Auðvitað eru þessir
menn bara að búa til skondinn
arkitektúr til að gleðja okkur hina,
koma okkur á óvart rétt eins og
kollegi þeirra sem teiknáði risa-
vaxna kokkteilpinna ofan á Kjarv-
alsstaði áður en hann var stöðvað-
ur, illu heilli.
Hví skyldi Seðlabankinn ekki
mega líta út eins og virki, ég bara
spyr. Þarf kannski ekki að verja
ríkiskassann ?
Er þetta ekki áreiðanlega rétt
skilið hjá mér, strákar? Ha? Góðu
látið mig vita. -ai